Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRlfMUmtWR 22. ÁGÚST 1995 •*MÖR&yWBLAB4&. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon GAMLI Pétur, Catalina-flugbátur Flugfélags íslands, sem flogið var til Kaupmannahafnar 25. ágúst 1945. 50 ár frá flugi til Kaupmannahafnar Flugleiðir þriðja stærsta áætlunar- flugfélagið HALDIÐ verður upp á það næst- komandi föstudag á Kastrup- flugvelli í Kaupmannahöfn að þá verða liðin 50 ár frá því að Flugfélag íslands flaug þangað í fyrsta sinn. Þar verður m.a. staddur Bergur Gíslason, sem var varaformaður stjórnar Flugfélagsins á þessum tíma, og þrír af fjórum úr áhöfninni en sá fjórði er nú látinn. Flogið var á Catalina-flugbáti TF-ISP, sem gekk undir nafninu Gamli Pétur, undir stjórn Jó- hannesar R. Snorrasonar flug- stjóra. Félagið hafði keypt Cata- lina-flugbát frá Suður Ameríku 1944. I grein eftir Svein Sæ- mundsson í Morgunblaðinu 9. júií segir að þar hafi hann eink- um verið notaður til banana- flutninga. Innréttingar í flugvélina voru smíðaðar í Stálsmiðjunni vetur- inn fyrir fyrsta milliiandaflugið og vélin rúmaði 22 farþega. Þægindi voru takmörkuð, Cata- lina-flugbátarnir höfðu ekki þrýstiklefa líkt og flugvélar Flugleiða í dag og því var ekki hægt að fljúga ofar veðrum. Flugbáturinn hafði hins vegar verulegt flugþol, eða allt að 20 kiukkustundir. í áhöfn í þessu flugi voru Jó- á Kastrup hannes Snorrason flugstjóri, Magnús Guðmundsson aðstoðar- flugmaður, Jóhann Gíslason loft- skeytamaður og Sigurður Ing- ólfsson vélamaður. Um borð voru tíu farþegar, helmingur þeirra á leið til Skotlands en hinir á leið áfram til Danmerk- ur. Millilent var í Largs Bay í Skotlandi. Einar Sigurðsson, blaðafull- trúi Flugleiða, segir að félagið hafi leigt DC 3-vél og látið mála hana í Flugfélagslitunum. Flug- vélategund þessi sé mjög þekkt úr sögu flugs á íslandi og sé þetta gert til gamans og til þess að skapa andrúmsloft liðins tíma. Samkoma verður á Kastrup- flugvelli og flug með danska ferðaskrifstofumenn á DC 3 sem tekur 19 farþega. Einnig verða viðstaddir fulltrúar íslenskra og danskra stjórnvalda og flugvall- aryfirvalda. Einar segir að Flugleiðir sé nú þriðja stærsta alþjóðaflugfé- lagið á Kastrup sem er í áætl- unarflugi, á eftir SAS og British Airways. Félagið er í fimmta sæti yfir stærstu félögin á vellinum en tvö af þeim eru í leiguflugi og innan- landsflugi. FRÉTTIR______________ Yiðskiptanefnd með forsetanum til Kína SENDINEFND skipuð fulltrúum úr íslensku viðskiptalífi verður með í förum þegar frú Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands fer ásamt föruneyti í opinbera heim- sókn til Kína sem hefst 29. ágúst næstkomandi. Nefndin, sem fer á eigin vegum, tekur þátt í viðræðum við kín- verska ráðamenn um viðskipti þjóðanna og verður nefndin skipuð fulltrúum frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, íslenskum sjávar- afurðum hf., Silfurtúni hf., Streng hf., Nordic Technology Solutions, Utflutningsráði og Virkir-Orkint, en í tengslum við heimsóknina verður skrifað undir samstarfs- samning um hitaveitumál. Forseti íslands kemur ásamt föruneyti til Peking að morgni 29. ágúst en opinbar móttökuathöfn verður þá urn eftirmiðdaginn og mun Vigdís síðan eiga fundi með forseta Kína og öðrum ráðamönn- um, og einnig mun Halldór Ás- grrímsson eiga fundi með kín- verska utanríkisráðherranum og varaforsætisráðherra sem fer með utanríkisviðskiptamál. Næsta dag verða svo fundir með forsætisráð- herra og sjávarútvegsráðherra. Eftir tveggja daga dvöl í Peking verður farið til jarðhitasvæða í nágrenni Peking og síðan til Tianj- in og föstudaginn 1. september verður farið til borgarinnar Xiang og gist þar eina nótt. Því næst verður haldið til Sjanghæ þar sem gist verður í eina nótt, en þar mun forsetinn hitta borgarstjóra Sjang- hæ og aðra ráðamenn, en utanrík- isráðherra og viðskiptanefndin munu væntanlega eiga fund með aðilum í sjávarútvegi. Komið verð- ur til Peking á nýjan leik að kvöldi 3. september og lýkur þá opin- berri heimsókn forseta íslands til Kína. Þann 4. september verður Vig- dís Finnbogadóttir viðstödd setn- ingu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og flytur hún eina aðal- ræðuna við upphaf ráðstefnunnar. í fylgdarliði forsetans í hinni opinberu heimsókn til Kína verða auk Hjálmars W. Hannessonar, sendiherra íslands í Kína, og Ragnars Baldurssonar, starfs- manns sendiráðsins, Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra, ásamt eiginkonu, Sveinn Björns- son, forsetaritari, Hörður Bjarna- son, prótokollstjóri, Sigríður H. Jónsdóttir, blaðafulltrúi á Skrif- stofu forseta íslands, og þeir Kristinn F. Árnason og Stefán L. Stefánsson frá viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. í viðskiptanefndinni verða Svavar Jónatansson frá Virkir- Orkint, Vilhjálmur Guðmundsson frá Útflutningsráði, Jón Magnús Kristjánsson, frá Sölumjðstöð hraðfrystihúsanna, Björn Ársæll Pétursson frá íslenskum sjávaraf- urðum, Friðrik Jónsson, Rúnar Sverrisson og Vigdís Bóasson frá Silfurtúni hf., Friðrik Sigurðsson frá Nordic Technology Solutions og Skúli Jóhannsson frá Streng hf. Fimm kóngasvarmar hafa fundist ÓVENJU margir kóngasvarmar hafa borist hingað til lands í sumar. Erling Olafsson, skor- dýrafræðingur hjá Náttúrur- fræðistofnun Islands, segist vita til þess að fimm fiðrildi af þess- ari tegund hafi fundist hér í sumar, en að jafnaði berist ekki nema eitt fiðrildi annað hvert ár til landsins. Erling segir að fiðrildin fimm hafi fundist á Austur- landi, í Skaftártungu og í Reykjavík, auk Djúpuvíkur. Óvenjulegt sé að útlent fiðrildi finnist á Djúpuvík, þar sem það þarf þá að fjúga þvert yfir land- ið. Fyrsta fiðrildið fannst 12. ágúst og hin næstu dagana þar á eftir. Kóngasvarmi er eitt stærsta fiðrildið sem getur borist hing- að af eigin rammleik. Vænghaf hans er allt að tólf sentimetrum og búkurinn er fimm til sex sentimetra langur, eða á stærð við litlafingur. Fiðrildin eru Morgunblaðið/Sverrir FIÐRILDI af tegundinni kóngasvarmi, en fimm slík hafa fundist hér á landi i sumar. ekki skrautleg, enda fljúga þau helst í myrkri. Að sögn Erlings sækja þau í ljós og stundum fljúga þau inn um opinn glugga ef ljós er fyrir innan. Fiðrildin eru ættuð frá Suð- ur-Evrópu og berast hingað með hlýjum suðaustanvindum. Þau þurfa töluverðan hita tii að geta flogið og að sögn Erl- ings hafa þau það sennilega ekki nijög gott hér á íslandi. Erling biður þá sem hafa orð- ið varir við kóngasvarma nú í sumar að hafa samband við sig á Náttúrufræðistofnun íslands. Sýktum seiðum úr tilraunaverkefni Veiðimálastofnunar sleppt í Elliðaárnar Kýlaveiki í seiðin úr fiski í ánum SEIÐUM, sem sýkt voru af kýlaveiki, var sleppt í Elliðaárnar í júní í sumar nokkrum vikum áður en sjúkdómurinn greindist í ánum. Sigurður Helgason, fisksjúkdóma- fræðingur á Keldum, telur engan vafa leika á að sjúkdómurinn hafi borist í seiðin frá sýktum laxi úr ánum. Hann segir að það hafi verið mistök að sleppa seiðunum því að þau muni hafa neikvæð áhrif fisk í ánni. Seiðin, sem voru um 10 þúsund talsins, voru geymd í steyptum keijum sem eru niðri við Elliðaárnar. Vatn úr ánni rann í kerin. Seiðin voru hluti af tilraunaverkefni á vegum Veiðimálastofnunar, en verið er að gera tilraun með sleppingar á tveimur gerðum af seiðum, annars vegar að sleppa árs gömlum gönguseiðum og hins vegar tveggja ára seiðum sem hafa vaxið hægar. Tilgangurinn er að kanna hvor gerðin er sterkari. Verkefnið var greitt af Rafmagns- veitu Reykjavíkur með styrk frá Fiskrækt- arsjóði. Seiðin komu úr Kollafirði Seiðin koma úr klakfiski, sem tekin var úr Elliðaánum. Þeim var klakið út í fiskeldis- stöðinni í Kollafirði og flutt þaðan í kerin í Elliðaánum. Sigurður Guðjónsson hjá Veiðimálastofnun sagði engan vafa leika á að seiðin hefðu verið heilbrigð þegar þau voru sett í kerin. Engin merki um kýlaveiki hefðu fundist í Kollafjarðarstöðinni. Sigurður sagði að Veiðimálastofnun hefði kallað til fisksjúkdómalækni strax og seiðin byijuðu að drepast. Hann sagði að í upp- hafi hefði hann fengið þau svör frá þeim að um væri að ræða einhvers konar um- hverfissýkingu. í framhaldi af því hefði seiðunum verið gefin sýklalyf, sem hefði gefið mjög góða raun. Sigurður Helgason sagði að rannsókn hefði gefið misvísandi niðurstöðu í upphafi. Sýklalyfjagjöf hefði gefið góðan árangur og þess vegna hefðu læknar tekið ákvörðun um að leyfa sleppingu seiðanna frekar en að slátra þeim. Tíminn til að taka ákvörðun hefði reyndar verið skammur vegna þess að verið var að seltuvenja seiðin og ekki hægt að stöðva þá aðgerð öðruvísi en að eyðleggja tilraunina. Smitið kemur úr Elliðaám Sigurður sagði að eftir að búið hefði ver- ið að sleppa seiðunum hefði frekari rann- sókn á þeim legið niðri m.a. vegna sumar- leyfa. Þegar kýlaveiki greindist í löxum í Elliðaám hefði komið í ljós að seiðin voru einnig haldin kýlaveiki. „Seiðin smituðust þannig að það er sýktur fiskur í ánni og frá honum berst smitefni með vatninu í eldiskerin. Vitaskuld hefði seiðunum aldrei verið sleppt ef tekist hefði að greina þetta í tíma. Það er ljóst að það má búast við neikvæðum áhrifum af seiða- sleppingunni á ána fremur en hitt. Það verð- ur þó að hafa það í huga að smitið var fyrir í ánni. Af einhveijum orsökum hefur það náð að magnast í sumar,“ sagði Sigurður. Veiðimálastofnun vill uppræta sjúkdóminn Stjórn Veiðimálastofnunar sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem því er beint til Fisksjúkdómanefndar að þegar í stað verði gripið til harðra varúðarráðstafana til að koma í veg fyrír að kýlaveiki breiðist til annarra vatnasvæða. Minnt er á að ákveð- inn hluti laxfiska villist frá sínum heima- svæðum og því sé hætta á að flökkufiskar úr Elliðaám geti smitað fiska í öðrum ám. „Vegna þessa er þýðingarmikið að þegar í stað verði gerðar ráðstafanir til að upp- ræta sjúkdóminn í Elliðaánum. Islenskar veiðiár eru heimsfrægar fyrir hreinleika og fiskstofnar þeirra hafa verið lausir við sjúk- dóma. Mjög mikilvægt er að svo verði áfrarn," segir í yfirlýsingu Veiðimálastofn- unar. Vífill Oddsson, formaður stjórnar Veiði- máiastofnunar, sagði að það væri Fisksjúk- dómanefndar að meta til hvaða aðgerða væri rétt að grípa til að uppræta sjúkdóm- inn. Hann sagði að Veiðimálastofnun væri ekki að leggja til að laxastofninum í Elliða- ánum yrði öllum fargað, en sá kostur hefði þó alls ekki verið útilokaður. Gísli Jónsson fisksjúkdómalæknir sagði að Fisksjúkdómanefnd myndi halda sig við þær aðgerðir sem þegar hefði verið gripið til. Hann sagði að það væri hægara sagt en gert að uppræta kýlaveikina. Sú hugmynd að farga laxastofninum í Elliðaám væri erfið í framkvæmd. Eitra þyrfti í ánni nokkur sumur í röð og það væri fleira sem myndi drepast en' laxastofninn. Við þessar aðstæður væri hyggilegast að halda sig við þá aðgerð að einangra ána og vona að úr sjúkdómnum dragi eins og gerst hefði víða erlendis. Talsvert hefur borist af laxi til rannsókn- ar úr öðrum ám vegna grunnsemda um smit. Ekki hefur greinst kýlaveiki í laxi annars staðar en í Elliðaánum. ! i l I 1 I I ; í i i i « e ■ f i i ( i 1 t;: ( ú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.