Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 33 hann naut trausts og vinsælda langt út fyrir raðir samhetja og með- starfsmanna. Að öðrum ólöstuðum er, nú þegar horft er til baka, óhætt að fullyrða að enginn einn hafi átt svo stóran þátt í að gera Kaupfólag Eyfirðinga að því stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða sem það í raun er. Jakob Frímannsson var stjórnar- i formaður í fjölda fyrirtækja og fé- I laga og lét þar hvarvetna mjög til sín taka. Hæst ber setu hans í stjórn I Sambands íslenskra samvinnufé- laga, án þess þó að vita hvort það var skoðun Jakobs sjálfs, en í stjórn Sambandsins var hann í um þrjátíu ár og þar af formaður þau fimmtán seinni. Er ljóst að formennska í stærsta fyrirtæki landsins, á þeirri tíð, í svo langan tíma lagði þunga ábyrgð á hans herðar í viðbót við | að sinna rekstri kaupfélagsins í I heimabyggð. Sá sem þessar línur skrifar þekkti I Jakob Frímannsson ekki mikið per- sónulega - aðeins nokkur handtök og kurteisleg orð - en hann kom mér fyrir sjónir sem mjög ljúfur maður og þannig ætla ég hann hafi birst meðbræðrum sínum um langan aldur þó oft hafi væntanlega um hann gustað og ýmsar ákvarðanir hafi hann orðið að taka þar sem | ágreiningur var um stefnu. Að leiðarlokum vil ég, fyrir hönd Kaupfélags Eyfirðinga, færa Jakobi I miklar og góðar þakkir fyrir hans langa vinnudag fyrir þetta félag og félagsmenn þess og byggðina við Eyjafjörð. Verk hans mörg munu standa um ókomna tíð. Aðstandend- um Jakobs færi ég alúðar samúðar- kveðjur. F.h. stjórnar Kaupfélags Eyfirð- inga, Jóhannes Sigvaldason. ■ Tuttugasta öldin í tímatali okkar er senn öll á enda komin. Þannig líður tíminn, þetta óstöðvandi afl í rás atburðanna og framvindu lífs- ins. Þær aldir, sem áður eru að baki í lífsbaráttu þjóðarinnar hafa reynst áþekkar hver annarri. Tuttugasta öldin mun þó verða þeim frábrugðin og einstök í sinni röð, þar sem meiri og stærri framfarir hafa orðið á því tímabili en áður hefur þekkst. Sá, • sem lifað hefur langleiðina á þessu I aldárskeiði, hefur séð íslenskt fram- tak „Hagsældum vefja lýð og láð“ á skjótari og almennari hátt en gerst hefur á liðnum öldum samanlagt. Því minnist ég á þessi tímanna tákn í sögu þjóðarinnar, að við erum í dag að kveðja hinstu kveðju mann, sem fylgdi öldinni eftir frá upphafi að þeim örfáu árum undanskildum, sem ófarin eru og sjálfur átti hann sinn mikla þátt meðal annarra for- . ustumanna þjóðarinnar í því að I skapa þá hagsæld og lífsafkomu, sem þykir sjálfsögð nú á dögum. Þessi maður er Jakob Frímannsson fyrrv. kaupfélagsstjóri KEA og heiðursborgari Akureyrar. Þegar öldin gekk í garð, var hann nærri þriggja mánaða, og hann kvaddi þennan heim að kvöldi 8. ágúst langt kominn á 96. aldursár. Mikil er orðin lífsbók hans, og yfír- skriftina mætti orða á þá leið, sem ■ Meistarinn segir í Fjallræðunni: I Honum má líkja við hygginn mann, sem byggði hús sitt á bjargi. Jakob var fæddur á Ákureyri 7. okt. 1899, sonur Frímanns Jakobs- sonar trésmíðameistara þar og konu hans Sigríðar Björnsdóttur. Hann ólst upp hjá þeim sæmdarhjónum í góðum og glöðum systkinahópi. . Hann var elstur Ijögurra barna þeirra. Yngst er frú Lovísa Thomsen búsett í Kaupmannahöfn. Látin eru | frú María Thorarensen og Svan- * björn fv. seðlabankastjóri. Blessuð sé minning þeirra. Að loknu gagn- fræðaprófi hugði Jakob á langskóla- nám og undirbjó sig í þeim tilgangi í latínu hjá hinum merka fræði- og kennimanni séra Jónasi Jónassyni á Hrafnagili í Eyjafirði. Það minnir mig, að einhvern tíma hafi Jakob . haft orð á því að verða læknir. Og eflaust hefði hann orðið fyrirmynd- arlæknir, því að hann var það í eðli I sínu. Sú gáfa hans átti þó eftir að fá að njóta sín ríkulega á öðrum l sviðum mannlífsins. Það var efna- hagurinn, sem leyfði ekki langa skólagöngu. Hann sneri sér að versl- unarnámi og lauk prófi úr Verslun- arskóla íslands 1918. En áður var hann tekinn til starfa hjá Kaupfé- lagi Eyfirðinga eða laust eftir ferm- ingaraldur. Æviferill Jakobs er rakinn í form- álsorðum, enda eru ekki tök á að minnast á nema örfá atriði í ævi þessa merka manns. Um svipað leyti og Jakob varð kaupfélagsstjóri KEA var hann kosinn í sóknarnefnd Ak- ureyrarkirkju og varð ritari nefndar- innar, og tók við því starfi af for- vera sínum Vilhjálmi Þór fv. ráð- herra, er hann flutti úr bænum. Jakob kom í sóknarnefnd, þegar söfnuðurinn stóð í þeim miklu fram- kvæmdum að byggja hina nýju veg- legu Akureyrarkirkju á hæðinni út- völdu við Kaupvangstorg. Þetta var á hernámsárunum og þá var hæg- ara sagt en gert að byggja stórhýsi hér á landi, er byggingarefni var skammtað, og margt annað erfitt að útvega, er til byggingar þurfti, svo og að afla fjár til framkvæmda. Það má því nærri geta að það var ekki lítils virði fyrir kirkubygging- una að hafa kaupfélagsstjórann þar í forustusveit. Enda var honum það kappsmál, að smíði hins nýja og fagra musteris Akureyringa næði sem fyrst fram að ganga, og það gekk eftir. Kirkjan var byggð á 16 mánuðum og kostaði þá 310 þúsund krónur. Byggingarsagan er ítarlega skráð í merku riti Sverris Pálssonar fv. skólastjóra á 50 ára afmæli kirkj- unnar. Jakob lét ekki þar við sitja að hlúa að kirkjunni. Skömmu eftir vígsluna 17. nóv. 1940 gáfu Jakob og frú Borghildur fyrstu steindu myndarúðuna af þeim 17 sem eru í kórnum og kirkjunni allri. Mynda- rúðuna gáfu þau sem minningargjöf um foreldra sína. Þessi steindi gluggi er fyrir miðju altari og segir frá þeim atburði, er Jesús kom ung- barn 40 daga í örmum móður sinnar í musterið eftir trúarsiðnum og Simeon gamli, sem þar var, sá í barninu hinn fyrirheitna Messías, tók það í fang sér og flutti lofsöng- inn: „Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði fara eins og þú hefur heitið mér... (Lúk.2:29).“ Það má ennfremur geta þess um minningargjöfína, að hún var höfð að hliðsjón við efnisval og hönnun á hinum 16 myndarúðunum, sem lýsa í höfuðatriðum æviferli Lausn- arans og nokkrum merkustu þáttum íslensku kirkjusögunnar. Þessi sam- steypa hinna steindu myndarúða er mesta orna- og instrumenta Akur- eyrarkirkju, og ekki víða í veröld- inni hægd. að sjá sambærilega túlkun Kristssögunnar og kristni þjóðar. Þegar litið er yfir langan og litrík- an starfsferil Jakobs Frímannsson- ar, verður ekki hjá því komist að undrast hve víða hann lagði hönd á plóginn og afkastaði miklu dags- verki landi og lýð til heilla. Þar sem hann veitti forustu þeirri umsvifam- iklu stofnun, sem Kaupfélag Eyfirð- inga er og tók auk þess virkan þátt í þjóðmálum á vettvangi stjórnmála, var hann kjörinn til starfa í nefnd- um, stjórn og ráði Akureyrarbæjar og mörgum fyrirtækjum, sem meira eða minna tengdust kaupfélaginu heima í héraði og landssamtökum samvinnumanna. Hann var skarp- greindur og fljótur að átta sig á hlutunum. Jakobi var samvinnu- hreyfingin mikið hugsjónarmál. Hann sá, hve sú hreyfing hafði kom- ið mörgu góðu til leiðar i menning- LCGSTCINAR Grcinll s/f HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 ar- og atvinnumálum fólksins til sjávar og sveita. Hann vildi styðja og efla þá hreyfingu, sem hann helgaði krafta sína. Jakob var svip- mikill og sterkur persónuleiki, sem mótaðist af viljastyrk og stefnu- festu. Á bak við hið fastmótaða yfir- bragð og svipmót var hlýtt og kær- leiksríkt hjartalag, hlýtt var hand- takið og traustvekjandi. Heimili Jakobs og heimilislíf er sérstakur kapituli og stór þáttur i ævi hans og lífsstarfi. Eiginkona hans Borghildur Jónsdóttir var merkiskona og fyrirmyndar hús- móðir. Jakob var góður heimiiisfaðir og þau voru mjög samrýnd hjón. Borghildur var dóttir Ólafs kaup- manns á Reyðarfirði Finnbogasonar og konu hans Bjargar ísaksdóttur. Borghildur bjó eiginmanni sínum og kjördóttur þeirra fagurt og unaðs- ríkt heimili. Bryndís, sem var tví- gift, Iést 1986. Hún var þeim mjög kær dóttir. Með fyrri manni sínum Magnúsi Guðmundssyni fram- kvæmdastjóra frá Hvítárbakka eignaðist hún tvö börn. Þau hjónin slitu samvistum. Seinna giftist Bryndís Gísla Jónssyni fv. mennta- skólakennara frá Hofí í Svarfaðar- dal. Þau slitu einnig samvistum. Dótturbörn Jakobs og Borghildar, Jakob Frímanns Magnússon og Borghildur Magnúsdóttir dvöldu lengi á heimili afa síns og ömmu og voru þeim sérstaklega hjartfólgin og þeim mikil stoð í ellinni og fjöl- skyldur þeirra. Jakob Frímann er kvæntur Ragnhildi Gísladóttur og eru þau búsett í London. Borghildur er gift Gísla Gunnlaugssyni og hafa þau búið í Þingvallastræti 2, eftir að Jakob og Borghildur fluttu í hjúkrunardeild Fjórðungssjúkra- hússins. Þau voru þeim innanhandar af einstakri umhyggju og nærgætni. Þátttaka Jakobs í safnaðarstjórn leiddi til þess, að fundum okkar bar oft saman og við það mynduðust mikil og góð vináttutengsl, sem og á milli heimila okkar. Og nú, þegar Jakob Frímannsson er kvaddur vil ég síðast en ekki síst þakka honum og þeim hjónum báðum fyrir þá ógleymanlegu vinsemd, hlýhug og góðvild, sem þau sýndu okkur Sól- veigu konu minni og börnum okkar. Það leyndi sér ekki, hvað Jakob var barngóður maður og hafði ævinlega tíma til að sinna þeim af hjarta- gæsku sinni. Fyrir það vil ég láta í ljós einstakt þakklæti barnanna okkar. Við nemum í því sambandi staðar í mikilli þökk fyrir árvissa komu okkar fjölskyldunnar í sam- fagnað í Þingvallastræti 2 á annan dag jóla, sem var afmælisdagur frú Borghildar. Þá fundum við sem allt- af endranær, hve mikils virði það er í lífinu að mega njóta vináttu góðra vina og alls, sem þeir „bera fram úr góðum sjóði hjarta síns.“ (Mk. 12:35). Það er sjónarsviptir að þeim Jak- obi Frímannssyni og frú Borghildi Jónsdóttur, þegar þau eru nú bæði farin burt af þessum heimi. En svona er lífið. „Exeunt omnes!“ Það fara allir út af sjónarsviðinu. En eftir er minningin björt og fögur, sem lýsir og yljar um hjartarætur meðan dagarnir endast. Jakobi var sýndur margvíslegur heiður hér heima og erlendis fyrir störf sín. Vænst hygg ég, að honum hafi þótt um að vera kjörinn heiðursborgari þess bæjar, sem ól hann og hann átti sinn þátt í að byggja upp á mörgum sviðum og gera að verðug- um höfuðstað Norðurlands. „Kynslóðir koma, kynslóðir fara,“ kvað þjóðskáldið á Sigurhæðum forðum. Hraðbyri tímans þekkja Akureyringar eins og allir, ekki síst þeir, sem komnir eru nokkuð til ára sinna. En óttastu eigi, segir Guðs eilífa almættisorð. Á það setti Jakob Frímannsson traust sitt, von og trú og það skulum við líka gera um leið og við kveðjum þennan ágæta vin og bróður, er sýndi svo ótvírætt í nærfellt heila öld, að „í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera.“ (Jes. 30:15). Pétur Sigurgeirsson. Þegar Jakob Frímannsson hóf störf hjá Kf. Eyfirðinga árið 1915 var ekki bílfært á milli landshluta, útvarp ekki til, sjónvarpið ekki einu sinni fjarlægur draumur, flugmálin geymd í óráðinni framtíð. Síminn var kannske það eina, sem boðaði framfarabyltingu tuttugustu aldar, og þó var hann enn í frumbernsku, innan við tíu ára gamall hér á landi. í stórum dráttúm var landbúnaður stundaður með þeim hætti sem tíðk- ast hafði frá upphafi Islands byggð- ar og hið sama mátti segja um nokk- um hluta útgerðar og fiskveiða. Jakob Frímannsson var einn af mætustu fulltrúum þeirrar kynslóð- ar sem tók við þjóðfélagi nítjándu aldar, lítt breyttu aftan úr öldum, og reisti hér þá þjóðfélagsbyggingu sem við öll njótum í dag. Nú eru íslendingar í hópi þeirra þjóða sem bestra lífskjara njóta. Þó að farið sé vítt og breytt um heiminn, er naumast hægt að finna þá tækni eða þau þægindi, að ekki séu þau hluti af daglegu lífi okkar, hér á þessu eylandi sem erlendur mennta- maður taldi að lægi á mörkum hins byggilega heims. Það mun vera óumdeilt að þessi kynslóð, stundum kennd við aldamótin, kom meiru í verk á skemmri tíma en nokkur önnur kynslóð íslandssögunnar. Margir af fulltrúum þessarar far- sælu kynslóðar tóku daginn snemma og lögðu ekki frá sér amboðin fyrr en ævideginum var mjög tekið að halla. Þetta átti einnig við um Jakob Frímannsson. Hann var aðeins á sextánda ári, þegar hann fyrst hóf störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, á árinu 1915. Að loknu brottfarar- prófi úr Verslunarskóla Íslands í Reykjavík árið 1918, hóf hann aftur störf hjá Kf. Eyfirðinga og starfaði þar óslitið til 1. júlí 1971; þar af var hann kaupfélagsstjóri í 33 ár, frá 1938 til 1971. Jakob sat í stórn Sambands íslenskra samvinnufé- Iaga frá 1940 til 1975 og var hann formaður stjórnarinnar frá 1960 til 1975. Störf hans fyrir samvinnu- hreyfinguna náðu því yfir full sextíu ár. Jakob Frímannsson var lands- kunnur maður, m.a. fyrir frábær tök er hann hafði alia tíð á víðtækri starfsemi Kf. Eyfirðinga. Ég ætla mér ekki þá dul að gera þeim þætti í störfum hans skil; þar munu þeir um fjalla sem betur til þekkja. Ævistarf Jakobs var ekki ein- göngu bundið við Kf. Eyfirðinga og Sambandið. Hann sat í stjórnum allra helstu samstarfsfyrirtækja Sambandsins, svo sem Olíufélags- ins, Samvinnutrygginga og And- vöku, hann lét sig bæjarmál á Akur- eyri miklu skipta og var í þakkar- skyni gerður að heiðursborgara Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- , liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið 9b S. HELGAS0N HF t- KAltYN oneuw | M j v v..„.irrw,y j upplýsinga. & II STEINSMIÐJA SKEMMUVEGl 48 . SlMI 557 6677 bæjarins. Þá var hann einn af frum- kvöðlum farþegaflugs á íslandi og sat í stjórnum Flugleiða og þeirra félaga sem það rakti ætt sína til. Sjálfur kynntist ég Jakobi Frí- *. mannssyni ekki að marki fyrr en á árinu 1967, þegar ég fluttist aftur til Reykjavíkur með fjölskyldu minni, eftir nokkurra ára dvöl er- lendis. Ég tók þá að sitja fundi Sambandsstjórnar, eins og aðrir framkvæmdastjórar Sambandsins, en þessum fundum stýrði Jakob með þeim hætti sem honum einum var laginn. Á þessum tíma gerði ég mér eflaust ekki ljóst að hinn föngulega stjórnarformann Sambandsins skorti aðeins tvö ár í sjötugt, en það var með Jakob eins og marga þá, , sem forlögin útdeila langri ævi, að hann bar aldurinn vel. Á þessum árum var ég framkvæmdastjóri í Skipulags- og fræðsludeild Sam- bandsins og kom það í minn hlut að undirbúa stjórnarfundi með stjórnarformanni og forstjóra, sem þá var Erlendur Einarsson. Sam- starf þeirra Jakobs og Erlends um allt það er mátti til framfara horfa fyrir kaupfélögin og Sambandið var með miklum ágætum og því var þetta skemmtilegt verkefni. Og þessi þáttur í störfum mínum leiddi til þess að ég kynntist Jakobi betur en ella hefði orðið. Hann sat á óð- ali sínu á Akureyri og var ekki dag- legur gestur { Sambandinu^ þó að 4. vissulega gerði hann tíðreist til höfuðborgarinnar. Einhvern tíma heyrði ég því raunar fleygt að Jakob hefði farið oftar á milli Akureyrar og Reykjavíkur en nokkur íslend- ingur annar fyrr eða síðar. Jakob Frítjiannsson var mikill málafylgjumaður en það var ekki hans háttur að keyra fram mál með hávaða eða offorsi. Hann var fastur fyrir í öllu því, er honum þótti nokkru skipta, en jafnframt afar laginn við að koma málum fram. Hann var gæddur ríkri kímnigáfu og eftir á að hyggja finnst mér hún hafi gert hvort tveggja í senn, að krydda framkomu hans og milda. í fasi hans var eitthvað það, sem erf- itt er að skilgreina, en kallaði á trún- aðartraust af hálfu þeirra sem áttu við hann skipti. Jakob var einkar ljúfur maður í viðmóti. Á nútíma- máli mundi sagt að hann hafi verið gæddur mikilli útgeislun. Mér fannst ævinlega að sú útgeislun væri þrungin velvild til þess sem hann ræddi við hvetju sinni og fyrir bragðið leið manni vel í návist hans. Nú er þessi heiðursmaður allur en eftir stendur minningin um ein- stæðan persónuleika og framúr- skarandi liðsmann á vettvangi sam- vinnustarfsins. Stjórn Sambandsins þakkar honum áratuga störf í þágu kaupfélaganna og Sambandsins og allra annarra samvinnufyrirtækja, sem nutu hæfileika hans og starfs- krafta. Á þessari kveðjustund minn- umst við þakklátum huga eiginkonu Jakobs, frú Borghildar Jónsdóttur, sem stóð honum styrk við hlið á löngum og gifturíkum starfsferli, en hún lést árið 1990. Afkomendum þeirra vottum við dýpstu samúð. Sigurður Markússon. Blómastofa FnÓfinm Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öi! kvöid til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.