Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 B 9 Suðurnes hf. í Keflavík reka eina af fullkomnustu flatfiskvinnslum landsins SUÐURNES hf. í Keflavík tóku til starfa síðastliðið haust í gömlu og hrörlegu húsnæði sem hefur ekki verið í notkun síðan Hraðfystihús Keflavíkur var þar með starfsemi síðast, 1987. Það er Stakksvík hf. sem á húsnæðið og hefur gert á því miklar endurbætur en Suður- nes hf. leigja það undir flatfisk- vinnslu og hafið þar öfluga fram- leiðslu. Flatfiskvinnslan er sam- starfsverkefni Suðurnesja hf., út- flutningsfyrirtækisins Seifs hf. og útgerðaraðilar á Reykjanesi leggja þar upp físk. Þar eru nú um 60 starfsmenn í fullri vinnu í einni fullkomnustu flatfískvinnslu landsins þar sem mikil áhersla er lögð á gæði hráefnisins og góða aðstöðu fyrir starfsfólk. Reynt að samhæfa veiðar, vinnslu og markaðssetningu Endurbætur á húsnæðinu hóf- ust í nóvember á síðasta ári og var vinnslan komin á fullan skrið í byijun mars. Enn er unnið að lagfæringum og breytingum og segir Eggert H. Kjartansson, framkvæmdastjóri, að stefnan sé að ljúka þeim í september en að mörgum smáatriðum sé að huga þegar farið sé af stað með slíka vinnslu. Flatfiskvinnslan er tæknilega mjög fullkomin en vinnslulínan er framleidd af Marel hf. að mestu leyti. Gæði afurðarinnar skipta miklu máli og segir Eggert að reynt hafí verið að samhæfa veið- ar, vinnslu og markaðssetningu og með því hafi náðst góð og sam- keppnishæf afurð enda reynt að sjá til þess að sem best sé gengið um hráefnið frá fyrsta stigi fram- leiðsluferlisins. Erlendir handflakarar leiðbeina um rétt vinnubrögð Fiskurinn er bæði vélflakaður og handflakaður og segir Eggert að í handflökun verði handbragð og frágangur betri og gæðin meiri. Því sé reynt að handflaka sem mest. Hann segir að gæði skipti gríðarlega miklu máli á mörkuðum ytra og því hafi hann fengið til liðs við sig tvo erlenda handflak- ara sem hafi leiðbeint starfsfólki við flökun fyrstu fjóra mánuðina og nú hafi reyndustu starfsmenn- irnir tekið við kennsluhlutverkinu og þannig séu réttu handbrögðin tryggð. Glæsileg vinnsla í gömlu húsi Áhersla er lögð á gæði hráefnis og aðstöðu fyr- ir starfsfólkið í flatfísk- vinnslu Suðumesja hf. í Keflavík. í fyrirtækinu sem nýtir nýjustu tækni til flatfiskvinnslu, eru 60 starfsmenn í fullri vinnu Helgi Mar Ama- son skoðaði starfsemina á dögunum. Fyrirtækið vinnur með Hafrann- sóknastofnun. Morgunblaðið/Kristinn KÁRI Ásgrímsson, handflakari, fer fimlega með hnífinn og flak- ar af mikilli list. Stöðugt rennur tólf gráða heitt vatn á hendur flakaranna þannig að kuldi er ekki vandamál. Morgunblaðið/Kristinn AÐ LOKNUM starfsdegi skoðar starfsfólk afköst og laun dagsins. Handflakarar Suðurnesja hf. vinna eftir svokölluðum einstakl- ingsbónus og er fyrirtækið með þeim fyrstu sem innleiða slíkt kerfí hér á landi en það tíðkast víða erlendis. Afköst hvers og eins starfsmanns eru tölvufærð og hann getur að loknum vinnudegi séð laun dagsins í tölvu og fylgst þannig með launum sínum allt árið ef því er að skipta. Kári Ásgrímsson, handflakari, segir að þetta kerfi mælist mjög vel fyrir meðal starfsmanna. Nýj- um flökurum sé gefinn sex vikna aðlögunartími á meðan þeir nái handbrögðunum en eftir það fari þeir á einstaklingsbónus og þá sé það undir hveijum og einum kom- ið hve mikil laun hann hafí. Kári segir það virka mjög hvetjandi að vinna eftir slíku kerfí enda sé nán- ast hægt að ráða kaupi sínu sjálf- ur. Næsta skref aö fullvinna kolann í neytendapakkningar Afurðin er fullunnin hjá Suður- nesjum hf. og segir Eggert að hún sé einkum seld í veitingahús og markaðurinn sé víðs vegar um heiminn. Næsta skref gæti orðið að vinna kolann í pakkningar fyr- ir hinn almenna neytanda en um- fang slíkrar vinnslu sé nokkuð mikið. Eggert telur að hingað til hafí íslendingar ekki sinnt því nægilega vel að fullvinna sjávarafurðir og snyrtilegasta og verðmætasta vinnan hafí hingað til verið flutt úr landi. Hann segir að vinnsla í landi bjóði upp á fleiri möguleika en til dæmis vinnsla sem eigi sér stað um borð í frystitogurum en þær afurðir sem þeir komi með að landi séu yfírleitt aðeins forunn- ar fyrir vinnslu erlendis. Samvinna við Hafró um rannsóknir á kola Suðurnes hafa hafíð samvinnu við Hafrannsóknarstofnun varð- andi rannsóknir á kola. Eggert segir að sú tækni sem vinnslan hafí yfir að ráða nýtist vel til rann- sókna, til dæmis sé hver einasti koli sem kemur í vinnsluna viktað- ur. Þannig gefist upplýsingar varðandi flatfisk og flatfískveiðar sem annars hefði verið erfítt að nálgast, til dæmis varðandi stærð, þyngd, tegund, kynþroska, veiði- svæði og fleira. RÆKJUBA TAR Nafn Jtærö Afll Flskur SJéf Lðndunarst. [ FBNGSÆLL GK 262 56 36 0 4 Gríndavík KÁRIGK 146 36 2 0 1 Grindavík | VÖRÐUFELL GK SOS 30 8 0 2 Grindavík j ÓLAFUR GK 33 51 36 5 6 Grindavík \ ELDHAMAR GK 13 38 8 0 3 Sandgerði GUÐFINNUR KE 19 30 25 0 5 Sandgerði HAFBJÖRG GK 68 16 4 : ■ 0 .í 0 Sandgerði | HÁFBORG KE 12 26 3 0 3 Sandgeröi \~ HAFNARBERG RE 404 74 2 4 1 Sandgerði | SVANÚRKE90 38 13 0 4 Sandgeröi [ UNÁÍGÁRD! GK m 138 1 1 : 1 Sandger4i "~1 ÞORSTEINN KE 10 28 12 0 4 Sandgerði [ ERLINGKE 140 179 18 2 : 1 Koflavík JÓHANNES ÍVAR KE 85 105 13 0 1 Keflavík [ HAMARSH 314 235 5 13 ■ 1 Rif RIFSNES SH 44 226 6 18 1 Rif [ SAXHAMAR SH S0 128 10 ' 2 1 Rif ] GARÐAR II SH 164 142 8 0 1 ólafsvík | FANNEYSHS4 2 1 Grimdarfjprður | GRUNDFIRÐINGUR SH 12 103 15 2 2 Grundarfjörður GRErriR SH104 148 22 2 2 Stykktshótmur | HAMRASVÁNÚR SH 201 168 10 2 1 Stykkishólmur i KfííSTINN mmtKSSQN SH 3 104 12 * 1 Stykklshólmór 1 SVANURSH 111 138 9 3 1 Stykkishólmur F ÁRSÆLLSH68 103 9 ? 2 Stykkishólmur ÞÓRSNES II SH 109 146 8 2 1 Stykkishólmur ÞÓRSNES SH I0B 163 10 1 1 Stykklshólmur EMMA VE 219 82 26 O 1 Bolungarvík F GUNNBJÖRN ÍS 302 57 12 0 1 Bnlungervik ' :j HAFBERG GK 377 189 25 0 1 Bolungarvík F HEIDRÚN ÍS4 294 28 0 1 Bolungarvik HUGINN VE 55 348 37 0 1 Bolungarvík | VINUR1$ 8 257 16 0 1 Bolungarvtk .) VlKURBERG GK 1 328 24 0 1 Bolungarvík BERGUR VE 44 266 15 0 1 IsefjSróur 1 SIGHVÁTÚR BJARNASON VE 81 370 19 0 1 Isafjörður r SfURLÁ GK 1£ 297 16 0 1 TwfjSfSur SÆFELL ls 820 162 18 0 1 Isafjörður f[ HÁFFÁRIIS 430 227 22 0 1 Súðavík KOFRIIS 41 301 32 0 1 Súðavík GfílMSÉY SÝ 2 30 22 0 3 Drangsnos j HAFSÚLA ST 11 30 5 0 1 Hólmavík f HII MIRST1 ?9 4 0 1 HólfhaVik RÆKJUBÁ TAR Nafn Stærð 1 SÆBJÖRG ST7 76 | Aftl 7 Flskur 0 SJðf. 2 Löndunarst. Hólmavik | ÁSBJÖRGST9 50 5" 11101 mm Hólmavik ... ÁSDISST37 30 7 0 1 Hólmavík [ SIGURBORG VE W 220 ' ast ¥ T Hvammatangi J GISSUR HVlTI HU 35 165 20 0 1 Blönduós' [ INGIMUNDUR GAMU HU t>6 103 11 0 1 Blanduós GUNNVÖR ST 39 20 é 0 ...... ^ Sauðárkrókur I HAFÖRN SK 17 149 tz 0 lllii Sauðárkrókur ! JÖKULL SK 33 68 13 0 1 Sauöárkrókur [ KRÓSSANES SU 5 mm iiii ¥ lilll SouSárkrókur j HELGA RE 49 199 27 0 1 Slglufjöröur sigluvIk Sl 2 46o: 2t 0 1 SÍBtetÍörSur n SIGÞÓR ÞH 100 169 27 'ö“ 1 Siglufjöröur [ SNÆBJÖRG ÖF 4 47 10 lllll llll Sigíuljöróur T STÁLVlK Sl 1 364 35 ö 1 Siglufjörður | ÞINGANES SF25 16? 25 .9. 1 Siglutjóróur 1 ARNÞÓR EA 16 243 17 O 1 Dalvík 1 HAFÖRNEAm WM o 1 .OaVik 3111 NAUSTAVlK EA 151 ” 28 14 0 2 Dalvík [ OTUREA 16 2 Tm 11 0 1 Datvik 1 STEFÁN RÖGNVALDSS EA 345 68 9 0 1 Dalvik [ STOKKSNES EA 410 liii 39 0 T,;frT Datvfk SVANUR EA 14 218 25 0 1 f Dalvík l SÆÞÓR EA 101 150 ' 24 0 mm Dalvtk ■ SÓLRÚN EA 351 147 “ 19 6 r Dalvík rVfeff? TRAUSfl EÁ 517 62. 1111 0 1 Datvik SJÖFN ÞH 142 199 18 0 “1 Grenivík flBJÖRQ JÖNSDórriR II ÞH 320 273 31 0 Húsavik 1 EYBORG EÁ 59 165 35 0 1 Húsavík HRÖNNBA99 1Ó4 10 0 j Húeavfk KRIS TBJÖRG ÞH 44 187 18 0 1 Húsavík r SL ÉTWNÚPUR ÞH 272 138 19 0 i Raufarhöfn GESTUR SÚ 159 138 12 ö 1 Eskifjörður [ SÆUÓNSU m 256 17 0 1 Eskiflörður : ÞÓRIR SF 77 125 15 0 1 Eskifjörður SKELFISKBA TAR Nafn | Stærð I Afll I SJÓf.l Löndunarst. HAFÖRNHÚ4 ! 20 1 6 I 3 1 Hvemmstangí ij Stefnir í metár UM ÞRETTÁN bátar frá Suöurnesjum gera út á dragnót í Faxaflóann á sumr- in. Veiði hefur verið góð í sumar og gott verð fengist fyrir kolann. Það er oft líf í tuskunumþegar bátarnir koma að landi á kvöldin. „Þetta var léleg- asti róðurinn hjá okkur í sumar," sagði Gunnar Berg-. mann skipstjóri á dragnótarbátnum Eyvindi KE, þegar Verið hitti hann á bryggjunni í Keflavík. „Það er búin að vera ágætis veiði í allt sumar eða frá því að það var opnað inn í Fló- ann um miðjan júlí. Við vorum með fjórtán tonn af kola í fyrsta róðrinum og síðan hefur þetta verið jafnt og gott fiskirí.“ Gunnar segir að mörgum sé í nöp við dragnótina en æ fleiri sannfærist nú um ágæti hennar. „Nú segja margir fiskifræðing- ar og veiðarfæraframleiðendur að dragnótin sé gott og um- hverfisvænt veiðar- færi. Sumarið í fyrra var metár og í ár biðu margir, sem telja dragnótina ein- hvern skaðvald, eftir lélegu sumri en veið- in er búin að vera það góð í sumar að árið gæti orðið betra en í fyrra.“ Gunnar segir að allur kolinn sé lagð- ur inn hjá Suðurnesj- um hf. og þokkalegt verð fáist fyrir hann, um 90 krónur fyrir kílóið af rauðsprettu og um 60 krónur fyrir kílóið af sandkola. „Það er gott að geta haldið hráefninu í byggðarlag- inu og sífellt fleiri bátar leggja fiskinn upp hér í Keflavík. Það er líka gaman að fá sæmilegt verð fyrir sandkolann enda erum við að fá mikið magn af lionum. Það eru ekki mörg ár síðan að enginn vildi sjá sand- kolann og honum var öllum var fleygt í hafið aftur,“ sagði Gunn- ar. Gunnar Bergmann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.