Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ GREINAR MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 B 11 Smábátar gegn stj órnmálamönnum EFTIR AÐ hafa skrifað nokkrar greinar í Verið yfir árin ákvað ég að hvíla mig, hvað þá vegna sumargjafar stjómmálamanna í vor til smábátaútgerðar- manna. í stað þess að skrifa í Verið ákvað ég að skrifa grein um vandamál íslenskra út- gerðarmanna smábáta í víðlesið erlent blað og er ég nú að vinna að henni. Mér fannst tíma- bært að alheimur fengi að heyra um smábáta- útgerð á íslandi og of- ríki í garð hennar. Ég hef fylgst vel með málum smábáta á erlendum vettvangi en hef hvergi séð eins mikla illgirni gegn smábát- um og einmitt hér á íslandi, sem er ein af duglegustu smábátaþjóðum heims og í aldaraðir. Við skrif þess- arar greinar í erlent blað lenti ég í strándi sem kostar þessa grein hér í Verið til þess að útskýra vandræð- in mín sem eru vandræði þjóðarinn- ar. Bjór og brennivín Já, bjór og brennivín en hvað kemur það málinu við? Ég reikna með að flestir muni hve erfitt var að útskýra fyrir útlendingum af hverju það var bannað að drekka bjór á Islandi en það mátti drekka brennivín eins og menn gátu látið í sig (og maður reyndi nú ekki nema einu sinni að segja að það mætti drekka bjór sem kom í gegn um fríhöfnina). „Ég skil þig ekki,“ sögðu útlendingarnir og hristu bara hausinn. Ég mun lenda í sams kon- ar vandræðum þegar ég reyni að útskýra fyrir útlendingum afstöðu stjórnmálamanna gagnvart smá- bátaútgerðinni á íslandi en það virð- ist einhver sadistaháttur hjá Alþingi að ráðast á það sem veikara er og bara sem nokkur dæmi hvemig þetta er ætla ég að koma með smá upptalningu: 1. Hvernig get ég útskýrt það að verksmiðju-togarar mega veiða hér við strendur og nær því upp í kál- garða meðan smábátar verða að sitja í höfn? 2. Hvernig get ég útskýrt það að stjómmálamenn stálu af sameigin- legum kvóta smábátaflotans sem var - ákveðinn með lögum haustið 1994 til þess að gefa þeim gráðug- ustu fastan kvóta miðað við veiði- reynslu ára sem ekki voru lengur í gildi og ekkert sanngirni í að bera saman veiðireynslu línubáts á móti færabáts? 3. Hvernig get ég útskýrt það að þeir menn sem trúðu á lög sem vom sett á haustið 1994 þegar sameigin- legur kvóti smábáta sem var hækkaður úr óskiljanleg 3.000 tonn- um í um meir-skiljan- legum 30.000 tonn og fóra út í endurnýjun á bátum sínum á þessum grandvelli og fá síðan engan kvóta? 4. Hvemig get ég út- skýrt fjórfalt kerfi á einn krókabátaflokk, þ.e. hámarks kvóta á alla smábátana, síðan blandað kvóta- og banndagakerfí og svo á restina af bátunum sóknardagakerfi??? 5. Hvemig get ég útskýrt það að það stendur til að setja gervitungla- eftirlit á smábáta á Islandi, það fyrsta á Norður-Atlantshafi á með- an erlendir togarar sem hafa leyfi til veiða innan íslensku landhelginn- ar þurfa ekkert eftirlit og íslensku togararnir sem eru að veiðum innan og utan landhelgi þurfa ekki eftirlit. 6. Hvemig get ég ekki gert mig og þjóðina að fífli með því að senda svona grein í víðlesið erlent blað? Ef einhver hefur svar við því lát mig vita. Þ.e. annað svar en að senda ekki greinina 'í erlenda blaðið. Stjórnmálamenn Ég get svarið það að ég hristi hausinn núna eins og útlendingarnir sem skildu ekki af hverju það mátti ekki drekka bjór á íslandi. Þið sitjið þarna fyrir framan alþjóð og búið til vandamál eftir vandamál sem vaxa og vaxa þar til enginn skilur neitt. Enginn skilur af hveiju þetta byijaði en þið segið bara að það verði að taka þetta svokallaða vandamáli föstum tökum og gefið í skyn að smábátasjómenn séu að stela of miklu af köku þjóðarbúsins og gefið líka í skyn að loðna, karfi, grálúða og síld tilheyri ekki þjóðar- kökunni heldur bara þorskur og við smábátasjómenn tökum of mikið af þeirri köku. Deilið fjölda sjómanna fiskiskipa í heildarþorskkvótann og gáið hvort þetta sé ósanngjamt og að við smábátasjómenn fáum að sækja í fisk sem er nær en fjær. Eruð þið það þunnir að vilja okkur annað, ha! kannski karfann á Rey kj aneshry gg? Uppblásnar gróusögur Þegar þetta allt byijaði u.þ.b. 1989 þá var blásið upp í blöðunum að smábátar væra að veiða um og yfir 300 tonn á ári en við það urðu kvótabátarnir alveg æfir sem höfðu kannski ekki nema brot af þessu í kvóta og þar með urðu þessir smá- bátar af varanlegu bitbeini þjóðar- innar. Án þess að rannsaka hvort sannleikur væri í að þessir svoköll- uðu krókabátar í dag væru allir að fiska um 300 tonn hver þá var skor- in upp herör gegn þeim og svo er enn þann dag í dag. Nokkram áram eftir að þetta gerðist þá bentu fiski- skýrslur á að aðeins einn bátur af um 1.000 bátum þá fór í 300 tonn og var það netabátur, síðan vora tveir eða þrír með um 100 til 150 tonn og vora það netabátar líka en restin var frá núll upp í kannski 30 tonn. Þetta var nóg til þess að Al- þingi setti alls konar bönn á þessa báta sem gerði það að allir fóra að spá og spekúlera í smábátum sem hægt var að fiska á um 300 tonn á ári. Já, þið settuð þetta af stað með því að hlusta á nokkra öfund- sjúka menn í gegnum LÍÚ. Eitt prósent vandamál Stjórnmálamenn, er það vanda- mál að u.þ.b. eitt prósent af þjóð- inni eigi eða geti átt smábát og skapað vinnu og lifibrauð fyrir sina fjölskyldu og marga fleiri? Hvemig leyfíð þið ykkur að kalla það vanda- mál? Þið era upptök að öllum þess- um vanda smábátaútgerðarmanna. Þið erað að gera okkur gjaldþrota enn einu sinni með þessari svokall- uðu sumargjöf til smábátaútgerðar- manna sem voru rétt að byija að vera bjartsýnir aftur eftir margra ára spennu vegna 3.000 tonna lag- anna. Allt var frosið öll þessi ár þar til 30.000 tonna lögin haustið 1994, þá kom nýr grandvöllur. Bátar byij- uðu að seljast. Bátasmiðir byijuðu að smíða báta og allir sem höfðu haft lifibrauð af þessu fóru í gang. Þið gáfuð okkur fjögurra mánaða bjartsýni og framleiddu síðan nýtt vandamál sem þið komið til með að eyða allri ykkar orku í til að fram- fylgja, þ.e. hið svokallaða eftirlit. Ég vona bara að þið farið nú ekki að laga þetta nýja kerfí ykkar, því þið hafið ekki gæfu né vit til þess. Alþingi sem byggir upp tortryggni meðal þegna sinna uppsker aðeins undirferli og áhuga á að bjarga sér hvað sem lög segja. Hef ég tillögu til ykkar sem er vel við ykkar hæfí og skilning og er hún þessi: Ráðið eitt prósent af þjóðinni til þess að hafa eftirlit með smábátasjómönn- um og þá mæli ég sérstaklega með því að þið ráðið vana menn, þ.e. smábátasjómennina sjálfa sem þekkja allt þetta svokallaða meinta sukk og svindl sem enginn sér nema þið. Með þessu móti munu þeir hafa eitthvert lifíbrauð eftir að hafa lagt öllum bátunum. Alþingi sem setur lög vegna beiðni öfundsjúkra stýrir ekki lukku í neinu þjóðfélagi en þetta er saga Alþingis íslendinga. Valdimar Smúelsson Mér fannst tímabært að um smábátaútgerð á Islandi og ofríki í garð hennar, segir Valdimar Samúelsson, en hins vegar hafi hann lent í vandræðum með að út- lendingum. Lýsir hann yfir stuðningi við tillögu um aflatopp. Auðvitað er maður reiður og hvort maður hafí orð yfir svona stofnun og ef það væri, er það óbirtanlegt. Úrlausn Garðars Alþjóð vissi að Garðar var tekinn á eintal. Alþjóð vissi að það þýddi að sjávarútvegsráðuneytið hikstaði eitthvað á þessari nýju löggjöf Al- þingis. (Sumargjöfínni 1995.) Ég ætla að gera það vegna góðvildar til þjóðarinnar og Alþingis, jafnvel stofnunarinnar með langa nafnið, að mæla með tillögu Garðars Björg- vinssonar og ættu fleiri að gera það opinberlega. Óopinberlega veit ég að hún er umtöluð sem lausn manna á meðal eftir klúður aldarinnar, þ.e. sumargjöf 1995. Heyrðist það líka hjá þeim sem fengu mest úthlutað af sameiginlegum heilarkvóta smá- báta og veit ég að þeim líður mörg- um eins og þeir hafi verið að þiggja þýfí að gjöf frá pólitíkusum sem höfðu engan rétt á að gefa. Og er þiggjandi þýfis réttlaus gagnvart gefnu þýfí og þjófurinn sekur. Þetta var sameiginlegur kvóti okkar allra samkvæmt lögum haustið 1994 og það getur enginn gefið sem aðrir eiga, jafnvel ekki íslenskir pólitíkus- ar. Málaferli sjálfsögð! Með tillögu Garðars er hægt að sleppa öllu tali um banndaga, sóknardaga, meint svindl milli bátaflokka o.fl. Hjólin byija að snúast aftur, menn selja báta, menn kaupa báta og menn róa þegar "Veður er. Allt verður rólegt, 7-9-13, þangað til þið á Alþingi byrjið að fárast aftur yfír meintri velgengni smábáta vegna þess eins að guð sjálfur setti of mikinn físk í sjóinn. Með tillögu Garðars spar- ast líka allt eftiriit og alheims hneyksli og grein mín sem ég ætla að senda í víðlesið erlent blað gerí) ómerk. Hvers á ég að gjalda? Ég verð bara að læra að það er ekki hægt að skrifa um ísland í erlent blað því íslensk pólitík er eins og rússnesk rúlletta. Hvernig er hægt að vera bjartsýnn? Við eram knúin til að beijast í þessu svokallaða frið- sæla landi okkar. Okkar? Höfundur er útgerðarmaður í Reykjavík. Stuðlar grálúðu og karfa nærri tvöfaldast { VERÐMÆTASTUÐLUM fýrir næsta fískveiðiár heftir orðið mik- il hækkun á mati karfa og grá- lúðu. Grálúðan verður 1,70 þorsk- ígildi en er 0,88 á þessu fiskveiði- ári og karfinn verður 0,80 þorsk- ígildi á móti 0,46 í ár. Sjávarútvegsráðuneytið ákveð- ur áríega verðmætastuðla ein- stakra físktegunda. Eru þeir not- aðir við mat á því hvemig veiði- heimildir eru nýttar, einnig varð- andi færslu milli tegunda og við svokölluð jöfn skipti aflaheimiida. Loks geta þær nýst með viðmiðun þegar skerðing aflaheimilda er metin og bætt með öðram hætti. Árni Kolbeinsson, ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, ieggur áherslu á að þessir verð- mætastuðlar hafí ekki áhrif á úthlutun kvóta sem fram fari í tonnum. Einnlg litlA á f IskverA erlendls Ráðuneytið hefur hingað til miðað við verðmæti físktegund- anna síðustu tólf mánuðina fyrir ákvörðun. Árni segir að það hafí hins vegar valdið erfiðleikum við ákvörðun sumra tegunda hve lít- ill hluti þeirra komi á innlendan fiskmarkað. Teiur hann að það hafí ieitt til þess að heimildir til að færa aflaheimildir yflr í t.d. karfa hafi verið nýttar að fullu sem ieitt hafi til þess að meira hafí verið veitt af þeirri tegund en áætlað var. Því hafi verið ákveðið að líta einnig á verð á karfa og grálúðu á erlendum físk- mörkuðum og það hafi leitt tii hækkunar á mati þessara tveggja tegunda sérstaklega. Verðmætastuðlar einstakra tegunda eru þessir: V er ðmætastuðlar /1994-95 1995-96 Þorskur 1,00 1,00 Ysa 1,22 1,10 Ufsi 0,48 0,55 Karfi o,46 0,80 Grálúða 0,88 1,70 Skarkoli 1,01 1,30 Loðna o,06 0,05 Síld 0,09 0,08 Humar (slitinn) 9,52 8,40 Hælqa 0,99 1,00 Hörpudiskur 0,42 0.40 Heildarkvóti fískiskipa er gjaman gefinn upp { þorskígild- um. Breyttir verðmætastuðlar einstakra físktegunda hafa ekki haft áhrif á verð fískiskipa, að sögn Skarphéðins Gísiasonar, hjá skipasöiunni Fiskiskip, enda líti! viðskipti verið með skip að undan- fornu. Skarphéðinn segir að við sölu skipa sé kvóti einstakra teg- unda verðmetinn, en ekki heildar- flöldi þorskígilda. alheimur fengi að heyra skýra málið fyrir út- r ATVINNU AUGLYSINGAR Vélstjóri Vélstjóra vantar á 170 tonna línubát. Vélarstærð 750 hestöfl. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í símum 456 7700 og 852 2364 eða fax 456 7801. ~ Skipstjórar Þaulvanur sjómaður, mjög góður netamaður, óskar eftir plássi sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband í síma 553 7496. Vélstjóri Baader Vanur Baadermaður óskast á frystitogara frá Norðurlandi. Upplýsingar í símum 467-1518 og 467-1691. Vélstjóra vantar á frystitogarann Sindra frá Vestmannaeyjum. Upplýsingar í síma 481 3400 (Darri eða Haraldur). Melurhf., Vestmannaeyjum. KVáylTABANKIN Það er stutt í áramótin 31.ágúst Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. Á. Vertíðarbátur óskast Við auglýsum eftir vertíðarbát, helst með kvóta, fyrir fjársterkan kaupanda. Skipasalan Ársalir hf., sími 562-4333.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.