Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Ágúst Blöndal A-lið Þróttar sem sigraði á Bjartsmótinu. Bjartsmótið haldið í annað sinn Neskaupstað - Nú á dögunum var haldið á Neskaupstað í annað skipti Bjartsmóið í knattspyrnu en það er haldið til minningar um Guðbjart Magnason sem fórst af slysförum fyrir tæpum tveim árum en hann var m.a. mjög vin- sæll þjálfari yngri flokka í knatt- spyrnu. Bjartsmóið er fyrir 4. aldur- flokk og í þetta sinn voru þátttak- endur frá Ólafsfirði, Dalvík, Eskifirði og Neskaupstað. Það var A-lið Þróttar sem sigraði í mótinu. Að keppni lokinni var slegið upp grillveislu og efnt til kvöld- vöku. Daginn eftir var þátttak- endum svo boðið í siglingu um Norðfjarðarflóa. Meðal verð- launa voru 10 flugferðir með ís- landsflugi og voru nöfn allra keppenda sett í pott og síðan dregin út nöfn vinningshafa. Allt mótið tókst rnjög vel enda veður- blíða mikil. Von um gott haust Miðhúsum - Nýlega fór fréttaritari upp á Þorskafjarðarheiði en hún er í um 600 metra hæð. Þar er fegurð mikil og lamba- grasið nýblómstrað. Kattaraugað í fullum blóma og fjallapuntur nýbú- inn að breiða úr sér. Láglendisplönt- ur eru að springa út samanber tún- fífillinn en heldur er hann vesældar- legur. Steinbijótar eru þar í fullum blóma. Að sjá litfögur blóm nýútsprung- in, svona rétt áður en haustið byrj- ar í hijóstugri náttúru gefur vön um gott haust. Uppgræðslan á Hólasandi Landbúnaðarráðherra bjartsýnn á árangur HÓPUR fólks skoðaði landgræðsluátakið á Hólssandi á laugardag. Mývatnssveit - Árdegis laugar- daginn 19. ágúst kom hópur fólks saman á Hólasandi til að sjá með eigin augum hvernig uppgræðslan hefur gengið þar og jafnframt kynna sér þau verkefni sem fyrir- huguð eru á Hólasandi á næstu árum. Veðrið var eins og á best var kosið, glampandi sólskin og hið feg- ursta útsýni suður að Bárðarbungu á Vatnajökli. Hörður Sigurbjarnarson ávarpaði viðstadda fyrir hönd Húsgulls á Húsavík og bauð alla velkomna á sandinn. Guðmundur Bjarnason umhverfis- og landbúnaðarráðherra flutti ræðu og var hann mjg bjart- sýnn með það gróðurverndarverk- efni sem þarna er verið að vinna að og þeim árangri sem þegar hef- ur náðst með ágætum stuðningi margra aðila. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri tók í sinni ræðu undir orð ráðherrans og kvaðst einnig vongóður um jákvæðan árangur. Einnig talaði Siguijón Benediktsson tannlæknir á Húsa- vík. Þá var gengið um' og skoðaður sá gróðurreitur sem þarna er þegar kominn. Einnig var skoðuð raðsán- ingarvél a staðnum. Húsvískir mat- vælaframleiðendur buðu viðstödd- um upp á mjög rausnarlegar léttar veitingar á sandinum sem menn neyttu standandi í blíðviðrinu. Að lokum var öllum þakkað fyrir kom- una á sandinn. Þess var getið að bæði einstakl- ingar og fyrirtæki hafa stutt dyggi- lega gróðurverndarverkefnið á Hól- asandi með beinum fjárframlögum og á ýmsan annan hátt. Má þar m.a. nefna Hagkaup, en forstjóri þessi Óskar Magnússon afhenti ávísun að upphæð 3 milljónir króna. Bakaríið Kringlan á Húsavík og viðskiptavinir þess lögðu fram 3 krónur af hveiju seldu krústen- brauði og heilhveitibrauði til upp- græðslunnar á Hólasandi. Þá hefur Islandsbanki einnig stutt þetta verkefni myndarlega. Árið 1961 hóf Landgræðslan baráttu við jarðvegs- og gróðureyð- ingu í austuijaðri Hólasands þar sem framrás sandsins var hröðust. Ný sókn var hafin í uppgræðslu Hólasands árið 1994 að tilstuðlan áhugasamtakanna Húsgulls á Húsavík. Uppgræðsla Hólasands er samvinnuverkefni landeigenda, áhugafólks, sveitarfélaga, Land- græðslunnar og Skógræktarinnar. Hólasandur er um 130 ferkílómetr- ar. Hann er umlukinn mólendi og kolagrafir á sandinum benda til þess að þar hafi áður verið birki- kjarr. Þarna er því vissulega mikið verk að vinna. > ► > » i & I I W 'í sa -rtUrjf’ 25-30% AFSLÁTTUR MIKIÐ URVAL AF FYLGI- OG AUKABUNAÐI AUÐBREKKU 3 - SÍMI 564-4489

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.