Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ný námskeið að hefjast -sniðin að mannl Lepum |)örfum Við vitum að það er ekki hægt að móta alla Ifkama og allra þarfir í eitt form. í meira en tuttugu og fimm ár höfum við hjá Líkamsrækt JSB unnið með þúsundum kvenna við að' byggja uþþ hreysti og viðhalda góðri heilsu og útliti. Til okkar leita konur með ýmsar væntingar. Við gerum okkar besta til að hjálþa þeim, en árangurinn byggist fyrst og fremst á þeim sjálfum. Við gerum ekki kraftaverk - en þú getur það! Athugið að Líkamsrækt JSB er flutt í „JSB húsið“ í Lágmúia 9 í Reykjavík. Kortakerfið Græn kort: Frjáls mæting 6 daga vikunnar fyrir konur á öllum aldri. Allir finna flokk við sitt hæfi hjá J.S.B. FRÁ TOPPI TIL TÁAR Námskeið sem hefur gefið ótalmörgum konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum sem berjast við aukakílóin. Uppbyggilegt lokað námskeið. - Fimm tímar í viku, sjö vikur í senn. - Strangur megrunarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einka- viðtölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. - Heilsufundir, þar sem farið er yfir förðun, klæðnað, hvemig á að bera líkamann og efla sjálfs- traustið. NYTT-NYTT Framhalds TT Nú bjóðum við upp á framhaldsflokka fyrir TT konur. 3 fastir tímar, 2 lausir tímar í hverri viku. Fundir - aðhald - vigt - mæling .-V LÁGMÚLA 9 SÍMI 581 3730 / 581 3760 Innritun hafin alla daga í síma 581 3730 Barnapössun alla daga frá kl. 9-16. Hringið og pantið kort eða skráið ykkur í flokka. Við erum við símann núna. sótta kjöti, en hins vegar sé flokkun- in mjög góð. Mjög sjaldgæft að lamb frá þeim fari í C-flokk, sem kallar á 25% skerðingu vegna fitu. Þýðingarmesti atvinnuvegurinn Er Bjöm ekkert banginn við framtíð sauðíjárbúskapar á íslandi?. „Nei, ákveðnar forsendur þarf til að hlutimir gangi upp. Aðalforsend- an er að sauðfjárframleiðendur á íslandi komi sér saman um að ef þeir ætli að fara í útflutning þá sé skynsamlegra að allir geri það sam- eiginlega, að hópnum sé ekki sundr- að með einhverjum hrepparíg og fjórðungapólitík. Heldur verði sett upp ein verksmiðja, sem sjái um að taka allt kjöt sem á að fara í útflutn- ing og vinni það allt í neytendaum- búðir, á þann hátt sem hver markað- ur vill. Sá markaður sem best borg- ar fær svo það besta. Þarna eigum við að selja allar afurðir af sauðfé sem við mögulega getum gert okkur pening úr, svo sem lambatungur og fleira, sem mér skilst að sé hátíðar- matur í Frakklandi. Við mundum sennilega fá hærra verð fyrir vakumpakkaðar lambatungur en við seljum sviðahausinn fyrir hér heima. Við eigum að kaupa okkur aðstoð kunnáttumanna og fá ungt fólk til að læra til þessara verka.“ „Ég er sannfærður um að innan örfárra ára, og miklu styttra í það en við gerum okkur kannski grein fyrir, á sauðfjárrækt á Islandi eftir að verða með þýðingarmeiri at- vinnuvegum landsmanna. Við eigum eftir að tala um að það þurfi kannski að hækka eða lækka gengið út frá því hvemig gengur í sauðfjárrækt- inni, ekki fiskveiðunum," bætir Bjöm við af sannfæringu. • Þegar vikið er að því að sauðfjár- bændum sé að fækka og verði kannski bara allir hobbíbændur, fellst Bjöm á það fyrra en kveðst ekki trúa því síðara. Bætir þó við í hálfkæringi: „Þann dag sem verður farið að skilgreina þá sem tóm- stundabændur þá verður kannski fyrst hægt að fara að gera þetta af einhverri alvöru, því þá hætta stjómvöld e.t.v. að skipta sér af þessu. Það má hjálpa tímabundið atvinnuvegi, en ef á að fara að stjórna honum áratug eftir áratug með lögum og reglugerðum, þá er voðinn vís. Við sjáum þetta í útgerð- inni. Sama er með landbúnaðinn, hann á ekki bjarta framtíð fyrr en hann losnar undan reglugerðum rík- isvaldsins. Öll afskipti em af hinu illa.“ Rækta beitarskóg Hjónin og öll börnin fylgja gestin- um úr hlaði, niður að Blöndu, til að sjá ummerkin um dragfeijuna góðu. En með ánni er fleira að sjá. A 20-30 ha girtu svæði eru Oddný og Björn farinn að rækta beitar- skóg. „Það gekk svo vel hjá Guð- mundi í Sölvatungu. Ég horfði á hvemig trén potuðust upp þarna hinum megin í hlíðinni. Svo við ákváðum að girða bakkann okkar megin og erum að planta þar lerki og birki. Þegar trén em orðin 7-8 metrar eða nægilega há til að féð nái ekki upp í toppana, ætla ég að hafa gemlingana þar tímabundið og beita skóginn. Mér er sagt að geti farið mjög vel saman sauðkindur og skógrækt. Ef sauðkindin er ekki sett í þá aðstöðu að hún hafí ekkert nema toppana til að narta i. Hluti af því að vera bóndi er að rækta jörðina. Til þess að auka vel- vild neytandans í garð bænda eiga bændur að ganga þannig um landið að neytendur sjái að þeir virði það. Þeir eiga til dæmis að rækta tré ef að það er „inni“ hjá neytandanum að gott sé að rækta tré. Þá eykst velvild neytandans í garð bænda. En ef hið opinbera vill fara í ein- hverja mannvirkjagerð í landi bænda, þá eiga þeir að sjálfsögðu að fara í málaferli, af því öll mann- virkjagerð hlýtur að vera lýti á land- inu,“ segir Björn skelmskur, en neit- ar því samt alveg að vera eins mik- ill málaferlamaður og faðir hans. Þetta snúist um að ekki verði farið í mannvirkjagerð fyrr en alveg full- víst sé að hjá því verði ekki komist og að ríkið geti ekki bara umsvifa- laust gengið á rétt bænda. litið til þess að þyrfti að seija vör- una. Ekki er nóg að tryggja afkomu sauðíjárbænda eitthvað tímabundið með samningi og segja að nægi að veija svo og svo miklum ijármunum í niðurgreiðslu á kindakjöti. Aðalat- riðið er trygg markaðssetning. Þar sem þeir höfðu ekki orku til þess að taka allar kjöttegundir inn í er ég fastur með mína vöru í ákveð- inni krónutölu og segir sig sjálft að markaðurinn dregst saman þegar aðrar kjöttegundir eru alltaf boðnar á lægra verði. Einni búgrein getur ekki hrakað ef það er ekki með því að pína hana til að vera alltaf með hæsta verð. Enda erum við búnir að tapa markaðshlutdeildinni, komnir úr 80% ofan í 50%.“ Bjöm segir að þar komi fleira til. „Þegar nokkrir fjölmiðlamenn og 1-2 doktorar fóru upp úr 1970 að ráðast heiftarlega á feitt kjöt, upphefst mikil umræða hjá þjóðinni um að það eigi næstum að banna neyslu á lambakjöti. En í dag eru erlendir vísindamenn að rannsaka lambakjöt- ið og tala um að þessi Omega 3 fítu- sýra, sem í því er, sé ákaflega holl fyrir mannslíkamann. Landlæknir sagði í blaðagrein að ef þetta væri rétt þá væri ekki hægt að borða hollari mat en lambakjöt. Menntun í matargerð Klaufaskapurinn í markaðssetn- ingunni hjá okkur er að við höfum bara gleymt því að það þurfi að matreiða þetta lambakjöt okkar. Ég held bara að þekkingin á að með- höndla matvæli og vita hvað er í matnum hafí farið langt aftur úr því sem var í gömlu hlóðaeldhúsun- um. Þekking er að verða mjög tak- mörkuð á matargerðarlist á Islandi. Þarna hefur menntakerfíð ekkert síður brugðist en stjóm bændasam- takanna. Fagþekking í matargerð á íslandi hefur verið stórlega vanrækt í skólakerfínu. Við höfum ekki sinnt því að mennta fólk í matargerð. Það hefur verið nægilegt að vera bara einhver kjötiðnaðarmaður til þess að viðkomandi fari að meðhöndla kjöt. En að vera kjötiðnaðarmaður er aðallega fólgið í því að úrbeina kjöt, en ekki gera það að matvöru. Við höfum gleymt því að það þurfí að matreiða þetta kjöt fyrir markað- inn.“ Þarf þá ekki að breyta ræktun- inni svo kjötið verði ekki svona feitt? „Jú, það verður að hafa þá vöm sem neytandinn vill. Ef neytandinn vill hafa það laust við fitu, eiga bændur að framleiða fitulaust. Svo einfalt er það. Neytandinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Það er hægt, en við þurf- um ákveðinn tíma til að þróa skepn- una. Og til að fá bændur til að hætta að framleiða feitt. En þegar flestir bændur vom ungir menn að byija búskap, gilti það eitt að hafa féð nógu feitt og nógu þungt. Þeir eru alveg fastir í því að ekki sé nokkur hemja að ná ekki 18-20 kg fallþunga á dilkana. Virðast ekki skilja að ekki er til neytandi sem vili kaupa það. Mest eftirspum er eftir 12-14 kg lambi. Það má þá framleiða fleiri og smærri lömb. Það mun þó alltaf taka nokkum tíma að fá bónda til að skilja að það er miklu hagkvæmara fyrir hann að framleiða jafnvel þijú 14 kg lömb en tvö 24 kg. Þau em eftirsótt og þá eigum við að framleiða þau.“ Þetta kallar á nærgöngula spurn- ingu. Var hann sjálfur farinn að framleiða minni lömb? „Það hefur aldrei verið mikill fallþungi hér hjá okkur. Sauðburður fer seint af stað, byijar um 25. maí, er lokið um 10. júní og við fömm að lóga eftir 10. september. Lömbin em því til þess að gera mjög ung. Neytandinn vill fá léttari lömbin og þau seljast fyrr.“ Björn segir það rétt að hann fái ekkert meira fyrir kílóið af því eftir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.