Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 B SUNNUÖAGUR 20. ÁGÚST 1995 Veiðijakkar og buxur á mjög góðu verði Jakki m/lausu fóðri kr. 4.970 Buxurkr. 2.300 5% staðgrelðsiuafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. UTILIFf GLÆSIBÆ - SÍMI 581 2922 MAIMNLÍFSSTRAUMAR TÆIÍNlÆr hcegt ad segja s'ögufyrstu hundrab ára kjamorkunnarf ítilefni afhálfrar aldar afinæli sprengjunnar mildu SVAR spurningarinnar er: Já. Við reynum. Fyrstu sextíu árin eru liðin. Verulega líklega er hægt-að spá um hin óiiðnu fjörutíu. Fyrir nærri því réttum 50 árum, eða 16 júlí 1945, var fyrsta kjamorkusprengjan sprengd í Nevada-eyðimörkinni í Bandaríkjunum. Saga kjarnorkunnarvarþó hafin áður. Gróflega má segja að hún hefjist upp úr 1935, þegar menn fara að henda reiður á hvemig sé hægt að kljúfa kjarna með nifteindaskothríð. Notum tilefni þessa hálfrar aldar „afmælis" og gerumst svo djörf að spá um næstu fjörutíu árin, ef við segjum svo að sextíu séu liðin. Spádómar um næstu íjörutíu árin eru settir fram með þó nokkrum líkindum, út frá því sem hefur þegar gerst, og út frá því sem er verið að rannsaka sem stend- ur og menn ætla að beina kröftum sínum að því að rannsaka á tuttugustu og fyrstu öldinni. Lítum á helstu áfanga þessarar hundrað ára þróunar: Forveri allra rannsókna var vita- skuld afstæðiskenning Ein- steins sem leiddi í ljós jafngildi orku og efnismagns, hina frægu formúlu, E=m c2. Forverar tilraunaspreng- inga og orkufram- leiðslu með kjarn- orku verða á síðari hluta íjórða ára- tugar, er þýski efnafræðingurinn Otto Hahn klauf kjarna fyrstur manna og árið 1942, þegar ítalski eðlisfræðingurinn Enrico Fermi bjó til lítinn kjarnakljúf í Chicago. Helstu áfangar hinnar tæknilegu hliðar þró- unarinnar fram til okkar dags eru síðan, vitaskuld: 1) Fyrrnefnd fyrsta sprengja Bandaríkjamanna árið 1945. 2) Sprenging Bandaríkjamanna á vetnissprengju við kjarnasamruna árið 1952. 3) Sovétríkin koma sér upp kjama- vopnum og koma á fót fyrsta kjarn- orkuverinu. Síðasttalda atriðið er árið 1954. (Englendingar koma sér upp sínu fyrsta veri árið 1956). 4) Skip, fiugvélamóðurskip, ís- brjótar og kafbátar verða kjamorku- knúin. Þetta verður um og eftir 1960. 5) Afturkippur verður í framþró- uninni vegna umhverfisslysa í kjarn- orkuverum. Hér er átt við slysið á Þrímílueyju í Bandaríkjunum árið 1979, en einkum Tsjemobyl-áfallið í Úkraínu árið 1986. En önnur rekstr- arslys urðu einnig í kjamorkuvemm, á Englandi en einkum í Sovétríkjun- um. Þessi slys urðu mjög til að við- halda þeirri almennu andstöðu gegn kjamorku sem var fyrir hendi áður en þau urðu. 6) Árin 1991 og 1993 heppnast eftir Egil Egilsson MÖRG orkuver sömu gerðar og við Tsjernobyl eru enn í notkun austan gamla járntjaldsins. Rekstrarsljóri þessa vers við Vilníus er áhyggjufullur. að koma af stað hægfara kjarna- samrana í alþjóðlegum rannsóknará- ætlunum sem fara fram í Bretlandi og í Bandaríkjunum. í seinna tilfell- inu, í Prineeton, eru framleidd tíu megavött! 7) 1995-2035 heldur áfram risa- vaxin alþjóðleg rannsóknaráætlun um hægfara kjarnasamrana. Menn þreifa sig hægt áfram í átt til rekstr- arhægs og efnahagslega hagkvæms samrunaofns, sem fer á markað skömmu eftir 2035. Umhverfís- áhætta í mynd sprenginga í orkuver- um og geymslu á langæjum geisla- virkum úrgangi verður smám saman úr sögunni að langmestu leyti. Með notkun litíums ásamt tvívetni vferður engin myndun nifteinda, sem leit út fyrir að verða helsta vandamál samr- unans um tíma. Aðeins er um að ræða smávægilega geislavirkni á málmhlífum kjarnaofnsins, sem úr- eldast hægt. 8) Rannsóknir fara fram á næstu öld með það markmið að hagnýta kjarnorku til geimferða og rann- sókna rúmsins. Slíkt hefur verið gert í litlum mæli, þegar litlir kjarnakljúf- ar hafa verið notaðir fyrir orkugjafa í gervihnöttum. Hér er þó um að ræða allt aðra notkun, með það fyrir augum að knýja geimför og ná með því álitlegu broti af ljóshraða. Þetta er forsenda þess að ná að gagni út fyrir sólkerfíð Tikkar með mælitæki og mönnuð geimför. Aðferðir sem er verið að velta fyrir sér eru þrenns konar. í fyrsta lagi að sprengja litlar kjarnasprengjur við „afturenda" geimfarsins. Höggin rækju geimfarið áfram. I öðra lagi myndi hægfara kjarnasamruni (sjá lið 7) vera nýttur þannig að hitun efnis með honum gæfí útstreymi eldsneytis með marg- földum hraða á við aðferðir hins vanalega efnisbruna sem er notaður nú. í þriðja lagi er metnaðarfyllsta áætlunin sú að framleiða andefni sem myndi breytast í orku með samrana við venjulegt efni. Líkt og í fyrr- nefndu aðferðinni myndi hitun efnis valda útstreymi eldsneytis með ofur- hraða. Með þessu móti nægir brot úr grammi okkur til tunglferðar! Lík- legt er að einhveijum af þessum rannsóknaráætlunum hafi skilað dijúgt áleiðis við lok þessa umrædda tímabils. TILBOÐ ÓSKAST í GeoTracker4x4, árgerð ’94 (ekinn 9 þús. mílur), Mitsub- ishi Montero RS (Pajero) 4x4, árgerð '91, Chevrolet Blaz- er S-10 Sport 4x4, árgerð '90, Mercury Sable árgerð ’87 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðju- daginn 22. ágúst kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í Pennine Campertjaldvagn, 6 manna, árgerð '91 og Landrover (langan) 4x4, árgerð '84. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! VERALDARVAFSTUR/Berast sýkingar milli fólks án sýklaf Misskilningur Pasteurs ÁRIÐ 1923 kemur út bók í London eftir Ethel Douglas Hume, sem hún hafði tekið að sér að skrifa fyrir Lupton, fyrrverandi þingmann. En kveikjan að bókinni kom frá Dr. M. Leverson, bandarískum lækni, sem hafði fyrir tilviljun farið að grafast fyrir um frægan franskan vísinda- mann, Pierre Jacques Antoine Béc- hamp, fyrir dauða þess merka manns árið 1908. I-fjós kom skjalfest saga, sem fallin var í gleymsku og dá nokkram áratugum áður. Hún snerist um átök á vísindasviðinu á milli Béchamp og Pasteurs. Þessir tveir menn voru mjög ólíkir að gerð: Béchamp var skólabókardæmi um vísindamann. Hann kærði sig kollóttan um met- orð en hafði aldrei nógan tíma til að sinna vísindastörf- um. Hann gerði hveija uppgötvunina á fætur annarri á sviði fruma, geijunar og lífeðlis- fræði almennt. Pasteur var hins veg- ar metorðagjarn hrokagikkur, sem sveifst einskis við að fullyrða um vísindarannsóknir sínar, en snerist svo 180 gráður með kenningar sín- ar, þegar hann loks viðurkenndi, að skoðanir andstæðinga hans, aðallega Béchamps, sem hann hafði áður lagt sig í framkróka við að gera lítið úr við hvaða tækifæri sem gafst, vora réttar. Þá fullyrti Pasteur hins vegar áð þetta hefði hann einmitt sjálfur uppgötvað. Það var meðal annars þessi eðlis- munur þessara tveggja manna, sem gerir að verkum að við sitjum í dag uppi með vísindakenningar á sviði ónæmisfræði og sjúkdómsvama, sem eru vægast sagt vafasamar. Auglýs- ingamaðurinn varð ofan á. Hann oln- bogaði sig fram til metorða með sam- ansafn af mistúlkunum í farteskinu en hafði ekki nægan skilning til að hirða líka eina merkustu uppgötvun Béchamps. Á æviskeiði Béchamps 1816-1908 var hann óumdeildur vísindamaður en tók engan þátt í pólitík vísinda- valdhafanna. Við dauða hans þurfti níu heilar síður í ritinu Motiuer Sci- entifique til að birta lista víndarit- verka hans. Hann bar tíu vísindatitla og þar að auki þijá heiðurstitla við ævilok. í bókinni er borið saman lið fyrir lið allt það sem skrifað er á Pasteur af vísindakenningum og borið saman við það, sem Béchamp var áður bú- inn að segja um hið sama. í Pasteur- stofnuninni í Lille era taldar upp átta uppgötvanir Pasteurs: Geijun 1857, svokölluð sjálfkrafa þróun 1862, rannsóknir á víni 1863, veiki silkiorma 1865, rannsóknir á bjór 1871, illkynja sýklasjúkdómar 1877, bólusetning við vírusum 1880 og varnir gegn hundaæði 1885. Þegar tekinn er saman árangurinn af því, sem hann bar fram verður hann því miður aðeins neikvæður. Tökum sem dæmi varnir gegn hundaæði, sem í alfræðiorðabókum er talið hans ótrú- Iegasta afrek: Hinn 18. janúar árið 1886 varþing- að um árangur aðferða Pasteurs í frönsku vísindaakademíunni. Prófess- or Peter bar fram spurninguna: „Hef- ur dauðsföllum vegna hundaæðis í Frakklandi fækkað vegna þessara lyfla?" Svar: Nei. „Hefur dauðsföllum þá fjölgað síðan gripið var til mótað- gerða?“ Svar: Já. „Hver er þá hagnað- urinn?“ Því var ekki svarað en auðvit- að var hagnaðurinn þeirra sem fengu leyfí til framleiðslu á „lyfinu“! Eins og við vitum eru bólusetning- ar við sjúkdómum komnar frá kenn- ingum Pasteurs. Vegna þesa er hann almennt talinn til mestu vísinda- manna læknavísindanna og bjarg- vættur mannkyns. Bólusetningin er talin koma í veg fyrir sjúkdóma sem sýklar valda, en með henni er varn- MANNVINURINN Louis Pasteur. arkefí líkamans virkjað og hrindir þannig árás sýklaskarans, sem berst eins og eldur í sinu frá manni til manns. Frægustu dæmin í dag eru inflúensufaraldramir, sem eiga að spretta upp í Asíu og berast hingað nokkram mánuðum seirina. Rétt er að orða þetta „era taldir" áður en annað kemur í ljós. Það var nefnilega ein af megin- uppgötvunum Béchamps og vísinda- lega mjög vel studd fræðikenning, að stjómendur frumanna, míkrósóm- arnir, hefðu þann „hæfileika" að safnast saman og mynda sýkla af hvers kyns gerð! Hann kallaði þessar lífverar reyndar míkrózyma. Þetta þýðir að sýklasjúkdóraar berast ekki endilega með sýklum milli fólks og því tilgangslaust að bólusetja gagn- vart slíku. Það þýðir einnig að lífver- ur eru með efnið í alla sýkla í sér frá fæðingu. Hvaða áhrif það era, sem fá míkrósómana til að breyta sér í eina eða aðra sýklagerð með tilheyrandi afleiðingum, er enn óþekkt. Gæti það verið hugurinn og trú fólks? Alveg eins og það er vel hugsanlegt að trú fólks á því að bólusetning lækni það sé hin raun- verulega lækning? eftir Einor Þorstein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.