Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 B 7 FJÖLSNÆRDUR FURÐUFUGL Young samdi og hljóðritaði grúa góðra laga á þessum árum, þó ekki vildi hann gefa þau út. Reyndar var hann í einskonar stríði við útgáfu sína, Geffen, sem meðal annars fór í mál við hann og sakaði hann um að gera vísvit- andi lélégar plötur. Eftir á að hyggja er þó margt gott á Geffen- plötum Youngs, meira að segja á Trans, en hann lýsti því í viðtali fyrir skemmstu að hann hafi tekið þá ákvörðun í upphafi áratugarins að byggja sjálfan sig upðp að nýju, og til þess hefði hann þurft að rífa ýmislegt gamalt og leggja fyrir róða. Hljóðskúlptúr úr hljóðtruflunum Tíunda áratuginn byijaði Yo- ung með látum; hann sendi frá sér snarpa ádeilu á MTV-sjón- varpsrásina og sölumennskuna sem gegnsýrir poppheiminn, This Note’s for You. Myndband við lag- ið var lengi bannað á MTV og þó því banni hafi verið aflétt var það aldrei sýnt í heild. Næsta plata á eftir, Freedom, var enn sterkari, og á henni beitt ádeila á vestrænt þjóðskipulag, Rockin’ in the Free World. Enn sótti hann í sig veðrið með Crazy Horse-plötu, Ragged Glory, og tveim tónleikaskífum, Weld og Arc, en sú síðarnefnda er einskonar hljóðskúlptúr úr hljóðtruflunum og bjögun sem klipptar voru af Weld. Þessar plöt- ur þrjár féllu í kramið hjá nýrri kynslóð rokkáhugamanna, sem hreifst af Seattle-rokkinu og það þótti mikil upphefð að fá að hita upp fyrir Young og Crazy Horse á tónleikum. 1992 kom svo út einskonar fram- hald Harvest, Harvest Moon, róleg plata og myrk þar sem Young fékk til liðs við sig flesta þá sem komu að Harvest upptökunum og í kjölfarið kom svo plata í úgáfuröð MTV, Un- plugged, þar sem Young fór á kostum í gömlum , lögum og nýjum, eins og margir muna en þáttur- inn var sýnd í Sjón- varpinu fyrir nokkru. Enn breytti Young um stefnu, aftur til rokksins og tók upp breiðskífuna Sleeps With Angels með félögum sínum í Crazy Horse, sem er með mest seldu plötum hans til þessa. Fýrir skemmstu kom svo út sjö- unda breiðskífa Neils Youngs á fimm árum, Mirror Ball, sem hann vann með liðsmönnum Pearl Jam. Sérkennilegur listamaður Eins og ráða má af þessari stuttu samantekt er Neil Young sérkennilegur listamaður um margt. Hann hefur átt erfitt mneð að festa hugann við eina gerð tón- listar en farið um víðan völl, allt frá kassagítarblús í groddalegt hrátt rafrokk og tölvupopp. Ekki hafa allar tilraunir gengið upp og menn greinir á um hvort fjöl- breytnin sé til marks um hug- myndaauðgi og sköpunargleði, eða kæru- og stefnuleysi manns sem sé sífellt að leita leiða til að halda sér í sviðsljósinu. Enginn frýr honum þó hæfielka og margt af því sem hann hefur sent frá sér er hæglega með því besta sehi komið hefur út rokkyns og allt gegnsýrt persónuleika Youngs. Þannig er því til að mynda farið með nýjustu plötu Youngs, Mirror Ball, sem hann gerði með liðs- mönnum Pearl Jam, eins og áður er getið. Mikil var látið með það í fjölmiðlum að hljómsveitarinnar er ekki getið með nafni á umslag- inu vegna deilna útgáfu sveitar- innar og útgáfu Youngs, en á plöt- unni sjálfri eru liðsmenn Pearl Jam svo í skugga Youngs, að hún er hrein sólóplata. Neil Young verður fimmtugur á þessu ári og þætti sjálfsagt mörgum tími kominn að setjast í helgan stein. Þó þessi áratugur sé ekki nema hálfnaður er ekki um að villast að hann er upp full- ur með þrek og sköpunargleði og þó mótsetningarn- ar angri suma, gleðjast aðrir sem kunna fjöl- brejdninni vel. Þó kanadíski tón- listarmaðurinn Neil Young verði fímmtug- ur síðar á árinu hefur hann sjaldan verið afkastameiri. Árni Matthíasson rekur sögu hans og veltir því fyrir sér hvort marg- lyndi hans í tónlist sé kostur eða löstur. ROKKIÐ er komið af léttasta skeiði, komið á sextugsaldurinn, en það er nú svo að þegar rokk- æði tekur menn, er ekki gott að hætta. Þeir eru og legíó rokkar- arnir sem hafa verið að í áratugi, jafnvel allt frá því í árdaga, en fáir þeirra eru enn að gera eitt- hvað sem kalla má nýtt og/eða ferskt, flestir láta sér nægja að róa á vísan. Einn þeirra fyrrnefndu er Neil Young, sem sent hefur frá sér sjö breiðskífur á þessum ára- tug og virðist ekkert klát á sköp- unargleði og hugmyndaauðgi. Neil Young er kanadískur, fæddur í Toronto í nóvember 1945, og þó hann hafi búið í Bandaríkunum mestan hluta ævinnar hefur hanna alltaf haldið kanadískum ríkisborgararétti. Faðir hans var blaðamaður og fjöl- skyldan oft á faraldsfæti, en þeg- ar slitnaði upp úr hjónabandi for- eldra hans 1960 fluttist Young með móður sinni til Winnipeg, þegar ákveðinn í að verða tónlist- armaður. Snemma var hann farinn að leika í hljómsveitum og stofn- aði eina slíka sjálfur, en gekk illa að halda sveitinni saman, því ekki voru félagarnir eins áhugasamir og hann. 1963 fluttust feðginin í betra hverfi og Young í nýjan skóla og þar stofnaði hann hljóm- sveitina The Squires sem hermdi eftir Hank Marvin og Skuggunum. Enn má heyra áhrif frá Marvin í gítarleik Youngs, þó heldur sé stíllinn hrárri. The Squires komust einhvern veginn í hljóðver og tóku upp tveggja laga smáskífu með leikn- um lögum eftir Young. Platan náði nokkurri hylli og sveitin fékk nóg að gera; það mikið reyndar að Young lagði í nokkur útgjöld við að kaupa sér betri tól og líkbíl- inn Mort sem átti eftir að reynast honum vel, en um hann söng Yo- ung eftirminnilega í laginu Long May You Run. Síðla árs 1964 fóru þeir félagar aftur í hljóðver en þær upptökur litu aldrei dagsins ljós, þó einhver laganna hafi skilað sér á síðari breiðskífum Youngs. Til gaman má geta að tæknimaður í hljóðverinu sagði Young að hann væri prýðilegur gítarleikari, en ætti að láta það ógert að syngja. Miklar kröfur 1965 kom bandaríski tónlistar- maðurinn Steven Stills með sveit sína til Kanada á tónleikaferð og féll fyrir upphitunarsveitinni sem var mun betri en hans eigin. Þá var Young farinn að flétta saman þjóðlagapopp og rokk af mikilli íþrótt; tók rólega sveitaman- söngva og rokkaði upp með hama- gangi og látum. Þeir Stills náðu einkar vel saman og Stills bað Young að leita sig uppi ef hann ætti leið um Los Angeles. Um þetta leyti var Young á krossgötum; hann var ekki sáttur við hljómsveitina og hénni gekk ekki vel að koma sér á framfæri utan pöbbanna. Um tíma reyndi hann fyrir sér sem þjóðlagasöngv- ari og meira segja sem blússöngv- ari, en tók upp lög fyrir Elektra í New York, en kveikti engan áhuga hjá útgáfunni. Til að hafa í sig og á gekk Young til liðs við rokksveitina Hermikrákurnar en þegar sú lagði upp laupana þegar söngvari hennar var handtekinn fyrir liðhlaup seldu Young og fé- lagi hans í sveitinni tækjakost hennar, keyptu sér líkbíl, Mort II., og héldu til Los Angeles að leita að Steven Stills. Það var óðs manns æði að leita að Stills í borg þar sem þeir þekktu engan, en þeir þráuðust við í nokkra daga, keyrðu um allan daginn og sváfu í bílnum á næturnar, en þegar þeir loks gáfust upp alla von og héldu af stað út úr borginni hittu þeir hann á bensínstöð í úthverfi. StiIIs tók Young fagnandi og áður en varði voru þeir búnir að stofna hljómsveit saman, Buffalo Springfield. Buffalo Springfield varð þegar ein helsta hljómsveit Bandaríkj- anna og samstarf þeirra Youngs og Stills, eins ólíkir og þeir voru, skerpti tónlist sveitarinnar, um leið og hún var aðgengileg og grípandi. Vinsældirnar og hið ljúfa líf sem fylgdi átti þó ekkert allt of vel við Young, í ljós kom að hann var flogaveikur og hann kunni illa við frægðina og afæt- urnar. Young lýsti því síðar að hann hefði alltaf verið að hætta í sveitinni á þeim tveim árum sem hún starfaði og eftir tónleika í maí 1968 kvaddi hann félaga sína og hóf sólóferil. Klassísk rokkplata Fyrsta sólóskifan, Everybody Knows This is Nowhere, kom út ári síðar og vakti athygli, ekki síst fyrir þá sök að Young fékk til liðs við sig rokksveitina Crazy Horse, hækkaði enn í mögnurun- um og gerði klassíska rokkplötu. Þegar Nirvana og aðrar „grunge" sveitir komu fram á sjónarsviðið snemma á þessum áratug mátti heyra að þær sóttu sitthvað til fyrri tíma, og margir bentu á það að tónlistarstefnuna nýju mætti ættfæra beint til þessarar plötu Youngs. í bland við „grunge" var svo þjóðlagapopp og sveitasöngvar eða sveitarokk; dæmi um það hvaða stefnum Young átti eftir að fýlgja til skiptis eða samtímis næstu áratugina. Samtímis því sem Young tók upp sólóskífur og hélt tónleika gekk hann til liðs við forðum fé- laga sinn, Steven Stills, í tríói hans og Davids Crosbys og Gra- hams Nash, sem hét einfaldlega Crosby, Stills & Nash. Hann lagði dijúgt af mörkum á breiðskífunni Deja Vu, sem er merkilegur minn- isvarði um hippismann, lög Yo- ungs eru áberandi veigamest á plötunni. Onnur plata sem einnig er merkileg í sögulegum skilningi, er tónleikaskífan 4 Way Street, og kom út 1971, en áður en lengra yrði haldið á þeirri braut varð Young svo önnum kafinn í sóló- ferlinum að hann hætti í sveitinni. Fyrsta plata Youngs sem seldist að ráði var After The Gold Rush, en á þeirri plötu er það Neil Yo- ung lag sem flestir kannast líklega við, Heart of Gold, sem fór á topp- inn vestan hafs 1972. Næsta plata á eftir var allt annarrar gerðar og í þfiggja diska safninu Decade segir hann um Heart of Gold, að honum hafi snemma leiðst að halda sig á miðjum veginum og því haldið út í skurð; það væri reyndar erfiðara að komast áfram þar, en þar hitti hann skemmti- legra fólk. Um þetta leyti varð hann fyrir því áfalli að einn félag- ar hans úr Crazy Horse, Danny Whitten, lést úr ofneyslu fíkni- efna. Platan sem hann tók upp stuttu eftir það, Tonight’s the Night, var átakanleg uppgjör við fíkniefnin, svo átakanleg og myrk að útgáfa hans, Reprise, neitaði að gefa hana út fyrr en tveimur árum eftir að hún var tekin upp. í hennar stað sendi Young frá sér nokkra miðlungsplötur til að fýlla upp í samninginn. Það vakti svo nokkra furðu að Young gekk aftur til liðs við þá félaga Stills, Nash og Crosby og hélt í gríðarlega tónleikaferð um Bandaríkin; mörgum fannst hann hafa brugð- ist ímyndinni um sjálfstæða rokk- arann sem gæfi frat í sölu- mennsku og skrum. Johnny Rotten og Elvis Presley Eftir að Crosby, Stills, Nash & Young lognuðust útaf 1974 hljóð- ritaði Young plötu þar sem ein- faldleikinn réð ríkjum, en gaf ekki út. Þá kom út Tonight’s the Night, sem áður er getið, og Young tók aftur upp samstarf við félaga sína úr Crazy Horse. Eitthvað virtist hann þó á báðum áttum, því skömmu síðar stofnaði hann enn eina hljómsveitina með Steven Stills, sem entist ekki lengi. Næsta plata, Comes a Time, kom út 1978, var svo tekin upp í Mekka sveitatónlistarinnar, Nas- hville, og minnti á Harvest; hljóðl- át og seiðandi og seldist enda vel en ekki mikil metin með Young- vina. Enn söðlaði hann um, kall- aði til liðs við sig Crazy Horse aftur og sendi frá sér Rust Never Sleeps; með kraftmikiu keyrslu- rokki í bland við rólegri man- söngva. Rokklögin vilja margir meina séu svar við pönkinu, sem var hátt á þessum tíma, Never Mind the Bollocks með Sex Pi- stols kom út tveimur árum áður, og Young sagði að rokksagan væri ekki síður saga Johnnys Rott- ens en Elvis Presleys. A þeirri plötu kemur meðal annars fyrir hinn frægi frasi „það er betra að brenna yfir, en fjara út“ sem Kurt Cobain notaði í sjálfsvígskveðju sinni og Young hætti að flytja lagið á tónleikum í kjölfarið. Tónlistarmaður áratugarins í lok áttunda áratugariuns var Neil Young valinn tónlistarmaður áratugarins í Bandaríkjunum og vel að þeirri nafnbót kominn. Níundi áratugurinn var Young- vinum aftur á móti erfiður, því þó Young hafi verið fjölhæfur og óútreiknanlegur alla tíð fannst mörgum sem steininn tæki úr þeg- ar hann sendi frá sér plötuna Trans 1982, þar sem tónlistin var að mestu spiluð á hljóðgervla og Young söng í gegnum Vocoder- hljóðgervil. Fleiri sérkennilegar plötur fylgdu í kjölfarið þó á milli hafi verið margr sem vel var gert. Þeir sem kost áttu að komast yfir ólöglegar út- gáfur undu þó vel við sitt, því

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.