Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 23 AÐSENDAR GREINAR Sjóðasöfnun trygg- ingafélaganna ÍSLENSKUM bíleigendum hefur lengi ofboðið hversu dýrt er að kaupa og reka bíl hér á landi. Þessi kostnaður slær út matarreikning heimilanna. FÍB hefur nú blásið til nýrrar sóknar gegn þeirri óheillavænlegu þróun að bíllinn verði lúxusvarning- ur sem fáir hafi efni á. Fyrsta skref- ið í þessari sókn er að fá iðgjöld bílatrygginga lækkuð. Samanburð- ur FIB á bílatryggingum sýnir að iðgjöldin eru mun hærri hér en í nágrannalöndunum. Við nánari skoðun FÍB hefur komið í ljós að meginástæða hinna Stefán O. Magnússon háu iðgjalda hér á landi er sú að tryggingafélögin innheimta næstum tvöfalt meira í iðgjöld hjá bíleigend- um en sem nemur því sem fer í tjónabætur og rekstur. Þessi um- framinnheimta fer í sjóð sem nú er kominn í 12 milljarða króna og stækkar um 2 milljarða króna á ári. Tryggingafélögin ákveða sjálf skylduiðgjöldin Tryggingafélögin gera þetta í skjóli þess að bíleigendur eru skyld- aðir til að greiða fyrir lögboðna ábyrgðartryggingu. Þeir hafa ekk- ert um upphæðina að segja. Grunn- iðgjald lögboðinnar ábyrgðartrygg- ingar hér á landi er 78.826 krónur. í Svíþjóð er grunniðgjaldið 24.640 krónur. íslensku tryggingafélögin ákveða sjálf hversu hátt iðgjald ábyrgðar- tryggingarinnar skuli vera. Það gera þau með því að áætla hversu mikið þau þurfi að greiða fyrir tjón í umferðaróhöppum næsta árið. Þessi áætlun er hins vegar alltaf mun hærri en tryggingafélögin greiða í raun og veru. Tryggingafélögin innheimta að jafnaði um 4 milljarða króna á ári í iðgjöld af lögboðnum ábyrgðar- tryggingum einum saman. Utborg- uð tjón vegna þessara sömu trygg- inga eru hins vegar í kringum 2,5 milljat'ðar. Þetta er vægast sagt ansi rausnarleg áætlun og er meg- inástæða þess að iðgjöld bílatrygg- inga eru of há hér á landi. VALLS gifsplötur passa í öll niðurhengd loftakerfi VALLS þolir 100% raka VALLS er eldtraust VALLS er trefjastyrkt VALLS veldur ekki ofnæmi VALLS fæst í 10 mynstrum gataðar eða ógataðar og sléttar Hringið eftir Ef þú býrð úti á landi frekari þá sendum við þér ókeypis upplýsingum sýnishorn og bæklmg Einkaumboð á ísltyidi: co Þ- ÞORGRIMSSON & GO Ármúla 29. simi 553 8640 Slysin eru fleiri í Þýskalandi en hér Auðvitað þyrftu engin iðgjöld að vera ef engin væru slysin. Flestir íslendingar virðast á þeirri skoðun að umferðarslys hér á landi séu al- geng og jafnvel algengari en víða erlendis. Þetta er þó ekki einhlítt. Samkvæmt tölum Umferðarráðs eru skráð slys hér á landi tvöfalt fleiri en í Svíþjóð. Hins vegar eru slys 15% fleiri í Þýskalandi en hér á landi. Samt eru iðgjöld bílatrygg- inga þar helmingi lægri en hérlendis. Ég nefni þessar tölur hér til að Iðgjöld af ábyrgðar- tryggingum bifreiða nema 4 milljörðum króna, segir Stefán O. Magnússon, en útborg- uð tjón sömu trygginga 2,5 milljörðum. fólk geti betur áttað sig á því að meginástæða hárra iðgjalda er ekki tjónakostnaðurinn, heldur það að tjón eru ofáætluð. Tryggingafélögin safna þessum Ijármunum okkar bí- leigenda síðan í sjóði sem þau ávaxta til eigin þarfa. Hvað leggja tryggingafélögin í forvarnir? En úr því try.ggingafélögin telja bótagreiðslur meginástæðu hárra iðgjalda, væri athyglisvert að fá yfirlit frá þeim um það hversu mikl- um fjárhæðum þau veija til að koma í veg fyrir slysin. Þetta þarf að vera sundurliðað, svo ekki slæðist með auglýsingakostnaður fyrir trygging- ar og bílalán eða styrkir til íþróttafé- laga, svo nokkuð sé nefnt. Höfundur ev gjaldkeri stjórnar FÍB. ryjiðnpnaSa & næstu daga ** Frí ábyrgðartrygging í 6 mánuði. Sjúkrapúði í öilum bílum. % Lánakjör, fyrsta greiðsla eftir allt að 6 mánuði. 5 Lán til allt að 48 mánaða, jafnvel engin útborgun. vtl m je ð gél kaup Opið virkadagakl. 9-18 laugardaga kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-17 BILA HÚSIÐ B f L AS A ■_ A SÆVARHÖfda 2 © 525 8020 í húsi Ingvars Helgasonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.