Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 27
26 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI STJÓRNARFORMAÐUR RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. N ORÐURLÖND OG BREYTTAR AÐSTÆÐUR EVRÓPA er allt önnur eftir hrun kommúnismans, uppbyggingu Evrópusambandsins og aðild þriggja Norðurlanda að því. Starfsumhverfi Norður- landaráðs hefur því breytzt mikið. Aukaþing þess, haldið í næsta mánuði, gengur væntanlega frá úmtals- verðum breytingum á starfseminni. „Verið er að end- urskipuleggja allt starf Norðurlandaráðs í ljósi ýmissa breytinga á högum norrænna ríkja,“ sagði Geir H. Haarde, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og forseti Norðurlandaráðs, í viðtali við Morgunblaðið um helgina. „Leiðin til áhrifa innan ráðsins verður framvegis í gegnum pólitíska flokka og flokkahópa en að sama skapi minnka áhrif einstakra lands- deilda . . .“ Geir H. Haarde segir, að endurskipulagningin veiki ekki stöðu íslendinga. Með hæfu fólki á þessum vett- vangi hafi þeir alla möguleika til að láta til sín taka hér eftir sem hingað til. Utanríkis- og öryggismál, sem áður voru ekki rædd af tillitssemi við mismunandi aðstæður Norðurlanda, verða fastur liður í umræðum, segir forseti ráðsins. Breyttar aðstæður kalla og, að hans sögn, á nánara samstarf við Eystrasaltsríkin, svo og norðvestur hluta Rússlands. Hann segir, að í septembermánuði verði ráðstefna á vegum Norðurlandaráðs um málefni Eystrasaltssvæðisins. Á næsta ári verður og ráðstefna í Kanada um Norðurheimskautssvæðið og í Kaup- mannahöfn um Evrópumál. Þar verður ríkjaráðstefna ESB til umræðu og staða Norðurlandanna. Það er því einsýnt að Norðurlandaráð verður eftir sem áður mikilvægur vettvangur norræns samstarfs, máski mikilvægari en fyrr, og kjörinn vettvangur til að gæta íslenzkra hagsmuna gagnvart umheiminum. Túnfiskur og ný tækifæri ATHYGLISVERÐAR fréttir hafa borizt af tún- fiskmiðum djúpt út af Reykjanesi. Skipverjar af Barða NK urðu varir við miklar vöður af túnfiski nær 500 mílur suðvestur af Reykjanesi fyrr í sumar. Einn- ig hafa borizt fréttir um japanskt skip, sem verið hefur að túnfiskveiðum á svipuðum slóðum, og virð- ist hafa komizt í uppgripaafla. Túnfiskur er mjög verðmætur og hafa fengizt allt að tvö þúsund krónur fyrir kílóið á Japansmarkaði, eða tvær milljónir fyrir tonnið. Eftir miklu er því að slægjast. íslendingar hafa enga reynzlu af túnfiskveiðum og vita lítið um fiskinn annað en að hann er til í niður- suðudósum og notaður í salat og sem álegg á brauð. Við vitum ekki einu sinni, hvaða veiðarfæri eru not- uð, að því er Jóhann A. Jónsson, formaður úthafs- veiðinefndar LÍÚ, segir í viðtali við Morgunblaðið. Jóhann segir liggja beint við að kanna alla mögu- leika á túnfiskveiðum og bæði sé til mannskapur og skip til að stunda þær. „Við reynum að fylgjast með öllu, hvað þetta varðar, og metum síðan hvað hægt er að gera. En við gerum lítið á meðan við höfum ekki einu sinni veiðarfæraþekkingu.“ Jóhann segir, að einnig hafi heyrzt um smokkfisk á hafssvæðinu djúpt út af Reykjanesi. Áugljóst er, að íslendingar eiga að grípa slíkt tæki- færi. Ekki veitir af í þeim aflaniðurskurði, sem verið hefur á íslandsmiðum árum saman. Nauðsynlegt er að heíja skipulega leit á þeim hafsvæðum, sem við þekkjum lítið sem ekkert til. Við erum þegar farnir að veiða tegundir, sem engum datt í hug að nýta fyrir nokkrum árum. Nýlegt dæmi er búrinn, sem veiddur hefur verið í grennd við Vestmannaeyjar. Þótt minna hafi orðið úr þeim veiðum en vonir stóðu til er ástæða til að leggja aukna áherzlu á þær. + HJARTAÞEGAR KOMA FRÁ GAUTABORG slær eins o g klukka Tveir hjartaþegar komu til landsins á laugar- dag en þeir gengust báðir undir líffæra- ígræðslur í Gautaborg fyrir nokkrum mánuð- um. Sindri Freysson ræddi við Asdísi Björgu Stefánsdóttur og Hjördísi Kjartansdóttur um þá reynslu að fá nýtt hjarta Samningur lækna við Tryggingastofnun ríkisins Kostnaðurinn eykst ekki lengnr sjálfvirkt Með nýjum samningi Tryggingastofnunar og sérfræðilækna er endi bundinn á tveggja ára samningaþóf og déilur milli lækna og stjóm- ------^-----——--------------- valda. I umfjöllun Egils Olafssonar kemur fram að samningurinn bindur enda á sjálfvirka aukningu á kostnaði við sérfræðiþjónustu. HJARTAÐ _ slær eins og klukka. Ég ætla að fara vel með þessi líffæri og leyfa þeim að halda áfram að lifa,“ segir Ásdís Björg Stefánsdótt- ir, sem gekkst undit' líffæraígræðslu 9. september sl. á sjúkrahúsinu í Gautaborg og þáði nýtt hjarta og lungu. Hún kom ásamt Sveinbirni Reynis- syni eiginmanni sínum til landsins á laugardag eftir þriggja árar búsetu í Gautaborg. Ásdís Björg segist lítt hafa hugleitt hættuna samfara líffæragræðslunni, enda sé ekkert val í stöðu sem henn- ar; það sé annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Þorði vart að líta í spegilinn Um klukkan átta að morgni 9. sept- ember voru þau hjónin vakin af værum blundi og sagt að koma á sjúkrahúsið án tafar, þar sem hentug líffæri væru til staðar. Þau bjuggu þá í um tíu mínútna gang frá sjúkrahúsinu og var Ásdís Björg lögst inn á skurðstofu innan við klukkutíma eftir að síminn hringdi. Aðgerðin stóð í um sex EG BEIÐ aðeins í sex tíma eftir nýju hjarta," segir Hjördís Kjartansdóttir sem fékk nýtt hjarta á Östra- sjúkrahúsinu í Gautaborg 19. janúar sl. „Þann dag fórum við á sjúkrahúsið og ég var sett á biðlista. Við fórum þaðan um klukkan fimm og kallið kom síðan hálftíu eða tíu um kvöldið. Það var bæði gott og vont að losna við langa bið, því að við ætluðum að gera svo margt, meðal annars að læra á píanó og, syngja, en þessi rosalegi hraði var samt jákvæður eftir á að hyggja.“ „Hjördís rumskaði síðdegis eftir aðgerðina, þegar nýbúið var að taka hana úr öndunarvélinni, og spurði hvort hún væri komin með nýtt hjarta. Ég svaraði játandi. Hún rak upp fagnaðaróp og sveiflaði höndun- um yfir höfuð sér og öllum slöngnn- um um leið, en sofnaði síðan strax aftur. Þetta var ólýsanleg tilfinn- ing,“ segir Magnea Guðmundsdóttir móðir Hjördísar. Var alltaf bjartsýn Meðalbiðtími hjartasjúklinga í Gautaborg eftir líffæri hefur verið um klukkustundir og var Ásdís vakin sam- dægurs. „Það var engin miskunn í þessu sambandi, því að málin geta orðið miklu erfiðari ef fólk fer ekki að hreyfa sig strax. Ég dauðvorkenndi henni,“ segir Sveinbjörn. Hið bláleita litaraft sem er algengur fylgikvilli hjartagalla var horfinn þegar hún vaknaði eftir aðgerðina að sögn Sveinbjörns, kinn- arnar voru orðnar hvítar og roði í vörum. Henni var réttur spegill þegar hún vaknaði. „Ég þorði varla að líta í spegilinn og trúði því varla sem ég sá, en tilfinningin var sannarlega góð.“ Ekki spáð langlífi Ásdís Björg fæddist með hjartagalla en gat var á milli hjartahólfa. Reynt var að lagfæra þennan galla í Kaup- mannahöfn árið 1962 þegar hún var sex ára gömul, fyrsta aðgerðin í sama skyni var framkvæmd þegar hún var tveggja ára. „Foreldrum mínum var sagt í byijun að ég myndi í mesta lagi lifa í tvö til þijú ár, en ef ég myndi hins vegar fyrir eitthvert kraftaverk ná að verða tvítug ykjust lífslíkurnar verulega. Það gekk eftir.“ fjórir mánuðir og þykir Hjördís mjög lánsöm að hafa verið hlíft við langri bið. Börn eru vitaskuld forgangshóp- ur. Hjördís segist aldrei hafa orðið hrædd. „Ég var alltaf bjartsýn, ætlaði ekki að bíða lengi og var ákveðin í að koma heim í haust. Það rættist. Að vísu var svolítið áfall hvað þetta gekk hratt fyrir sig, en þegar komið var upp á spítala róaðist ég. Mamma grínaðist stundum með hvað allt gekk snurðulaust fyrir sig, og sagðist helst hallast að því að ekkert hefði gerst." Hjördís er með sjaldgæfan erfða- sjúkdóm sem olli m.a. þykknun í aft- ari hjartahólfi, vinstra megin, og leggst einnig á augu hennar. Sautján tilfelli sjúkdómsins eru þekkt í heim- inum og hafa þtjú þeirra greinst á íslandi. Tvö eldri systkini Hjördísar létust af völdum sjúkdómsins, en Ólaf- ur bróðir hennar er hins vegar heil- brigður. í Gautaborg starfar Már Tulinus læknir að því að vinna bug á þessum sjúkdóm eða halda honum í skefjum, og er viðurkenndur sem einn fremsti sérfræðingur í heiminum á því sviði. Lyf sem hann hefur gefíð Hjördísi hefur reynst vel og aukið vöðvastyrk Götin milli hólfanna reyndust þó vera fleiri en haldið var í fyrstu, sem veld- ur háþrýstingi í lungunum með þeim afleiðingum að þau skemmast að lok- um. „Læknarnir gældu lengi vel við þann möguleika að græða í mig lungu en gera við hjartað, kannski ekki síst vegna þess skorts sem er á líffærum, en fljótlega eftir fyrstu rannsóknir í Gautaborg kom í ljós að það væri úti- lokað,“ segir Ásdís Björg.“ Í þijú ár var hún á biðlista eftir líffærum í London og beið heima, fyrir utan reglulegar skoðanir ytra. „Bretar lokuðu á möguleikann á líf- færaígræðslu meðan við biðúm, á þeim forsendum að ekki mætti græða bresk líffæri í aðra en breska þegna. Þeim fannst sem heimamenn væru eitthvað sniðgengnir að þessu leyti og íslendingar áttu því sáralitla ef nokkra möguleika á að fá líffæri það- an. Við ákváðum því árið 1992 að fara á biðlista í Svíþjóð og flytja þang- að út í kjölfarið. Læknarnir sögðu okkur að biðin yrði væntanlega ekki 'lengri en tveir til þrír mánuðir, há- mark eitt ár, en síðan dróst biðin á hennar. Hjördís segir hjartagallann hafa háð henni talsvert í leikjum pg íþróttum, og jafnvel i námi. „Ég mæddist mikið og varð fljótt þreytt. Þetta er hins vegar allt annað líf núna,“ segir hún. „Við vissum að hveiju stefndi fyrir nokkrum árum en í byijun nóvember sl. fengum við úrskurð þess efnis að hún þyrfti að fá nýtt hjarta, eftir að Hjördís fékk alvarlegt hjartaáfall í október. Við héldum út til rannsókna í Gautaborg og fengum samþykki lækna þar fyrir aðgerðinni. Þeir sögðu okkur að fara heim og halda jól en koma síðan strax aftur. Síðan gerðust hlutirnir hratt,“ segir Magnea. Mikill stuðningur Kjartan Ólafsson, faðir Hjördísar, segir fjölskylduna hafa verið stað- ráðna í að lifa fyrir einn dag í einu og velta ekki vöngum yfir framtíðinni um of. Ekki hafi verið tóm til að finna til mikillar hræðslu. „Hjördís var líka langinn og varð alls tvö og hálft ár,“ segir Sveinbjörn. „Við vorum hins vegar orðin vön að bíða milli vonar og ótta, en ég var alltaf sannfærð um að það styttist í aðgerð eins og raunar kom á daginn," segir Ásdís. „Ég var send í líkamsæf- ingar til að byggja upp þrek fyrir að- gerðina og stundaði þær með hjálp súrefnis. Eg fór einnig reglulega í eft- irlit auk þess sem við lékum ferða- menn og höfðum samband við aðra Islendinga sem hafa komið út í von um ný líffæri, auk þess að fá talsverð- an stuðning frá íslenskum læknum sem starfa í Gautaborg. Þar á meðal er svæfingarlæknirinn í aðgerðinni, Vigdís Hansdóttir, og sá sem sótti líf- færin, Felix Valsson. Stuðningur ís- lensku læknanna var mjög mikilvæg- ur, sérstaklega fyrst eftir að við kom- um, því að við vorum eiginlega braut- ryðjendur í hópi íslenskra líffæraþega þar í borg og enginn var til staðar að taka á móti okkur." Þau segja að Islendingarnir sem bíða líffæra haldi hópinn eins og ein stór fjölskylda, eyði dögunum oft sam- an og styrki hver annan í biðinni. svo bjartsýn að hún hjálpaði okkur yfir erfiðustu hjallana, í raun áður en við komum að þeim. Hún var alltaf brosandi," segir Magnea. „Við fengum líka mikinn stuðning frá séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni í Gautaborg og hinum íslendingunum sem biðu ígræðslu eða voru að jafna sig eftir aðgerð. Ekki spillti fyrir að um 200 íslenskir læknar starfa í Gautaborg, þannig að það var eigin- lega alveg sama á hvað deild maður fór á Sahlgrenska, maður hitti alltaf Islending. Á gjörgæsludeild sjúkra- hússins vann einnig íslensk hjúkrun- arkona, Ragnheiður Alfreðsdóttir, sem veitti okkur ómetanlega hjálp og á skilið að fá Fálkaorðuna fyrir það starf sem hún hefur innt af hendi í þágu íslensku líffæraþeganna. Heima á Islandi var líka hrundið af stað fjár- söfnun til að auðvelda okkur dvölina, og við erum ákaflega þakklát þeim sem stóðu að henni og studdu." Enginn vafi lék þó á hugsanlegum Ekki eins og aðskotahlutir „Nokkrum sinnum veiktist ég, í skamman tíma í senn í hvert skipti, og fór á forgangslista en náði mér síðan aftur. Manni batnar ekki af því að bíða og mér versnaði frekar ef eitt- hvað er. Við gættum þess vandlega að fara aldrei of langt frá sjúkrahús- inu því að við þurftum að vera í stöð- ugu kallfæri. Hjörtu þola enga bið og líffæraþeginn þarf helst að vera kom- inn í aðgerð innan þriggja tíma frá því að líffærin liggja fyrir. Tíminn er því afar naumur og m.a. þess vegna tókum við ekki þá áhættu að vera heima á Islandi, enda væri ég þá sjálf- sagt enn að bíða.“ Líffæraflutningur af þessu tagi hef- ur skilað góðum árangri og heppnast í meirihluta tilvika, en eftirmeðferðin þykir erfiðari en aðgerðin sjálf. „Hætt- an á höfnun er mikil fyrstu mánuðina, en hún minnkar stöðugt eftir því sem lengra líður frá ígræðslunni, þótt ég þurfi að taka lyf alla ævi til að deyfa viðbrögð ónæmiskerfísins. Líkaminn hafnaði ekki líffærunum, eins og ég hafði kannski óttast í undirmeðvitund- inni, þótt við_ værum vongóð um að allt færi vel. Ég fékk að vísu lítilshátt- ar sýkingu viku eftir aðgerðina og batinn datt niður í um viku, en eftir það hefur allt gengið mjög vel. Mér hefur til dæmis aldrei fundist eins og þessi líffæri væru aðskotahlutir - þvert á móti finnst mér eins og þau hafi verið á sínum stað alla tíð.“ Stefnir í fjallgöngu Ásdísi hefur verið boðin atvinna á tveimur stöðum, annars vegar í Spari- sjóðnum í Keflavík þar sem hún vann áður og hins vegar hjá Fríhöfninni. Hún segist lifa í fyrsta skipti í mörg ár í von um eðlilegt líf, sem sé ein- kennileg nýlunda. Viðbrigðin séu mik- il. „Ég á t.d. miklu auðveldara með að anda, þrekið er miklu meira og ég get gengið lengur en áður. Ég tók t.d. þátt í þriggja kílómetra skemmti- skokki í Reykjavíkurmaraþoninu á sunnudag, en í Gautaborg var ég meira og minna í hjólastól seinustu þijú ár,“ segir hún og bendir á medal- íu frá mótshöldurum á borðinu. „Ég stefni að því að gera ýmislegt sem var útilokað áður, svo sem að fara í gönguferðir og klífa fjöll.“ Hún hlær. „Ætli ég byrji ekki á Helga- felli.“ erfiðleikum og eftirköstum. „Lækn- arnir gerðu okkur fulla grein fyrir áhættunni samfara aðgerðinni og við vissum alveg að brugðið gæti til beggja vona. Þeir eru hins vegar bún- ir að framkvæma 30 þúsund líffæra- skipti á • Sahlgrenska og þar af yfir 300 hjarta- og lungnaígræðslur frá 1990, þannig að við vissum að við vorum í góðum höndum.“ Ekki erfitt í heildina Að sögn Magneu er eftirmeðferð barna afar frábrugðin því sem full- orðnir ganga í gegnum. „Börnin eru látin hreyfa sig sjálf og leika sér og á allan hátt kappkostað að fá endur- hæfíngu með eðlilegu lífí. Það er skor- ið á allar taugar þannig að þegar hún erfiðar þarf hún að byija rólega. Við erum kannski með hjartslátt sem mælist 80 slög á mínútu og förum upp í 150 slög á mínútu, en hún er áfram í 80 slögum og þarf lengri að- lögun fyrir vikið. Hún má þannig ekki rjúka af stað og fara geyst fyrst í stað. Hún má ekki heldur borða hráan mat sökum sýkingarhættu, svo sem graflax. Síðan er stór ókostur við steralyfin sem Hjördís hefur þurft að taka að vöxtur breytist, meira að segja tann- hold þykknar, en hún þarf að fá þessi lyf til að ónæmiskerfið sætti sig við hjartað. Hún á hins vegar að losna við þau eftir átta til tíu mánuði, og höfnunarlyfin eru að öðru leyti mjög góð,“ segir Magnea. „Ég hef fengið höfnunareinkenni nokkrum sinnum en engin alvarleg, í mesta lagi hækkaður hiti, þreyta og geðvonska yfir smámunum. En ég hef alveg sloppið við sýkingu og í heildina hefur þetta ekki verið erfiður tími. Ég er þó ekki búin að komast yfir óttann við sprautunálar. Skurðurinn er það eina sem minnir mig á aðgerð- ina, og mér finnst eins og hjartað hafi verið þar frá fæðingu," segir Hjördís. MEÐ NÝJUM samningi sérfræðilækna og Trygg- ingastofnunar ríkisins er í fyrsta skipti samið um kaup Tryggingastofnunar á ákveðnu magni vinnueininga. Samningurinn kemur í veg fyrir sjálfvirka aukn- ingu sérfræðikostnaðar, en samn- ingar um að ná utan um þennan kostnað hafa staðið í mörg ár og kostað mikil átök milli lækna og rík- isins. í allmörg ár hafa samninganefnd- ir lækna og Tryggingastofnunar rætt um breytingar á samningi lækna við Tryggingastofnun með það að markmiði að draga úr kostn- aði ríkisins við sérfræðiþjónustu. Ýmsar hugmyndir að lausn hafá verið ræddar. Meðal þeirra var að Tryggingastofnun réði ákveðinn fjölda sérfræðinga til starfa. Þeir sem ekki störfuðu fyrir stofnunina yrðu þá að starfa á fijálsum mark- aði án þess að geta sent reikning til hennar. Tryggingastofnanir í sumum öðrum löndum hafa farið þessa leið og gert þjónustusamninga við ákveðinn íjölda lækna. Þar er hins vegar hefð fyrir skiptingu milli lækna í opinberri þjónustu og ann- arra lækna. Önnur leið til að stjórna sérfræði- kostnaði, sem mikið hefur verið rædd, er að taka upp tilvísanakerfi. Kerfið gerir ráð fyrir að sjúklingar leiti fyrst til heilsugæslulækna, sem taka lægra gjald, og þeir vísi sjúkl- ingum, sem þess þurfa, áfram til sérfræðinga. Sighvatur Björgvins- son, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, ákvað á síðasta ári að fara þessa leið þrátt fyrir hörð mótmæli sér- fræðinga. Hart var deilt um tilvís- anakerfið í aðdraganda kosninga- baráttunnar í vor og eftir kosningar ákvað Ingibjörg Pálmadóttir, núver- andi heilbrigðisráðherra, að fresta gildistöku kerfisins. Samið um hámark í nýgerðum samningi er farin sú leið að semja við sérfræðinga um hámarksfjölda vinnueininga. Hann gerir ráð fyrir að Tryggingastofnun kaupi 8 milljónir vinnueininga á þessu ári í klínískum lækningum og 2.358.000 einingar í rannsóknum. Þetta er svipaður fjöldi eininga og var greitt fyrir á síðasta ári hvað varðar klínískar lækningar, en 10% lækkun hjá rannsóknarlæknum. Rökin fyrir lækkun hjá rannsóknar- læknum eru þær að breyttar vinnu- aðferðir og ný tækni geri læknum kleift að framkvæma rannsóknir á einfaldari hátt en áður. Samið var um að Tryggingastofn- un greiddi læknum 135 krónur fyrir hvetja vinnueiningu, sem er óveru- leg hækkun frá eldri samningi. Sam- tals mun stofnunin greiða læknum tæplega 1,4 milljarða fyrir sérfræði- þjónustu á þessu ári. Eldri samningur Tryggingastofn- unar við sérfræðilækna gerði ekki ráð fyrir hámarksfjölda eininga. Læknum var hins vegar gert að veita afslátt af sinnu vinnu ef hún færi upp fyrir ákveðið hámark. Af- slátturinn, sem var reiknaður mán- aðarlega, hækkaði hlutfallslega eftir því sem meira var unnið fram yfir þetta hámark. Reglur um þessa af- slætti er áfram að finna í nýja samn- ingnum. Afsláttur, fari fjöldi eininga upp fyrir ákveðið hámark, kemur þarna til viðbótar. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs jókst sérfræðikostnaðurinn miðað við sömu mánuði í fyrra um 2%. Vegna þessarar aukningar verða sérfræðingar að taka á sig aukinn afslátt nú við gildistöku nýja samn- ingsins. í þessum mánuði nemur afslátturinn 9.000 vinnueiningum. Nýir læknar komast ekki sjálfkrafa að Eldri samningar sérfræðilækna við ríkið takmörkuðu á engan hátt aðgang sérfræðinga að Trygginga- stófnun. Sérfræðilæknir sem kom heim frá námi þurfti ekki annað en að senda Tryggingastofnun bréf um að hann væri búinn að setja upp læknastofu og myndi héðan í frá senda stofnuninni reikninga. Sérfræðilæknar þurftu því aldrei að sækja um starf hjá ríkinu með sama hætti og heilsu- gæslulæknar verða að gera. I nýja samningnum er gert ráð fyrir að nefnd, skipuð fulltrúum úr samninganefnd sér- fræðilækna og samn- inganefnd Trygginga- stofnunar, fái aukið hlutverk. Nefndin var áður einungis samráðs- vettvangur, en fær nú úrskurðarvald. Úr- skurður verður þó því aðeins felldur að nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu. Ef ekki næst samkomulag verður viðkom- andi máli vísað til samninganefnd- anna. Samráðsnefndin á m.a. að taka til umijöllunar umsóknir nýrra sér- fræðinga um samning við Trygg- ingastofnun. Nýr sérfræðingur fær ekki leyfi til að senda stofnuninni reikninga nema að það hafi áður verið samþykkt í nefndinni. Þar sem nýi samningurinn felur í sér heildar- magn eininga þýðir koma nýs sér- fræðings á samning við Trygginga- stofnun að það minnkar hjá hinum sem fyrir eru. Guðmundur Eyjólfsson, formaður samninganefndar lækna, sagði að ekki væri búið að móta starfsreglur um hvernig umsóknir nýrra sérfræð- inga yrðu meðhöndlaðar, en hann sagðist gera ráð fyrir að leitað yrði álits viðkomandi sérgreinar á því hvort þörf væri á fleiri sérfræðing- um. Innan Tryggingastofnunar hefur verið það sjónarmið að of margir sérfræðingar séu starfandi í sumum greinum. Ekki er tekið á því atriði í nýja samningnum. Hann gerir ráð fyrir að sérfræðingar sem nú starfa og sent hafa reikninga til Trygg- ingastofnunar hafi rétt ti! að gera það áfram. „Sparnaðurinn af þessum samn- ingi felst í því að ekki verður áfram um sjálfvirka aukningu á sérfræði- kostnaði að ræða. og rannsóknar- læknar gefa 10% afslátt af sinni vinnu. En stærsti ávinningur af þessum samni'ngi er að Trygginga- stofnun getur gengið út frá þvi sem vísu að kostnaður við sérfræðiþjón- ustu fer ekki umfram ákveðið mark,“ sagði Jón Sæmundur Sigur- jónsson, sem sæti á í samninganefnd Tryggingastofnunar. Fjárlög gerðu ráð fyrir að sér- fræðikostnaður yrði skorinn niður um 100 milljónir á þessu ári. Það mun ekki takast vegna þess að að- gerðir til sparnaðar koma ekki til framkvæmda fyrr en með þessum samningi. Talið er að ríkissjóður spari um 30 milljónir með þessum samningi í ár, en ef hann hefði ver- ið gerður í upphafi árs má ætla að sparnaðurinn hefði orðið upp undir 100 milljónir. Tilvísanakerfið vofir enn yfir Forsenda fyrir samningi lækna og Tryggingastofnunar er að tilvís- anakerfið verði ekki tekið upp. Þeg- ar núverandi heilbrigðisráðherra frestaði gildistöku kerfisins í vor ákváðu sérfræðingar einnig að fresta uppsögnum sínum á samning- um við Tryggingastofnun, en til þeirra hafði meirihluti lækna gripið eftir að reglugerð um tilvísanakerfi var gefin út. Tilvísanakerfið vofir áfram eins og vöndur yfir báðum aðilum þessa máls. Heilbrigðisráð- herra hefur ekki gefið neina yfirlýsingu um að hætt verði við öll áform um að leggja á tilvís- anaskyldu og læknar hafa heldur ekki dregið uppsagnir sínar til baka. í bókun með samningnum segir að læknar fresti uppsögn- um til næstu áramóta, en þá rennur gildistími nýja samningsins út. I tengslum við samning- inn lýsti Ingibjörg Pálmadóttir því yfir að tilvísanakerfi yrði ekki komið á á þessu ári. Umræður um gerð nýs samnings verða teknar upp í nóvember, en þá verður reynslan af nýgerðum samningi metin. Þá er ætlunin að taka á lausum endum eins og vinnu sérfræðinga inni á sjúkrahúsum, en ekki er tekið á henni með skýrum hætti í nýja samningnum. Semja þarf um hámark vinnueininga í hvert eitt sinn. Fyrir liggja yfirlýsingar frá báð- um samningsaðilum um að gera annan samning sem byggir á sama módeli og nýi samningurinn. Ef samningar takast ekki hefur heil- brigðisráðherra það spil upp í erm- inni að setja á tilvísanakerfi. Lækn- ar hafa hins vegar það spil upp í sinni ermi að láta uppsagnir á samn- ingum sínum við Tryggingastofnun koma til framkvæmda. Líkurnar á að komið verði á tilvísanakerfi eru hins vegar ekki mjög miklar. „Þessi samningur er merkur áfangi og markar vonandi upphafið að betri samskiptum Trygginga- stofnunar og sérfræðilækna. Þau eru nú komin í annan farveg en þann hatursfulla fai*veg sem þau voru í með tilvísanakerfið yfirvof- andi,“ sagði Bolli Héðinsson, for- maður Tryggingaráðs. Bolli sagði að vonast væri til að með þessum samningi yrði til hvati fyrir lækna til innra eftirlits. Vonast væri eftir að læknar myndu fylgjast hveijir með öðrum og koma. í veg fyrir að reynt yrði að misnota samn- inginn á þann hátt að gerðar væru læknisaðgerðir sem ekki væri bein- línis þörf fyrir. Rakupp fagnaðaróp og sofnaði Morgunblaðið/Golli HJORDIS segist aldrei hafa fundið til ótta og verið harðákveðin í að snúa aftur heim fyrir haustið. Það rættist. Kostnaður fer ekki umfram ákveðið mark

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.