Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 1
| BRAMPARARJ LEIKIRJ |ÞRAUTIR~j Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunbiaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 23. AGUST 1995 Brandarabanki Myndasagnanna HÆSTU mögulegir vextir: Gleði og bros svo að skín í endajaxlana ef þeir eru þá komnir í Ijós — Ef þið akið ykkur í spiki, leyfið því að gutla svolítið og hristast af ykkur með lestri Brandara- bankans — Brandarabank- inn; besta heilsubót sem völ er á — Mesta og besta ávöxt- unin Jæja, jæja, jæja þá. Var ein- hver að tala um einhvern Moggaverðlaunabrandara- bankamyndasagnapott? Nei, "alls enginn, enda eins gott, þetta langa orðskrípi sem fór hér á undan á engan rétt á sér. Svona orð eru ekki hæf til notkunar í íslensku máli. Við eigum svo mörg, mörg falleg orð, að svona langloka er ekki hæf í munni nema þá til átu, með salati, skinku eða rækju eða túnfiski, sósu og svo framvegis. EN - það var minnst á verðlauna- og vaxta- pottinn fyrir einni eða tveimur vikum! Þið hafið verið alveg ofsa- lega dugleg að senda okkur brandara og munum við birta þá svona í áföngum, Örfáa brandara hefur þurft að leggja til hliðar - þeir eru ekki alveg hæfir til birtingar í blaði sem vill ekki láta bendla sig við - tja, já, hreint út sagt dóna- skap. Myndasögur Moggans eru hluti af Morgunblaðinu - blaði allra landsmanna - og það blað er vant að virðingu sinni, sem þýðir að við birtum ekki brandara ef þeir eru dóna- legir. Og hananúl Allir sem senda inn til okkar brandara eru, eins og hefur komið fram áður, í Moggapottin- um. Nú hefur verið dregið úr honum í fyrsta sinn ... OG verð- launahafarnir eru: Morgunblaðstaska: Bjarney I. Sigurðardóttir Holtsgötu 13 101 Reykjavík Morgunblaðsbolur: Tinna H. Smáradóttir Skólavegi 88a 750 Fáskrúðsfjörður Morgunblaðshandklæði: Unnur Bjamadóttir Gnitaheiði 5 200 Kópavogur Morgunblaðshúfa: Viktor P. Hannesson Bjarkarhlíð 5 700 Egilsstaðir Högnabolur: Fanney Friðriksdóttir . Dvergholti 13 270 Mosfellsbær ^¦¦Wíl^- - Myndasögur Moggans og mark- aðsdeild Morgunblaðsins þakka ykkur fyrir þátttökuna og óska verðlaunahöfunum til hamingju. Og nú er bara að halda áfram að senda inn brandara í bankann góða. Næst verður dregið að þrem- ur eða fjórum vikum liðnum. Verðlaunahafarnir fá Mogga- verðlaunin send á hæstu dögum. xXx Hérna koma nokkrir góðir. Vitið þið &f hveiju Hafnfírðingar fara alitaf út þegar það em þrum- ur og eidingar? Afþví að þeir halda að Guð sé að taka myndir. Það var hún Marta María Frið- riksdóttir, 8 ára, Vesturbrún 18, 104 Reykjavík, sem sendi þennan. xXx Kæra Morgunblað! Ég sendi hér einn. Einu sinni var eitt blátt tyggjó og annað gult tyggjó í bió. Þar hittu þau kjöt sem var að gráta. Gula tyggjðið spurði afhverju það væri að gráta. Þá sagði kjötið: Afþvi að mig langar svo i tyggjó. Elva Hrund Þórisdóttir, Jörund- arholti 134, 300 Akranesi. xXx Þessa tvo sem hér fylgja sendi Unnur Bjarnadóttir, Gnitaheiði 5, 200 Kópavogur. Hún sendi fleiri, en þeir verða að bíða birtingar eins og fleiri brandarar frá ykkur, skemmti- legu börn. Tveir Hafnfirðingar fóru til Afríku. Þar sem þeir höfðu fengið óskir um að þeir kæmu til baka með krókódllastígvél fyrir konumar sínar og erfítt reyndist að fá slík stígvél í búðum, brugðu þeir á það ráð, að reyna sjáifir að veiða krókó- díla. Eftir viku spurðist næst til þeirra þar sem þeir voru bus- landi í straumþungri á og á bakkanum voru hrúgur af krókódílum. Skyndilega beygði annar Hafnfírðingurinn sig niður, greip enn einn krókódilinn upp úr vatninu, henti honum upp á bakkann og tautaði þurrlega: Ef sá næsti er ekki í skóm þá er ég farinn heim. xXx Hafnfíiðingur var á ferð í mið- bænum þegar tveir þjófar réðust á hann. Hafnfírðingurinn barðist hetjulega en svo fór að þeir höfðu hann undirogætiuðu aðrænahann. En þeir fundu bara hundraðkall. - Hva, slæstu svona fyrírhundr- aðkall? - Nei, ég hélt bara að þið ætiuð- uð að ræna fimmtíuþúsundkallin- um mínum, sem ég geymi í öðrum sokknum. Að brosa er gott ÞAÐ eru prinsar og prinsessur, hjörtu og blóm og margt fleira á hinni stórglæsilegu mynd sem hér fylgir. Listamaðurinn eða öllu heldur listakonan heitir Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir, 4 ára - verður 5 ára í desember, Birkihlíð 32, 105 Reykjavík. Hvað er svo gott að sjá á myndinni? Já, alveg rétt, það sem er svo gott að sjá er brosið á andlitun- um. Myndasögurnar þakka Mel- korku Þöll fyrir. V v ° V. \ rTfi rp 5S_ @kö ^ "T mFJP ^ \^-cjf^\Oi-íU\ _x 'l 'XÍSr) ° ALc 1 U ^VLsTT] w ^t=*t^Z^_ ^^BcpO^^fí Spegilmynd ÞIÐ sjáið fjórar myndir hérna, sem í fljótu bragði virðast eins. En sú er ekki raunin, þær snúa ekki allar á sama hátt og nú eigið þið að finna hvaða mynd er spegilmynd myndarinnar efst til hægri. Til Lausna getið þið leitað ef þið eruð ekki alveg viss um svarið. Lausnir eru á öðrum stað í blaðinu. Hafið gaman af. Sjálfsmyndir systranna VIÐ systurnar teiknuðum myndir af okkur sjálfum í fínum fötum. Við heitum Ásdis Eva Lárusdóttir, 6 ára, og Sara Björk Lár- usdóttir, 4 ára. Við búum í Jörfabakka 18, 109 Reykjavík. Svo mörg vona þau orð frá systrunum drátthögu. Þið'enið ekki neitt smáræðis fínar, einhverjir mundu segja dúllulegar. Hjatlans þakkir fyrir sendinguna, kæi stur. ,egja ! cæru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.