Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐID FRÉTTIR Tuttugu og sjö manns lentu í hrakningum í Kverkfjöllum á sunnudagskvöld Skriðu eftir jöklimim í ofsaroki TUTTUGU og sex erlendir ferða- menn frá ísrael, Þýskalandi, Frakk- landi og Bretlandi og íslenskur farar- stjóri þeirra, Benedikt Kristinsson, lentu í hrakningum á Vatnajökli, í Kverkfjöllum, á sunnudag, þegar skall á mikið hvassvirði. Rúmlega eitt hundrað manns úr ellefu björg- unarsveitum héldu á vettvang og fannst fótkið fljótlega. Átta ferða- langanna, sex konur og tveir karlar, voru illa haldnir þegar þyrla Land- helgisgæslunnar komst loks til að sækja þá. Fimm þeirra voru lagðir inn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri í gærmorgun, þar af einn á gjör- gæsludeild, vegna ofkælingar. Landhelgisgæslunni barst beiðni um aðstoð frá Jöklaferðum á Höfn kl. 20.39, þar sem hópur á vegum ferðaskrifstofunnar átti í erfiðleik- um. Hann var á milli Hveradala og íshellis í Kverkíjöllum, á leið í Sigurð- arskála. Ekki var veður til flugs og ákveðið að þyrlan biði átekta. Lögreglunni á Húsavík var gert viðvart kl. 20.46 og kl. 21.12 fékk hún þær fréttir að litlar líkur væru á að þyrlan kæmist á staðinn. Þá voru 10-11 vindstig þar sem ferða- langarnir voru og af samtölum við fararstjórann var Ijóst að ekki var stætt. Fólkið skreið eftir jöklinum, gegndrepa og þrekað. Þröstur Brynjólfsson, yfirlögreglu- þjónn á Húsavík, segir að kl. 22.17 hafi verið ljóst að þyrlan færi ekki í loftið fyrr en í fyrsta lagi kl. 5 um morguninn. Lögreglan á Húsavík ræsti þá út björgunarsveitir. Að norð- an fóru slysavamasveitimar á Húsa- vík og í Mývatnssveit og hjálparsveit skáta í Aðaldal og að austan slysa- varnasveitimar á Jökuldal, Egils- stöðum, Reyðarfirði, Eskifirði, Nes- kaupstað og Vopnafirði og hjálpar- sveitir skáta á FjöllUm og Egilsstöð- um. Norðanmenn voru 30-40 talsins og Austfirðingar tæplega 70. Um kl. 23.40 bárust þær fréttir að vélsleðamenn frá Jöklaferðum væru að koma að ferðalöngunum á jöklinum með teppi og heita drykki og myndu hlúa að fólkinu á meðan beðið væri hjálpar. Nítján gengu niður af jökli Fyrstu björgunarsveitir komu að jökulröndinni upp úr kl. 2. Þá var 19 manna hópur, 18 erlendir ferða- menn og fararstjóri þeirra, Benedikt Kristinssyni, á leið niður jökul, en sá hópur ákvað að ganga niður í rútu, sem beið til að flytja þá í Sig- urðarskála. í þessum hópi voru þeir sem best voru á sig komnir, en átta voru enn á jöklinum, ásamt vélsleða- rnönnum frá Jöklaferðum. 25 manna hópur, undir forystu Daníels Guðjónssonar, lögreglumanns á Húsavík, hélt upp jökuljnn til að ná í áttmenningana og komst til þeirra um kl. 4 um nóttina. Þá var ljóst, að • Raufarhöfn Kópasker< Bakkafjöröur Húsavík 11 björgunarsveitir sendu menn til hjálpar Borgarfjörður \ Möðrgdalur g Fjöllúm... „ ^jrSeýðisfjörður staður 'WHSiMsíörSur ... tTStöívartiöfður ABreiödatsvfk bera þyrfti fólkið niður af jöklinum. Björgunarmönnum bárust fregnir af því að þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, væri klár til flugs. Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri á Egilsstöð- um og einn þriggja manna í stjóm- stöð við jökulinn, segir að björgunar- sveitarmönnum hafí þótt mun fýsi- legri kostur að bíða þyrlunnar í eina klukkustund en að bera ferðamennina niður jökulinn. „Veðrið var orðið þokkalegt undir jökli, en enn- var strekkingsvindur hjá áttmenningun- um,“ sagði Baldur. „Kvöldið áður var hins vegar aftakaveður og ef það hefði haldist hefði það gert björgunar- sveitum mjög erfítt fyrir og ástandið orðið mjög alvarlegt." TF-LÍF tafðist vegna veðurs TF-LÍF fór af stað frá Reykjavík kl. 4.54. Yfír Sprengisandi var reynt að lækka flugið, til að fljúga sjónflug inn að Kverkfjöllum, en þyrlan varð frá að hverfa vegna veðurs. Þá var haldið norður í land og flugið lækkað yfír Eyjafírði, flogið yfír Mývatn og sjónflug inn að Kverkfjöllum. Þessi lykkja á leið þyrlunnar tafði björgun um 40 mínútur, en samkvæmt upplýs- ingum Gæslunnar kom í Ijós að full þörf var á afísingarbúnaði þyrlunnar. Þyrlan kom á áfangastað kl. 6.45. Áttmenningarnir, sex konur og tveir karlar, voru fluttir um borð í þyrl- una. Fjórir ferðamannanna fóru í börum um borð í þyrluna, aðfram- komnir vegna ofkælingar, en fjórir fóru í sæti. Kl. 6.59 fór þyrlan í loft- ið og til Akureyrar, þar sem hún lenti við Fjórðungssjúkrahúsið um kl. 7.30. Þrír ferðalanganna fengu að fara af sjúkrahúsinu eftir skoðun, en fímm, allir Israelsmenn, voru lagðir inn. Magnús Stefánsson, yfirlæknir og formaður hópslysanefndar FSA, sagði að enginn ferðalanganna væri í lífshættu en ein kona á gjörgæslu- deild vegna ofkælingar. Ástand kon- unnar var sýnu verst þar sem líkams- hiti hennar var orðinn mjög lágur. Fjórir voru lagðir inn á almenna deild til aðhlynningar en vosbúð og þreyta var helsta mein þeirra. Magnús sagði líðan fólksins eftir atvikum. Fötin fuku utan af fólkinu Baldur Pálsson sagði að hann vildi ekki setjast í dómarasæti varðandi' búnað ferðalanganna. „Þeir hrepptu aftakaveður, eins og þau gerast verst um vetur og hvassviðrið var svo mik- ið að hlífðarföt fuku utan af þeim. Við fundum þessi hlífðarföt í sprung- um við jökulinn." Grimsey 19 gengu niður af jöklinum og komust í Sigurðarskála 8 biðu þyrlu XV Landhelgis- gæsiunnar a joklmum 1 I Hvcradalffr Kverkfjöli 27 manna hopur frá Samvinnuferðum-Landsýn fór yfir Vatnajökul með Jöklaferðum og lenti í hrakningum á leið niður af Kverkfjöllum I 1 Höln M ' \ \ \ r VATNAJÖ&ULL 50 km Blindhríð skall á eins og hendi væri veifað TRYGGVI Árnason hjá Jökla- ferðum hf. á Höfn í Hornafirði segir það rangt að útlendingarn- ir sem lentu í hrakningum á Vatnajökli um helgina hafi verið illa búnir. Ferðafólkið gisti aðfaranótt laugardagsins í Jöklaseli í Skálafellsjökli. Ráðgert var að það gisti eina nótt í Sigurðar- skála í Kverkfjöllum og héldi síðan áfram ferðinni um Norð- urland næstu daga. Haldið var á jökulinn frá Jöklaseli um kl. 8 á sunnudagsmorgunn. 17 ferðamenn fóru með snjóbíl og auk þess voru 12 á vélsleðum. Síðan var ráðgert að ganga nið- ur jökulinn Kverkfjallamegin og átti gangan að taka þrjár klukkustundir. Fólkið lá marflatt Tryggvi sagði að starfsmenn Jöklaferða hefðu tekið á móti hópi Íslendinga norðanmegin á jöklinum og skilið við hópinn sem lagði upp sunnanmegin um kl. 14. Kl. 15 skall á snarvitlaust veður eins og hendi hefði verið veifað, hríð og 10-12 vindstig. „Fólkið lá meira eða minna marflatt og stóð ekki í fæturna. Færðin og veðrið var slíkt að við urðum að skilja alla vélsleð- ana eftir en tókum hópinn sem kom að norðan í snjóbilinn. Eg lét bílinn bíða þar og athuga hvernig hópnum sem kom að sunnan gengi. Þegar hópurinn skilaði sér ekki á réttum tíma í Sigurðarskála fékk ég skála- vörðinn og annan mann til að fara inn að jökli og svipast um eftir hópnum. Þeir urðu hans ekki varir. Við náðum síðan simasambandi við leiðsögumann hópsins. Fólkið var þarna uppi á jökli í snarvitlausu veðri og það farið að blotna því það fennti inn um hálsmál og skálmar. Ein konan var orðin mjög köld og hrædd. Þá var ákveðið að doka við og búa um fólkið í svefnpokum á skriðjöklinum Kverkfjallameg- in. Menn frá okkur lögðu af stað sunnan að með búnað og vistir til hópsins um kl. 20. Þá ákváðum við að kalla á þyrlu Landhelgisgæslunnar því þá var ljóst að þrír ferðalang- anna voru ekki í ástandi til að ganga niður af jöklinum. Veðrið var farið að ganga mjög niður upp úr kl. 21, orðið lygnara og mun bjartara. Kl. 22.30 fór leið- sögumaðurinn með átján manns gangandi niður jökulinn í rútu sem beið fyrir neðan. Fólkið var komið í rútuna kl. 4.15 um nótt- ina,“ sagði Tryggvi. Lakur búnaður orðum aukinn Þyrlan komst svo ekki vegna veðurs fyrr en í gærmorgun og tók þá sem eftir voru á jöklinum. Tryggvi sagði að ferðamenn- irnir hefðu haft lista yfir liverju þeir ættu að klæðast í svona ferðum. Flestir hefðu verið í skjólfatnaði og þokkalegum föt- um innan undir en þrír ferða- mannanna voru illa búnir, þ.á m. konan sem var verst haldin. Þeir fengu vélsleðagalla frá Jöklaferðum og fóru niður af jökli í þeim. „Það er orðum aukið að fólkið hafi verið illa búið. Reyndar voru menn þarna í gallabuxum en þeir voru í hlífðarfötum yf- ir,“ sagði Tryggvi. Samvinnuferðir-Landsýn hafa boðið upp á þessar ferðir í samstarfi við Jöklaferðir sl. 4 ár. Á hverju sumri hafa 14-18 hópar farið þessar ferðir og sagði Tryggvi að ekkert í lík- ingu við þetta hefði áður komið fyrir. Veðrið hefði verið prýði- legt þar til rokið skall á. „Við heyrðum enga veðurspá sem spáði slíku ofsaveðri," sagði Tryggvi. Spáð hvassviðri Einar Sveinbjörnsson, veður- fræðingur, segir að spáð hafi verið 7-8 vindstigum á hálendi og vanir fjallamenn vissu að óhætt væri að bæta 1-2 vindstig- um við, þegar farið væri á jök- ul. „Það á að gera kröfu til að menn kynni sér spár. Spá í byggð kvað á um 4-6 vindstig, hálendisspáin 7-8 vindstig, en á sléttum hájöklinum verður enn hvassara,“ sagði Einar. DAGINN áður en hið hrikalega veður skók ferðalangana á leið norður yfír Vatnajökul höfðu Orna Goldman og samferðafólk hennar frá ísra- el ákveðið að framlengja Islandsdvöl sína um tvær vikur vegna þess hve þeim fannst landið fallegt og stórbrotið. Þau höfðu flúið 35 stiga hita í Tel Aviv en á örskammri stundu breyttist hin draumfagra jöklasýn í grimmúðlega mar- tröð, sem hafði næstum kostað mannslíf. Fimm- menningamir frá ísrael, sem voru lagðir inn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í gær, voru mjög hætt komnir, en eru nú á batavegi. Orna Goldman var búin að jafna sig að mestu eftir hryllinginn síðdegis í gær, en hún ætlar aldrei upp á jökul framar. Hins vegar er hún staðráðin í því að koma aftur til ís- lands, því landið sé ólýsanlega fagurt og fjöl- breytilegt. Snjórinn þyrlaðist upp „Við lögðum af stað klukkan átta á sunnu- dagsmorgun þaðan sem við gistum á sunnan- verðum Vatnajökli. Það hafði rignt um nóttina og það var þoka og kuldi. Við vorum á snjósleð- um og eltum leiðsögumanninn í lélegu skyggni, þangað til við sáum ekkert lengur. Þá var ákveðið að sumir færu áfram í snjóbíl, en þeir sem urðu eftir skýldu sér við sleðana, því nú fór að hvessa og snjórinn þyrlaðist upp,“ sagði Orna Goldman frá ísrael Hélt að við myndum deyja á jöklinum Oma Goldman um upphaf ferðar- innar. Þetta var aðeins byrjunin og á leiðinni gafst stund milli stríða. Ákveðið var að halda áfram fót- gangandi. Á leiðinni mættu þau ferðalöngum á suðurleið, sem létu þau fá stafi og mannbrodda sem reyndar komu að litlu gagni. Enn hvessti. Þegar komið var að því að halda niður af jöklinum brast á fárviðri. „Það buldi á okkur sandur og ís. Við sáum ekkert og gátum ekki staðið lengur, fukum bara til og frá. Við lögðumst niður og reyndum að skríða. Leiðsögumað- Orna Goldman urinn reyndi að láta okkur öll halda í taum. Veðrið var svo slæmt að enginn réði neitt við neitt. Eg snerist illa um hnéð þegar við ætluðum að snúa við og leita skjóls. Þá hélt ég að ég myndi deyja þarna á jöklinum. Allir voru orðnir kaldir og örvæntingarfullir. Fólk gat ekkert hjálpast að jiví það var svo hvasst. Við skriðum undan vindi og það var ekki einu sinni hægt að líta við. Þróttur okkar þvarr. Við vorum sár og aðframkomin," sagði Orna. Ein konan missti meðvitund. Maður hennar og dóttir reyndu að koma henni til aðstoðar en gátu það vart fyrir veðrinu. Orna segist hafa gjörsamlega misst móðinn þegar hún skynjaði uppgjöf í reyndu fjallafólki í hópnum. Nú reyndi hver að bjarga sér sem best hann gat. Leiðsögumaðurinn taldi kjark í fólkið „Leiðsögumaðurinn missti ekki kjarkinn. Hann reyndi að sannfæra okkur um að þetta væri ekki búið. Einhvern veginn komumst við í þokkalegt skjól við gíg. Leiðsögumaðurinn kom meðvitundariausu konunni í svefnpoka og læknar í hópnum reyndu að hlúa að þeim sem voru sárir,“ sagði Orna. Fyrstu björgunarsveitir komu á vettvang um kl. 3. Liðsmenn þeirra gáfu fólkinu súkkulaði, slógu á létta strengi og tókst þannig að telja kjark í annars vondaufa ferðalangana. Þyrlan kom um kl. 6.30 og flutti átta manns til Ákur- eyrar. „Mig langar að þakka öllu björgunarfólkinu og starfsfólkinu hér á sjúkrahúsinu. Það hefur verið alveg frábært. Við vorum tíu manna hópur frá Israel í fjölskylduferð og erum nátt- úrlega ekki vön svona veðri. Þrátt fyrir þessa hrikalegu lífsreynslu langar mig að koma hing- að aftur. Eg upplifði sólarlag og sólarupprás, himinninn var stórkostlegur, eins og gluggi til guðs. Hann hlýtur að hafa horft niður til okk- ar þéssa nótt,“ sagði Orna Goldman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.