Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Recbok Reebok Aztrek Topp-hlaupaskór! Þeir mest seldu á íslandi. Verð kr. 7.490 \UTiuFmm GLÆSIBÆ . SlMI 581 2922 Fiskistofa hefur sent út tilkynningar um kvóta komandi fiskveiðiárs URVERIMU Amar með mestan kvóta ARNAR HU 1, frystitogari frá Skagaströnd, er með mestan kvóta alira íslenskra skipa á næsta fisk- veiðiári, ígildi 3.928 lesta af þorski. Mörg af kvótamestu skipunum hafa bætt við sig aflaheimildum frá yfir- standandi fiskveiðiári, þó ekki tvö þau hæstu, Arnar og Vigri RE. Skipum á aflamarki hefur fækkað um 232 frá síðustu kvótaúthlutum, eru nú 1.078. Fiskistofa hefur sent útgerðum fiskiskipa sem leyfi hafa til veiða í atvinnuskyni, veiðileyfi og tilkynn- ingar um aflaheimildir á næsta fisk- veiðiári sem hefst 1. september næstkomandi. Að þessu sinni eru gefin út 1.078 aflamarksveiðileyfi, þar af eru 199 skip sem ekki fá úthlutað neinu aflamarki. Afla- marksskipum hefur fækkað um 232 frá yfirstandandi fiskveiðiári, að því er fram kemur í fréttatilkynningu stofnunarinnar.. Úthlutað 108 þúsund lestum af þorski Fiskistofa úthlutar liðlega 108 þúsund lestum af þorski til þessarra skipa. Leyfilegur heildarafli af þorski, 155 þúsund lestir, er skertur um þann afla sem tekinn er frá til jöfnunar, Hnuafla sem ekki reiknast til aflamarks og áætlaðs afla króka- báta. Á sama hátt er úthlutað lið- lega 52 þúsund tonnum af ýsu, tæplega 66 þúsund tonnum af ufsa, 62 þúsund tonnum af karfa, 19 þúsund tonnum af grálúðu ^og 12 þúsund tonnum af skarkola. Úthlut- að 'er 125 þúsund tonnum af ís- lenskri sumargotssíld, 63 þúsund tonnum af úthafsrækju, tæplega 7 þúsund tonnum af innfjarðarrækju, liðlega 9 þúsund tonnum af hörpu- diski og 1.500 tonnum af humri. Bráðabirgðaúthlutun í loðnu er 536 þúsund lestir. Þá hefur Fiskistofa úthlutað til jöfnunar 12 þúsund þorskígildislest- um til 544 fiskiskipa sem urðu fyr- ir meira en 31,3% skerðingu við úthlutun aflamarks á síðustu þrem- ur árum. Einnig 5 þúsund tonnum af þorski til 635 skipa sem urðu fyrir allt að 19,3% skerðingu. Á næstu dögum mun Fiskistofa senda eigendum krókabáta leyfi til veiða í atvinnuskyni á næsta fisk- veiðiári. Björgvin efstur ísfisktogara Kvóti Arnars, kvótahæsta skips- ins, er ígildi 3.928 tonna af þorski á móti 3.666 tonnum á yfirstand- andi fiskveiðiári en þá var hann með langmesta kvótann. Nú hefur dregið saman með efstu skipunum. Frystitogarinn Vigri RE 71 er í öðru sæti eins og í fyrra, með 3793 tonn á móti 3.179 á fiskveiðiárinu sem nú er að renna sitt skeið á enda. Þó hefur kvóti Vigra minnkað í flestum tegundum. Við samanburð milli ára verður að hafa í huga að verðmætastuðlar hafa breyst, hlut- fall grálúðu og karfa hefur til dæm- is hækkað mikið, og það skýrir þá hækkun sem orðið hefur á kvóta .þessarra tveggja skipa, þegar hann er reiknaður í ígildum þorsks. Arnar hefur verið seldur til Græn- lands en verður ekki afhentur nýjum kaupendum fyn' en síðar í haust. ísfisktogarinn Björgvin EA 311 er efstur ísfisktogara og í þriðja sæti yfir heildina með 3.600 tonn. Hefur hann bætt miklu við því við síðustu úthlutun fékli hann ígildi 1.780 tonna þorsks. Við síðustu úthlutun var frystiskipið Blængur NK 117 í þriðja sæti með 3.076 lestir en er ekki í hópi allra hæstu skipa nú. Rækjufrystiskipin bæta við sig Frystiskipið Sunna SI 67 er í fjórða sæti með 3.436 lestir og Pétur Jónsson RE 69 í því fimmta með 3.068 lestir. Þessi tvö rækju- frystiskip eru með langmesta rækjukvótann, Pétur með 2.441 lestir og Sunna litlu minna. Bæði hafa bætt miklu við sig frá því síð- ast, einkum í rækju. Frystiskipið Guðbjörg ÍS 46 er sjötta kvótamesta skipið með 3.049 tonn. Guðbjörg er með mesta þorsk- kvóta allra skipa, eins og við síð- ustu úthlutun, eða 1.206 lestir, Björgvin er með 1.150 lestir af þorski, Arnar með 1.144 lestir og ísfisktogarinn Páll Pálsson ÍS 102 með 1.139 lestir af þorski. Kvótahæsti smábáturinn með 185 tonn Fáeinir bátar eru með meira en þúsund þorskígildistonn. Vinur ÍS 8 er með 1.456 tonn, þar af 750 tonn af úthafsrækju. Fimmtán smábátar eru með yfir 100 lesta kvóta. Bára SH 27 á Hellissandi er með 185 lestir pg Guðmundur Jensson SH 717 í Ól- afsvík með 175 lestir. Tveir kvóta- mestu bátarnir frá síðustu úthlutun, Þröstur SH og Magnús SH, sem báðir voru með yfir 200 tonna kvóta, eru ekki á blaði nú. Góð veiði hefur verið hjá íslensku togurunum í Smugunni í Barentshafi 550 tonnum land- að úr vestfirskum ísfisktogurum GÓÐ VEIÐI hefur verið í Smug- unni að undanförnu. Tveir vest- firskir ísfisktogarar eru nýkomnir til hafnar með góðan afla, Bessi ÍS kom á sunnudag með 340 tonn eftir átta daga að veiðum og Páll Pálsson ÍS kom til hafnar í gær- morgun með um 220 tonn eftir sex daga að veiðum. Skipstjórar skip- anna segja fiskinn í Smugunni þokkalegan. Barði Ingibjartsson, sem var skipstjóri á Bessa í Smugutúrnum, segir að veiði hafi verið ágæt allan tímann. Fiskurinn hafí verið bland- aður en skipin hafi verið að veiðum sunnarlega í Smugunni. í fyrra hafi fiskurinn verið ívið betri en skipin hafi þá verið norðar að veið- um. Barði segir að veður hafi verið skaplegt í Smugunni. Þó hafi vind- ur farið upp í sex til sjö vindstig en það hafi þó aldrei hamlað veið- um. Barði sagðist ekki reikna með því að fara aftur í Smuguna og væntanlega fari skipið nú á rækju- veiðar. Allur afli Bessa var seldur á Fiskmarkaði ísafjarðar hf. Bjarni Sveinsson, verkstjóri hjá fiskmark- aðnum, segir að skipið hafi komið með' þokkalegt hráefni að landi þótt aðeins sé farið að sjást á elsta fiskinum enda nokkuð langur tími liðinn frá því hann veiddist. Þá vilji fískurinn meijast og blóðspringa þegar skipin séu að taka upp í 50 tonna höl. Venjulegur fiskur Páll Halldórsson, skipstjóri á Páli Pálssyni, segir að veiði hafi ekki verið mjög mikil hjá þeim en Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörsson SMUGUÞORSKI landað úr Páli Pálssyni í gær. alltaf nokkuð jöfn þessa sex sólar- hringa sem þeir voru að veiðum. Hann segir að þeir hafi aldrei feng- ið meira en tuttugu tonn í hali, sem sé eins gott því það megi helst ekki vera mikið meira án þess að fiskuririn skemmist. Hann segir fiskinn þokkalegan og ekki verri en menn eigi að venjast á íslands- miðum, eða um tveggja kílóa fiskur að meðaltali. Páll sagði að veiði hafi ekki ver- ið sérstök í Smugunni um og fyrir síðustu helgi en hann sagðist hafa frétt af mokveiði þar í fyrradag. Páll Pálsson ÍS fer aftur í Smug- una á miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.