Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ' MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 C 3 BMW vélin er 627 hestöfl og hefur mikið snúningsvægi. Bíllinn spólar, jafnvel þó tekið sé af stað I sjötta gír! Vélin er að stórum hluta úr áli. F1 BÍLLINN er þriggja manna og ökumaðurinn situr í miðjum bílnum, en farþeg- arnir til sitt hvorrar hliðar. Guðbergur Guðbergsson ekur sérsmíðuðum Porsche 911 Meistarabíllinn REYKVÍKINGURINN Guðb'ergur Guðbergsson varð ísl^ndsmeistari í rally kross um síðustu helgi. Hann ekur 220 hestafla Porsche 911. Hann hefur ásamt félögum sínum eytt meir en 3000 vinnstundum í að gera bílinn kláran til keppni. Guðbergur varð einnig meistari á bílnum í fyrra, en tvö árin á undan varð eiginkona hans, Kristín Birna Garðarsdóttir meistari á sama bíl. Porsche keppnisbíll Guðbergs var keyptur frá Bretlandi, þar sem hann hafði verið notaður í keppni. Bíllinn var hinsvegar í mjög slæmu ástandi þegar Guðbergur fékk hann í hend- urnar fyrir fjórum árum. í dag er hann í toppstandi, með fjóra meist- aratitila því til vitnis. „Við höfum lagt ómælda vinnu í bílinn tvö s.l. ár og hann lætur mjög vel að stjórn. Sá sem er óvanur hegðun Porsche á hinsvegar erfítt með að stýra bílnum, því það þarf sérstakt lag á þessa sportbíla", sagði Guðbergur. Snúningsvægið aðalkostur vélarinnar „Það er ekki hægt að keyra bílinn eins og hefðbundinn afturdrifsbíl, þar sem vélin er aftur í og þyngdin yfir drifhjólunum. Ef þú missir afturend- an út, þá er bíilinn fljótur að snarsnú- ast. Það þarf því stíga varlega á bensíngjöfina, aka jafnt og þétt. Varlega í beygjum og hratt á beinu köflunum." Vélin í Porsche Guðbergs er þriggja lítra. Búið er að porta hedd og smíða beina innspýtingu á hana eftir hugmyndum Guðbergs. Voru notaðir nokkrir hlutir úr innspýtingu úr 928 bíl. Þá er knastásar úr 911 SC bíl notaðir í stað upp- haflegra knastása. „Snúningsvægið er aðal kostur vélarinn- ar og þó hestöflin séu ekki stjarnfræðileg, þá er togkrafturinn mikill. í einni keppni ók ég í fjórða gír all- an tímann, nema í byrjun í rásmarkinu, sem segir allt um snúningsvægi vélar- innar“, sagði Guð- bergur. Plast í húddl og hurðum Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson SÉRSMÍÐAÐUR Porsche 911 meistarabíllinn í rally kross síðustu fjögur ár ekur hér i harðri keppni við Guðmund Friðrik Pálsson, sem ekur 300 hestafla Ford Escort. Bíilinn er 900 kg, en venjulegur 911 bíll er 350 kg þyngri. Plast er í húddi, fram og afturbrettum, skottloki, farþegarhurð og stuðurum. Bilstein gasdemparar eru allan hringinn í fjöðruninni. Tvo síðastl- iðna vetur hefur allt kram verið tek- ið í gegn. Vél og drifbúnaður var yfirfarinn og skipt um spyrnur, stýri- senda og aðra slitfleti. Þá eru bremsudælur nýlegar og sérstök stýrismaskína, sem er tveir hringir borð í borð auðveldar alla stjórnun bílsins. „Ég er ánægður með bílinn eins og liann er, en á alla hluti til að smíða fjórhjóladrif í hann. Það verð- ur samt ekki gert fyrir næsta keppn- istímabil. Bíllinn hefur dugað svona“, sagði Guðbergur. ■ FRAMMI í bílnum er 28 lítra olíukerfi, bensínt- ankur úr Trabant og nítró búnaður, sem eyk- ur afl vélarinnar í rás- markinu. HEIMASMIÐUÐ bein innspýting vélarinnar eykur vinnslu hennar og snarminnkaði bensíneyðsluna. Innspýting frá verksmiðjunni átti að kosta 600.000 og Guðbergur ákvað því að smiða hana sjálfur. BMW 730i hefur síðustu vikurnar verið til sýnis hjá BMW umboðinu á íslandi sem er Bifreiðar og land- búnaðarvélar í Reykjavík. Bílar í 7 línunni kosta frá rúmum sjö milljónum króna og er hann þá með ýmsum þægindum og marg- háttuðum öryggisbúnaði en þessi ákveðni bíll býður gott betur því meðal sérbúnaðar sem hann hefur að geyma má nefna leðurinnrétt- ingu, aksturstölvu, sérstakt hljóm- kerfí auk útvarps að sjálfsögðu, rafdrifin framsæti með minni og ýmislegt fleira. Verðið hækkar líka nokkuð við þetta og er rúmlega 8,9 milljónir króna. Vélin í þessum ofurbíl er þriggja lítra, 8 strokka, 32 ventla og heil 218 hestöfl. Hámarkshraðinn er 234 km og hröðun í 100 km hraða úr kyrrstöðu 9,7 sekúndur. Vélin er búinn tölvustýrðri innsprautun og billinn er með fimm þrepa sjálf- skiptingu með tölvuvali. Þá er hann með spólvörn og af öðrum búnaði má nefna hemlalæsivörn, hraða- tengt vökvastýri, fjarstýrðri sam- læsingu með þjófavörn, loftkæl- ingu, líknarbelg fyrir ökumann og farþega í framsæti, rafdrifnum og hituðum hliðarspeglum, rafdrifnir höfuðpúðar, rafdrifnar rúður, hleðslujöfnun, hraðfestingu og GSM farsíma frá BMW. Það er fljótsagt að þessi bíll eru þægindin uppmáluð og ekkert nema ánægjulegt að aka honum. Hægt var að spretta dálítið úr spori við framúrakstur á Hellisheiði á leið austur fyrir Fjall frá Reykjavík og þar kom vel í ljós að viðbragð á svona tæki er með meira móti. Sjálf- skiptingin skiptir sér liðlega og mjúklega þrátt fýrir hranalega inn- spýtingu og ekki þarf að bíða lengi uns komið er að hraðatakmörkunum okkar og mál að hægja ferðina. Að Nær 375 km hroóa og er 3,5 sekúndur í 100 km hrada því leyti verður að segja um þennan bíl eins og marga aðra af svipuðum flokki að það er í raun lítið gaman að eiga þá hérlendis. Þeir eiga heima á hraðbrautum og álíta vegakerfí í útlandinu sem hæfír þeim því þótt gaman sé að geta sýnt viðbragð og góða vinnslu og þægilegt að með- höndla þennan bfl á allan hátt næst ekki nema hluti af ánægjunni út úr honum þegar ekki er hægt að koma honum á ærlegt skrið. Það sem hugurlnn girnist En hvað um það - hér er á ferð- inni vandaður bíll og hlaðinn bún- aði. Sumt er öryggisbúnaður sem bæði er til þess fallinn að auka öryggi og sjálfstraust ökumanns við alla stjórn á bílnum svo sem hemlalæsivörn og spólvörn og ann- ar öryggisbúnaður dregur úr líkum á meiðslum við árekstur eins og líknarbelgirnir eða loftpokar eins og umboðið nefnir það í upplýs- ingabæklingi sínum. Þar fyrir utan eru hin fjöl- mörgu þægindi og aukabúnað- ur sem alls ekki er nauðsynleg- ur en afskap- lega þægileg- ur. Það er líka ljóst að kaup- endahópur bíls sem kostar kr. 8.955.000 er ekki stór og jafnvel ekki þótt þeir myndu sleppa BÍLLINN er hlaðinn aukabúnaði og kostar tæpar 9 milljónir króna. Morgunblaðið/Kristinn BMW 730i með tölvustýrðri fimm þrepa sjálf- skiptingu, 8 strokka og 218 hestafla vél. ýmsum auka búnaði og ná verðinu niður í rúma 7,1 milljón en sá sem kaupir bíl sem þennan hefur í höndunum vandaðan grip og þægilegan. Hann fer allra sinna MEÐAL sérbúnaðar má nefna leðurinnréttingu, aksturstölvu, sérstakt hljómkerfi auk útvarps og bílsíma sem er haganlega fyrirkomið milli framsætanna. ferða hávaðalaust, mjúklega, rösk- lega og býr við öll þægindi við akstur og allan aðbúnað og um- gengni við bílinn. Þeir sem geta tekið á sig þessa fjárfestingu verða ekki fyrir vonbrigðum - þeir fá flest það sem hugur ökumanns girnist. Ný reglugeró um akstur á stórum flutningabilum ðkumenn mega mest aka 4 1/2 tíma í senn í ÖKUMANNSKLEFANUM er handsmíðað mælaborð og öryggjatafla. ÞAÐ hefur lengi tíðkast hér á landi að ýmsar starfsstéttir vinni störf sín meðan vinnu er að fá og menn hugsa ekki um hvíldartíma meðan vinnan kallar. Þetta hefur m.a. átt við um atvinnubílstjóra, suma hveija og vit- að er að margir þeirra vinna langan vinnudag og miklu lengri en eðlilegt má teljast. Sumir atvinnubílstjórar hafa ekið langar leiðir milli landshluta eða annarra fjarlægra áfangastaða og sjálfír talað um að þeir hafí ekið meðan þeir gátu haldið augunum opnum. Hitt er reyndar einnig þekkt að þeir hafi ekið lengur en þeir hafa getað haldið augunum opnum og þá með skelfílegum afleiðingum. Oft heyrir maður frásagnir um ótrúlega langan vinnutíma atvinnu- bílstjóra sem aka öki im sem vega fulllestuð á bilinu '9 tonn. Ég hef t.d. undir höm ’rásögn frá manni sem starfað hefur sem bílstjóri á fískflutningabíl. Honum var af vinnuveitanda falið að aka milli landshluta að safna saman físki fyrir fiskmarkað. Að meðaltali ók þessi maður samfellt 18 klukku- stundir á sólarhring en hvíldist í 6 sem þó var ekki einhlítt þar sem stundum þurfti að vinna eitthvað í kring um lestun og losun eða þá við viðgerðir á þeim nauma tíma sem var til hvíldar. Þetta þrælahald varði í tæplega tvo mánuði sl. sumar. Ökumaðurinn sagðist hafa ekið milli landshluta úrvinda af þreytu og oft ekki vitað hvernig í ósköpunum hann komst á leiðarenda án þess að sofna en oft mátti litlu muna sagði hann. Reglugerð um hvíldartíma Ég þekki sögu þar sem ökumaður ók hvíldarlaust milli Akureyrar og Reykjavíkur þrjár ferðir á stórum flutningabíl og tók sú ferð samanlagt eitthvað um 40 stundir, eða tæplega eina vinnuviku, með þeim tíma sem Hraðskreidasti sportbíll heims MCLAREN Fl. Nafnið eitt segir nóg um hraðskreiðasta og dýrasta fjöldaframleidda sportbíl heims. F1 er smíðaður eftir hugmyndum Gor- don Murray, sem hefur mikla reynslu úr Formula 1 kappakstri. Úr heimi kappaksturs er flest í bíln- um líka ættað. Hann er þriggja sæta, með 627 hestafla BMW vél og verðmiða, sem fær okkur Isiend- inga til að hiksta. í Bretlandi, þar sem bíllinn er framleiddur kostar hann 54 milljónir íslenskra króna. Ef hann yrði tollaður hérlendis, þá má reikna með tugum milljóna í viðbót. F1 nær 375 km hraða. Markmið McLaren fyrirtækisins, sem keppir einnig í Formula 1 kapp- akstri á sérhönnjiðum Formula 1 bílum, var að smíða besta sportbíl heims fýrir almenning, ekkert minna. Það virðist hafa tekist og þrátt fyrir hátt verð, þá er eftir- spum eftir F1 bílnum meiri en McLaren annar. Það sakar ekki að bfllinn hefur unnið fjölmörg mót fyrir fjöldaframleidda sportbíla á árinu, þó verksmiðjan taki ekki beinan þátt í keppni, heldur styðji einkaðila til verksins. Murray, hug- myndasmiðurinn á bakvið bílinn valdi með sér nokkra af færstu mönnum bílaiðnaðarins til að hanna og smíða bílinn. Fyrsta skrefíð var að finna vél, V 10 eða V 12 í bíl- inn, sem er afturdrifinn. Vélar frá Ferrari, Honda og BMW komu til greina. I byijun átti vélin að vera 450_ hestöfl. „í fyrstu var hugmyndin að nota vél úr kappakstursbíl, en ég féll frá því. Þær eru vandmeðfarnar. Ferr- ari F40 og Porsche 959 sportbílam- ir voru með hátt í 500 hestöfl, en ég ætlaði að smíða mun léttari sportbíl, þannig að aflið var ekki aðal atriðið i fyrstu. Þá ákvað Jagu- ar og Bugatti bílaverksmiðjumar að smíða sportbíl með 550 hestafla vél. Ég var því orðinn stressaður og fyrir hreina tilviljun hitti ég BMW menn á kappaksturskeppni. Yfírmaður keppnisdeildar BMW bauðst til að smíða V 12 vél, yfír 600 hestöfl. Þessi vél er nú hjarta bílsins og slær þungt og kraftmik- ið“, sagði Gordon Murray í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, ■ sem skoðaði F1 bílinn á bílasýningu í Englandi. Spólar í sjötta gír „Orkan er gífurleg. Þú þarft rétt að snerta bensíngjöfina til að æða áfram, jafnvel í sjötta gír. Hann spólar í sjötta gír! Ég var strax stáð- ráðinn í að smiða þriggja manna bíl, þar sem ökumaðurinn situr í miðjum bílnum og farþegarnir tveir til sitthvorrar hliðar. Þannig næst besta þyngdardreifíngin“, sagði Murray. „Það er ekkert aukapláss í far- þegarýminu, enda er þetta aksturs- bíll, ekki límmósín. En sérhannað Kenwood hljóðkerfið sér til þess að þú njótir akstursins til fullnustu, ef þú vilt ekki aka í botni öllum stundum.' Enda ráða ekki margir við getu bílsins. Þess vegna höldum við sérstök námskeið fyrir þá sem kaupa F1 bílinn. Svo eru margir bílar keyptir í einkasöfn manna, sem keyra bílanna ekkert. Viija bara eiga það besta og dýrasta", sagði Murray. Aðeins eru framleiddir þrír F1 bflar í mánuði sem stendur, enda tekur 6000 vinnustundir að smíða einn bfl. Yfírbygging F1 er að mestu í sérhönnuðu trefjaharðplasti, sams- konar og er notað í Formula 1 bfla. Þess vegna er hann mun léttari en margir sportbílar eða 1100 kg. Ferr- ari F40 er t.d. 1235 kg, Lamborg- hini Diablo 1575 kg. Vélin er 6 lítra, 627 hestöfl við 7,500 snúninga á mínútu og hún tengist sex gíra gír- kassa. Snúningsvægi vélarinnar er 479 lb.fet á bilinu 4,500 til 7, 500 snúningum. Bremsumar eru öflugar, kældar diskabremsur eru allan hringinn, 300 x 30 mm að stærð, en magnesíum felgumar undir bíln- um em 17x9 tommu og dekkin sér- ökumaðurinn þurfti að nota til að lesta og losa bíl sinn. Umferðarlögin fjalla um akstur sem þennan. Um hann er fjallað í 44. grein umferðarlaganna, þeirri hinni sömu þar sem greint er frá því að bannað sé að aka ölvaður. Þar segir á þá leið að enginn megi stjóma eða reyna að stjórna ökutæki ef hann vegna ofreynslu, svefnleysis o.sv.frv. getur ekki stjórnað því ömgglega. Illa hefur gengið að framfýlgja þess- um ákvæðum umferðarlaganna þar sem ekki hefur verið í gildi reglugerð fyrr en nú um hvað teljist hæfíleg hvíld og hversu lengi megi aka. En það er sem sagt búið að setja reglu- gerð um hvíldartíma ökumanna þar sem því er lýst hversu lengi megi aka og hversu lengi eigi að hvflast þegar menn aka atvinnuakstur á til- teknum ökutækjum. Akstur skráður með ökurita Reglugerð þessi tók gildi í vor en ákveðinn umþóttunartími er gefinn fram til 31. ágúst nk. Frá og með þeim tíma er ætlast til að menn taki í notkun ökurita sem tiltekin stór ökutæki eiga að vera búin. Ökuritinn skráir sjálfvirkt ýmsar upplýsingar s.s. hvenær lagt var af stað, hversu hratt var ekið, hve löng hlé vom gerð á akstri o.sv.frv. Umráðamenn stórra ökutækja bera ábyrgð á því að öku- riti sem virkar rétt og ömgglega sé í ökutækjunum og ökumaðurinn ber síðan ábyrgð á því að setja þar til gerðar skífur í ökuritann þannig að fá megi upplýsingar um undangeng- inn akstur. Lögreglan og sérstakir eftirlits- MCLAREN F1 w sportbíllinn lætur lítið yfir sér. Vænghurðir eru á bílnum, sem lyftast upp fyrir þakið, þegar bíllinn er opnaður. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson GULLHÚÐAÐIR hlutir eru í vélarrýminu ekki til skrauts, heldur af því gull þolir hitann vel og tærist ekki. Vélarrýmið er því ætið sem nýtt. hönnuð Goodyear, 235/45ZR 17 að framan en 315/45 ZR 17 að aftan. Hámarkshraði bílsins er yfir 375 km á klukkustund og hann er 3,5 sek- úndur í 100 km hraða. McLaren selur bílinn ekki út á kredikort, greiða þarf 20% staðfestingagjald, 10 milljónir. Ári síðar er bfllinn kom- inn í hendur kaupandans. ■ Gunnlaugur Rögnvaldsson menn munu hafa eftirlit með því að ökumenn aki ekki lengur en þeir hafa heimild til skv. áðurnefndri reglugerð. Samkvæmt henni þá má ökumaður ekki aka lengur samfellt en fjóra og hálfa klukkustund. Þá skal hann hijóta 30 mínútna hvíld hið minnsta. Hann má ekki aka leng- ur en tíu klukkustundir á dag, þó tólf klukkustundir tvo daga í viku og á hveijum hálfum mánuði má ökumaður ekki aka meira en 100 klukkustundur. Reglugerðin kveður á um að ökumaður skuli hljóta 10 tíma samfellda hvíld að öllu jöfnu en heimild er fyrir því að hann fái aðeins 8 stunda samfellda hvíld þrisvar í viku. Einu sinni í viku á að tryggja ökumanni samfellda 36 stunda hvíld. MÖrgum mun þykja þessi reglugerð nokkuð ströng og að langur vegur sé frá því sem hún hefur að geyma og þess ástands sem sums staðar rík- ir hér á landi hjá atvinnubílstjórum, t.d. þeim sem aka í ákvæðisvinnu. Hins vegar er reglugerðin nýútgefna nokkuð sveigjanlegri en sambærilegar reglugerðir í nágrannalöndunum og hafa yfírvöld teygt sig eins langt og heimilt er í þá átt að hafa ákvæðin eins mild og unnt er. ■ Eiríkur Hreinn Helgason er kennarí í Lögregluskóla ríkisins. VW Golf CC '94. Ek. 27 þús. km. Verð 1.050.000. Chevy Blazer S-10 '87. Ek. 100 þús. km. Verð 900.000 Nissan Patrol GR dfsel '91. Ek. 95 þús. km. Verð 2.790.000. Honda Civic GL '88. Ek. 127 þús. km. Verð 450.000. Nýja bílasalan, srssa, Daihatsu Rocky, langur, bensfn, '90. Ek. 170 þús. km. Verð 1.280.000. Mazda 323F '92. Ek. 55 þús. km. Verð 1.020.000. Daihatsu Charade Sedan '90. Ek. 50 þús. km. Verð 660.000. Toyota Corolla XLI, '94, Ek. 3 þús. km. Sjálfskiptur. Verð 1.190.000 NP VARAHLUT1R" fyrir japanska bíla Tímareimar - Viftureimar - Kúplingar - Bremsuhlutir - Þurrkur Hljóllegusett - Bensíndælur - Vatnsdælur - Pakkningasett Kertaþræðir - Olíurofar - Hitarofar - Framlugtir - Öxulliðir Öxulhosur - Demparar - Aukahlutir - Sendum út á land SMIÐJUVEGUR 24 C 200 Kópavogi SÍMI 587 0240 — FAX 587 0250 Einn meö öllu fró BMW FAGMENNSKAN í FYRIRRÚMI BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Tímapantanir í síma: 567 2811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.