Morgunblaðið - 23.08.1995, Page 1

Morgunblaðið - 23.08.1995, Page 1
I- BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JM#rgtmÞIafeib 1995 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST BLAÐ C SUND / EVROPUMEISTARAMOTIÐ Sunddrottningin Reuter ÞYSKA sunddrottnlngin Franzlska van Almisick gaf sér tíma tll aA veifa tll áhorfenda eftlr að fyrstu gullverð- laun hennar voru í höfn, en gaf sér ekkl tíma til að ræða vlð blaðamenn, sagðlst ekki mega vera að því að hangsa. Ávoná • hörkuleik ! SKAGAMENN leika í kvöld klukkan 18 á Akra- nesi seinni leik sinni í Evrópkeppni félagsliða gegn irska liðinu Shelboume. Fyrri leik liðanna sem háður var ytra lauk með 3:0 sigri í A og hafa þeir því vænlega stöðu fyrir lcikinn í kvöld. „Því er ekki að neita að sigurinn í fyrri leiknum gefur okkur gott veganesti fyrir leikinn, en það nokkur vegur frá því að við séum búnir að vinna,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari ÍA í gær. „Þrátt fyrir sigurinn í fyrri leiknum þá voram við oft vandræðum með þá, sérstaklega þangað til við fórum að láta boltan ganga og vinna fyrir okkur. Sheibourne liðið leikur dæmigerðan bresk- an bolta frá a til ö. Uppstillingin er fjórir, fjórir, tveir og það pressir mikið og reyna að finna fram- línumennina með löngum og háum sendingum." Logi sagði að leikmenn Shelbourne hafi vanmet- ið Skagaliðið í fyrri leiknum og því muni þeir koma grimmir til leiks og staðráðnir í að tapa ekki annað sinn. „Það tap var að þeirra mati botn- in fyrir irska knattspyrau. Því á ég vona á hörku- leik sem verður mjög erfiður fyrir okkur. Mitt lið er í góðu formi og ég óttast ekki að leikurinn gegn Leiftri síðasta laugardag sitji í strákunum. Þessi leikur er mjög þýðingarmikill fyrir okkur að fleiru en einu leyti. Með sigri hækkar Akranes enn að stigum í Evrópustaðlinum, en tap lækkar okkur niður og um leið fjarlægumst við aðal- keppnina svo það hangir ýmislegt á spýtunni. Sigur er mikilvægur og því mun Akranesliðið leika mjög ákveðið til sigurs og ég reikna með hörkuleik og að sem flestir áhorfendur Iáti sjá sig,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skagamann að lokum. Kólumbía vill hlaupa í skarði LANDSLIÐ Kólumbíu er tilbúið að leika vináttu- landsleik gegn Englandingum á Wembley, en þegar ljóst var að Englendingar höfðu ákveðið að hætta við leik gegn Króatíu á Wembley. Terry Venables, landsliðseinvaldur Englands, er spennt- ur fyrir leik gegn Kólumbíumönnum. „Þeir eru með eitt sterkasta landslið Suður-Ameríku og það væri tilvalið að byxja leik gegn þeim á keppnis- tímabilinu." Landslið Kólumbíu lék síðast á Wembley 1988. íslenskir róðra- menn í HM RÓBERT Örn Arnarson og Ármann K. Jónsson kepptu á tvíæringi á heimsmeistarakeppninni í róðri, sem hófst í Tampere í Finnlandi í gær. Þeir félagar kepptu í undanrásum í 2000 m róðri i gær og komu síðastir í mark [7.21,38 mín.] — af þeim þrjátíu, sem tóku þátt. Anthony Edwards og Bruce Hick frá Ástralíu fengu bestan t.íma, 6.39,83 mín. Almsick með tvö gull Franziska van Almsick frá Þýska- landi er þegar búin að hirða tvö gull á Evrópumeistaramótinu í sundi, sem fram ferí Vín í Austurríki. Hún mun líklega ekki láta þar staðar num- ið því hún hefur fimm gull til viðbót- ar að veija - vann sex gull og eitt silfur á síðasta Evrópumóti, sem hald- ið var í Sheffield í Engíandi fyrir tveimur árum. Hin 17 ára gamla Van Almsick byrjaði með sigri í 100 metra skriðsundi og síðar um daginn vann hún gull með félögum sínum í þýsku sveitinni fyrir 4x200 metra skriðsund. Van Almsick var komin með góða forystu eftir 50 metra í 100 metra sundinu þar sem hún fékk tímann 55,34 sekúndur. Daninn Mette Jacobsen, sem komst í úrslitakeppn- ina á lakasta tímanum, var í öðru sæti á 56,02 en aðeins 0,03 sekúnd- um á undan Karen Pickering frá Bretlandi, sem náði bronsi og fyrsta verðlaunapening Breta. í boðsundinu tók Van Almsick við góðri forystu þýsku sveitarinnar og kláraði sundið auðveldlega en spar- aði kraftana fyrir næstu átök, sleppti meðal annars blaðamannafundi og sagðist ekki hafa tíma til að hangsa áður en hún færi í lyfjapróf. í riðla- keppninni í boðsundinu vann sænska liðið sinn riðil auðveldlega en var vísað úr keppni vegna ólöglegrar skiptingar, var 0,05 sekúndum of fljótt á sér en aðeins er leyft 0,03 sekúndna frávik. Hin ungverska Krisztina Egerszegi, sem fékk fjögur gull í Sheffíeld 1993, sigraði í 400 metra fjórsundi á tímanum 4.40,33 sekúnd- um. Michelle Smith frá írlandi, næst á 4.42,81 sekúndum, leiddi sundið með sérgrein sinni, flugsundi, en Egerszegi náði góðri forystu þegar kom að sinni sérgrein, baksundi. Þjóðverjinn Cathleen Rund hafnaði í þriðja sæti á 4.46,22. Ungveijinn sem varð ólympíumeistari í 200 metra baksundi 1988, þá 14 ára, keppir aðeins í 400 metra fjórsundi og 200 metra baksundi. „Ég er eftir allt saman að eldast og mun örugg- lega aðeins keppa í þessum tveimur greinum á Ólympíuleikunum í Atl- anta,“ sagði Egerszegi. En úrslitin sem komu mest á óvart í gær áttu sér stað þegar Finninn Jani Sievinen sigraði landa sinn og heimsmeistara Antti Kasvio í 200 metra skriðsundi en Sievinen hafði aldrei áður unnið sigur í skriðsundi á stórmóti. „Ég var mjög hiss á að vinna. Þetta var góður dagur fyrir mig en ekki fyrir hina og þeir eru mun betri en þeir sýndu í dag,“ sagði Sievinen, sem var sjötti og sekúndu á eftir fremsta manni þegar kappam- if sneru í síðasta sinn á brautinni en náði með frábærum endaspretti að snerta bakkann 0,14 sekúndu á undan Anders Holmertz frá Svíþjóð. Kasivo varð að sætta sig við þriðja sætið á 1.49,24 og var ekki sáttur við eigin frammistöðu. Hlynur kom Örebro áfram Guðni Bergsson gerði sögulegt marktyr- ir Boston í tapleik gegn Newcastle Islensku knattspyrnumennirnir Guðni Bergson og Hlynur Birg- isson skorðu báðir mark fyrir lið sín í gærkvöldi. Guðni og félagar hjá Bolton tómu á móti Newcastle í úrvalsdeildinni ensku og urðu að sætta sig við að tapa 1:3 á heima- velli. Les Ferdinand skoraði tvíveg- is fyrir Newcastle, fyrst á 17. mín- útu og síðan gerði hann þriðja mark liðsins á 84. mínútu. Lee gerði annað markið á 77. mínútu. Guðni jafnaði 1:1 á 51. mínútu með góðum skalla eftir hornspyrnu og var þetta jafnframt fyrsta markið sem Bolton gerir í efsti deild á sínum heimavelli í ein 15 ár, þannig að markið er á vissan hátt sögulegt. Orebro, lið Hlyns Birgissonarj nafna háns Stefánssonar og Arn órs Guðjohnsens, lék síðari leikinn í UEFA keppninni í gær við Avenie Beggen frá Lúxemborg en fyrri leik liðanna lauk með marka ■ lausu jafntefli í Svíþjóð. Leiknum lauk með 1:1 jafntefli og gerði Hlynur Birgisson jöfnunarmarkið á 88. mínútu og kom liði sínu áfram. KIMATTSPYRIMA: KR-IIMGAR AFRAMIEVROPUKEPPIMIBIKARHAFA / C3 +

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.