Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA Þýskur dómari gagnrýnir Evr- ópudómstólinn PAUL Kirchhof, prófessor og dóm- ari þýska stjórnlagadómstólsins, gagnrýnir Evrópudómstólinn í Lúx- emborg harkalega í nýrri skýrslu, sem tvær fræðistofnanir gefa út. Skýrslan er talin auka þrýstinginn um umbætur í dómstólnum á ríkja- ráðstefnunni, sem haldin verður á næsta ári. Kirchhof ræðst þar að þeirri grundvallarkenningu að lög ein- stakra ríkja víki fyrir evrópskum lögum. Um leið leggur hann áherslu á mikilvægi þess að þjóðþing og æðstu dómstólar hvers ríkis, virði Rómarsáttmálann. „Evrópsk lög eru alls ekki alltaf sterkari en lög aðildarríkjanna," seg- ir Kirchhof. „Hvernig þeim er beitt í aðildarríkjunum byggist á ákvörð- unum þinga hinna síðarnefndu." Gagnrýni á dómstólinn hefur farið vaxandi meðan á undirbúningi aðild- arríkja ESB undir ríkjaráðstefnuna hefur staðið. Vilja vængstýfa dóminn Andstæðingar samruna Evrópu á Bretlandi hafa verið óánægðir með úrskurði dómstólsins undanfarið og hyggjast nýta tækifærið á ráðstefn- unni til að vængstýfa dómstólinn. Dómarar Evrópudómstólsins hafa gefið út sína eigin skýrslu og mæl- ast þar til að farið verði með gát. „Allar ákvarðanir, sem hafa áhrif á dómskerfið, þurfa að tryggja að dómstólarnir verði áfram óháðir og úrskurðir þeirra bindandi,“ segja dómararnir. „Verði sú ekki raunin yrði undirstöðunum kippt undan réttarfari sambandsins." Frank Vibert, stjórnandi annarrar stofnunarinnar, sem gaf' skýrslu Kirchhofs út (European Policy For- um), segir að skýrslan sýni að bresk- ir lögfræðingar séu ekki einir um að hafa áhyggjur af Evrópudóm- stólnum. Dagblaðið Financial Times hafði eftir Vibert í gær að það væru hagsmunir dómstólsins að auka umfang og valdsvið evrópskra laga og því miðlaði hann ekki málum af hlutleysi. Auðvelt væri að færa rök að sérstökum evrópskum stjórnlaga- dómstóli. ÚR dómsal Evrópudómstólsins í Lúxemborg, sem dómari úr þýska stjórnlagadómstólnum gagnrýnir í nýrri skýrslu. Sumarfrí lama stofnanir ESB Brussel. Reuter. í ÁGÚSTMÁNUÐI er hljótt á göngum ESB-skrifstofanna í Bruss- el. Fjöldi skrifstofa og margar stofnanir eru lokaðar allan mánuð- inn og engin fundahöld eru áætluð fyrr en í september. Þúsundir „Evrókrata“ eru dreifðir um sólar- strendur Spánar eða sumarbústaði á Ítalíu. „Ég verð ekki við fyrr en mánu- daginn 4. september," er dæmigert svar á símsvörum fulltrúa hinna ýmsu aðildarríkja hjá Evrópusam- bandinu þessa dagana. Aðeins djúpt í innviðum fram- kvæmdastjórnarinnar finnast skrif- finnar að starfi. Þeir kljást við smíði nýs fiskveiðisamnings við Marokko, sem lítt hefur miðað und- anfarið. Um helgina var ákveðið vikuhlé á viðræðunum. Annars staðar í húsakynnum ESB-stofnananna sitja þessa dag- ana lagasérfræðingar sambandsins yfir lágabókum og reyna að fá úr því skorið hvort framkvæmda- stjórnin hafi rétt til að senda sér- fræðinga til að fylgjast með kjarn- orkuvopnatilraunum Frakka í S- Kyrrahafi. í EURATOM-samkomulaginu, sem fjallar um kjarnorkumál í ríkj- um ESB, er ákvæði sem segir að framkvæmdastjórnin verði að veita samþykki sitt við „sérstaklega hættulegum" tilraunum sem eru lík- leg til að hafa áhrif á yfirráða- svæði annars ESB-ríkis. Lögrfæðingarnir ætla að komast að niðurstöðu þegar hærra settir embættismenn og sendifullti'úar koma aftur úr fríi í byijun septem- ber. Þegar þar að kemur munu til- raunir Frakka á Mururoa-rifi að öllum líkindum þegar vera hafnar. Fyrir utan fiskveiði- og kjarn- orkuumræðurnar er sáralítið um að vera í Brussel, en rekstur ESB- stofnananna gengur þó sinn vana- gang. EÞ hindri kjarnavopnatilraunir Brussel. Reuter. STÓR hópur þingmanna á Evrópu- þinginu (EÞ) hleyptu í gær, mánu- dag, af stað tilraun til að hindra eða seinka kjarnorkuvopnatilraun- um Frakka í S-Kyrrahafi. Paul Lannoye, meðlimur í EC- OLO-þingflokki umhverfisverndar- sinnaðra þingmanna á EÞ, sagði 169 af 626 þingmönnum þingsins hafa undirritað áskorun þess efnis, að mynduð verði rannsóknarnefnd á vegum þingsins, sem gengi úr skugga um, hvort Frakkar hefðu gert allar nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að íbúar frönsku Pólynesíu yrðu ekki fyrir geislun af völdum tilraunanna. Siemens í eldhúsið! E3 Örbylgjuofnar - mikið úrval og gott verö. E3 Helluborð - treystu Siemens. Mikið úrval af eldavélum, bakstursofnum, helluborðum, gufugleypum og örbylgjuofnum. Gæða-eldunartæki til að prýða eldhúsið þitt. Þú átt það skilið. Umboðsmenrt okkar á landsbyggðinni eru: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála • Hellissandun Blómsturvellir ■ Grundarfjörður: Guðni Hallgrimsson Stykkishólmun Skipavík ■ Búðardalun Ásubúð - ísafjörður. Póllinn • Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur. Rafsjá • Siglufjörður. Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn Húsavtk: öryggi Þórshöfn: Norðurraf • Neskaupstaðun Rafalda Reyðarfjörðun Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir. Sveine Guðmundsson • Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson • Höfn í Homafirði: Kristali Vestmannaeyjan Tréverk z Hvolsvöllun Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Án/irkinn • Grindavík: Rafborg Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. 3 Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði •• smmM 14" SVGA lággeisla litaskjár 16 bita víðóma SB samhæft hljóðkort Geisladrif 2ja hraða t I . ■; Magnari og HiFi 20 W hatalarar Tengi fyrir myndsbandtæki, víjdeóvélar ogstýripinna • / H - Tengi fvrir hljóðnema oglieyrnártol ‘r .£Eoattk ■ .Á' r -------------- M «««!••« út-vyi*» » ‘K32m , tfejvVklaborð og mús <$$$&*..................- SlUrf01' ' VESA°I Biinni stækkanl °^/d inte,rnptt(*r\v r-E; $OÐEI nni 6 sími588-2061. ra*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.