Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Lítið um þorsk Formaður Varðar á þingi SUS á Akureyri Konur eiga að hvessa klæmar UNGIR sjálfstæðismenn voru fjöl- mennir á Akureyri um síðustu helgi enda 33. þing SUS haldið í bænum. Svanhildur Hólm Valsdóttir, for- maður Varðar á Akureyri, gerði stöðu kvenna í flokknum að umræðu- efni í ræðu sem hún flutti við setn- ingu þingsins. Hún vildi létta yfir- bragð flokksins og koma fleiri konum til áhrifa, en sagði þó að konur ættu hvorki að fá embætti né vegtyllur á silfurfati. Svanhildur minntist á fund sjálf- stæðiskvenna í síðustu viku um hugs- anlegt framboð konu í framvarðar- sveit flokksins. Þar kom upp sú hug- mynd að bæta við þriðja embættinu við hlið formanns og varaformanns. „Hugmyndin að breikka framlín- una er í sjálfu sér ágæt en ég verð að viðurkenna að það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði af henni var að þar'væri komin dæmi- gerð dúsa fyrir konur til að lægja óánægjuraddir þær sem risu eftir alþingiskosningarnar í vor,“ sagði Svanhildur. Hún sagði það sína skoðun að það gæti verið hættulegt fyrir konur að gefa eftir því ef þær vildu verða tekn- ar alvarlega í pólitík yrðu þær að taka sig sjálfar alvarlega og stefna að raunverulegum markmiðum og völdum. Hún hvatti konur til að hvessa klærnar og berjast til frama innan flokksins á sama grundvelli og karlar, enda ættu þær að komast áfram vegna eigin verðleika því stjórnmálaflokkar væru ekki neinar líknarstofnanir. Svanhildur gat þess að hún væri fyrsta konan sem gegndi embætti formanns Varðar en vonandi ekki sú síðasta. Það er iðulega létt yfir trillu- körlunum í Sandgerðisbót á Akureyri þótt aflabrögðin gefi ekki alltaf tilefni til þess. Kristján Sigurðsson á Dögg EA 235 sagðist hafa verið að slæða upp línu við Krossa- nes þegar útsendarar blaðs- ins leituðu frétta. „Æ, já, þetta er tregt. Það er harla lítið um þorsk í Eyjafirðinum á þessum tíma,“ sagði Krist- ján. Tryggvi á Trausta EA 98 virtist öllu hýrari á svip enda var hann að koma í land með 200 kg af vænum þorski sem hann fékk út af Hjalteyri. Sá guli er því enn á sveimi þótt gæftir séu vissulega misjafnar. Verðið á nýjum kartöflum lækkar GLÆNÝJAR kartöflur komu í verslanir á Akureyri í síðustu viku og virðast neytendur kunna vel að meta viðbrigðin þótt verðið hafi verið í hærri kantinum. í gær var verðið reyndar lækkað tölu- vert. Þær upplýsingar fengust hjá Kartöflusöiunni Svalbarðseyri hf. að þær kartöflur sem fyrirtækið hefði verið að dreifa í verslanir að undanförnu væru premier kartöflur frá nokkrum bæjum í Höfðahverfi. Þetta afbrigði er fljótsprottið en gullauga er líka væntanlegt, jafnvel síðar í vik- unni. Of snemmt er að segja til um uppskeruna almennt því Veðurfar og hitastig næstu vikurnar ræður þar mestu. Rauðar kartöflur eru misjafnlega á veg komnar og tölu- vert í að þær bjóðist neytendum. Verð í heildsölu lækkaði úr 130 krónum í 105 krónur Heildsöluverð á nýjum kartöfl- um var 130 krónur hvert kíló um helgina en í gær var verðið lækk- að niður í 105 krónur. Smásölu- verðið er mismunandi en kílóverð- ið var víða 150-200 kr. um helg- ina. Kilóverðið á gömlum kartöfl- um er hins vegar alit niður í 30 krónur. Piltur á reiðhjóli slasaðist TVEIR tíu ára gamiir piltar hjól- uðu á bíl á gatnamótum Skarðs- hlíðar og Höfðahlíðar á Akureyri um klukkan 21 sl. sunnudags- kvöid. Annar þeirra var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins með höf- uðáverka. Hvorugur piltanna var með hjálm. Á sunnudaginn var einnig óskað eftir sjúkrabifreið á Grenivík. Þar hafði bíll lent utan vegar við þjóð- veg 831 og oltið. Farþegi var flutt- ur á slysadeild FSA vegna eymsla í baki og hálsi. Lögreglan á Akureyri stöðvaði fimm ökumenn fyrir meinta ölvun við akstur um helgina og tók einn- ig nokkra fyrir of hraðan akstur. Fjórir árekstrar voru tilkynntir til lögreglu en annars var helgin frek- ar róleg að sögn varðstjóra. Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Sýnishorn úr söluskrá ★ Faileg hársnyrtistofa, mikil vinna. ★ Glæsileg hárgreiðslust. í Hveragerði. Mikil vinna. ★ Hlutafélag með 45 m. tap í rekstri fasteigna. ★ Stækkanlegur sðluturn. Gott verð. ★ Kjötvinnsla. Veisluþjónusta. ★ Stór pizzastaður. Velta 4,5 m. pr. mán. ★ Fata- og vefnaðarvöruverslun. ★ Lftil blómabúð í miðborginni. ★ Glæsileg sólbaðsstofa í verslunarmiðstöð. ★ Þekkt sólbaðsstofa í Hafnarfirði. ★ Snyrtivöruverslun á Laugavegi. ★ Lítil matvöruverslun, 10-10 búð. ★ Trésmíðaverkstæði í framleiðslu. ★ Járnsmiðja fyrir vélstjóra eða tæknifræðing. ★ Lítið innrömmunarfyrirtæki. ★ Glæsileg prjónastofa úti á landi. ★ Bílaverkstæði á Norðurlandi. Húsnæði fylgir. ★ Vélaverkstæði í sjávarplássi. ★ Verslun og saumastofa í Reykjavík. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Iðnaður ’95 á Hrafnagili Um sex þúsund gestir Morgunblaðið/Jóhannes Geir Sigurgeirsson JÓHANNES Geir Sigur- geirsson, framkvæmda- stjóri sýningarinnar Iðnað- ur ’95, sem lauk á Hrafna- gili síðastliöinn sunnudag áætþir að um sex þúsund gestir hafi sótt sýninguna. Hann sagði að erfitt væri að nefna nákvæma tölu þar sem ýmsir hópar svo sem börn yngri en 14 ára hafi ekki þurft að greiða að- gangseyri en menn reikn- uðu með að þessi tala væri ekki fjarri lagi. Um sjö þúsund manns sóttu handverkssýninguna sem haldin var á sama stað helgina áður og þegar allt er talið má því segja að 13-15 þúsund manns hafi lagt leið sína á Hrafnagil á tæpum hálfum mánuði. Þetta er nálægt íbúafjölda Akureyrar- kaupstaðar. Laugardagurinn var besti „Konnararnir“ Jóna Fanney Svavarsdóttir og Jóhann Már Jóhannsson. dagurinn og að sögn Jóhannesar betri en laugardagurinn á land- búnaðarsýningunni í fyrra. Hann sagði að það hefði verið sérstök upplifun að vera staddur á 1000 manna útitónleikum á laugardagskvöldið þegar „Konnarar" hófu upp raustsína við mikinn fögnuð gesta. Flugfélag Norðurlands Keflavík- urflugið í skoðun SIGURÐUR Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands býst við að litlar breytingar verði á áætluna- flugi félagsins í vetur nema hvað flugið milli Akureyrar og Keflavíkur er í skoðun. Keflavíkurflugið var við líði síðastiiðinn vetur en ekki veturinn þar á undan og segir Sigurður óráðið hvort FN haldi úti áætlun í vetur þar sem reynslan hefur ekki verið tiltakanlega góð. Rekstur félagsins hefur að sögn Sigurðar gengið ágæt- lega í sumar. Fleiri farþegar voru fluttir í júní en í sama mánuði í fyrr en nokkur fækk- un varð reyndar í ágúst. Þá hefur leiguflugið gengið vel og þar með talið leiguflug til Grænlands. Fyrir nokkru hóf Flugfélag Norðurlands leigu- flug til Kulusuk á Grænlandi einu sinni í viku. Þetta eru dagsferðir með ferðamenn og sagði Sigurður reynsluna af því þoianlega. Kynnisferð um Eyjafjörð MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit efnir til kynnisferðar um ná- grannabyggðir Akureyrar á morgun, miðvikudaginn 23. ágúst. Farið verður um byggðirnar við vestanverðan Eyjafjörð og m.a. komið við á Hjalteyri, Hauganesi og Árskógssandi og mun leið- sögumaður kynna atvinnulíf og uppbyggingu á þeim stöð- um. Lagt verður af stað frá Akureyrarkirkju klukkan 15. Léttar veitingar verða á vegum Miðstöðvarinnar þann- ig að þátttakendur þurfa ekki að taka með sér nesti og verð- ur ferðin þeim að kostnaðar- lausu. Þátttökulistar liggja frammi á Vinnumiðlunar- skrifstofunni, Punktinum og í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju og væri æskilegt að vita um þátttöku eigi síðar en um hádegi á miðvikudag. Náttúru- verndarráð mótfallið malarnámi Á FUNDI Náttúruverndar- ráðs í síðustu viku kom fram andstaða við fyrirhugað mal- arnám í landi Möðruvalla í Hörgárdal. Náttúrverndarráð sendi frá sér svohljóðandi umsögn um málið: „Það er skoðun Nátt- úruverndarráðs að leggjast gegn því að opnuð verði ný náma á svæðinu. Innan eins kílómetra hrings frá fyrirhug- uðum stað eru nokkrar opnar námur og því er ekki talin ástæða til að opna nýja námu til að taka samskonar efni.“ Það var Prestssetrasjóður sem.óskaði eftir umsögn ráðs- ins en stjórn sjóðsins á eftir að funda um niðurstöðuna. Meirihluti sóknarnefndar og formaður náttúrverndar- nefndar á móti þessum fram- kvæmdum og voru þær stöðv- aðar á fyrsta degi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.