Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Sverrir Heyjað í hólmanum FJOLDA nýstárlegra listaverka hefur verið komið fyrir víðsvegar um Reykjavík í tengslum við Oháða listahátíð, meðal annars i hólmanum í tjörninni. Er það eftir Örn Smára Gíslason og er án titils. ------------------ Bókmennta- og tónlistarkvöld Á DAGSKRÁ Óháðrar listahátíðar í kvöld er bókmennta- og tónlistar- kvöld í Iðnó og hefst það kl. 20.30. Dagskráin er fjölbreytt og flytjend- ur eru níu talsins. Einar Már Guð- mundsson les úr eigin verkum, Lárus Már Björnsson les úr eigin verkum og þýðingum úr finnsku og sænsku og Þórarinn Torfason og Ómar Sigur- jónsson iesa Ijóð. Birgitta Jónsdóttir les úr Snorra Eddu og flytur eígin hugleiðingar um norrænu goðin og Anna Elísabet Borg leikkona les upp úr Hringadróttinssögu. Tónlistarflutningur verður í hönd- um Einars Kristjáns Einarssonar og Rafns_ Geirssonar, sem flytja verk eftir Áskel Másson, og Rannveigar Sifjar Sigurðardóttur sem frumflyt- ur verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. ----------» ♦ ♦ Grínkvöldstund VEGNA mikillar aðsóknar verður dagskrá með Hallgrími Helgasyni rithöfundi endurtekin í Hlaðvarpan- um annað kvöld kl. 21. „Kímnigáfa Hallgríms er sérstök og hefur hann einstakt lag á að líta samtímann og samferðamenn í öðru ljósi en gengur og gerist", segir í tilkynningu. Miða- verð er 500 krónur. Laurits Andersen Ring • Að lesa í málverk II Dyr út í garð Eiginkona listamannsins sér japönsk áhrif og svipar merkilega til hinnar frægu myndar ameríska málarans Andrew Wyeths „Heimur Krist- ínar“, sem var máluð áratugum seinna. Myndbyggingin er hægur Ióð- réttur og láréttur stígandi, sem áréttar að æskuna nálgast pentskúfur málarans einungis með rólegheitum, skref fyrir skref. Allt er háð hinum jafna vexti í gróandandum, persónu- gerir lífsvorið, jafnt hinn krækl- ótti bolur sem sker miðjuna og þær mjúku blómstrandi greinar er liðast um myndsviðið. Málar- inn greinir lífsvorið í öllum skilningi, í ungu konunni, blómstrinu í garðinum og mett- um lýsandi litbrigðunum. Það sem vakti athygli Picass- os, hafa trúlega verið samanlögð mögn myndarinnar; uppbygg- ingin, hugmyndafræðin, inni- haldið, litbrigðin og stílgaldur- inn. Bragi Ásgeirsson ÞEGAR ég var við nám í Kaup- mannaliÖfn á árunum eftir 1950, hékk þessi mynd alla tíð fremst til vinstri á palli efri hæðar Ríkislistasafnsins. Myndin stóra (191x144), blasti við, líkust kennileiti, ér leið lá inn í sali endurreisnar, franskrar nútíma- listar og allt þar á milli innar í álmunni, þangað sem listspírur tímanna leituðu iðulega. í þá daga þótti það bera vitrænum eiginleikum vitni, að greikka skrefin er slík myndlist fortíðar af norrænum stofni greindist í nágrenninu, helst hlaupa við fót. Þó var ekki laust við að ungum hætti til að skotra augum til þessarar vel máluðu myndar og gerðarlegu hofróðu, og áður en yfir lauk var hún orðin ein þeirra er skýrast stóðu fyrir hugskotssjónum. Aratugum seinna upplýsti mig málari nokkur, að Picasso hefði heimsótt safnið fyrir margt löngu, og fylgdarliðinu til mikill- ar furðu hafi hann staðnæmst lengst við þessa mynd og borið á hana lof. Sömuleiðis minnist ég, að myndverkasmiður í Ósló vék því að mér á síðasta ári, að þegar einn nafnkenndasti mynd- höggvari aldarinnar Henri Mo- ore heimsótti Ósló, var það eink- um stytta af krjúpandi dreng fyrir framan ráðhúsið eftir Per Palle Storm, sem tók hug hans fanginn, en sá taldist einn af íhaldssamari myndlistarmörm- um Noregs um þær mundir. í báðum tilvikum var þetta sem köld gusa framan í ýmsa fram- sækna listamenn tímanna, en í raun gefur það til kynna mjög heilbrigðan og yfirvegaðan hugsunarhátt hinna miklu lista- manna. Sem brautryðjendur voru þeir fullkomlega lausir við þá kvöð, að fylgja eftir ákveðn- um skoðunum til að vera inni í myndinni og sköpun telst öðru fremur huggjörð og innsæi. Ein- staklingsbundin lifun, viðhorf og umræða, en síður trúar- brögð, hópefli og staðlaður lær- dómur. Svo fremi sem telja megi ferskleika og sköpunargleði höf- uðeigindir málaralistar, er mynd listamannsins af ungri eiginkonu sinni gott dæmi þess er flest gengur upp. Vangavelt- ur um hið hlutvakta eða hug- læga ciga þá síður heima eða aðskiljanlegar tegundir stíl- brigða. Auðvitað er hægt að setja myndina i stílsögulegt samhengi og hana prýðir sitthvað úr tákn- hyggju án þess að falla alveg undir stílhugtakið (symbolisma). Skyldleikinn við eitt og annað í samtímanum er auðsær bæði hvað myndefni og litbrigði snertir og hafa menn vísað til myndar franska málarans Maurice Denis (1870-1943) „L’echelle dans le feulliage" (Laufstiginn), en það er ekki atriðið, því án áhrifa frá öðrum og nánasta umhverfi væri engin list til, og þannig er veigurinn mesti hin mikla og jarðbundna hamingja sem streymir út úr myndinni. Denis var einn af frumkvöðl- um og kennismiður stílbrigða e"r fengu samheitið Nabis, júr hebresku, Spámaðurinn). I framvarðsveit voru einnig Bonn- ard, Vuillard og Sérusier. Yfir- bragðið var skreytikenndara en þjá impressjónistunum og ótví- ræðra áhrifa gætti frá eldri samtíðarmönnum eins og Puvis de Chavannes og Gauguin. Lífi málarans er stundum líkt við afturhvarf, hann fæðist gam- all, hinn þungi arfur vakir yfir fyrstu skrefum hans, og það er sem hann gangi á stultum sem afmarka vegferð hans og hreyf- anleika. Ári áður en L. A. Ring málaði myndina hafði hann bundist æskuvinkonu sinni Siegfried Kahler, og myndirnar sem hann gerði af henni og börnum sínum næstu árin vitna um mikla ný- vakta hamingju. Að baki voru fátækt og ólýsanlegar þrenging- ar á uppvaxtar- og þroskaárun- um, ásamt mikilli sálrænni kreppu næstliðinna ára. Eiginkonan tákngerir kven- ímynd rómantíska tímabilsins, verndarengilinn s^m frelsar manninn, ekki einungis andlega heldur einnig líkamlega og gerir jarðvistina að Paradís á jörðu. Hvað málarann snerti átti þetta vissulega við, en hann hneigðist helst að þungbúnum og hvunn- dagslegum myndefnum þar sem dauðinn og lífsháskinn voru iðu- lega nærri. En hvað sem öllum táknum og bókmenntalegum skírskotunum líður, tekur skoð- andinn fyrst og fremst eftir hin- um gegnumgangandi ferskleika myndarinnar. AHt er upphafið og nýtt, unga konan horfir hugs- andi á myrtuna fyrir framan sig, ástartréð, tákn tryggðarinn- ar, sem persónugerir hamingj- una er allt umleikur þennan ljós- bjarta vordag. Ring átti eftir að gera fleiri bjartar myndir er sköruðu núlistaviðhorf tímanna, og sem fyrir sumt tengdu hann tuttugustu öldinni. Þannig mál- aði hann mynd af stúlku við lim- gerði að blása í fífukoliu tveim árum seinná (1899),-sem bar í Kristján og Jóhann Már Jóhannssynir saman á tónleikum í Danny Kaye-leikhúsinu Islenskir tenórsöngvarar í New York Jóhann Már Lára Kristján Jóhannsson Rafnsdóttir Jóhannsson BRÆÐURNIR Kristján og Jóhann Már Jóhannssyn- ir syngja saman á tón- leikum í Danny Kaye- leikhúsinu í New York 19. septem- ber næstkomandi við undirleik Láru Rafnsdóttur sem spilar einnig tvö stutt lög eftir Pál ísólfsson. Dagskráin er að meginhluta ís- lensk en skandinavísk og ítölsk tónlist verður einnig áberandi. Jóhann rnun einungis syngja ís- lensk lög. „Ég er þar á heimavelli. Þetta eru lög sem ég er búinn að vera að syngja síðastliðin 20 ár. Þetta eru bæði létt lög, vögguvísur og sljkt, og svo aðeins kraftmeiri lög. Ég læt Kristján um dramatík- ina, ég er meira á lýriska sviðinu,“ sagði Jóhann. Kristján syngur þijú íslensk lög og fjögur skandinavísk. „Ég syng Hamraborgina að sjálf- sögðu. Ég sagði það nú einu sinni í gríni að Sigvaldi Kaldalóns hefði örugglega skrifað hana fyrir mig þótt hann hafi gert það áratugum áður en ég fæddist,” sagði Kristján þegar Morgunblaðið náði tali af honum í Monte Carlo þar sem hann er í sumarleyfi. Hann syngur einn- ig ítalskar aríur og sönglög. „Það er mín sterkasta hlið,“ sagði Krist- ján. Fjölmiðlar áhugasamir Tónleikarnir eru á vegum Amer- ísk-Skandinavísku samtakanna, American Scandinavian Associati- on, í New York en þau samtök stuðla fyrst og fremst að auknum menningartenglsum Ameríku og norrænna þjóða. Starfsemi sam- takanna er að sögn Kristjáns Jó- hannssonar einkum bundin við aðstoð við námsmenn frá Norður- löndunum og þau standa reglulega fyrir uppákomum eins og þessari í fjáröflunarskyni. Samtökin eru stöndug og virt í Bandaríkjunum. „Ég vona að þetta verði skemmtilegt. Viðburðir á vegum samtakanna vekja jafnan athygli helstu fjölmiðla og því má búast við að þeir eigi eftir að greina vel frá þessu.“ Kristján sagði að það hefði stað- ið lengi til hjá sér að syngja þarna og þar sem hann væri að syngja í Aidu í Metropolitan-óperunni á sama tíma hefðu tónleikarnir verið ákveðnir nú í haust. „Upphaflega átti ég að vera með Victor Borge, danska skemmtikraftinum, en úr því varð ekki á sínum tíma. Ég kom svo með þá uppástungu að hafa flytjendur alla íslenska og stakk upp á Jóhanni bróður sem væri sérfræðingur í íslenskum sönglögum og þeir samþykktu það eftir að hafa grennslast aðeins fyrir um hann.“ Tónleikarnir hljóðritaðir „Þetta er fyrst og fremst gífur- lega gaman fyrir mig sem bónda norður í landi að geta sagt barna- börnunum frá því að ég hafi sung- ið í Ameríku,“ sagði Jóhann. Hann hefur nóg að gera í söngn- um en hann er bóndi í Skagafirðin- um að aðalstarfi. „Ég er að syngja um nær hveija helgi á ýmsum mannfögnuðum og það hefur sjald- an eða aldrei verið jafnmikið að gera og í sumar,“ sagði hann. Tónleikarnir í New York áttu upphaflega að vera í Carnegie Hall á öðrum degi en Kristján var upptekinn á hljómsveitaræfingu á þeim tíma og því var ákveðið að halda þá þann 19. Þá var höllin ekki laus og því voru þeir færðir í Danny Kaye Playhouse sem er um 800 sæta vinsælt leikhús í borginni. Að sögn Kristjáns verða tónleik- arnir hljóðritaðir af amerískum aðila með hugsanlega útgáfu í huga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.