Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 15 FERÐALÖG 6 ára fá bitabox frá Osta og smjörsölunni FORELDRUM tæplega 4.200 ís- lenskra 6 ára barna hefur verið sent í pósti bitabox fyrir börnin í skólann. Með fylgir bæklingur- inn „Heil og sæl“ sem gefinn var út af markaðsnefnd mjólkuriðn- aðarins til stuðnings við samsetn- ingu á skólanesti, morgunverði og léttum hádegisverði. Er Osta og smjörsalan með þessum hætti að kynna að hollt matarræði sé grundvöllur góðs námsárangurs. ----» ♦ ♦- Snyrtivörur á útsölu No7 snyrtivörur frá breska lyfja- og snyrtivöruframleiðandan- um Boots fást nú með afslætti í flestum snyrtivöruverslunum og apótekum landsins. Aðalbjörg Reynisdóttir hjá B. Magnússyni hf. sagði þetta vera í fyrsta skipti sem haldnar væru útsölur á No7 snyrt- ivörum, og henni væri ekki kunn- ugt um dæmi slíks varðandi aðrar snyrti- vörutegund- ir. „Boots fyrirtækið tók nýverið snyrtivöru- framleiðsluna til gagngerðrar end- urskoðunar og bar hana saman við snyrtivörur annarra framleið- enda. Markmiðið var að framleiða No7 vörurnar betri eða a.m.k. jafngóðar. Gjörbreytt framleiðsla Jafnt innihald sem umbúðir nýju línunnar, sem kemur á markað innan skamms, gjörbreytist. Þang- að til fást birgðir yfirleitt á hálf- virði, aldrei með minna en 30% afslætti og stundum er afsláttur- inn allt að 70%.“ Sem dæmi um útsöluverð fæst varalitur á 370 kr. og andlitsfarði á 450 kr. Sveppa- tínslu- og skóg- arferð HIÐ íslenska náttúrufræðifélag og Ferðafélag íslands efna til sveppa- tínslu- og skógarskoðunarferð í Heiðmörk. Ferðafélag íslands sér um ferð- ina. Lagt verður af stað frá Umferð- armiðstöðinni (austanverðri) kl. 13 laugardaginn 26. ágúst og ekið upp í Heiðmörk, þar sem Vignir Sig- urðsson frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur kynnir skógræktina og Eiríkur Jensson, kennari, leiðbeinir þátttakendum við sveppatínslu. Gjald fyrir ferðina er 600 kr. en frítt fyrir börn. -----» ♦ ♦ Ferð í Stokkseyr- arfjöru FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Náttúru- lækningafélags íslands stendur fyr- ir ferð nk. laugardag, 26. ágúst, í Stokkseyrarfjöru i þeim tilgangi að tina þörunga, söl og annan sjávar- gróður til manneldis. Leiðbeinandi verður Ólöf Hafsteinsdóttir mat- vælafræðingur. Ólöf mun einnig leiðbeina um hvernig matreiða megi alls konar góðgæti úr sjávargróðri. Afmæli í Básum Ásgarður- nýtt ferðaþjónustu- þorp í sveitasæluanda í GRÓÐURSÆLLI hlíð Hvolsfjalls hefur myndast lítið ferðaþjónustu- þorp á sl. fimm árum og kallast nú Ásgarður. Þar stendur hæst 60 ára gamalt skólahús sem hefur öðl- ast nýtt hlutverk sem gistiheimili og veitingastaður og þar hjá standa fimm sumarhús sem eru leigð út til ferðamanna, ibúðarhús og tré- skurðar- og sérsmíðaverkstæði. Húsin mynda e.k. sveitaþorp og setur Stórólfshvolskirkja svip á staðinn. Síðustu hejgi var ferða- þjónstustaðurinn Ásgarður við Hvolsvöll formlega opnaður. „Við vildum gera lítið og hlýlegt ferðaþjónustuþorp í sveitasæluanda og er áhersla lögð á sjálfbæran rekstur, enda er flest smíðað hér,“ segir Erlendur Magnússon smiður og eigandi Ásgarðs. Skólahúsið stendur hæst í hlíðinni og Erlendur hefur gert það upp og innréttað í gömlum stíl og smíðað sumarhúsin sem alls verða átta. Fjölskylda Er- lendar rekur staðinn og er dóttir hans, María, hótelstýra. „Við keypt- um staðinn fyrir fimm árum og hófumst handa að gera upp gamla skQlahúsið og finna því hlutverk. Það var eiginlega gæluverkefni hjá mér á milli annarra starfa." Hætt var að kenna í skólahúsinu árið 1985 og er nú boðin gisting þar í uppbúnum rúmum og í svefn- pokaplássi. Á neðri hæð er 60 manna matsalur, bjórbar og eldhús og verður seldur morgunmatur og aðrar máltíðir. í salnum er jafn- framt tréskurðargallerí Erlendar, en hann er afkastamikill í gerð á tréskúlptúrum. „Hér er nú gistipláss fyrir 50 manns, bæði í skólahúsinu og í sumarhúsunum. Alls hafa 57 manns gist í Ásgarði í svefnpokaplássi í tengslum við Víkingahátíðina í sumar. Stefnt er að því þorpið verði í víkingastíl síðar meir.“ Tjaldsvæði er á skógivöxnum stað við Ásgarð og er þar þjónustu- hús með vöskum, sturtum og kló- setti. Þar er og búnings- og baðað- staða fyrir hesta- og laxveiðimenn. Veiðileyfi og hestaferðir Erlendur hefur keypt veiðirétt í Eystri-Rangá í sumar og leigir hann Morgunblaðið/ÞHY ÁSGARÐUR er nýtt ferðaþjónustuþorp við Hvolsvöll. VEITINGASALURINN í gistiheimilinu er innréttaður í gamaldags og hlýlegum stíl. Tréskúlptúrar Erlendar Magnússonar sjást á miðri mynd. út til ferðamanna til 10. septem- ber. „Það er tilvalið að leigja stöng og dvelja hér annaðhvort á gisti- heimilinu eða í sumarhúsunum. Þá er hestaleiga á næsta bæ. Kostur gefst á 3ja tíma hestaferð eða þriggja tíma veiði í Eystri-Rangá með mat og gistingu." Svæðið er tilvalið til gönguferða um söguslóðir og stutt er í alla þjón- ustu á Hvolsvelli. í boði eru hesta- ferðir á söguslóðir Njálu, að Keldum og víðar. Einnig er 18 holu golfvöll- ur á Strönd. „Hér er góð aðstaða fyrir veisl- ur, t.d. brúðkaup, afmælisveislur, þorrablót og ættarmót eða árshátíð- ir. Nú er verið að gera laufskála sem á að vera í garðshorninu hér við húsið og danspall, svo að fólk geti haldið litlar útiskemmtanir." Handverks- og búrnámskeið „í september ætlum við að halda handverks- og búrnámskeið. Á tré- smíðaverkstæðinu verður haldið smíðanámskeið og samtímis verða námskeið, t.d. í sultugerð, hvernig eigi að súrsa grænmeti og önnur matvæli sem eru tengd haustinu. FERÐAFÉLAGIÐ Útivist er 20 ára á árinu eins og sagt hefur verið frá. Af því tilefni verður afmælishátíð í Básum á Goðalandi á laugardaginn. Farnar verða lengri og skemmri gönguferðir um nágrennið og síðdeg- is er gestum og gangandi boðið til kaffihlaðborðs. Lagt verður af stað í Bása á föstu- dagskvöldið en einnig er ferð frá BSÍ kl. _9 á laugardagsmorgun. Á þessum tíu ára starfsferli hefur félagið byggt góða aðstöðu í Básum og fjallaskála á Fimmvörðuhálsi. I fréttatilkynningu Útivistar er bent á að árlega komi á annan tug þúsunda gesta í Bása og ijölmargir komi við í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi. Sem fyrr en tilgangur félagsins að stuðla að útiveru fólks í hollu og óspilltu umhverfi. Farið er í ferðir allan ársins hring. Aftur kom Dostojevskí Grundarfjörður - Fjodor Dostoj- evskí, 21 þús. tonna skemmti- ferðaskip, hafði tvívegis viðkomu hér í Grundarfirði í sumar. Um borð voru mestmegnis Þjóðverjar og Austurríkismenn, rúmlega 500 farþegar í hvort skipti. I áhöfn voru um 300 manns. Sökum stærðar gat skipið ekki lagst að bryggju og voru farþegar því feijaðir í land og tóku átta rútur á móti fólkið. Var síðan far- ið í skoðunarferðir um Snæfells- nes. Einhveijir kusu þó að eyða deginum hér í þorpinu. Þetta er stærsta skip sem hefur komið til Grundarfjarðar. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon SKIPIÐ á leið burt. Fjallið Klakkur í baksýn. UTSOLULOK OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-16. 10-60% AFSLÁTTUR »hummelv£ SPORTBÚÐIN Ármúla 40, símar 581 3555 og 581 3655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.