Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 FRÉTTIR . /S-fAu(\iD------------- Stjornarstefnan okkar er farin að skila árangri, atvinnuleysingjarnir eru farnir að hverfa emn af öðrum, eins og dögg fyrir sólu. Tveir menn grunaðir um fjölda innbrota MAÐUR, sem handtekinn var að- faranótt laugardags með afsagaða hlaðna haglabyssu í fórum sínum, hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald út þessa viku. Maðurinn er grunaður um fjölda innbrota í félagi við annan sem handtekinn var á fimmtudag. Lögreglan handtók á fimmtudag mann sem grunaður er um aðiid að innbrotum, meðal annars á Drangsnesi og Hólmavík í síðustu viku. Lögreglan taldi sig vita hver hefði verið í för með honum og var sá maður eftirlýstur. Aðfaranótt iaugardags var hann svo handtek- inn og fannst afsagaða haglabyssan við framsæti bíls, sem hann var farþegi í. Báðir mennirnir sitja í gæsluvarðhaldi út þessa viku. Hörður Jóhannesson, yfir- lögegluþjónn Rannsóknarlögreglu ríkisins, sagði að mennirnir tveir væru grunaðir um fjölda innbrota dagana fyrir handtökurnar. „Við erum að rannsaka aðild þeirra að tveimur innbrotum í Grindavík, auk innbrota í Þykkvabæ, Borgarfirði, Kirkjuhúsið í Reykjavík og fyrir- tæki og verslanir á Drangsnesi og Hólmavík," sagði Hörður. Lögreglumenn vilja úrbætur Stjórn Lögreglufélags Reykja- víkur sendi frá sér fréttatilkynn- ingu í gær, þar sem fram kemur að þeir lögreglumenn, sem komu að handtöku mannsins með hagla- byssuna, hafi unnið það verk af fagmennsku þrátt fyrir augljósa hættu. „Stjórn Lögreglufélags Reykja- víkur vill hins vegar vekja fólk til umhugsunar um að þetta er sá veruleiki sem biasir við lögreglu- mönnum hvar á landinu sem þeir eru og að heimur afbrota fer sí- harðnandi," segir í fréttatilkynn- ingunni og loks er vakin athygli á að lögreglumenn sitji ekki öllu lengur undir því að engar úrbætur náist fram á þeirra málum, hvorki launaliðum né öðrum réttindamál- um. ÞESSA dagana er unnið að við- gerð á steypuskemmdum á aðal- öyggingu Háskóla íslands, en að sögn Sveinbjörns Björnssonar háskólarektors hafa engar sér- stakar viðgerðir farið fram á húsinu frá því það var tekið í notkun 17.júní 1940. Allt þakskegg hússins verður endurnýjað og þétt meðfram gluggum, en húsið er með þeim fyrstu hér á landi sem gluggar voru settir í eftirá. Allar súlur hússins eru klæddar plötum úr sérstakri silfurbergssteypu, sem margar hverjar eru brotnar, og hefur þurft að losa þær af og maia og síðan steypa að nýju til að nýta sama efnið. Þegar við- Endurbætur á aðalbygg- ingu HI gerð hefur fram á þakskeggi, gluggum og súlum verður húsið múrhúðað að utan úr samskonar kvartsi og upphaflega, en það er úr námum í Mosfellssveit. Verkið er gert samkvæmt út- boði og á því að vera lokið 1. október næstkomandi, en heild- arkostnaður er áætlaður rétt inn- an við 50 milljónir króna. Að sögn Sveinbjörns verður því húsnæði, þar sem háskóla- bókasafn var í bakálmu aðal- byggingar Háskólans, breytt til nota fyrir skrifstofur og skjala-' safn. Námsráðgjöf skólans flyt- ur í kjallara fyrrverandi bóka- safnsrýmis, en á 1. hæðina er gert ráð fyrir að almenna skrif- stofa skólans og starfsmanna- skrifstofa flytji. Sagði Svein- björn að það yrði gert í þeim tilgangi að losa húsnæði á 1. hæð í norðurálmu aðalbyggingarinn- ar þar sem skrifstofurnar hafa verið til húsa, en með því fást fimm nýjar kennslustofur. Er vonast til að þær verði tilbúnar á næsta ári. Hagyrðingamót haldið í sjöunda sinn Lýsa eig-inleikum sínum og gæðum HIÐ ÁRLEGA Hag- yrðingamót verð- ur haldið í Súlna- sai Hótels Sögu næst- komandi iaugardag. Kvæðamannafélagið Ið- unn í Reykjavík hefur veg og vanda af framkvæmd mótsins að þessu sinni en hagyrðingar hvaðanæva af landinu munu þar leiða saman hesta sína, meira þó í gamni en alvöru. Mótið er hið sjöunda í röðinni en það var fyrst haldið á.Skagaströnd árið 1989. Sigurður Sigurðarson sem á sæti í undirbún- ingsnefnd segir að mótið verði vettvangúr átaka hagyrðinga í millum sem þó muni einkennast af góðsemi. „Þarna verður kveðið, stemmur fluttar og væntanlega hluti úr Númarímu. Vestanmenn og sunnanmenn takast á í skanderingu og norðanmenn og austanmenn yrkjast á og freista þess að kveða niður hvetjir aðra. Þá munu snillingar svara sam- viskuspurningum í bundnu máli og ennfremur verður lögð áhersla á að menn komi fram °g flytji vísur sem þeir hafa gert um sjálfa sig og lýsi með þeim hætti eiginleikum sínum og gæðum. Heiðursgestur mótsins er Helgi Hálfdanarson og flytur hann ávarp um gildi þess að binda orð auk þess sem Njáil Sigurðsson talar um listina að kveða. Þá mun Skálda sem er skip Iðunnar sigla um svæðið og fiska vísur sem gerðar eru á staðnum eða áður óbirtar vísur. Gefið hefur verið út vísnakver eftir hvert einasta mót og verður þeirri útgáfu haldið áfram.“ Hermt er að dúllað verði á mótinu? „Já, vonandi verður hægt að fá dúllara. Langt er síðan dúllað hefur verið á íslandi en frum- kvöðuli og höfundur dúllsins Guðmundur Árnason úr Landeyj- um, þekktari sem Gvendur dúll- ari, lést árið 1913. Guðmundur var eftirtektar- verður maður sem kallaður var flakkari í sinni tíð. Hann var vel greindur en veiktist og tók aldr- ei á heilum sér á seinni hluta ævi sinnar. Guð- mundur hafði aldrei ró í sínum beinum og ferðaðist víða um land til að fremja þessa list sína sem hann fann upp með því að líkja eftir vatnsgúlgri undir holbökkum. Fékk hann margsinnis húsfylli á skemmtunum." - Hvers vegna þykir mönnum nú mál til komið að endurvekja dúllið? „Dúllið hefur lifað í minning- unni og lengi staðið til að vekja það upp. Sjálfur þekkti ég fólk sem mundi eftir Guðmundi og móðir mín var meðal þeirra sem heyrðu hann dúlla.“ -Hvetjir eiga erindi á mót sem þetta? „Allir sem hafa gaman af vísnagerð og njóta þess að heyra farið með vísur og kveðskap þótt þeir yrki ekki sjálfir. Þetta er smitandi fyrirbrigði og margir Sigurður Sigurðarson ► Sigurður Sigurðarson fæddist 2. október 1939 að Sigurðarstöðum í Bárðardal. Hann lauk prófi í dýralækn- ingum árið 1967 og hefur starfað við fag sitt síðan, með- al annars við smitsjúkdóma- varnir og rannsóknir á dýra- sjúkdómum á Tilraunastöð- inni á Keldum. Sigurður liefur verið félagi í Kvæðamannafé- laginu Iðunni í Reykjavík síð- astliðin fimm ár. Hann er kvæntur Halldóru Einarsdótt- ur og eiga þau fjögur börn. Snillingar svara spurningum hafa byijað að yrkja á svona samkomum. Þetta er í sjöunda sinn sem hagyrðingamót fyrir allt landið er haldið og aðsóknin hefur vaxið ár frá ári.“ -Bendir það til þess að kveð- skapurinn sé að sækja í sig veðr- ið um þessar mundir? „Áhuginn fer vaxandi, sér- staklega meðal ungs fólks. Eldra fólk hefur verið fjölmennara á hagyrðingamótinu til þessa, en yngra fólkið sem hefur komið hefur komist að því að þetta er glettilega skemmtilegt. Aidurs- dreifingin er því meiri en áður og vonandi verður hægt að leiða elsta meðliminn í Kvæðamanna- félaginu Iðunni sem er 102 ára og þann yngsta sem er ellefu ára saman á laugardaginn." -Hvaða þýðingu hef- ur það fyrir þjóðina að leggja rækt við kveð- skapinn og hittast á mótum sem þessu? ________ „Það hefur þá þýð- ingu að viðhalda mál- inu og aga það. Það er mikilvægt að geta sett saman orð á skemmtilegan hátt. Þá er það einnig mikilvægt fyrir hugsunina og til að efla þjóðernið; þá á ég við þjóðerni í sérstaklega góðum skilningi." -Fá le'sendur Morgunblaðsins vísbendingu um það sem koma skal á mótinu á laugardaginn?“ „Já, ég hef reyndar verið kenndur við ýmislegt annað en kveðskap um mína daga, meðal annars að láta skera niður sauðfé vegna riðuveiki og þess vegna sagði ég einhvern tíma þegar ég átti að lýsa sjálfum mér á hag- yrðingamóti: Aldrei hefur átt við mig að yrkja kvæði. Sinni helst um sjúkdómsfræði og sé til þess að öðrum blæði. “ ORÐABÓK MENNINGARSJÓÐS: 'flúlla.-aOi s rau/a með lokudum munni og skjálfandi röddu. skanderast (skandérast) kveðast á, koma á víxl með vísur sem byria á sama staf H‘irra)Sta V'Sa enðað' &' fara með í'e':skeTíía'' vísur a ',íx/ (án tillits til upphafsstafs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.