Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Rafveitan lækkar gjaldskrána ENDURSKOÐUÐ fjárhagsáætlun Rafveitu Akureyrar 1995 hefur verið afgreidd frá bæjarstjórn. Samkvæmt henni hækka rekstrar- tekjur um 31,4 milljónir króna og rekstrargjöld um 8,5 milijónir. Tekjur Rafveitunnar verða þá 100 milljónum kr. hærri en gjöldin og ljóst að fjárhagsstaða veitunnar er traust. Bókun bæjarráðs um þennan lið, sem afgreiddur var á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag, fylgir sú tillaga Sigríðar Stefánsdóttur að Rafveitan greiði 2% afgjald af eigin fé veitunnar til bæjarsjóðs. Einnig er meðfylgjandi tillaga Sigurðar J. Sigurðssonar um lækkun gjaldskrár veitunnar eða fjárframlag til Framkvæmda- sjóðs. Jakob Bjömsson bæjarstjóri vildi ekki fara út í það að skattleggja Rafveituna með óbeinum hætti. „Við viljum að bætt afkoma komi fram í lækkaðri gjaldskrá. Það verður athugað við endurskoðun á fjárhagsáætlun næsta árs hver lækkunin getur orðið,“ sagði Jakob. Þórarinn E. Sveinsson fullyrti að hægt yrði að lækka raforku- verð til neytenda jafnt og þétt á næstu árum án þess að það bitn- aði á viðhaldsframkvæmdum. Hann sagði Akureyringa búa við eitt lægsta raforkuverð á landinu og stefnan væri tekin á lang- lægsta verðið. Fundað um húsnæðismál STARFSHÓPUR sem menntamála- ráðherra skipaði um byggingamál Háskólans á Akureyri mun koma saman til fundar á næstu dögum til að fjalla um framtíðarskipulag á Sólborgarsvæðinu. í hópnum sitja Þorsteinn Gunnarsson, Jakob Björns- son, Þórhallur Arason og Örlygur Geirsson. Þorsteinn Gunnarsson rektor sagði að fjárveiting vegna uppbyggingar- innar á Sólborgarsvæðinu á þessu ári væri uppurin en hann vonaðist fastlega eftir fjármagni til fram- kvæmda á næsta ári. Háskólinn er sem fyrr á fjórum stöðum í bænum því kennt er í Þing- vallastræti og Glerárgötu, sal Odd- fellowhússins og í Fjórðungssjúkra- húsinu þar sem verkleg kennsla í hjúkrunarfræði fer fram. Stefnt er að því að nær öll starfsemi Háskól- ans verði flutt á Sólborgarsvæðið í framtíðinni. Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir og jafnvel betri en sami mánuður í fyrra sem sló þá öll met. „Það dregur alltaf úr ferða- mannastraumnum eftir 20. ágúst og um mánaðamótin er þetta búið. Þetta fór mjög seint af stað og það var lítil lausatraffík í bænum fram undir 25. júlí. Þá kom hins vegar vænn kippur með batnandi veðri og þessi kafli var raunar svo góður að menn gleymdu strax hinum langa og erfiða vetri,“ sagði Gunnar. Hann sagði að í september tæki við funda- og ráðstefnutími hjá hótelinu og útlitið væri býsna gott í þeim efnum en of snemmt væri að segja til um bókanir fyr- ir veturinn. Straumur norður á skömmum tíma HITAMUNUR dags og nætur er nú orðinn mikill eða 10-20 stig víða á Norðurlandi. Hásumarið er liðið og haustbragur kominn á ferðaþjónustuna. A Akureyri virðist ferðamannasumarið hafa verið stutt en gott og sérstaklega var mikil gróska í ferðaþjón- ustunni frá því um 20. júlí til 20. ágúst þegar veðurblíðan hélst nánast stöðug og seiddi til sín ferðalanga úr volkinu á Suðvest- urlandi. Útlit er fyrir að gistinætur á tjaldsvæði Ákureyrar verði um 20 þúsund í sumar á móti ríflega 18 þúsund sumarið 1994. Að sögn Omars Ivarssonar var júnímán- uður betri en í fyrra en júlí hins vegar slakari. Veður var kalt fram eftir miðjum júlí en síðan brast á blíða og eftir það hefur aðsókn verið mjög góð og er enn. Gistinætur í ágúst eru þegar orðnar 7.100 á móti rúmlega 6.000 allan mánuðinn í fyrra. „Mér finnst í rauninni ótrúlegt hvað eru margir hérna ennþá. Það eru í kringum hundrað manns á tjaldsvæðinu en eftir næstu helgi fer þetta að verða búið. Við höfum opið til 10. sept- ember en búumst ekki við mörg- um Ijaldgestum eftir mánaða- mót,“ sagði Ómar. Gunnar Karlsson hótelstjóri á Hótel KEA hafði svipaða sögu að segja. Hann sagði að hinu hefðbundna ferðamannatjmabili væri greinilega að ljúka. Ágúst- mánuður hefði verið mjög góður Yfirlögregluþjóns beðið Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Girnilegt grænmeti HILDUR Arna hefur verið að rækta grænmeti í skólagörðun- um á Akureyri í sumar og tekið upp jafnt og þétt eftir því sem tegundirnar þroskast. Útlit er fyrir góða uppskeru og ljóst að grænmetið er búbót fyrir mörg heimili. ENN hefur ekki verið gengið frá ráðningu yfirlögregluþjóns á Akureyri en stefnt var að því að ráða í stöðuna í lok síðustu viku. Nýr yfirlögregluþjónn á að taka til starfa 1. september. Þær upplýsingar fengust hjá Sigurði Tómasi Magnússyni í dómsmálaráðuneytinu í gær að Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra væri að fara yfír umsóknir um stöðuna en ekki væri búið að velja mann í embættið. Tíu sóttu um stöðuna og rann umsóknar- frestur út um miðjan júlí. Hótel KEA mótmælir niðurstöðu Heilbrigðiseftirlitsins Urskurði um hávaða áfrýjað LÖGMAÐUR Hótel KEA hefur áfrýjað til stjórnar Hollustuvernd- ar ríkisins þeim úrskurði Heil- brigðiseftirlits Eyjafjarðar að for- svarsmönnum hótélsins beri að gera ráðstafanir til að draga úr hávaða vegna dansleikjahalds. Eigendur Hótel Hörpu hafa lengi kvartað yfir hávaða frá dansleikja- haldi á KEA enda eru hótelin sam- liggjandi og aðeins einfaldur vegg- ur á milli þeirra. Heilbrigðiseftirlit Eyjafjarðar fékk málið til skoðunar og sendi frá sér þann úrskurð að nauðsynlegum endurbótum til að draga úr hávaðanum skuli lokið eigi síðar en 1. nóvember. Gunnar Karlsson hótelstjóri sagði að ákveðið hefði verið að áfrýja þessum úrskurði til stjórnar Hollustuverndar því það hlyti að vera álitamál hvort Hótel KEA ætti eitt að standa að umbeðnum endurbótum. Bensínsala hjá Hag- kaup Á FUNDI sínum sl. þriðjudag staðfesti bæjarstjórn Akur- eyrar samþykkt skipulags- nefndar þess efnis að heimila staðsetningu bensínafgreiðslu- stöðvar á bílastæði Hagkaups að Furuvöllum 17. Átta bæj- arfulltrúar veittu samþykki sitt en þrír sátu hjá. í bókun skipulagsnefndar eru ítrekaðir allir þeir fyrirvar- ar sem áður hafi verið gerðir. Leyfi til leik- skóla synjað LEIKSKÓLANEFND hefur tekið fyrir umsókn leikskólans Ársólar um starfsleyfi og segir eftirfarandi í bókun nefndar- innar 10. ágúst: „Enn hafa áður kynntar kröfur um hús og lóð á leikskólanum Ársól ekki verið uppfylltar og af- greiðsla á umsókn um starfs- leyfi því ekki tímabær. Þá kemur fram að leikskóla- nefnd óskar eftir fundi með fulltrúa ráðuneytisins um ábyrgð og skyldu sveitarfélags- ins og nefndarinnar í málum sem þessum. Ársól er nýr einkarekinn leikskóli og hafði leikskóla- nefnd áður hafnað umsókn um stofnstyrk og vísaði m.a. til fyrri samskipta Akureyrarbæj- ar og rekstraraðila leikskólans. Prjón o g hönnun í Punktinum HANDVERK-reynsluverkefni, Heimilisiðnaðarfélag íslands og Punkturinn halda kynningu og litskyggnusýningu á prjónahönnun og peysufram- leiðslu finnska textílhönnuðar- ins Sirkka Könönen í Punktin- um á Gleráreyrum á Akureyri föstudaginn 25. ágúst. Sýningin' verður opnuð kl. 20 á föstudaginn. Sirkka Könönen er þekktur textílhönnuður í heimalandi sínu og víðar. Sýning hennar í Punktinum verður opin alla virka daga kl. 10-17 og laug- ardaga kl. 14-18. Listasumar BB<7BQafl0IQei Elt3 BDB •ÐDOBbB Kombó í Deiglunni í KVÖLD, fimmtudaginn 24. ágúst, skemmtir Kombó Ellen- ar Kristjáns í Klúbbi Listasum- ars og Karólínu í Deiglunni á Akureyri. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og er aðgangur ókeypis. Kombóið byrjaði að starfa saman fyrir um tveimur árum og hefur gefið út einn geisla- disk. Meðlimir sveitarinnar eru allir landsþekktir tónlistar- menn og hafa leikið með ýms- um hljómsveitum en með Kombóinu hafa þeir einkum leikið á tónleikum og munu koma frá á RúRek í haust. Kombóið skipa Ellen Krist- jánsdóttir söngkona, Eðvarð Lárusson gítarieikari, Birgir Baldurssyni trommuleikari og Þórður Högnason bassaleikari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.