Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.08.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SlCENTRUM.lS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Elliðaár Nýgenginn lax með kýlaveiki KÝLAVEIKI hefur greinst í ný- gengnum laxi í Elliðaám. Jakob Hafstein, veiðieftirlitsmaður við Ell- iðaár, staðfesti að a.m.k. þrír ný- gengnir laxar hefðu fundist í gær sjúkir af kýlaveiki í ánum og hátt í tíu um helgina. Þetta er talið ótví- rætt merki um að veikin hafi grafið um sig í laxastofninum í Elliðaánum í talsverðan tíma. Ekki er talið útilokað að kýlaveik- ur lax hafi gengið upp í árnar í fyrra- haust. Nú hafa um 30 kýlaveikir laxar fundist í Elliðaánum. Það að nýgenginn lax er haldinn kýlaveiki bendir til að laxinn hafi komið sjúkur úr hafinu, en hafi ekki sýkst í ánni. Þetta vekur upp þá spurningu hvort kýlaveikin hafi ver- ið í ánni í langan tíma. Gísli Jónsson fisksjúkdómalæknir sagðist teija afar ólíklegt að kýla- veiki hefði verið í Elliðaánpm í fyrra- sumar, en hugsanlega hefði veikin borist í árnar í fyrrahaust. Hann sagði að kýlaveikin magnaðist upp í hita, en leyndist betur í köldum sjón- um. Smitaður fiskur gæti iifað í sjón- um heilan vetur, en veikst og drepist þegar hann kæmi upp í heitar árnar. Kýlaveik seiði í Elliðaár I júní drápust seiði í keijum við Elliðaár úr kýlaveiki. Aður en tókst að greina veikina var seiðunum sleppt í árnar. Sigurður Helgason fisksjúkdómalæknir segir engan vafa leika á að seiðin hafi smitast frá sýktum laxi úr ánum. Seiðin séu ekki upphaflegur smitberi. Talið er að seiðasleppingin geti haft neikvæð áhrif á laxastofninn í Elliðaánum. Búast má við að sýkt seiði gangi upp í árnar næsta sumar. ■ Kýlaveikum seiðum sleppt/6 ERLENDU ferðamennirnir átta, sem verst voru á sig komnir, björgunarsveitarmenn og vélsleðamenn frá Jöklaferðum bíða komu þyrlu Landhelgisgæslunnar í Kverkfjöllum um kl. 6.30 í gærmorgun. Þyrlan flutti þá til Akureyrar. Erlendir ferðamenn lentu í hvassviðri og hrakningum í Kverkfjöllum „Buldi á okkur saudur og ís“ TUTTUGU og sex erlendir ferða- menn og íslenskur fararstjóri þeirra lentu í hrakningum í Kverkfjöllum á sunnudagskvöld, þegar hvessti svo að ekki var stætt á jöklinum. „Það buldi á okkur sandur og ís. Við sáum ekkert og gátum ekki staðið lengur, fukum bara til og frá. Við lögðumst niður og reyndum að skríða," sagði Orna Goldman frá ísrael, þegar hún lýsti hrakningunum í gær. Ferðamennirnir voru frá ísrael, Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi og með þeim var íslenskur farar- stjóri frá Jöklaferðum, Benedikt Kristinsson. Hópurinn fór norður yfir Vatnajökul á sunnudag á snjó- bíl og vélsleðum, en farartækin voru yfirgefin þegar kom að Kverkíjöll- um. Þá tók annar hópur farartækin til baka, en fólkið hélt áfram fót- gangandi og ætlaði í Sigurðarskála í Kverkfjöllum. Landhelgisgæslunni barst beiðni um aðstoð frá Jöklaferðum kl. 20.39, en ekki var hægt að senda þyrlu í loftið vegna veðurs. Ellefu björgun- arsveitir af svæðinu frá Húsavík að Fáskrúðsfirði héldu til leitar inn á jökul. Um kl. fjögur um nóttina kom- ust leiðsögumaðurinn og átján manna hópur af eigin rammleik í rútu, sem flutti fólkið í Sigurð- arskála. Þyrla Landhelgisgæslunnar komst ekki í loftið fyrr en um kl. fimm um nóttiha og tafðist för henn- ar um 40 mínútur þar sem krækja þurfti fyrir veður á leiðinni norður. Átta ferðalangar, sem verst voru á sig komnir, voru fluttir með þyrl- unni á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri. Þrír þeirra fengu að fara heim að lokinni skoðun, en fimm voru lagðir inn vegna ofkælingar, þar af ein kona á gjörgæsludeild. Hún hafði verið meðvitundarlaus í nokkra tíma um nóttina og líkams- hiti hennar var orðinn mjög lágur þegar hjálpin barst. ■ Skriðu eftir jöklinum/4 Franskur fyrrum eigandi skútu sigldi henni úr Reykjavíkurhöfn Varðskip sent til að sækja skútuna LANDHELGISGÆSLUNNI var í gærkvöldi falið að sækja og færa til hafnar skútu sem hvarf úr Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt. Talið er víst að franskur fyrrum eigandi skútunnar hafi sigit henni frá Reykjavík og hafi í hyggju að sigla henni til Frakklands. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var varð- skip sent eftir skútunni seint í gær- kvöldi, en skútan sást síðast á sigi- ingu 8,5 sjómíiur suðsuðvestur af Eldey í gærkvöldi. Skútan, sem heitir Sara, er 21 fet að lengd og var hún vélarvana þeg- ar henni var stolið, en mótorinn, sem .J* var á bryggjunni, var einnig horfinn. Gunnar Borg, einn eigenda Söru, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði frétt af því í gærmorgun að skútan væri horfin, en síðar kom í ljós að sést hafði til hennar á sigl- ingu á ytri höfninni um kl. fjögur í fyrrinótt. Sagðist Gunnar hafa tilkynnt um hvarfið til lögreglunnar, en kl. 20 í gærkvöldi barst tilkynning frá tog- aranum Ólafi Jónssyni um að sést hefði til skútunnar 8,5 sjómílur suð- suðvestur af Eidey, en skútan stefndi þá í réttvísandi suður. Síðar um kvöldið var málinu vísað til Rann- sóknarlögreglu ríksins sem fól Land- helgisgæslunni að sækja skútuna og færa hana til hafnar. Með franska fánann við hún Kristinn E. Jónsson, skipstjóri á Ólafi Jónssyni, sagði að hann hefði séð tvo menn um borð í skútunni, en þeir voru búnir að draga franska fánann að hún. Ræddu skipveijar á Ólafi Jónssyni við annan mannanna sem taiaði ensku og var honum sagt að vitað væri um ferðir þeirra. Hefði hann svarað því til að þeir væru réttir eigendur skútunnar. Gunnar Borg sagði að hann hefði ásamt tveimur öðrum keypt skútuna á uppboði fyrir þremur árum. Skútan kom hingað til lands éftir að íslenskt skip bjargaði henni og frönskum þáverandi eiganda hennar úr sjávar- hásjía þar sem hann var á siglingu til íslands. Þegar hingað var komið hafi maðurinn ætlað að sigla .skút- unni áfram til Grænlands en skútan þá verið kyrrsett af yfirvöldum. Safnaði hún þá á sig skuldum og var seld á opinberu uppboði. Vanbúin til siglinga Sagði Gunnar að hann hefði haft fregnir af því að fyrrum eigandi skútunnar hefði ítrekað reynt að ná eignarhaldi á henni á nýjan leik og í því sambandi m.a. leitað aðstoðar sendiherra íslands í Frakklandi, en Frakkinn hefði hins vegar aldrei haft samband við núverandi eigend- ur skútunnar. Hann sagði miklar viðgerðir hafa farið fram á skútunni undanfarið, en hún hafi verið illa farin þegar þeir félagar keyptu hana á uppboði. Sagði hann skútuna vera með öllu vanbúna til úthafssiglinga. SARA sást síðast suðsuðvest- ur af Eldey í gærkvöldi. Kvóti næsta árs Arnar og Vigri fá mest FRYSTISKIPIN Arnar á Skagaströnd og Vigri í Reykja- vík fengu úthlutað mestum kvóta allra skipa íslenska fisk- veiðiflotans fyrir næsta fisk- veiðiár. Isfiskskipið Björgvin á Dal- vík og rækjufrystiskipin Sunna á Sigiufirði og Pétur Jónsson í Reykjavík eru hins vegar þau skip í hópi kvótahæstu skip- anna sem bæta mestu við sig frá síðustu úthlutun. Frystiskipið Guðbjörg ÍS 46 er sem fyrr með mesta þorsk- kvóta allra skipa, 1.206 lestir. Fiskistofa hefur sent útgerð- um þeirra fiskiskipa sem leyfi hafa til veiða í atvinnuskyni, veiðileyfi og tilkynningar um aflaheimildir á næsta fiskveiði- ári sem hefst um næstu mán- aðamót. Gefin eru út 1.078 veiðileyfi, þar af eru 199 skip sem ekki fá neitt aflamark. Aflamarksskipum hefur fækk- að um 232 frá síðustu úthlutun. ■ Arnar með/16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.