Morgunblaðið - 23.08.1995, Page 1

Morgunblaðið - 23.08.1995, Page 1
I- SÉRBLAÐ UIVI SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST1995 BLAD VEISLA HJÁ MÚKKANUM Morgunbtaðið/Kristinn ÁGÆTLEGA hefur gengið lýá dragnótarbátunum á Faxaflóa í sumar. Skipveijar á Baldri GK 97 voru enn að gera að kolanum þegar skipið sigldi inn til Keflavíkur. Þá lætur múkkinn sig ekki vanta. ■ Stefnir í metár/9 Dýrasta tegnndin er í Norður-Atlantshafi 3 Fóðrun á villtum þorski Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Kvótinn 5 Aflakvóti allra fiskiskipanna Markaðsmál 10 Loðnumjöl og lýsi íslensk skip henta ekki til túnfiskveiða FLESTAR tegundir túnfísks halda sig í heitum sjó við miðbaug. Verðmæt- asta tegundin, bláuggi, gengur þó í svalari sjó í Norður-Atlantshaf og hefur sést hér við land. Páll Gíslason, framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Goodman Shipping Ltd. sem SH á að hálfu og gerir út túnfiskskip frá afrísku borginni Abidjan á Fílabeinsströndinni, telur að Islendingar eigi að geta veitt túnfisk á línu en til þess þurfi að kaupa sérbyggð skip. Björn A. Bjarnason, sem lengi var skipstjóri hjá FAO, segir að íslendingar eigi auðveldlega að getað tileinkað sér vinnubrögð við línuveiðarnar. Þijár aðferðir eru til við veiðar á túnfiski; nót, lína og stöng. Páll bendir á að skipveijar á Barða hefðu getað veitt túnfisk á stöng þegar þeir sáu hann vaða á Reykjaneshrygg í sumar. Nokkrar tegundir eru til af túnfiski. Uppistaðan í afla nótarskips Goodman Shipping er „skip jack“ og guluggi og er síðarnefnda tegundin mun stærri. Fiskurinn er geymdur í saltpækli og mest notaður í niðursuðu. Páll segir að ein tegundin, bláuggi, gangi hingað norðureftir í ætisleit á þessum árstíma. Hann sé aðallega veiddur á línu. Tálkn- in eru skorin úr honum og hann slægð- ur og hengdur upp í lausfrysti. Segir Páll að þessi tegund sé 10 til 15 sinnum verðmeiri en þær sem veiddar eru á nótarskipunum, bæði vegna þess að hann hentar betur í japanskan mat og vegna þess hvað lítið framboð er af honum. Talið er að bláuggi sé mikið veiddur, jafnvel ofveiddur. Páll telur að íslendingar geti veitt túnfisk suður af landinu, ekki síður en Japanir. Hér séu þó ekki tii hentug frystiskip til línuveiða, íslensku fiysti- togararnir séu líklega of dýr skip fyrir þetta verkefni. Því þurfi að kaupa sér- byggð skip eða leigja með áhöfn. Mættl prófa síld í beitu Björn Björnsson er starfsmaður Ice- con, ráðgjafarfyrirtækis SH, telur að íslendingar ættu að reyna við túnfískinn suður af landinu. Hann sé verðmæt vara og mikið í húfi. Hann segir að margir islenskir sjómenn hafi kynnst þessum veiðum í starfi fyrir FAO. Seg- ir hann línuveiðarnar auðveldar þó út- búnaðurinn sé talsvert frábrugðinn því sem hér þekkist. Línan er t.d. 40 sjó- mílna löng og þyki gott ef fiskur er á 2-3 krókum af hverjum 100. Segir Björn helst að vandamál gæti orðið með beit- una því túnfiskurinn taki aðallega smokkfisk, stundum makríl, og þyrfti að vera heill fiskur á hverjum krók. Dettur honum þó í hug að prófa megi síld. Fréttir Markaðir Greinir á um skiptaprósentu • FYRRVERANDI skipveiji á rækjufrystiskipinu Sunnu frá Siglufirði hefur krafist launa sem hann telur sig eiga inni hjá útgerðinni. Gert var upp við hann samkvæmt samningi útgerðar og áhafn- ar en sjómaðurinn telur að sá samninjgur hafi verið ólög- legur. LIU hefur, fyrir hönd útgerðarinnar, hafnað kröf- um sjómannsins og ætlar að veija málið fyrir dómstól- um./2 Stríðstækni um borð í smábáta • CYCLOPS-umboðið á ís- landi hefur hafið sölu á nýju öryggistæki fyrir smábáta, Cyclops-radarsvara. Notkun tækisins gerir smábáta sýni- Iega með ratsjám annarra skipa í alit að 15 sjómílna fjarlægð. Sú tækni sem rad- arsvarinn byggist á var upp- haflega þróuð sem varnar- tækni í hernaði og var notuð í þyrlum í Falklandseyja- stríðinu til að beina ratsjár- stýrðum Exocet-eldflaugum frá breskum herskipum./2 Kaupa hlut meðeigandans • SAMNINGAR um kaup tveggja eigenda rækjuverk- smiðjunnar Básafells hf. á ísafirði á hlut meðeiganda síns, Eiríks Böðvarssonar, eru vel á veg komnar. Gert er ráð fyrir að skrifað verði undir samning um kaupin um næstu helgi. Eigendur Bása- fells eru með áform um að tvöfalda hlutafé félagsins og hafa viðræður átt sér stað við nokkra fjárfesta vegna þess./2 Stefnir í met á Faxaflóa • KOLAVEIÐIN í Faxaflóa hefur gengið vel í sumar og jafnvel stefnir í metár. Kol- inn er unninn í nýrri flatfisk- vinnslu Suðurnesja hf. í Keflavík. Þar er lögð áhersla á gæði hráefnis og aðstöðu fyrir starfsfólk./9 Afli Mjóafjarð- arbáta betri • FIMM smábátar eru gerðir út frá Mjóafirði. Útvegs- bændurnir salta aflann í Brekkuþorpi. Sigfús Vil- hjálmsson á Brekku segir að bjartara sé yfir fiskimiðunum enda hafa smábátarnir í Mjóafirði fengið ágætis afla í sumar, eftir tvö léleg ár./12 Heldur lægra verð á alilaxi • VERÐ á alilaxi á Evrópu- markaði er heldur lægra en á sama tíma á síðasta ári, að því er fram kemur í Seafood International. Verðið er þó heldur hærra en framleið- endur áttu von á í ljósi mikill- ar framleiðslu og spádóma um frekari aukningu. Því hefur verið spáð að fram- leiðsla Norðmanna á alilaxi nái 300 þúsund tonna mark- inu í ár og heildarframleiðsl- an í heiminum verði 540 þús- und tonn. Verð á Rungis- markaði er 1-1,25 Banda- ríkjadal lægra en á síðasta ári. Framleiðendur sætta sig við þetta enda hefur flestum tekist að lækka kostnað við framleiðsluna og virðast hagnast. Verð á alilaxi á Evrópumarkaði dollarar/ kg Domstein eykur hlut sinn Stærstu útflytlendur sjávarafurða frá Noregi velta í mllljónum norskra króna 2.000 FRIONOR HALLVARD LER0Y______ DOMSTEIN SKAAR- FISH '92 '94 • ALLIR stærstu útflytjend- ur sjávarafurða frá Noregi juku umsvif sín í fyrra. Þegar litið er á tveggja ára tímabil, frá 1992, sést að Domstein sækir mjög í sig veðrið undir stjórn hins unga stjórnanda, Rolf Domstein, og hefur auk- ið veltu sína um 30%. Frionor er sem fyrr stærsti útflytj- andinn, flutti út fyrir 1.896 milljónir norskra króna á síð- asta ári. Hallvard Leroy er í öðru sæti, Domstein í þriðja og Skaarfish hefur heldur dregist aftur úr hinum og er í fjórða sæti./10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.