Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 23 LISTIR BÓKMENNTIR Skáldsaga UNDIR HEGGNUM eftir Ingólf Steinsson. Tunga 1995 - 246 bls. HVER er hann annars þessi ég? Þetta er eitt> helsta leiðarhnoðað í þessari fyrstu skáldsögu kennar- ans og tónlistarmannsins Ingólfs Steinssonar. Ekkert sérstaklega frumleg spurning en alltaf jafn knýjandi. Aðalpersóna sögunnar er Eyj- ólfur Eiríksson, sonur kennara og kommúnista í þorpi austur á landi. Við kynnumst honum barnungum þegar miðja heimsins er stóra tréð í garðinum, heggurinn Askur Bjargbúa. Drengur vex úr grasi og þroskast gegnum gjörðir sínar og misgjörðir. Æskan er lituð botnlausu sakleysi þannig að helst verður líkt við upphaf annarrar sögu af Austurlandi, Fjallkirkj- unnar eftir Gunnar Gunnarsson. Sagan gerist að mestu á sjötta og sjöunda áratuginum. Ymis kennileiti eru til vitnis um ytri tíma sögunnar og þar gegnir tónlistin mikilvægu hlutverki. Faðirinn, sem er heittrúaður kommúnisti, fór til Sovétríkjanna um það leyti Lunkin en langdregin sem Stalín dó og kom aftur með eina hljóm- plötu sem var leikin aftur og aftur. Á henni voru rússnesk þjóð- og ættjarðarlög. Þetta kaldastríðsand- rúmsloft á heimilinu er brotið upp þegar söguhetjan uppgötvar kappa af allt öðru kyni en Stalín og Len- ín: Little Richard, El- vis Prestley og Bítl- ana. Tónlistin er ekki einungis til að teikna tímarammann heldur er hún sterklega bundin þroskasögu Eyjólfs. Hann hefur tónlistarhæfileika og gengur I hljómsveit þar sem hann spilar á gítar. Enginn vafi er á því að þessi saga byggir á mjög nákomnum og sterkum minningum. Af blað- síðunum andar sérstakri væntum- þykju eins og farið sé höndum um brothætta skurn. Lýsingar eru til- fínningaþrungnar án þess að vera væmnar, nákvæmar án þess að minna á skýrslu. Gott dæmi um það þegar höfundi tekst að vekja til lífs sérstakan at- burð er fyrsta kynlífs- reynsla Eyjólfs. Ekk- ert sem skiptir máli er skilið undan og ekkert sem spillt gæti viðkvæmri umfjöllun truflar. Lýsingin er hvorki klúr né tepru- leg. Þótt við gefum okkur að sagan byggi á sterkum persónu- legum minningum og minningabrotum er samt ekki sjálfgefið að höfundi takist ætíð að gæða þessar minn- ingar lífi í þessari skáldsögu. Sumum persónum er lýst í löngu máli og þær látnar afhjúpast með gjörðum sínum en samt finnst manni þær varla draga lífsanda. Sagan spinnur sig stundum meira en góðu hófí gegnir um ákveðin atriði sem lesanda kann að þykja lítt merkileg. Ég nefni eitt dæmi. Fimmti kafli heitir einfaldlega Húsið. Þar er samviskusamlega lýst herbergjaskipan og því hvernig sambúð sögupersónu og húss er háttað. Frásögn kaflans er bragðdauf því alltof miklu púðri er eytt í að rata um húsið en dulúðugt samband manns og húss fellur að mestu milli stafs og hurðar. Bygging sögunnar líður i heild fyrir það hve lengi er dvalið við ýmsar uppgötvanir söguhetjunnar í frumbernsku, hversdagslega hluti sem hafa enga sérstaka skír- skotun. Aftur á móti spretta ungl- ingsár söguhetjunnar, með öllum sínum vandræðagangi og tilfinn- ingaróti, bráðlifandi fram af síðum bókarinnar. Margt í fyrri hluta bókarinnar hefði því mátt skera niður en fara ítarlegar í annað í seinni hlutanum. Einn sterkasti þátturinn í stíl sögunnar er sérstök kímni. Enginn atburður er svo alvarlegur að ekki sé unnt að spauga með hann. Sam- band feðganna er aldrei sterkt og smám saman tekur beinlínis að anda köldu milli þeirra. Þeir til- heyra hvor sinni kynslóðinni og Ingólfur Steinsson eiga fátt sameiginlegt hvort sem er í músík eða pólitík. Samskiptin eru dramatísk en á sinn hátt skop- leg: „Við pabbi erum sinn hvorum megin við Berlínarmúrinn og tölumst ekki við nema mikið liggi við og þá í skeytaformi: „Hvert ert þú að fara?“ „Út.“ „Hvert?“ „Uppá Fjall.“ „Þú kemur fyrir ellefu!“ „Já.“ Roger. Over and out.“ Margar þroska- og uppvaxtar- sögur hafa komið út hér á landi á undanförnum árum og jafnvel áratugum. í þeim eru höfundar gjarnan að gera upp sakir við eig- in kynslóð þótt þeir teljist varla gamfír þegar sögurnar eru skrifað- ar. Stundum er alvarleikinn svo yfirþyrmandi að óhjákvæmilega hellast yfirþyrmandi leiðindi yfír lesandann. Ég hallast að því að höfundur hafí ekki ætlað sér að gera eitt né neitt upp í þessari bók heldur hitt að segja sögu sem spillti ekki geði manna heldur hýrgaði eitthvað hána. Ég hallast líka að því að halda að honum hafí tekist það. Ingi Bogi Bogason NYHERJA r/, frf/ KYNNIR • Trust COMPUTER PRODUCTS TRUST 486 DX2/66 4MB minni, hámark 128MB 256kb flýtiminni (Cache), stækkanlegt í 5l2kb 635MB diskur . Conner IDE Aukið IDE (Enhanced IDE), tvöfalt Cirrus 5424 VLB skjákort, IMB myndminni Pentium sökkull (Overdrive Socket 3) Tengiraufar, 3 x VESA LB, 4 x ISA Tvö raðtengi, eitt hliðtengi, eitt leikjatengi Tækjastæði, 2x5 1/4" og 3 x 3 1/2" Orkusparnaðarkerfi 14" SVGA lággeisla litaskjár Vandað íslenskt hnappaborð, mús og músarmotta DOS 6.3 og Windows 3.1 uppsett, disklingar og handbækur fylgja Mðmlm if ef Sama tölva með margmiðlunarbúnaði 4-hraða geisladrif 16 bita Sound Expert hljóðkort 15W Trust Dynamic Soundwave hátalarar Hljóðnemi Works ritvinnslukerfi, töflureiknir, teikniforrit og gagnagrunnur, ýmsir leikir, kennsluforrit, o.fl. 8 8 f ef 00 TRUST Pentium 75 PCI 8MB minni, hámark 128MB 256kb flýtiminni (Cache), stækkanlegt í IMB 8S0MB diskur, Conner IDE PCI diskstýring Aukið IDE (Enhanced IDE), tvöfalt, á háhraða PCI tengibraut Trident 9440 PCI True Color skjákort, IMB myndminni, mest 2MB Pentium 'Future Overdrive' Tengiraufar, 3 x PCI LB, 4 x ISA Tvö raðtengi, eitt hliðtengi, eitt leikjatengi Tækjastæði, 2 x 5 1/4" og 3 x 3 1/2" Orkusparnaðarkerfi 14" SVGA lággeisla litaskjár Vandað íslenskt hnappaborð, mús og músarmotta . DOS 6.3 og Windows 3.1 uppsett, disklingar og handbækur fylgja Médm TRUST Pentium 75 PCI fæst einnig með margmidlunarbúnaði. TRUST 486 DX4/100 PCI 8MB minni, hámark 128MB 256kb flýtiminni (Cache), stækkanlegt í IMB 850A4B diskur, Conner IDE PCI diskstýring Aukið IDE (Enhanced IDE), tvöfalt, á háhraða PCI tengibraut Trident 9440 PCI True Color skjákort, IMB myndminni, mest 2MB Pentium sökkull (Overdrive Socket 3) Tengiraufar, 3 x PCI LB, 4 x ISA Tvö raðtengi, eitt hliðtengi, eitt leikjatengi Tækjastæði, 2x5 1/4" og 3 x 3 1/2" Orkusparnaðarkerfi 14" SVGA lággeisla litaskjár Vandað íslenskt hnappaborð, mús og músarmotta DOS 6.3 og Windows 3.1 uppsett, disklingar og handbækur fylgja Aðelni 124,900 Sama tölva með margmiðlunarbúnaði 4-hraða geisladrif 16 bita Sound Expert hljóðkort 15W Trust Dynamic Soundwave hátalarar Hljóðnemi Works ritvinnslukerfi, töflureiknir, teikniforrit og gagnagrunnur, ýmsir leikir, kennsluforrit, o.fl. AOeinð 114,900 ónvarpstölvur TRUST 486 DX2/66 Margmiðlunartölva (Nánari uppl. annars staðar í auglýsingunni.) Með TRUST PCTV Home sjónvarps/video korti 4J#Ín§ i S2M6 TRUST 486 DX4/I00 PCI Margmiðlunartölva (Nánari uppl. annars staóar i auglýsingunnl.) Með TRUST PCTV Home sjónvarps/video korti Aðelng 187.900 Nú einnig ó íslnndi TiTrust COMPUTER PRODUCTS u mi um aðrar TRUST vörur 4MB minni, 72 pinna 14.900 TRUST IOMEGA segulbandsstöð 700MB 22.900 TRUST Sound Expert Wave 32 bita hljóðkort með Qbase Lite 19.900 TRUST Gamepack (4-hr. geisladrif, 16 bita Sound Expert hljóð- 29.900 kort, 15W Dynamic Soundwave hátalarar, 4 geisladiskar) TRUST Sound Expert FM Stereo útvarpskort 5.900 TRUST PCTV Home Sjónvarps/Video kort 39.900 TRUST Midi hljómborð Home Music Maker með Qbase Lite 13.900 TRUST Midi hljómborð Professional Music Maker með Qbase Lite 26.900 TRUST Joy Fighter 100 stýripinni TRUST Pad Fighter 200 stýritæki TRUST Wireless Pad Fighter 250 - þráðlaust stýritæki TRUST Dynamic Soundwave 40, 15W hátalarasett TRUST Dynamic Soundwave 30, 25W hátalarasett TRUST Dynamic Soundwave 10, 80W hátalarasett TRUST Dynamic Soundwave 120, 120W hátalarasett TRUST hljóðnemi TRUST Ami-Scan myndlesari TRUST Imagery A4 myndlesari, 2400 punkta TRUST Ami-serialmús með mottu eiðslukjör við ailra hæfi. 1.900 4.900 6.900 3.700 5.300 8.900 10.900 700 19.900 59.900 1.100 TRUST Sound Expert FM Stereo útvarpskort Aðeitis S.900 velur! Með TRUST tölvu getur þú valið valid á milli ffi EUROCARD raðgreiðslur í allt að 36 mán e Glitnirht I-.HND ímkia Býður staðgreiðslusamning Raðgreiðslur í allt að 24 mán TILGREINT VERÐ ER STAÐGREIÐSLUVERÐ MEÐ VSK. m Og IVAR9 ndows 95 Við bjóðum Windows 95 ^ uppfærslu fyrir ", Ááteírti I e s iÁ. HnannnaDaBnBrannunni MWI—UiML'lim rannnnnnM|

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.