Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 C 3 ÍÞRÓTTIR Fyrsti Evrópusigur KR KR-INGAR unnu sinn fyrsta sig- ur í Evrópukeppni á Laugar- dalsvelli í gærkvöldi þegar þeir lögðu Grevenmacher frá Lúx- emborg að velli, 2:0, í 1. um- ferð Evrópukeppni bikarhafa og þar sem úrslit úr fyrri leikn- um voru 2:3, eru Vesturbæing- ar komnir í næstu umferð. Úr- slit voru sanngjörn en leiknum sjálfum svipaði til miðlungs fyrstu deildarleiks á íslandi. Eftir þreifingar á miðjunni í byrj- un náðu KR-ingar meiri tökum á leiknum en án þess koma sér í færi og reyndu nán- Stefán ast eingöngu að Stefánsson Kefa háa bolta inní skrífar teig Grevenmacher. Um miðjan hálfleik náðu gestirnir frá Lúxemborg að komast inní leikinn og áttu þrjú góð færi en Kristján Finnbogason varði tvívegis vel. Það var síðan á síðustu mínútu fyrri hálfleiks að Lúxem- borgarar sváfu á verðinum og var refsað fyrir það þegar ein af fyrir- gjöfum KR-inga gaf mark. Eftir hlé slógu KR-ingar ekki af og leikurinn varð hraðari en það reyndist þungum gestunum erfitt. Einar Þór Daníelsson átti góða send- ingu á 60. mínútu inná Ásmund Haraldsson sem skallaði yfir úr góðu færi og mínútu síðar lék Ásmundur laglega í gegnum vörn Grevenmac- her en skaut sjálfur úr erfiðu færi. Síðari markið kom skömmu síðar og eftir það fór að bera á þreytú, sérstaklega hjá Grevenmacher, en þeir áttu þó gott færi á 80. mínútu sem Kristján varði vel. „Við vissum að það yrði undir okkur komið með sigur og vissum að við ættum góðan möguleika á sigri,“ sagði Þormóður Egilsson fyrirliði KR eftir leikinn. „Þetta var 1-gf%Á síðustu mínútu ■ %#fyrri hálfleiks sendi Einar Þór Daníelsson fr_á miðju upp vinstri kantinn á Ásmund Haraldsson, sem lék aðeins áfram og sendi síðan þvert fyrir markið á Mihajlo Bibercic á auðum sjó sem afgreiddi boltann snyrtilega í markið. 2B#\Á 67. mínútu sendi ■ \#Ásmundur I gegnum glufu í vörn Grevenmacher og upp miðjuna á Salih Heinti Porca sem rakti boltann áfram án þess að vörn Lúxemborgara næði til hans. Markvörðurinn kom á móti en Heimir Iék á hann og skoraði í autt markið. svipað og í leiknum í Lúxemborg nema hvað okkur gekk þó betur nú, lékum boltanum betur og sýnd- um meiri baráttu en það skilar allt- af einhveiju,“ bætti Þormóður við og þegar spurður um hvernig lið hann vildi fá í næstu umferð, svar- aði hann: „Ég hef aldrei spilað við stórlið, það væri gaman að fá svo- leiðis leik.“ Helsti munur á liðinum var að KR-ingar voru sprækari og fljótari en mótherjamir þyngri og líkamlega sterkari. Vöm KR hélt vel og átti yfirleitt ekki í vandræðummeð sókn- armenn andstæðingana. Á miðjunni var barningur en þegar yfir lauk höfðu Vesturbæingar völdin þar. Sóknarleikurinn var nokkuð einhæf- ur, sérstaklega framan af með háum sendingum sem markvörður Gre- venmacher hirti en þegar leið á leik- inn áttu KR-ingar nóg eftir til að pijóna sig í gegnum vöm mótheij- anna. En þegar upp er staðið var það jafnt lið sem barðist allan leik- inn er fór með sigur af hólmi. ísland í 46. sæti FIFA ÍSLENSKA landsliðið féll niður um sex sæti á styrk- leika alþjóða knattspyrnu- sambandsins, FIFA, við tap- ið gegn Svisslendingum. Liðið er nú í 46 sæti á listan- um — var í 40 sæti í júlí — eftir jafntefli í Svíþjóð og Sigur á Ungverjum, 49 sæti í júni, 42 sæti í maí og 39 sæti um sl. áramót. Svisslendingar fóru upp um þijú sæti — úr því fjór- tánda í ellefta, en þeir voru í sjöunda sæti um áramótin. Brasilíumenn halda efsta sætinu á listanum, en Norðmenn eru í öðru sæti. Annars er röð þjóð- anna þannig á listanum, innan sviga staðan um áramót og síð- an stig þjóðanna: 1. Brasilía(l)........68.42 2. Noregur (8)........59.40 3. Spánn (2) .........58.36 4. Þýskaland(5).......58.31 5. Argentína(lO) .....57.86 6. Ítalía (4).........56.60 7. Danmörk (14).......56.35 8. Rússland(13).......55.45 9. Portúgal (20)......55.30 10. Mexíkó (15).........54.99 11. Sviss(7) ..........54.47 12. Búlgaría(16).......53.83 13. Kólumbía(17) .......53.59 14. Rúmenía(ll) ........53.33 15. Svíþjóð (3).........52.88 16. írland (9)..........51.58 17. Holland (6).........51.18 18. Frakkland (19)......51.16 19. Bandaríkin (23).....49.83 20. Uruguay (37) .......49.46 21. Egyptaland (22).....49.41 22. England (18)........48.63 23. Skotland (32) ......48.09 24. Ghana (26)..........47.98 25. Túnis (30)..........47.68 26. Zambía (21) ........47.61 27. Tékkland (34).......47.01 28. Pólland (29)........46.08 29. Belgía (24) ........45.76 30. Greece (28).........45.67 31. Tyrkland (48).......45.53 32. Fílabeinsst. (25)...45.52 33. Japan (36)..........44.60 34. Nígería (12)........43.32 35. Marakko (33) .......42.64 36. Saudi Arabía (27)...42.54 37. Finnland(38) .......41.78 38. Kamerún(31).........41.62 39. Kína (47)...........40.66 40. Slótvakía (43)......40.52 41. Suður Kórea (35)....40.37 42. Austurríki (49) ....39.61 43. ísrael (42) ........39.57 44. Senegal (50)........38.89 45. Zimbabwe(51)........38.40 46. ÍSLAND (39).........38.20 47. Mali (52) ..........38.12 48. Bolivía (44)........38.00 49. Litháen (59) .......37.98 50. Alsír (57)..........37.33 Eigum möguleika - segir Ólafur Kristjánsson, fyrirliði FH um leikinn gegn Glenavon Við erum brattir FH—ingar þrátt fyrir slaka stöðu í deildinni og komum í þennan leik með fullri ein- beitingu og ætlum okkur áfram í keppninni. Við vorum klaufar í fyrri að komast ekki áfram og við nögum okkur enn í handarbökin vegna þess og ætlum ekki að láta það endurtaka sig, sagði Ólafur H. Kristjánsson, fyrirliði FH, en í dag klukkan átján leika FH—ingar seinni leik sinn í Evrópukeppni félagsliða gegn N-írska liðinu Glenavon á Kaplakrikavelli. Fyrri leik liðanna fyrir tveimur vikum lauk með markalausu jafn- tefli og því standa liðin jafnt að vígi þegar flautað verður til leiks í dag. „Fyrri leikurinn bar þess merki að liðin höfðu ekki séð mikið hvort til annars og menn voru mikið að þreifa fyrir sér og leita veikleika. Þeir voru betri í upphafmu en við sóttum í okkur veðrið þegar á leið.“ Ólafur sagði það hafa komið á óvart að liðsmenn Glenovan léku ekki dæmigerðan breskan bolta. Lið- ið léki t.d. ekki eins fast og mörg bresk lið gera og talsverður munur væri á leik þeirra og Linfield sem FH lék gegn í fyrra í Evrópukeppni. „Glenovan liðið gæti alveg spjarað sig í fyrstu deildinni heima og væri líklega í efri hlutanum. Þeir hafa mjög fljótan vinstri kantmann sem var að gera okkur lífið leitt og eins hafa þeir snögga og lipra framlínu- menn. En við munum fara vel yfir upptöku af fyrri leiknum og leita að veikleikum þeirra og ég tel okkur eiga ágætis möguleika á að komast áfram. Að mínu mati er þessi leikur ág- ætt tækifæri fyrir okkur að rífa okk- ur upp úr öldudalnum sem við erum í. Þetta er eins og bikarleikur, sigur er það eina sem gildir og takist okk- ur að sigra ætti það að styðja við bakið á okkur í slæmri stöðu í deild- inni. Við munum fara varlega af stað og nýta þau sóknarfæri sem gefast. Ég reikna með því að Ólafur [Jó- hannesson] þjálfari stilli liðinu upp þannig að fimm leikmenn hafi nokk- uð fijálsar hendur til sóknar." Stuð á Eyjamönnum sem eru í þriðja sæti EYJAMENN skutust íþriðja sæti 1. deildarinnar með 2:1 sigriá Fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum f gærkvöldi. Sigur Eyja- manna var sanngjarn og eru þeir nú f ólíkri stöðu miðað við und- anfarin ár þegar þeir hafa barist við fall en nú þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af falldraugnum. Þeir eiga möguleika á að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti en Frammarar sitja í næst neðsta sæti deildarinnar og eiga harða fallbaráttu fyrir höndum. Leikurinn var mikill baráttuleikur og Ijóst var frá fyrstu mínútu að bæði lið ætluðu sér öll þrjú stigin úr leiknum enda var leikurinn skemmtileg- ur, hraður, spennandi og fast leikinn. Eyjamenn byijuðu leikinn af mikl- um krafti og náðu strax yfir- höndinni enda liðu ekki nema 4 mín- útur þar til þeir skor- Grímur Gíslason “ð,u fyrsta mark Skrifarfrá leiksms. Eyjamenn Eyjum héldu áfram að sækja fyrst eftir markið en eftir að Frammarar náðu að jafna á 11 mín. náðu þeir yfir- hönd í leiknum og sóttu talsvert að marki heimamanna en Friðrik Frið- riksson í marki ÍBV varði það sem að markinu kom. Frammarar áttu tvö ágæt færi er hálftími var liðinn af leiknum en náðu ekki að nýta sér þau. Eyjamenn komu aftur meira inn í leikinn er leið á hálfleikinn og áttu tvö hættuleg færi, annað eftir fyrir- gjöf Tryggva Guðmundssonar þar sem tveir Eyjamenn hittu ekki bolt- ann rétt utan við markteig og er Hermann Hreiðarsson skallaði yfir af markteig eftir hornspyrnu Tryggva. Eyjamenn pressuðu nokk- uð stíft á Frammara seinni hluta hálfleiksins og áttu margar fyrir- gjafir en Birkir Kristinsson, mkrk- vörður Frammara, var eins og kóng- ur í ríki sínu í vítateignum og hirti þær nær allar. Frammarar byijuðu seinni hálf- leikinn með látum og Steinar Guð- geirsson komst inn fyrir vörn ÍBV en Friðrik varði skot hans úr mjög góðu færi. Liðin skiptust síðan á að sækja en sóknir Eyjamanna voru beittari og Steingrímur Jó- hannesson gerði oft usla í vörn Frammara með snerpu sinni. Eyja- menn fengu upplagt færi til að ná forystunni á 34. mín. er Tryggvi Guðmundsson skaut yfir úr góðu færi af vítapunkti. Eftir að Eyja- menn náðu forystunnu lögðu Frammarar meiri þunga í sókn sína sem varð til þess að Eyjamenn fengu nokkrar hættulegar skyndi- sóknir þar sem boltanum var stungið fram á Steingrím. Það var greinilegt að leikurinn var mikilvægur báðum liðum og leik- menn lögðu allt í sölurnar. Það var því fast spilað og á köflum jaðraði við á að leikur Frammara væri gróf- ur. Eyjamenn voru beittari og áttu sigurinn skilinn. Flestir leikmanna ÍBV áttu góðan dag og baráttan og leikgleðin var allsráðandi eins og í flestum leikjum liðsins í sumar. ÍBV vann sinn fjórða sigur í röð og eru mörg ár síðan Eyjamenn hafa unnið svo marga leiki í röð í 1. deild. Frammarar börðust vel en samt var eins og einhvern takt vantaði í leik liðsins. 1H#\Eyjamenn fengu aukaspymu hægra megin við vítateig ■ WFramara eftir að brotið hafði verið á Inga Sigurðssyni. Ingi tók aukaspymuna og sendi fyrir markið þar sem Martin Eyjólfsson nikkaði boltaum aftur fyrir sig í átt að markinu og Leifur Geir Haf- steinsson sem var nálægt fjærstönginni fékk boltann og hreinlega mokaði honum í markið með fótleggnum. hörku skot að marki ÍBV. Friðrik Friðriksson varði en hélt ekki boltan- um og ekki heldur í fyrra skoti Þorbjörns Atla Sveinssonar sem brást ekki bogalistin er hann fékk hann öðm sinni. 2H 4[ Eftir langt innkast Jóns Braga Arnarssonar frá hægri, á ■ I 37. mín., varð mikil barátta í vítateig Framara, boltinn megin og þrumaði hann boltanum í netið án þess að Birkir kæmi nokkrum vömum við. Ókeypis fýrir börn og konur FH—ingar hafa ákveðið að konur og börn fái frítt á Evrópuleikinn í Kaplakrika í kvöld en þá taka FH—ingar á móti Glenavon í seinni leik liðanna í Evrópukeppni fé- lagsliða. Leikur hefst klukk- an 18. Shelbourne 100 ára á þessu ári ANDSTÆÐINGAR Skaga- manna í dag, irska liðið Shelbourne, var stofnað árið 1895 og heldur því upp eitt- hundrað ára afmæli sitt á þessu ári. Þetta er í sjötta sinn sem félagið tekur þátt í Evrópukeppninni. Þeir voru með í Evrópukeppni meist- araliða árið 1962 og 1992, Evrópukeppni bikarmeistara 1963 og 1993 og í Evrópu- keppni félagsliða 1971. Ólafur og Sigursteinn líklega með ÓLAFUR Þórðarson og Sigursteinn Gíslason fengu báðir gult spjald í fyrri leikn- um við Shelboume og meiga því vart við því að líta á fleiri spjöld í kvöld í síðari leikn- um. „Ég hef verið að velta því fyrir mér að láta þá [Ólaf og Sigurstein] hvíla í leiknum því ef þeir fá gul spjöld núna, þá verða þeir ekki með ef við komumst áfram, en til þess þurfum við að komast áfram og það er ekkert sjálfgefið,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna í gær. Árni Gautur úr leik HINN efnilegi markvöður ÍA, Árni Gautur Arason, lentí í samstuði við Gunnar Má Másson leikmann Leifturs í leik félaganna á síðasta laug- ardag og varð að yfirgefa völlinn. Nú er komið í [jós að liðband i hné hefur skadd- ast og hann leikur því ekki meira með Skagamönnum á yfirstandandi keppnistíma- bili. Hinn markvörður f A, Þórður Þórðarson, hefur einnig átt við meiðsli að stríða í í hné og hefur ekki náð sér góðum ennþá. Hann verður þó í markinu í kvöld. Loka leikur Kára Steins KÁRI Steinn Reynisson, leik- ur í kvöld síðasta leik sinn með Skagaliðinu að sinni, en liann er að lialda utan til náms. „Þetta verður síðasti leikur Kára Steins með okkur í bili en það kemur til greina sækja í einhveija leiki í haust,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari í A í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.