Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 B 3 RAIMNSÓKNIR Sífellt fleiri fiskar sækja í fóðrið í tilraun til að fóðra villtan þorsk í Stöðvarfirði Tilraunir Björns Björns- sonar fiskifræðings til að fóðra villtan þorsk fyrir opnum Stöðvar- firði lofa góðu. Sífellt fjölgar þeim fiskum sem sækja í fóðrið og það hefur komið á óvart. hversu mikið er af ýsu. Helgi Bjarnason og Ragnar Axelsson fylgdust með fóðruninni og viðbrögðum þorsks- ins í firðinum. DR. BJÖRN Björnsson fiskifræðing- ur á Hafrannsóknastofnun vinnur að rannsóknum á fóðrun á villtum þorski á Stöðvarfirði. Verkefnið hófst í fyrrasumar þegar fóður var gefið úr báti úti á firðinum í þijár vikur. Þorskurinn tók fljótlega við sér og var ákveðið að fara út í viða- meiri tilraun. Firðinum hefur verið lokað fyrir veiðum á meðan unnið er að rannsókninni. Hófst hún í vor með því að merktir voru 2.200 þorsk- ar, bæði í Stöðvarfirði og í tveimur nálægum fjörðum til samanburðar. 19. júlí var síðan byijað að dreifa fóðri og er ætlunin að halda því áfram í eitt og hálft ár. Hafrannsóknastofnun hefur feng- ið Birgi Albertsson útgerðarmann á Stöðvarfírði til að annast fóðrunina á bátnum Mardísi Su 64. Njáll Ey- steinsson hefur aðstoðað þá í sumar. Sífellt nærgöngulll „Þeir eru óvenju margir núna í upphafi," sagði Bjöm Björnsson þeg- ar komið var út í fjarðarmynnið að norðanverðu. Tíu þorskar og ýsur sáust strax á sjón- _____________ varpsskjánum og torfa lyfti sér frá botninum. Sumir fískanna syntu al- veg upp í linsuna til að leita að æti. Þetta gerðist — áður en byijað var að gefa hljóð- merki til að láta fiskinn vita af fóð- urgjöfinni og áður en farið var að fóðra. „Hann virðist vera farinn að þekkja hljóðið í bátnum. Er farinn að bíða eftir okkur, reikna með beit- unni eins og náttúrulegu æti. Fiskur- inn gerist sífellt nærgöngulli eftir þvi sem hann verður ófeimnari við okkur,“ segir Björn. Morgunblaðið/RAX NJÁLL Eysteinsson og Björn Björnsson við fóðurgjöf. Loðnunni er skoðað niður á botn, í gegn um barkann. Síðan er fylgst með viðbrögðum fisksins og reynt að telja hvað margir sækja í fóðrið. Matartími hjá þorskinum Troða ísig eins og þeir lifandi geta Þorskurinn er fóðraður á loðnu og í upphafi eru gefin 200-300 kg. á dag. Fóðurgjöfin verður síðan auk- in eftir því sem fjölgar við mat- arborðið. Farið er alla virka daga, ________ til skiptis meðfram suður- og norð- urströnd fjarðarins. Fóðrið er gefið um barka niður á 23 metra dýpi en 30-40 metra dýpi er á fóðrunarsvæðinu. Gefið er á hægri ferð og fylgst með fiskinum á sjónvarpsskjá í stýris- húsinu, einnig með aðstoð fiski- leitartækis með botnstykki í pramma sem dreginn er á eftir bátnum. Kallað er á fiskinn í mat með hljóðmerki sem sent er út með neðansjávarhátalara frá bátnum. Á vettvangi Hljóðið er tilbreytingalaust du, du, du, á tíðnisviði sem vitað er að þorsk- urinn skynjar vel. ÞÉTTU rákirnar á fiskileitartækinu sýna fóðrið og strikin frá botni og upp í fóðrið eru þorskar á leið í mat. Nokkur HundruA flska elta Björn segir að það taki nokkurn tíma fyrir fiskinn að venjast fóður- gjöfinni og öðlast traust á eldis- mönnunum. En sífellt _________ fieiri átti sig á þessu og fjöldinn aukist dag frá degi. Reynt hefur verið að telja saman fiskana sem koma inn ■ á skjáinn og hafa þeir síðustu daga skipt nokkrum hundruðum í hverri gjöf. Sjón- varpsvélin nær aðeins hluta af fóðrunarsvæðinu og segir Björn ómögulegt að geta sér þess til hvað margir fiskar sæki í beit- una. Síðar verður reynt að meta fjöldann út frá þeim gögnum sem safnað er í rannsókninni. Báturinn siglir löturhægt á meðan loðnunni er skolað út. Allan tímann nema tækin fiska. Það sést þegar torfurnar lyfta sér frá botni, og fisk- ar sem ijúka strax upp í fóðrið. „Athyglissjúkir" þorskar synda upp að myndavélinni og alveg upp í lins- una. Þeir sjást gleypa beituna. Sum- ir eru með merki frá því í vor. Stór hluti fiskanna er úttroðinn. „Þeir eru gráðugir og troða í sig eins og þeir lifandi geta, þeir sem á annað borð eru með beitu í maganum. Þorskur- inn gerir þetta á sama hátt þegar hann kemst í æti við náttúruleg skil- yrði. Svo geta þeir lifað á þessu í nokkra daga.“ Það sem hefur komið Birni einna mest á óvart í sumar er hvað ýsa sækir mikið í fóðrið. Talið var að lítið væri af ýsu á þessum slóðum og hún veiðist sáralítið á handfæri. Til að byija með sáust fleiri ýsur en þorskar á sjónvarpsskjánum en þorskunum hefur ijölgað. Birgir Al- bertsson telur að meira sé af ýsu í sumar við Austurland en oft áður og það skýri þetta að hluta. Eins og fiskeldi í stórri kví Björn rennir blint í sjóinn með þessa rannsókn því afar lítið er vit- að um atferli þorsksins. Samkvæmt því sem sést á sjónvarpsskjánum virðist þorskurinn ekki elta lengi og halda sig við sitt svæði. Þá er ekki að sjá að samgangur sé milli norð- ur- og suðurhluta fjarðarins, því mun meira er alltaf af fiski norðan- megin og hann færir sig ekki þó gefið sé fóður við suðurströndina. Fyrirhugað er að taka sýni-á þriggja mánaða fresti á tilraunatímabilinu til að bera vöxt og ástand þorsksins í Stöðvarfirði saman við þorskinn í hinum fjörðunum og til að athuga hvort samgangur er á milli fjarða. Vonast Björn eftir því að með tíman- um fari fiskur utan fjarðarins að sækja í beituna. Þetta sé þó ekki vitað og allt eins gæti það gerst að aliþorskurinn léti sig hverfa, án þess að þakka fyrir matinn. Lítur Björn á þessa tilraun eins og fiskeldi i stórri opinni kvi. Til- gangurinn er að sjá hvort það er tæknilega mögulegt og ijárhagslega hagkvæmt að ala villtan þorsk (og ýsu) á opnum fjörðum og þessvegna einnig á opnu hafsvæði. „Við vitum allt of lítið um þorskinn þó hann sé þýðingarmesti nytjastofn þjóðarinn- ar. Ómögulegt er að sjá fýrir um niðurstöðu þessarar tilraunar en við fáum að minnsta kosti ýmsar upp- lýsingar um líffræði þorsksins sem geta komið að gagni,“ segir Bjöm Björnsson. Vitum allt of iítið um þorskinn Stundum eirðarlaus þegar aðrir fiska „ÉG VERÐ stundum eirðarlaus þegar aðrir róa, sérstaklega ef vel fiskast. Verð stressaður á því að geta ekki verið að fiska en hef orðið að bæla þessar til- finningar niður,“ segir Birgir Albertsson útgerðarmaður Mar- dísar. Hann hefur gert hlé á veiðimennskunni til að vinna við tilraunaverkefnið með Birni Björnssyni. Birgir er frumkvöðull að þor- skeldi fyrir austan, byrjaði fyrir nokkrum árum á því að koma með allan undirmálsfisk lifandi og sleppa í kvíar í Stöðvarfirði. Góður árangur eldisins var m.a. kveikjan að því að hafnar voru tilraunir með fóðrun á villtum þorski í Stöðvarfirði. „Birgir, ert þú hættur að róa?“ er spurt á bryggjunni þegar við förum af stað með Birgi í fóðrunina. „Eg ræ alla daga, líka þó aðrir séu í landi,“ svarar hann. „En landar aldrei neinu,“ seg- ir ungi maðurinn uppi á bryggj- unni en hann fylgist vel með mannlífinu í þorpinu. „Nei, en ég er þó með 300 kíló á gálganum alla daga og það er meira en hjá mörgum öðrum,“ segir Birgir um leið og hann siglir af stað. Spurður um viðhorf Stöðfirð- inga til tilraunarinnar segir Birgir að áhuginn sé ekki mik- ill. „Mér finnst að áhuginn sé meiri annars staðar og sannast þar kannski kenningin um að enginn sé spámaður í sínu föð- urlandi." Hann segir að menn séu farnir að spá eitthvað meira í þetta, sérstaklega eldra fólkið. Daginn áður hafi til dæmis einn smábátasjómaður spurst fyrir um tilraunina og verið að velta því fyrir sér hvort hann ætti ekki að koma með í ferð til að prófa. Birgir er í mikið breyttu hlut- Morgunblaðið/RAX BIRGIR Albertsson setur út neðansjávarhátalarann sem sendir út boð til þorskanna um að matartíminn sé kominn. verki, fer nú með fullan bát af fóðri til að gefa fiskinum og siglir með tóman bát í land en áður gekk lífið út á það að drepa fiskinn og helst að koma með fullan bát að landi. „Þegar ég var með þorskeldi í búrum hér úti á firðinum hafði ég alltaf mun meiri ánægju af því að koma fiskinum lifandi í búrið en að slátra honum. Mér finnst sjónarmiðið breytast við það að kynnast þessum störfum, það verður leiðinlegra að drepa fiskinn," segir Birgir. Björn fiskifræðingur segir að þetta sé skrítin tilfinning. Þeir hafi til dæmis lagt mikið á sig til að halda lífinu í þorsk- inum í sumar þegar þeir veiddu fisk til að merkja og þeim hafi hálf kviðið fyrir sýnatökunni því þá hafi þurft að drepa þor- skinn. Veiðimannseðlið lijá Birgi liggur þó aðeins í dvala. Segist hann stundum verða eirðarlaus þegar aðrir eru að róa, sérstak- lega ef vel fiskast. „Ég verð stressaður á því að geta ekki verið að fiska en hef orðið að bæla þessar tilfinningar niður,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.