Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 1
92 SIÐUR B/C 188. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Barist í vestur- hluta Króatíu Andlát erindreka tefur fríðarumleitanir Belgrad^ Sarajevo, Washington. Reuter. BOSNÍU-SERBAR og Króatar vörp- uðu sprengjum hvetjir á aðra í vest- urhluta Bosníu í gær og kváðust serbneskir herforingjar hafa sótt á við bæina Glamoc og Grahovo, sem féllu í hendur Króötum í byrjun ág- úst, undanfarna daga. í hinum enda Króatíu búa Bosníu- Serbar sig nú undir sókn Króata, sem hafa safnað um tíu þúsund manna liði við borgina Dubrovnik við strönd Adríahafsins. Búist er við að friðarumleitanir Bandaríkjamanna í gömlu Júgó- slavíu teíjist um viku eftir að þrír bandarískir erindrekar létu lífið í bílslysi skammt frá Sarajevó í Bos- níu á laugardag. „Þessi missir . . . er hræðilegt áfall, en tiiraunum til að koma á friði í Bosníu verður haldið áfram af nýjum móði,“ sagði Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í ávarpi, sem hann flutti við minningarathöfn um menn- ina þrjá í Washington í gær. Sameinuðu þjóðirnar sögðu í gær að króatíski herinn ynni nú skipulega að því að brenna hús og ræna eigum Serba í héraðinu Krajina, sem Kró- atar lögðu undir sig fyrr í þessum mánuði. Einnig lögðu embættismenn SÞ fram gögn um að Króatar hefðu myrt óbreytta serbneska borgara af handahófi. Sagt var að þessar að- gerðir miðuðu að því að koma í veg fyrir að Króatíu-Serbar sneru nokkru sinni aftur til Krajina. Mennirnir þrír, sem létust, voru lykilmenn Bandaríkjamanna í friðar- umleitununum. Einn þeirra, Robert Frasure, var sérlegur sendimaður Bandaríkjamanna í gömlu Júgóslavíu og vegna andláts hans varð að fresta fundi fimm ríkja hópsins, sem saman- stendur af Rússlandi, Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkj- unum, um Bosníu í Genf í gær. Reuter SPRENGJAN sprakk aftast í strætisvagninum sem er fjær, en fólk í báðum vögnunum beið bana eða slasaðist. ísraelar og Frelsissamtök Palestínu segjast ekki munu láta tilræðismönnunum takast það ætlunarverk sitt að grafa undan friðarviðræðum þeirra. Sjálfsmorðsárás Hamas banar fjórum í Jerúsalem Jerúsalem. Reuter. A Israelar og PLO staðráðnir í að láta tilræðið ekki spilla friðarviðræðum „Braggi“ sprengdur íÓsló KURT Oddekalv, formaður norsku umhverfisverndarhreyf- ingarinnar „Grænstríðunga", sprengir litla sprengju í Citroen „bragga" við franska sendiráðið í Osló til að mótmæla fyrirhuguð- um kjarnorkutilraunum Frakka í Frönsku Pólynesíu. Franski fáninn var yfir opnu þaki bílsins og feyktist í burtu í sprenging- unni, sem heyrðist um allt sendi- ráðahverfið. Eldur kom upp í sætum bifreiðarinnar og henni var ýtt í burtu eftir að hann var slökktur. Oddekalv lýsti bílnum sem „tákni Frakklands" og kvaðst hafa notað mjög lítið af púðri þar sem „Grænstríðungar" væru frið- samleg hreyfing. Franska sendi- ráðið ætlar að kvarta yfir með- ferðinni á franska fánanum við norska utanríkisráðuneytið. FJÓRIR menn biðu bana og rúmlega 100 særðust í sprengjutilræði í stræt- isvagni í Jerúsalem í gærmorgun. Skæruliðasamtökin Hamas, sem eru andvíg friðarviðræðum Israela og Frelsissamtaka Palestínu (PLO), hafa lýst sig ábyrg fyrir tilræðinu. Yitzhak Rabin, frestaði friðarviðræðunum í gær vegna tilræðisins, en sagði að hermdatverkamönnunum rnyndi ekki takast að láta viðræðurnar renna út í sandinn. Sameinuðu þjóðirnar for- dæmdu tilræðið í gær. Að sögn útvarpsins í ísrael rann- sakaði lögregla tiíkynningu þess efn- is að kona um borð í vagninum hefði sprengt sprengjuna og banað sjálfri sér og þremur öðrum. Sumir þeirra sem létust voru um borð í öðrum strætisvagni sem var skammt aftan við vagninn sem sprengjan sprakk í. Að sögn lögreglu var lík konu, sem ekki höfðu verið borin kennsl á, um borð í vagninum þar sem sprengjan sprakk. Fyrri sjálfsmorðsárásir Ham- as hafa verið gerðar af karlmönnum og öryggisráðstafanir hafa beinst að ungum körlum. Rabin sagði í gær að friðarviðræð- unum hefði verið frestað þar til búið væri að jarða fórnarlömb árásarinn- ar. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, for- dæmdi árásina og gagnrýndi írana fyrir að styðja hermdarverkamenn Hamas. Sagði hann að Iranar hefðu ekkert gert til að stuðla að fram- gangi málstaðar Palestínuaraba. Báðir aðilar sögðust ákveðnir í að skrifa undir samning um stækkun sjálfstjórnarsvæðis Palestínumanna á Vesturbakkanum í Washington í september samkvæmt áætlun. ísraelsmenn lokuðu hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í gær, en Gazasvæðið var lokað fram á sunnudag á meðan palestínskir lögreglumenn ieituðu manna sem grunaðir voru um að hyggja á sjálfs- morðsárásir. „Verkfræðingurinn" Einungis fáum mínútum eftir að sprengjan sprakk var hringt í ísra- elska útvarpið og sagt að „verkfræð- ingurinn" hefði látið til sín taka á ný. „Verkfræðingurinn" er viður- nefni Yahyas Ayyash sprengjusmiðs sem ísraelsk yfirvold hafa ítrekað reynt að koma höndum yfir. ísraelar segja að Ayyash hafi staðið á bak við fjölda sprengjutil- ræða sem hafa kostað 77 manns líf- ið frá því ísrael og PLO gerðu með sér friðarsáttmála 1993. Reutor Bardag-ar skammt frá Grosní draga úr friðarvonum Arás skæruliða hrundið Moskvu. Reuter. RUSSNESKAR sérsveitir hertóku í gær lögreglustöð í bænum Argun í Tsjetsjníju sem um 250 tsjetsjenskir uppreisnarmenn náðu á sitt vald á sunnudagskvöld. Sérsveitirnar beittu skriðdrekum og þyrlum í áhlaupi á lögreglustöð- ina og bardagarnir færðust til mið- bæjar Argun, skammt frá Grosní. Fréttastofan Itar-Tass sagði að fjór- ir rússneskir hermenn hefðu særst í áhlaupinu en ekki er vitað um mannfall meðal Tsjetsjena. Talsmaður rússneska hersins sagði að nokkrir Tsjetsjenar hefðu koinist undan og þeirra yrði leitað í dag. Áður höfðu uppreisnarmenn- irnir sleppt fjórum lögreglumönnum, sem þeir héldu í gíslingu. Afall fyrir samningamenn Bardagarnir gætu skaðað friðar- umleitanirnar í Grosní. „Mér þykir miður að þetta skuli gerast nú þegar hugsanlegt er að viðræðurnar hefjist að nýju,“ sagði Khozhakhmed Jerík- hanov, aðalsamningamaðúr Tsjetsj- ena. Aslan Maskhadov, yfirmaður hers Tsjetsjena, sem reyndi án árangurs að fá uppreisnarmennina til að láta lögreglustöðina af hendi, sagði að Rússar hefðu ekki varað hann við áhlaupinu. „Þetta er ögr- un,“ sagði hann. Alaudi Khamzatov, foringi upp- reisnarmannanna, sagði að Dzhok- har Dúdajev, leiðtogi Tsjetsjníju, hefði skipað hann yfirmann tsjetsj- enska herliðsins í Argun og hann hefði aðeins gert skyldu sína með árásinni á lögreglustöðina. Nokkrir tsjetsjenskir íbúar bæjarins féllu í árásinni. Haft^var eftir Dúdajev að hann vildi friðsamlega lausn á deil- unni um Tsjetsjníju. Rússneskir embættismenn kváðu Khamzatov vin tsjetsjenska herfor- ingjans Shamils Basajev. sem tók hundruð manna í gíslingu í árás á bæinn Budennovsk i suðurhluta Rússlands i júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.