Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 11 FRETTIR 33. þing Sambands ungra sjálfstæðismanna Aðild að Evrópu- sambandinu hafnað í stjórnmálaályktun þingsins seg- ir að ríkisstjórninni beri að skila ríkissjóði með tekjuafgangi í lok kjörtímabilsins, enda geti engin ein- stök aðgerð hennar haft jafn marg- þætt og jákvæð áhrif á efnahagsiíf þjóðarinnar. Þá beri ríkisstjórninni að tryggja að GATT-samningurinn stuðli að raunhæfum kjarabótum fyrir íslensk heimili. í ályktun um utanríkismál segir að hægt sé að útiloka aðild að Evrópusambandinu en síðar í sömu ályktun er dregið nokkuð í land. Auk áðurnefndra mála leggja ungir sjálfstæðismenn áherslu á eftirfarandi markmið í stjórnmála- ályktun sinni: * Jöfnun atkvæðisréttar. Kosninga- löggjöfinni verði breytt á yfirstand- andi kjörtímabili. * Sala ríkisfyrirtækja. Ríkisbönkum og ijárfestingalánasjóðum verði breytt í hlutafélög og þeir síðan seldir á kjörtímabilinu. Jafnframt verði hafist handa um breytingar á eignarformi Pósts og síma. * Tekjuskattkerfið þarf að endur- skoða strax með það að markmiði að draga úr jaðarsköttum. * Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ber að styrkja séreignarstefnuna í hús- næðismálum. Sporna verður gegn fjölgun í félagslega kerfinu. Um 170 manns sóttu þingið og var það haldið í Verkmenntaskólan- Ungir sjálfstæðismenn þinguðu á Akureyri um helgina og samþykktu ályktanir um helstu svið stjórnmálanna. Kjartan Magnússon fylgdist með þingstörfum. um á Akureyri. Beðið var með nokk- urri eftirvæntingu eftir umræðum um utanríkismál enda hefur hressi- lega verið tekist á um Evrópumál á þingum sambandsins á undan- förnum árum. ESB-aðild hafnað í þeim ályktanadrögum sem lágu fyrir þinginu nú var eftirfarandi setning: „Ekki er hægt að útiloka aðild Islands að Evrópusamband- inu.“ í drögunum voru síðan dregn- ir fram kostir og gallar ESB-aðildar og komu kostirnir á undan. Þar var m.a. bent á að viðskiptahagsmunir íslands lægju að mestu leyti í ESB þannig að þeir hagsmunir yrðu best tryggðir innan þess. Hins vegar yrði þó ekki horft fram hjá því að mikillar miðstýr- ingar og forsjárhyggju gætti í sam- bandinu. Slíkt kæmi m.a. fram í sameiginlegum félagsmálasátt- mála og landbúnaðarstefnu. Stærsti einstaki gallinn hlyti þó að vera sameiginleg sjávarútvegs- stefna sambandsins sem væri nokkuð sem íslendingar gætu ekki sætt sig við. Raunsætt mat yrði þó ekki lagt á kosti og galla aðild- ar íslands fyrr en að lokinni ríkja- ráðstefnu ESB. Kaflanum lýkur með eftirfarandi orðum: „Að aflokinni slíkri heima- vinnu eru íslensk stjórnvöld mun betur búin að meta hvort að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu eða hafna henni að ríkjaráðstefn- unni lokinni." Nokkrar umræður urðu um drögin og fór svo að tillaga kom fram um að fyrstu setningunni yrði breytt og merkingu hennar snúið við þannig að hún hljóðaði svo: „Hægt er að útiloka aðild íslands að Evrópusambandinu." Tillagan var samþykkt með 44 atkvæðum gegn 32 en fleiri brejdingatillögur komu ekki fram við drögin þannig að öðru leyti voru þau samþykkt óbreytt. Eftir stendur því að aðild er útilokuð í fyrstu setningu ESB- kaflans en af framhaldinu má ráða að halda eigi möguleikanum opnum, a.m.k. fram yfir ríkjaráðstefnuna 1996. Keilugrandi 8 Til sölu stórglæsileg 120 fm 4ra-5 herb. íbúð á tveimur hæð- um ásamt stæði í bílskýli. 3 svefnherb., stór stofa og borð- stofa. Mjög fallegur garður. Stutt í alla þjónustu svo sem skóla og leikskóla. Áhv. 1,5 millj. íbúðin er laus. Íbúðin verður til sýnis í kvöld og annað kvöld á milli kl. 20 og 22, bjalla 4-3. Is og sælgæti Til sölu ein glæsilegasta ís- og sælgætisverslun borgarinnar. Mjög góð staðsetning. Tvær þriggja stúta ísvélar ásamt öllum tækjum. Góð meðalsala. Lottó. Verð kr. 7,5 millj. Laus strax. Uppl. aðeins á skrifstofunni. {msnismWiR SUÐURVE R I SIMAR581 2040 OG 581 4755. RFYNIR ÞORGRIMSSON Fyrirtækjasalan, Skipholti 50b Á skrá m.a.: • Veitingastaðir, mikið úrval • Framköliunarfyrirtæki • Bifreiða- og þjónustufyrirtæki á Norðurlandi • Barnafataverslun í Kringlunni • Ritfangaverslanir • Skiltagerð • Matvælaframleiðslufyrirtæki • Hárgreiðslustofa • Sólbaðsstofa • Raftækjaverslun • Kaffihús, mikið úrval • Söluturnar • Austurlensk matvæli, innflutningur • Veitingastaður í Hveragerði • Skyndibitastaður í Kringlunni • Heimilismatur í hádeginu, já, eitt slíkt í Kópavogi Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur góð fyrirtæki á skrá. Fyrirtækjasalan, Skipholti 50b, s. 551 9400 og 551 9401, fax 562 2330. Kanarí á lægra verði en í fyrra með Heimsferðum Enn einu sinni hefur Heimsferðum tekist að tryggja farþegum sínum langbestu kjörin til Kanaríeyja í vetur. í fjórða sinn kynnum við nú glæsilegar vetrarferðir okkar til Kanarí. Beint flug í sólina með nýjum Boeing 757 vélum Air Europa og nýir gististaðir, sem sameina frábæra staðsetningu á ensku stömdinni og besta verðið til Kanaríeyja í vetur. Bókaðu fyrir 10. sept. og tryggðu þér lægsta verðið á íslandi í dag. Verð kr. 58.732 m.v. hjón með 2 böi;n, Lenamar, 3. janúar. Verð með sköttum og forfallagjaldi. Nýir gististaðir Nú kynnum við spennandi valkosti í gistingu á ensku ströndinni. Frábærlega vel staðsettir gististaðir á ensku ströndinni eða í Maspalomas. Doncel - Corona Blanca - Santa Fe - Lenamar - Sonora Golf- Parque Nogal. Fararstjórar Heimsferða Beint leiguflng 23. okt. 30 nætur 22. nóv. 24 nælur 16. des. 18 nætur 3. jan. 4 vikur 31. jan. 3 vikur 21. feb. 3 vikur 13. mars 3 vikur 3. apríl 18 nætur Verð kr. 79.760 m.v. 2 í íbúð, Los Salmones, 3. janúar. Verð með sköttum. Doncel - vinsælasti gististaðurinn Heimsferðir tryggja þér örugga og trausta þjónustu í fríinu á Kanarí. Jakobína Davíðsdóttir, Bergþóra Tómasdóttir og Anna Þorgrímsdóttir gjörþekkja Kanaríeyjar og hugsa vel um farþega okkar í vetur. Austurstræti 17, 2. hæð. Sfmi 562 4600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.