Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 31 MINNINGAR ÞORVALDUR KJARTANSSON + Þorvaldur Kjartansson fæddist í Reykja- vík 25. ágúst 1937. Hann lést á Land- spítalanunt 12. ág- úst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kjartan 01- afsson rakara- meistari og Sigur- björg Pálsdóttir. Þorvaldur átti einn bróður, Olaf Kjart- ansson stórkaup- mann, f. 25.7.1928. Hinn 17. október 1964 giftist Þorvaldur Huldu Long, f. 21.2. 1928. Þau eign- uðust tvö börn, Kjartan Þór, ÞORVALDUR Kjartansson föður- bróðir okkar, Doddi eins og við köll- uðum hann, er látinn eftir erfiða sjúkdómslegu s.l. hálft ár. Það er margs að minnast og margt að þakka eftir samferð okkar frænda, ekki síst frá okkar yngri árum, þeg- ar hann var ógiftur og við bjuggum í sama húsi. Frændi nam hárskeraiðn hjá föður sínum Kjartani Ólafssyni sem lengi rak rakarastofu í Reykjavík. Hárske- rastarfið var honum aðalstarf eftir það. Þorvaldur stundaði nokkuð sjó- mennsku á yngri árum og var þá í millilandasiglingum. Það var alltaf viss tilhlökkun, þegar frændi kom úr siglingum. Avallt kom hann fær- andi hendi og sagði okkur ýmislegt skemmtilegt af ferðum sínum sem við kunnum svo sannarlega vel að meta. Hann var sérlega barngóður og nutum við bræðurnir þess. En fjölskyldutengslin héldust þótt hann flytti úr húsinu og eru árleg jóla- og fjölskylduboð þeirra hjóna vottur um þá ræktarsemi sem þau hafa alla tíð sýnt okkur og fjölskyldum okkar. Árið 1964 giftist hann eftirlifandi konu sinni Huldu S. Long. Þau eign- uðust tvö börn, þau Kjartan Þór og Sigurbjörgu Eyrúnu. Þau hjónin hafa alla tíð verið ákaflega samýnd og komu sér upp yndislegu húsi og heimili í Akraseli 26. Við bræðurnir fengum ríkulega að njóta reynslu og útsjónarsemi frænda við okkar byggingar. Þegar talað er um heimil- ið má ekki gleyma garðinum sem er einn sá fegursti sem við höfum séð, enda var ræktun hans eitt helsta áhugamál þeirra hjóna. Stuttu eftir að við bræðurnir höfðum byggt okk- ui' hús og vorum að vinna í görðum okkar færðu þau hjónin okkur sitt hvort grenitréð sem þau höfðu rækt- að frá-fræi, segja má að þessi tré séu og verði lifandi minningarvottur um ræktarsemi þeirra. Árið 1972 gekk Þorvaldur til liðs við Kiwanis-hreyfinguna og gerðist einn af stofnfélögum Kiwanis- klúbbsins Elliða. Þar var hann virkur félagi og vitum við að hann mat þá starfsemi mikils. Doddi hafði sínar skoðanir á hlut- unum og lét þær tæpitungulaust í ljós. Þannig var fyrsta setningin sem hann sagði við mig þegar ég heim- sótti hann á Landspítalann tveim dögum fyrir andlátið: „Þú ert búinn að fá nýjustu fréttir af mér, er það ekki?“ Eg játti því. „Þá þurfum við ekki að ræða það nánar,“ sagði hann. Síðan tókum við upp léttara tal. Hér skal nú staðar numið, þótt margt fleira komi upp í hugann sem vert væri að minnast. Hafðu þökk fyrir samfylgdina, frændi, og Guð gefi þér sína bless- un. Huldu og börnunum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þín náðin, Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér, í þinni birtu hún brosir 611, í bláma sé ég lífsins §511. (E.H.Kvaran) Einar Ólafsson og fjölskylda, Kjartan Ólafsson og fölskylda. f. 18.11. 1970, unn- usta hans er Hildur Ása Sævarsdóttir, og Sigurbjörgu Eyrúnu, f. 18.7. 1973. Þorvaldur lærði rakaraiðn af föður sínum. Á yngri árum var hann til sjós, eink- um í millilandasigl- ingum, en-síðari ár starfaði hann sem hárskerameistari á rakarastofu sinni í Austurstræti 20. Utför Þorvalds fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kveðja frá Kiwanisklúbbnum Elliða Hinn 23. október 1972 stofnuðu 38 áhugasamir menn Kiwanisklúbb- inn Elliða og var Þorvaldur Kjartans- son einn þeirra. Þetta er í annað sinn sem við kveðjum félaga hinstu kveðju og nú eru aðeins eftir sex þeirra sem í fararbroddi stóðu fyrir 23 árum. Allan þennan tíma lét Þorvaldur mál klúbbsins til sín taka, og þeir eru orðnir dijúgt margir aukafundirnir sem haldnir voru á rakarastofnunni í Austurstrætinu. Hann sat í stjórn klúbbsins nánast frá byijun og til haustsins 1981. Áttundi forseti klúbbsins var hann starfsárið 1979-1980, og leysti hann það verkefni vel af hendi. Sumarið 1993 fóru um 40 manns á vegum Elliða á Evrópu- og Heimsþing í Nice í Frakklandi. Þorvaldur og Hulda voru meðal þátttakenda og vöktu athygli ferðafélaganna fyrir það hve vel þau nutu ferðarinnar. Á hveiju sumri síðan 1979 hafa Elliða- félagar efnt til fjölskylduferðar inn- anlands og oftast var íjölskyldan í Akraseli 26 með. Það er til marks um áhuga Þor- valdar á störfum okkar, að laugar- daginn 15. júlí lagði hann á sig dags- ferð austur í Laugaráss í Biskups- tungum til að hitta Elliðabræður og þeirra fólk, þrátt fyrir að hafa átt í erfiðum veikidnum mánuðum sam- an. Veikindi hans komu að sjálf- sögðu tii tals og þó hann gerði minna úr þeim en efni stóðu til, mátti samt skilja að hann gerði sér grein fyrir hvert stefndi og að því yrði mætt með karlmennsku og æðruleysi. Þremur dögum síðar lagðist hann enn inn á spítala, þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt. Að leiðarlok- um eru honum fæi'ðar þakkir fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu klúbbsins. Eigikonu hans, Huldu' S. Long, börnum þeirra Kjartani Þór og Sig- urbjörgu Eyrúnu, sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um góðan Guð að styrkja þau og blessa. Mig langar að minnast tengdaföður míns, Þorvaldar Kjartanssonar nokkrum orðum. Sorgin er mikil en miningin um Þorvald lifir. Þó ég finni harm í hjarta og sökn- uð, veit ég að honum líður betur, eftir mikla og harða baráttu við veik- indi sín. Eg vil þakka honum fyrir þann skamma en yndislega tíma sem við áttum saman. Er ég hugsa til baka er mér efst í huga, þegar Þorvaldur tók utan um mig og brosti og kynnti mig sem tengdadóttur sína fyrir vinum sínum. Eg mun ávallt. minnast hans sem brosmilds og hress tengdaföður. 1 Kaliið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Hulda,, Sigurbjörg og Kjartan, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Hildur Sævarsdóttir. t Ástkæreiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI ÓSKAR GUÐLAUGSSON, Litlu-Háeyri, (Túngötu 31), Eyrarbakka, lést í Landakotsspítala 18. ágúst. Útför hans fer fram frá Eyrarbakkakirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 14.00. Eygerður Tómasdóttir, Tómas Gíslason, Þórdís Ólafsdóttir, Dagbjört Gísladóttir, Gylfi Jónsson, Erna Gísladóttir, Gunnlaugur Helgason, Magnús Gíslason, Guðlaugur Þór Tómasson, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS GUÐMUNDSSON frá Mykjunesi, Stóragerði 8, Reykjavík, sem lést 15. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 25. ágúst kl. 13.30. Kristrún Guðjónsdóttir, Heiðar Magnússon, Stella Reyndal, Guðmundur Magnússon, barnabarn og barnabarnabarn. t Bróðir okkar, ÞÓRÐURÞÓRÐARSON, Njálsgötu 35, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Systkini hins látna. t tengdamóðir, Ástkær móðir okkar, amma og langamma, HELGA ODDSDÓTTIR, Stigahlíð 64, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 23. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Birgir Rafn Gunnarsson, Guðrún K. G. Gunnarsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Auður H. Finnbogadóttir, Erlendur Erlendsson, Elín Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÞÓRARINSDÓTTIR, Engihlið 22, Ólafsvík, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 26. ágúst kl. 14.00. Rútuferð verður frá B.S.Í. (bensínstöð) kl. 08.00. Bragi Eyjólfsson, Þorsteinn Guðmundsson, Jóhanna Hjelm, Lilja Hjelm, Herbert Hjelm, Sigurjón Helgi Hjelm, Kristján Hjelm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför dóttur okkar, móður, tengdamóður, ömmu og systur, DROPLAUGAR RÓBERTSDÓTTUR, Einigrund 2, Akranesi. Róbert Ðjarnason, Ingibjörg Veturliðadóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir, María Finnbogadóttir, Berta Finnbogadóttir, Harpa Hrönn Finnbogadóttir, Gunnlaugur Orri Finnbogason, Ragna Róbertsdóttir, tengdabörn, barnabörn og vinur. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför KARLS SÍMONARSONAR, Túngötu 8, Eskifirði. Ann Britt Símonarson, Þórunn Karlsdóttir, Kristfn Karlsdóttir, Valur Sverrisson og barnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, GEIRNÝJAR TÓMASDÓTTUR, áðurtil heimilis í Efstasundi 29. Magnea Jónsdóttir Elínborg Jónsdóttir, Sveinn Óskarsson, Sigurður H. Jónsson, Gunnar Likafrónsson, Karl R. Guðfinnsson, Þórhallur P. Halldórsson, Lilja Hjördís Halldórsdóttir, Hafdís Jónsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Hafþór Jónsson, Jóna Geirný Jónsdóttir, Már Halldórsson, Dagfrfður I. Jónsdóttir, Árni Jóhannsson, Halldóra Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Þökkum þeim öllum, er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, THYRU FINNSSON. Gunnar Finnsson, Arndís Finnsson, Hilmar Finnsson, ÓlafurW. Finnsson, Kristín E. Albertsdóttir, Hrafn Jóhannsson, Jóseffna Ólafsdóttir, Bryndís M. Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.