Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ___________________________________ÞRIÐJUDAGUR 22, ÁGÚST 1995 37 FRÉTTIR Í|| Ur dagbók lögreglunnar Lögregla um land allt samræmir skráningu NÝTT tölvuforrit fyrir daghók lög- reglunnar var tekið í notkun hjá lögreglunni í Reykjavík fyrir helgi. Forritið er fyrirhugað á landsvísu og er hluti af víðtækari tölvuvæð- ingu og tengingu málaskráa lög- regluembættanna, sýslumanns- embættanna og dómsstólanna að tilstuðlan dómsmálaráðuneytisins, en unnið hefur verið að undirbún- ingi hennar á undanförnum miss- erum. Hafa ber þetta sérstaklega í huga þegar gerður verður saman- burður á tölulegum yfirlitum ein- stakra málaflokka fyrir og eftir 16. ágúst 1995 því forsendur skráningar þeirra á milli eru nú aðrar en voru. Það kemur til með að taka svolítinn tíma fyrir skrán- ingaraðila og úrvinnsluaðila að venjast forritinu. Fjölmenni tók þátt í afmælishá- tíðarhöldum af tilefni afmælis Reykjavíkur á föstudag. Skemmt- anahald að deginum gekk vel fyrir sig. Um kvöldið voru um 8000 manns í miðborginni þegar flest var. Talsverð ölvun var á meðal fólks. Þurftu lögreglumenn að handtaka 16 vegna ölvunar og 4 vegna meiðinga. Af þeim voru 13 færðir í fangageymslur. Afskipti voru höfð af 20 unglingum undir 16 ára aldri, en af þeim voru 9 færðir í athvarf ÍTR. Hellt var nið- ur áfengi hjá 40 unglingum og ungmennum undir 20 ára aldri. A þessum degi kynnti umferðar- fræðslan nýjan liðsmann, Lúlla löggu, en hann mun aðstoða lög- reglumenn við þau störf. Án efa koma börnin til með að taka honum fagnandi þegar hann kemur í heimsókn til þeirra í vetur. Á föstudag handtóku lögreglu- menn ungan mann eftir að hann hafði hnuplað varningi í verslun á Teigunum. Maðurinn hafði farið heim til sín, en hægt var að rekja slóðina samkvæmt framkomnum vísbendingum. Varningnum var skilað aftur í verslunina. Snemma á laugardagsmorgun- inn handtóku lögreglumenn 35 ára gamlan mann þar sem hann hafði brotið sér leið inn í Miðbæjarskól- ann. Maðurinn sem var augsýni- lega undir áhrifum vímuefna, hafði valdið talsverðum skemmdum á innanstokksmunum. Um helgina var tilkynnt um 21 innbrot og 20 þjófnaði. Mest ber á innbrotum og þjófnuðum úr bifreiðum vítt og breitt um starfssvæðið. Á laugardagsnóttina voru u.þ.b. 4500 manns í miðborginni þegar vínveitingastöðunum var lokað. Tíu manns voru handteknir og færðir í fangageymslu sökum ölv- unar og slæmrar háttsemi. Af- skipti voru höfð af 18 unglingum og voru 5 þeirra færðir á lögreglu- stöðina þangað sem þeir voru sótt- ir af foreldrum sínum. Áfengi var hellt niður hjá 15 ungmennum undir tvítugu. Lítið bar á bruggi í umferð. Reykjavíkurmaraþonið var hald- ið á sunnudag. Fjölmenni tók þátt í hlaupinu. Mun það hafa greitt nokkuð fyrir keppendum að einni aðalhlaupaleiðinni var lokað á meðan á hlaupinu stóð, en sú lokun mun hafa mælst misjafniega vel fyrir hjá sumum öðrum, sérstak- lega vegna þess hversu langt var á milli fyrsta og síðasta keppanda í mark. Fyrirhugaður fundur er með stjórnendum hlaupsins sem og annarra stærri hlaupa í borg- inni þar sem m.a. er ætlunin að ræða hvernig haga beri fram- kvæmd slíkra lokana í framtíðinni. Umferð var hleypt á Höfða- bakkabrúna á sunnudag. Sam- vinna lögreglu við verktaka hefur verið rnjög góð, en segja má að þeir sem staðið hafa að fram- kvæmdum hafi verið til fyrirmynd- ar hvað viðvaranir og umferðar- merkingar varðar. Af 551 bókunum um helgina eru 209 vegna afskipta af ökumönnum vegna ýmissa umferðarlagabrota. Lögreglan um alla land mun verða með samhæft umferðarátak um næstu mánaðamót. Athyglinni verður beint að umferð og merk- ingum umhverfis skóla og leik- skóla, leiðum barna að og frá skóla, hraðamælingum á götum nærri skólum og því að skólabílar séu. merktir samkvæmt reglugerð, af því tilefni að þúsundir nýnema hefja þá skólagöngu. Betrí tölur en í fyrra STRAUMFJARÐARÁ hefur verið gjöful í sumar og hefur veiðin ekki verið betri síðan stórveiðisumarið 1988. Virðist sem flestar eða allar árnar frá Mýrunum og vestur eftir sunnanverðu Snæfellsnesinu ætli að koma vel út í sumar. Og í þeim öllum er enn lax að ganga, ekki af sama krafti og fyrr í sumar, en í Straumfjarðará eru þó nýgengnir laxar uppistaðan í aflanum, annað- hvort lúsugir eða nokkurra daga gamlir fiskar. Þá eru að koma inn þessa dagana 7-9 punda fiskar sem menn telja að séu eins árs fiskar sem hafa nærst tveimur mánuðum lengur í sjó en þessir hefðbundnu 4-6 punda fiskar sem gengu fyrr. Góð staða í Straumfjarðará „Ég var hræddur um að botninn myndi detta úr veiðinni þegar við fengum sterkar göngur í júlí, en það varð ekki raunin. Það eru nú komnir 235 laxar á land á þijár stangir og það er besta veiðin í mörg ár, eða síðan 1988. Það er greinilegt að eins árs árgangurinn er góður þetta árið. Eini gallinn er sá, að fiskurinn hefur ekki dreift sér sem skyldi og ástæðan fyrir því er trúlega sú að oft og iðulega í sumar hefur áin verð mjög vatns- mikil og jafnvel skoluð. Það er ekki fyrr en allra síðustu daganna, að nokkrir rótgrónir hyljir hafa farið að skila veiði,“ sagði Stefán Valde- marsson, leigutaki Straumfjarðar- ár, í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Stærstu laxarnir í sumar til þessa voru 19 og 18 punda, en veitt verð- ur til 20. september. Langá stefnir hátt Komnir eru um 1.100 laxar á land úr Langá á Mýrum, en það er meira en allt síðasta sumar og er þó enn tæpur mánuður eftir af veiðitímanum. „Það eru komnir rétt yfir 600 af neðstu svæðunum, 390 ÞESSIR kappar voru ánægðir með veiðitúrinn í Miðfjarðará 14. til 17. ágúst, en þeir fengu 39 laxa, þar af 33 á flugu, á tvær stangir. F.v. eru Einar Þ. Guðmundsson, Einar Páll Garðarsson, Ásgeir Bjarnason og Sigurður Gunnarsson. af miðsvæðunum og 110 af Fjall- inu. Það hefur verið hörkuganga inn á Fjallið síðustu daga og það ætti að skila góðri veiði á næstu vik- um,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, einn leigutaka árinnar í gærdag. Sagði hann 450 laxa hafa farið um teljarann í Sveðjufossi og sumir þeirra stórir. „Það er lengdarskynj- ari í teljaranum og einn laxanna sem kominn er inn á Fjall var 105 sentimetrar. Er það ekki 24-26 punda fiskur?" bætti Ingvi við. Skárra en í fyrra í Vatnsdal „Það eru komnir um 420 laxar á land af aðalsvæðinu og 30 til 40 til viðbótar af silungasvæðinu. Þetta er orðið aðeins skárra en í fyrra, en er samt nokkuð frá því sem ætti að vera í venjulegu veiði- sumri,“ sagði Gestur Árnason, einn leigutaka Vatnsdalsár í gærdag, en hann var þá staddur á bökkum ár- innar. Hann sagði fráleitt að um ördeyðu væri að ræða, það væri fiskur víða, mest þó í Hnausastreng. „Uppistaðan í veiðinni er 5-7 punda fiskur, en það eru að koma 12-16 punda fiskar af og til, aðal- lega legnir fiskar. Þá er nokkur bleikjuveiði í bland og fyrir nokkru veiddist 9 punda urriði í Hnausa- streng,“ sagði Gestur enn fremur. Þokkalegt í Miðfjarðará „Hér eru komnir 750 til 760 lax- ar á land, það er nokkru rheira en allt síðasta sumar og við hljótum því að vera sáttir og ánægðir. Stærsti laxinn veiddist fyrir skömmu, 19 punda hængur sem Gunnar Sigvaldason veiddi'í Vals- fossi í Austurá," sagði Böðvar Sig- valdason um Miðfjarðará í gærdag. Hollin að undanförnu hafa verið að fá 35 til 55 laxa hvert. Stærsta hollið var þunnskipað og komu þá 39 laxar á tvær stangir, þar af 33 á flugu. Árnar á svæðinu, sérstaklega Vesturá og Núpsá, voru orðnar æði vatnslitlar á dögunum, en að sögn Böðvars hefur verulega ræst úr síð- ustu daga. Bifreið ekið EKIÐ var á skiltabrú á Reykjanes- braut, norðan Stekkjarbakka, um síðustu helgi. Lögreglan óskar eftir að hafa tal af þeim sem það gerði, eða vitnum að atburðinum. Skemmdir urðu á brúnni við ak- rein í suðurátt og virðist sem há- fermi hafi lent upp undir brúnni. VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0021 1919 4507 4500 0021 6009 4543 3700 0014 2334 AfgralAslutólk. vlnaamleflast takiO ofnngraind kort tir umforO og ■endiðVISA Ulaindl sundurUlippt. VERD LAJN KR. 5000,- fyrlr nð Itlófonta kort og vlaa é vAgmt J Vaktþjónumta VISA or opin nllnnj I sólarhringinn. Þangað bor »ð ( Itilkynna um gltttuO og stolln kort I SÍMI: B07 1700 fmd ITOIZVJM Álfabakka 10-109 Raykjavik k ..-....—----------- Gáfu Dvalarheimilinu Lundi á Hellu píanó Hellu. Morgunblaðið. NOKKRIR einstaklingar og fyr- irtæki tóku sig nýlega saman og fjárfestu í píanói fyrir Dvalar- heimilið Lund á Hellu. Forsprakki hópsins, Jón Vigfússon, sem bú- settur er i Mosfellsbæ kom í heim- sókn á Lund s.l. vor og veitti þvi þá athygli að ekkert var píanóið í húsakynnum heimilisins. „Eg og félagar mínir í kór eldri borgara í Mosfellsbæ sung- um hér í vor fyrir heimilismenn og var það vissulega ánægjuleg samverustund, en það er nú allt- af betj'a að hafa undirleik með söngnum. Við leituðum til nokk- urra vina okkar, stærri og minni fyrirtækja og er skemmst frá því að segja að hvarvetna mætti okk- ur mikill velvilji. Ég bjó hér í sýslunni í 28 ár og ber hlýhug til héraðsins, mér finnst gott að geta órðið að einhverju liði,“ sagði Jón Vigfússon. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir VIÐ AFHENDINGU píanósins lék Anna Magnúsdóttir nokkur lög. Standandi eru f.v. Drífa Hjartardóttir sem tók við píanóinu fyrir hönd Dvalarheimilisins, Jón Vigfússon og Yngvi Þorsteinsson. á skiltabrú Þeir, sem kynnu að geta veitt upp- lýsingar um óhappið, eru beðnir um að hafa samband við slysarann- sóknadeild lögreglunnar í Reykja- vík. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 0 7. 826.277 O 4 815 J ^■PIÚS ^ 117.330 3. 4af 5 109 9.280 4. 3af 5 4.321 540 Heildarvinningsupphæö: 11.757.787 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR 33. Icikvika, 19-.20. áj;úst 1995 /W. Leikur: Riidin: 1. Degcrfors - Trellcborg 1 - - 2. Göteborg - Örebro 1 - - 3. Halntstad - Östcr - X - 4. Helsingborg- Norrköpir - X - 5. Malntö FF - Hamntarby 1 - - 6. Chelsea - Evtfrton - X - 7. Aston Villa - Man. Utd. 1 - - 8. Man. City - Tottenham - X - 9. Liverpooi - ShcfT. Wed 1 - - 10. Blackburn - QPR 1 - - 11. Southampton - Notth Fo - - 2 12. West Ham - Leeds - - 2 13. Newcastle - Coventry 1 - - Hcildarvinningsupphæðin: 73 miHjón krónur 13 rcttir: 130.760 1 kr. 12 réttir: 4.130 | kr. 11 réttir: 420 1 kr. 10 réttir: 0 J kr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.