Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 FRÉTTIR Leah Tracy hefur verið sundlaugarvörður, sundkennari ogþjálfari í Bandaríkj unum ¥ f * nT Morgunblaðið/Árni Sæberg L,fc,AH Iracy hefur fylgst með umræðum um öryggismál í íslenskum sund- laugum af miklum áhuga á meðan hún hefur verið hér á landi. í samtalinu við hana kemur fram að öryggiseftirlit í Arizona í Bandaríkjunum sé mun strangara en verið hefur hér á landi. Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir STOÐUGT er verið að þróa fullkomnari öryggis- búnað í sundlaugar. Umferðarljósin gefa til kynna með grænu og rauðu ljósi hvenær næsta sundlaug- argesti er óhætt að fara í rennibrautina. ÞÚ VERÐUR að fyrirgefa hvað mér liggur mikið á hjarta en ef þú hefur séð lítið barn drukkna eða næstum drukkna er erfitt að gleyma því. Ég vil leggja mitt af mörkum til að bjarga fleiri börn- um frá drukknun og mér er í mun að gera foreldrum grein fyr- ir því að ekki aðeins börn óábyrgra foreldra geta farið sér að voða. Börn geta drukknað svo að segja við nefið á foreldrum sínum,“ segir Leah. -Leah starfaði tvö sumur, árið 1993 og 1994, við opinbera sund- laug í Phoenix í Arizona í Banda- ríkjunum. „Sund er töluvert stundað í fylkinu og ekki síst þegar hitar eru miklir á sumrin. Algengt er að einkasundlaugar séu byggðar við einbýlishús og flest slys verða í þeim. Slysin eru mismörg og stundum hafa orðið slysafaraldrar. Einn sá versti varð annaðhvort árið 1989 eða 1990. Maður horfði varla svo á frétta- tíma í sjónvarpinu að ekki væri verið að segja frá því að lítið barn hefði drukknað í einkasund- Iaug. Yfirvöld efndu til sérstaks átaks í fjölmiðlum til að reyna að stemma stigu við slysunum. Slagorð átaksins var „Það tekur aðeins nokkrar sekúndur" og brýnt var fyrir foreldrum að skilja börn sín ekki eftir, undir nokkrum kringumstæðum, eftirlitslaus í vatni. Ég nefni að áhersla var lögð á að foreldrar hlypu ekki frá börnum sínum í símann því sím- talið væri einfaldlega ekki þess virði. Þyrftu foreldrar að bregða sér á snyrtinguna var þeim bent á að taka börnin með sér inn,“ segir Leah og tekur fram að slys- um hefði snarfækkað í kjölfarið. Virðing borin fyrir starfinu Leah segir að mikil virðing sé borin fyrir starfi sundvarða og gerðar séu kröfur um að þeir standist námskeið í vinnubrögð- um og þjálfun sundvarða, skyndi- hjálparnámskeið og námskeið í hjartanuddi. Með því sé hins veg- ar alls ekki tryggt að viðkomandi fái að starfa við laugargæslu því ráðið sé í störf eftir að umsækj- endur með tilskilin réttindi hafi gengið í gegnum erfitt hæfnis- próf. „Flestar ef ekki allar sundlaug- arnar í Arizona eru aðeins opnar á sumrin og starfsmennirnir eru flestir skólafólk. Nemendur, sem „Það tekur aðeins sekúndur“ Leah Tracy hefur veríð sundvörður, sund- kennari og sundþjálfari í Arizona og Alab- amaj Bandaríkjunum. í samtali við Önnu G. Ólafsdóttur nefndi hún að slys hefði verið sett á svið á hverjum degi í opin- _______berri sundlaug í Phoenix. ætla að starfa við sundlaugar- gæslu, byija venjulega að æfa sig í febrúar til að vera komnir í nógu gott líkamlegt form ti! að standa sig á prófinu og fá vinnu um sumarið,“ segir hún, en reglan er sú að flestir starfsmenn laug- arinnar uppfylla kröfur til sund- varða. „Stundum uppfyllir gjaldker- inn ekki kröfur tií sundvarða en annars eru allir starfsmennirnir með tilskilin námskeið og hafa farið í sundvarðapróf. Sundlaugin sem ég starfaði við var töluvert stór, 25x50 m djúp laugog 10x25 m barnalaug, og starfsmenn voru um 20. Aldrei færri en 2 laugar- verðir gættu laugarinnar. í einu og ef margir voru í lauginni voru sundlaugarverðirnir fleiri. Að meðaltali hugsa ég að um 50 gestir hafi verið í Iauginni í einu en fjöldinn gat orðið miklu meiri. Sundlaugarverðirnir voru aðeins hálftíma á vakt í einu og renndu stöðugt augum yfir laugina. Fyrst eftir að ég byrjaði gat ég varla sofið því ég sá alltaf laugina fyr- ir mér.“ Æfing á hverjum degi Eftir háiftíma leysir annar sundlaugarvörður sundlaugar- vörðinn af með því að banka í hann til að tryggt sé að alltaf sé einhver með augun á lauginni. Fyrri sundlaugarvörður fer svo að sinna öðrum verkum þar til aftur er komið að honum. „Við vorum látin gera ýmislegt, t.d. sjá um þrif og stundum fór biðtíminn í æfíngar. Ekki má held- ur gleyma því að á hveijum degi var æfíng. Forstöðumaðurinn bað einhvern starfsmann um að setja á svið drukknun. Enginn hinna vissi hvað var að gerast og for- stöðumaðurinn fylgdist með við- brögðum þeirra. Hann tók niður tímann á því hvað sundvörðurinn var lengi að átta sig á því hvað var að gerast og hvað hann var lengi að bjarga „sundlaugargestin- um“ frá drukknun. Ef sundlaugar- vörðurinn stóð sig illa, sérstaklega ef hann var lengi að átta sig á því að einhver hefði farið sér að voða, var hann tekinn á beinið," segir Leah og viðurkennir að hún þekki dæmi um að sundverðir hafi verið reknir úr starfí fyrir að hafa staðið sig illa á æfingu. Hún segir að alla laugardaga hafí verið tveggja tíma alhliða æfing fyrir sundverði með áherslu á að koma börum undir sundlaug- argesti í lauginni. Sú tækni sé notuð þegar sundlaugargestir skaðast á mænu við að dýfa sér í laugina. Leah segir að sundlaugai-verð- irnir hafi gert sér fulla grein fyr- ir því hvaða ábyrgð þeir bæru. „Stundum fannst fullorðnu fólki við vera með afskiptasemi þegar við vorum að segja því til. En við gáfum ekkert eftir og kölluðum stundum á forstöðumanninn okk- ur til hjálpar því ef illa hefði farið hefðum við verið dregin til ábyrgðar. Einu sinni þegar ég var að vinna tók ég eftir því að lítil stelpa var smám saman að hægja á sér á sundinu. Ég lét strax vita og nálægur vörður bjargaði henni." Miðað er við að sundverðir séu ekki yngri en 15 ára en engin eldri aldurstakmörk eru gefin. Á meðan sundlaugarvörður stendur sig og er í líkamlega góðu formi fær hann að halda áfram. Yfir- menn gefa vörðum einkunnir á miðju sumri og í sumarlok fyrir störf sín. Áhersla á forvarnastarf Hjá Leah kemur fram að aðeins um 50% fullorðinna séu svo vel syndir að þeir geti bjargað sér frá drukknun og a.m.k. einu sinni í viku þurfi sundlaugarverðirnir að stökkva á eftir sundlaugargesti í laugina. Engu að síður hefur hert öryggisgæsla haft þær afleiðingar að ekki hefur orðið dauðaslys vegna drukknunar í opinberu laugunum í Phoenix í 14 ár. Leah telur að forvarnastarf hafi skilað töluverðum árangri í því sam- bandi. „Við leggjum mikla áherslu á forvarnastarf. Ég get nefnt sem dæmi að um Ieið og foreldrar með börn undir sex ára aldri kaupa sig inn í laugina er brýnt fyrir þeim að hleypa barninu aldrei frá sér. Við laugina gefum við okkur oft á tal við krakkana og segjum þeim frá helstu öryggisreglum. Ef krakkarnir eru með læti fá þeir áminningu og ef þeir hætta ekki við svo búið sendum við þá heim. Eftir að slys verða við laug- ina er farið nákvæmlega yfir hvað hafí gerst og kannað hvað megi betur fara til að hægt sé að minnka slysahættuna," segir hún. Leah leggur áherslu á að ekk- ert öryggistæki geti komið í stað- inn fyrir árvökul augu foreldra. „Oll plasttækin eru leikföng. Börnin geta tekið þau af sér, þau geta bilað o.s.frv. Þau eiga aðeins sameiginlegt að vera ekki 100% örugg. Foreldrar verða að hafa stöðugt auga með börnum sínum og börn eiga ekki, alls ekki, að gæta annarra barna.“ Guðlaugur endurkjör- inn for- maður SUS GUÐLAUGUR Þór Þórðarson var endurkjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna án mót- framboðs á þingi þess á Akureyri um helgina. Guðlaugur Þór þakkaði þingfuli- trúum fyrir það traust sem þeir sýndu með því að velja sig til for- ystu í sambandinu annað kjörtíma- bil. Hann þakkaði einnig ungu sjálf- stæðisfólki um land allt fyrir öflugt starf í þágu SUS og Sjálfstæðis- flokksins á síðasta kjörtímabili. Mik- ið verk væri þó fram undan við að koma stefnumálum sambandsins á framfæri við þjóðina og ráðamenn. Þar bæru hæst ríkisfjármál, jafn- réttismál, húsnæðismál, skattamál og landbúnaðarmál. Auk Guðlaugs voru eftirtaldir kjörnir í stjórn: Ur Reykjavík: Ásdís Halla Bragadóttir, Áslaug Magnús- dóttir, Birgir Ármannsson, Halldóra Vífilsdóttir, Hanna Birna Kristjáns- dóttir, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Magnús Árni Skúlason, Þorsteinn Davíðsson og Þórður Þórarinsson. Reykjanes: Böðvar Jónsson, Inga Lind Karlsdóttir, Jón Kristinn Snæ- hólm, Már Másson, Orri Björnsson, Valdimar Svavarsson og Þórður Ó. Þórðarson. Vesturland: Pétur Ottes- en. Vestfirðir: Steinþór Gunnarsson. Norðurland vestra: Hjörleifur Þór Hannesson. Norðurland eystra: Ár- mann Kr. Ólafsson og Helga Kristj- ánsdóttir. Austurland: Jens Garðar Helgason. Suðurland: Kristín Ólafs- dóttir, Sigmundur Sigurgeirsson og Sveinn Henrýsson. ♦ ♦ ♦ Ríkið fjár- magni ekki tónlistarhús MIKLAR umræður urðu um halla- rekstur og skuldir ríkissjóðs á 33. þingi SUS, sem haldið var á Akur- eyri um helgina. í ljósi þess að halda þýrfti fast utan um ríkisfjármálin á næstunni var því hafnað að ríkið tæki nokkurn þátt í byggingu tón- listarhúss. í stjórnmálaályktun þingsins seg- ir að ríkisstjórninni beri að skila ríkissjóði með tekjuafgangi í lok kjörtímabilsins enda geti engin ein- stök aðgerð hennar haft jafnmarg- þætt og jákvæð-áhrif á efnahagslíf- ið. Því er fagnað að ríkisstjórnin stefni á að ná jafnvægi í ríkisbú- skapnum árið 1997. Þó sé ljóst að meira þurfi til ef grynnka eigi á skuldum. „Ljóst er að halda þarf mjög fast um ríkisfjármálin í næstu framtíð og í því ljósi hafnar ungt sjálfstæðisfólk því algerlega að ríkið taki nokkurn þátt í byggingu tónlist- arhúss,“ segir í ályktuninni. ------♦ ♦ ♦---- Sjávarútvegur greiði sömu skatta og aðrir í DRÖGUM að ályktun um sjávar- útvegsmál, sem lá fyrir SUS-þing- inu, sagði meðal annars að vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sjávarútvegs- ins væri veiðileyfagjald ekki raun- hæft að svo stöddu. Sjávarútvegsnefnd þingsins ákvað að fella þessa málsgrein út, ásamt grein um niðurfellingu sjó- mannaafsláttar, en í staðinn var eft- irfarandi setning samþykkt sam- hljóða: „Fyrirtæki og starfsmenn í sjávarútvegi skulu greiða sambæri- lega skatta og fyrirtæki og starfs- menn í öðrum atvinnugreinum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.