Morgunblaðið - 24.08.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 24.08.1995, Síða 1
80 SÍÐUR B/C/D 190. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS 130.000 flóttamenn í Zaire flýja vegna nauðungarflutninga Hermenn ræna og- rupla í búðunum Goma. Reuter. Reuter Gíslar sýnd- ir í Kasmír AÐSKILNAÐARSINNAR í Kasmír hafa sent indverskum yfirvöldum myndir af fjórum vestrænum gíslum til að sanna að þeir séu enn á lífi. Indversk- ur lögreglumaður heldur hér á einni myndanna. ■ Enn von um lausn/18 HERMENN í austurhluta Zaire fóru í gær ránshendi um búðir sem 130.000 flóttamenn frá Rúanda og Búrúndí hafa flúið vegna nauðung- arflutninga hersins. Hermennirnir tóku í burtu dúka og dýnur, sem Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hafði séð flóttafólkinu fyrir, og brutu niður kofa til að safna eldivið. Flóttamannahjálpin kvaðst þó vongóð um að samkomulag næðist við stjórn Zaire og flóttafólkið til að binda enda á nauðungarflutning- ana. Carrol Faubert, sendimaður Flóttamannahjálparinnar, sagði að flóttafólkið léði nú máls á að snúa heim af sjálfsdáðum í bílum Sam- einuðu þjóðanna ef hermenn Zaire færu úr búðunum. 15.000 flóttamenn fluttir nauðugir til Rúanda Her Zaire hefur flutt um 15.000 flóttamenn nauðuga á einskis- mannsland við vesturlandamæri Rúanda frá því á laugardag. Rúm- lega 130.000 flóttamenn frá Rú- anda og Búrúndí hafa flúið undan hermönnunum til skóga í grennd við búðirnar og eru þar án matar og drykkjarvatns. Nauðganir og barsmíðar Hermennirnir hafa verið sakaðir um nauðganir og barsmíðar á flóttafólki. Vestrænir stjórnarerind- rekar segja að stjórn Zaire hafi ákveðið nauðungarflutningana til að vekja athygli umheimsins á vanda hennar vegna mikils fjölda flóttamanna í landinu. Stjórnin hafi sent Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, bréf og beðið hann um að leysa vandann en því hafi ekki ver- ið svarað. Rúm milljón Hútúa flúði til Zaire vegna borgarastyijaldarinnar í Rú- anda í fyrra. Meðal þeirra eru stjórnarhermenn og vopnaðir hópar sem tóku þátt í morðum á um millj- ón Tútsum og andstæðingum sínum úr röðum Hútúa. Þeir vilja ekki snúa aftur til Rúanda af ótta við að þeim verði refsað. Friðaráætlun Bandar íkj anna Ný sendi- nefnd skipuð Washington, Sarajevo. Reuter. BILL Clinton, forseti Banda- ríkjanna, ákvað í gær að senda Richard Holbrooke aðstoðarut- anríkisráðherra með nýja samn- inganefnd til landa gömlu Júgó- slavíu til að freista þess að koma á friði. Clinton skipaði fjóra menn í nefndina í stað þriggja stjórnar- erindreka sem fórust þegar brynvarin bifreið þeirra rann út af fjallvegi á leið til Sarajevo á laugardag. Hraðlið Sameinuðu þjóðanna beitti í fyrsta skipti stórskota- vopnum gegn serbneska umsát- ursliðinu í grennd við Sarajevo á þriðjudag. Að minnsta kosti fjórir menn höfðu þá beðið bana og 32 særst í árásum Serba á borgina. Sænska lögreglan yfirheyrir Alsírbúa Hafði fjar- vistarsönnun París. Reuter. Morgunblaðið. SÆNSKA lögreglan sagði í gær að Alsírbúinn, sem var handtekinn í Stokkhólmi vegna sprengjutilræðis- ins í París 25. júlí, hefði liklega verið í Svíþjóð þennan dag. Maðurinn væri ekki lengur í haldi vegna tilræð- isins heldur vegna gruns um brot á innflytjendalöggjöfinni. Lögreglan lagði til við dómsmálaráðuneytið að manninum yrði vísað úr landi. „Öryggislögreglan hefur haldið áfram að yfirheyra manninn um hvar hann hafi verið þegar árásin var gerð. Fram hafa komið upplýsingar sem benda til þess að hann hafi ver- ið í Svíþjóð þennan dag,“ sagði í til- kynningu frá lögreglunni. Franska dagblaðið Le Monde hafði skýrt frá því að Alsírbúinn, Abdelk- rim Deneche, hefði lagt fram banka- kvittanir sem sýndu að hann hefði verið í Stokkhólmi daginn sem sprengja varð sjö manns að bana og særði áttatíu og sex í neðanjarðar- lest í París. Franska lögreglan hafði talið að Deneche væri einn af forsprökkum herskáustu hreyfingar múslimskra bókstafstrúarmanna í Alsír, GIA. Fréttir gagnrýndar Alain Juppe, forsætisráðherra Frakklands, gagnrýndi franska flöl- miðla fyrir að skýra frá upplýsingum um gang rannsóknarinnar sem lög- reglan vildi halda leyndum. „Ég er hneykslaður á því hvernig flallað er um málið. Örlítil þagmælska og ögn af ábyrgðartilfinningu væri öllum í hag í slíkum harmleik," sagði hann. Franskir saksóknarar ákváðu í gær að hefja rannsókn á því hver læki upplýsingum til ijölmiðla um rannsóknina. Fulltrúar kristilegra samtaka í suðurhluta Súdans Fólk hneppt í þrældóm Lundúnum. The Daily Telegraph. FULLTRÚAR kristilegra sam- taka, sem eru nýkomnir frá Súd- an, segja að vopnaðir múslimar úr norðurhlutanum hafi hneppt fjölda manna í þrældóm í árásum á þorp kristinna ættbálka í suður- hlutanum. Fulltrúarnir fóru með flugvél í afskekkt hérað í suðvesturhluta Súdans frá Kenýu þótt stjórnin í Khartoum hefði bannað útlend- Stjórnin sögð hvetja til töku þræla ingum að fara á svæðið. Þar hittu þeir múslimskan þrælasala, sem kvaðst hafa selt 162 konur og börn aftur til fjölskyldna sinna. Þrælasalinn sagði að stjórn Súdans hvetti hópa múslima, sem hún sér fyrir vopnum, til að hneppa fólkið í þrældóm. Þeir haldi sumum þrælanna en selji aðra. Fulltrúarnir segja að járn- braut, sem tengir herstöðvar Súdanshers í suðri við norður- hlutann, sé kölluð „þrælalestin" á þessum slóðum. Þeir ræddu við fólk, sem hefur orðið vitni að þrem árásum vopnaðra múslima frá því í janúar. í einni þeirra voru 282 þorpsbúar numdir á brott. Loksins rigning í Lundúnum LUNDÚNABÚAR fengu í gær fyrstu rigpiinguna > margar vik- ur eftir langvinnustu þurrka í 75 ár. Á mörgum svæðum í Bret- landi hafa yfirvöld orðið að grípa til vatnsskömmtunar vegna þurrkanna og fuglafræð- ingar segja að á annað þúsund álfta hafi drepist af völdum mik- ils gerlagróðurs í ám og vötnum. Myndin er af ferðamönnum með regnhlífar á Picadilly Circus. Hamas-liðar handteknir Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSKAR öryggissveitir hafa handtekið tvo liðsmenn Hamas- hreyfingarinnar sem eru grunaðir um að hafa skipulagt sprengjutilræði í rútu í Jerúsalem fyrr í vikunni og í Tel Aviv í júlí. 30 Hamas-menn voru handteknir ásamt forsprökkunum tveimur, Nasser Issa og Hatem Ismail. Talið er að þeir liafi fengið tvo menn til að gera sjálfsmorðsárásir í Israel. í annarri þeivra biðu fjórir menn bana, auk tilræðismannsins, í Jerúsalem á mánudag. Hinn maðurinn varð sex ísraelum að bana í sprengjutilræði í Tel Aviv 24. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.