Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OLIKR. - GUÐMUNDSSON 4- ÓLI Kr. var * fæddur í Lönd- um á Miðnesi 27. mars 1925. Hann andaðist sunnu- daginn 13. ágúst síðastliðinn. Eftir- lifandi eiginkona Óla er Halla Hall- grímsdóttir. Þau hjónin eignuðust sjö dætur. Öli lauk '* læknisnámi og varð viðurkenndur sérfræðingur í handlækningum 1962 og í almenn- um skurðlækningum í Svíþjóð 1974. Hann starfaði í Svíþjóð, var héraðslæknir á Blönduósi um tíma og yfirlæknir á Sjúkrahúsinu á Selfossi 1962- 1971. Næstu árin var Óli að- stoðarlæknir á Borgarspíta- lanum, yfirlæknir í Vest- mannaeyjum og síðan sérfræð- ingur á Landspítalanum 1972- 1980. Hann tók þátt í klinískri kennslu læknanema samhliða störfum á Landspítalanum og kenndi öðru hverju við Hjúkr- unarskólann. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. LJÚFAR minningar streyma um hugann þegar ég hugsa um þig, Óli minn. Bemskustöðvar okkar voru þér svo kærar. Þú varst yngstur af okkur systkinunum og varst sem sólargeisli alla tíð. Hug- - ur þinn hneigðist fljótt til náms. Námið sóttist þér vel. Þú valdir að lífsstarfi að líkna öðram, lina þrautir þeirra sem þjáðust vegna sjúkdóma, þar sem þekking, reynsla og innsæi í mannlegar til- fínningar komu að góðu gagni. Þú varst raungóður og vildir öllum gott gera. Gæfuspor steigstu, Óli minn, þegar þú eignaðist konu þína Höllu Hallgrímsdóttur. Fjölskyld- an, sem var þér kærast af öllu, stækkaði og dæturnar urðu sjö, hver annarri efnilegri. Þú áttir yndislegar stundir með þínum nán- ust og á seinni áram komu barna- börnin hvert á fætur öðru sem . j/ora augasteinar þínir. Síðustu árin fór að gæta heilsubrests hjá þér, Óli minn, sem jókst með ári hverju. Byrði þín var mikil að bera, starfs- þrek þitt þvarr en þú stóðst þig sem hetja. Því skal þér, bróðir, þessi kveðja allshugar send þó orðfá sé, þvi skulu þér þökkuð, bróðir, öll hin liðnu ár. (Guðmundur Böðvarsson) Guð blessi þig og ijölskyldu þína. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sólveig Guð- mundsdóttir frá Löndum. Kvaddur er í dag kær æskuvinur minn Óli Kr. Guðmundsson læknir frá Löndum á Miðnesi, 70 ára að aldri. Ég átti því láni að fagna að eiga hann að vini allt frá frumbernsku, en við vorum jafnaldrar og aðeins einn bær skildi á milli æskustöðva okkar, sem heitir nú á máli inn- fæddra Hvalsneshverfi, enda þótt byggðahverfi þetta heyri nú undir Sandgerðisbæ. Þannig háttaði til í okkar „sveit“ að við þurftum að sækja barnaskóla til Sandgerðis um 5 km leið. Við fóram með mjólkurbíl að morgni og gengum síðan heim að loknum skóladegi. Mér er það enn í fersku minni að við þessir krakkar, héldum hópinn að Óla undanskildum, því hann var ávallt um það bil hundrað metrum á undan í göngunni. Það var hans vani að ganga rösklega til allra hluta er hann vann að hveiju sinni. Á þessum áram áttum við dag- leg samskipti utan skóla sem inn- an. í sjóði minninganna hrannast upp ótal minningarbrot um það sem við tveir einir tókum okkur fyrir hendur. Við gerðum út á rauð- maga með ónýtum þorskanetum, fönguðum fugla í fjöra, skutum tófu á greni, eyddum minkum í móum o.fl. o.fl. Ég man það glöggt er Óli Kr. ákvað að læra læknisfræði, en þá var hann ekki eldri en 12 ára. Ég hafði önnur áform í huga sem leiddu til þess að skólaganga okkar lá ekki eftir sömu braut. Eftir að til Reykjavíkur kom slitnaði aldrei sú taug er við bundumst á æskuá- t Móðir okkar, ÓLAFÍA ÓLAFSDÓTTIR frá Siglufirði, Miðvangi 41, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðju- daginn 22. ágúst. Hilmir Guðmundsson, Gréta Guðmundsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir. t Ástkœr eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI KRISTINN BJARNASON, Byggðarenda 13, lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 22. ágúst. Björg Jakobsdóttir, Bjarni Árnason, Jakob Árnason, Kristinn R. Árnason, Arna Sif Kjærnested og barnabarn. ram. Áttum við ótal vinafundi, t.d. sátum við oft að tafli, enda vorum við svipaðir að styrkleika á því sviði. Oft gripum við í spil í góðra vina hópi. Hinsvegar unnum við hörðum höndum fyrir skólagöngu okkar. Hvorugur var fæddur með silfurskeið í munni, og þær stundir komu upp eftir að undirritaður fór að vinna fyrir nokkrum launum með námi að það hvarflaði að Óla að hætta hinu erfiða námi, ein- göngu af fátæktarsökum. Það sem gerði það m.a. að verkum að hann gat haldið áfram námi var ekki síst að hann átti hauk í horni, þar sem var systir hans Sólveig og eig- inmaður hennar Einar Norðfjörð, mikill sómamaður, sem lést um aldur fram fyrir mörgum árum. Óla gekk ávallt vel í skóla og lauk læknanámi með sæmd. Hann gerði skurðlækningar að sérgrein sinni og var virtur og viðurkenndur sem sérfræðingur á því sviði. Eftir kandidatspróf hér heima fór hann til útlanda í framhaldsnám, fyrst til Danmerkur en um árabil dvaldi hann í Svíþjóð og naut þar virðing- ar fyrir hæfnissakir. Á þessum árum skrifuðumst við á, en þá höfðum við báðir stofnað fjölskyldur. Þegar Óli og hans ágæta kona, Halla Hallgrímsdóttir, höfðu eignast fjórar dætur og við hjónin einnig fjórar, bauð ég Óla jafntefli sem hann hafnaði, enda urðu dætur þeirra sjö. ÓIi vinur minn var mikill nátt- úraunnandi. Hann hafði mikinn áhuga á skógrækt og gerði tilraun- ir með uppgræðslu á uppblásnum svæðum og var ekki lúpínuóvinur. Hann var mikill veiðimaður og voru það ófá skipti sem hann lá einn fyrir bráð sinni oft í misjöfn- um veðram. Eftir að þau veikindi er sóttu að honum fyrir 5 árum gerðu hann óvinnufæran, __ annaðist eiginkona hans, Halla, Óla með aðdáanlegri þolinmæði. Eins er um dætur þeirra sem bera allar með tölu for- eldrum sínum gott vitni og sakna nú föður í stað. Óli átti svo sterkar rætur til æskustöðvanna, að eftir að veik- indi hans tóku völdin reyndi hann að nota öll tækifæri sem gáfust til þess að beija æskustöðvarnar augum. Með fráfalli Óla Kristins Guð- mundssonar sakna margir góðs drengskaparmanns og vinar. Við sem þekktum hann náið sitjum eftir hnípin og biðjum allar góðar vættir að styrkja eiginkonu hans, dætur, tengdasyni, barnabörn og alla þá sem eiga um sárt að binda. Enda ég kveðju mína á erindi úr ljóði sem á vel við um lífshlaup míns ágæta félaga og vinar. Hann tignar þau lög sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins. (D.St.) Far þú í friði. Gunnar R. Magnússon. JEwfi/éfMýw Safnaðarlieímíli í\ Háteígskírkju h. Ij / ~ M Itf 551 1399 ! ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 GEORG GÍSLASON ingur og vildi veg og vanda síns byggðar- lags sem mestan. Hann var mikill fé- lagshyggjumaður og tók þátt í margvísleg- um félags- og umbóta- málum bæjarfélagsins. Hann var meðal stofn- enda og fyrsti formað- ur Iþróttafélagsins Þórs og keppti sjálfur í knattspyrnu fram eftir aldri. Hann var liðtækur glímumaður og vann raunar til verðlauna á þeim vett- Lárusar, bónda og hreppstjóra vangi. Á seinni árum gaf hann sig Jónssonar á Búastöðum í Vest- mest að golfíþróttinni og var meðal mannaeyjum og konu hans Kristín- keppenda á fyrsta íslandsmótinu í ar Gísladóttur. golfí árið 1942. Georg var meðal Gísla er svo lýst af Theodóri stofnenda Félags kaupsýslumanna Friðrikssyni, rithöfundi, sem var í Vestmannaeyjum og lengi for- vertíðarmaður hjá honum vetrar- maður félagsins, átti lengi sæti í vertíðina 1919: „Gísli Lárusson var stjóm ísfélags Vestmannaeyja og gullsmiður að námi en ekki hafði var um árabil formaður Sjálfstæð- hann sinnt þessu handverki sínu isfélags Vestmannaeyja. Hann var árum saman. Hann hafði verið með virkur þátttakandi í Leikfélaginu á fremstu formönnum sem stundað sínum yngri árum en var hættur höfðu sjó á opnum bátum frá Vest- að leika þegar ég kynntist honum. mannaeyjum. Hann hafði verið með Oft var gaman að hlusta á hann bestu bjargmönnum í Eyjum fyrr rifja upp ýmsar uppákomur á leik- og síðar, snar og viðbragðsfljótur. ferlinum. Auk áðurnefndra félags- Nú var hann forstjóri kaupfélagsins starfa sinnti Georg ýmsum öðrum Bjarma og var það félag umsvifa- trúnaðarstörfum sem of langt yrði mikið um þessar mundir." (í verum upp að telja. 1941 bls. 589.) Georg Gíslasyni var prúð- Þrátt fyrir mikil umsvif í útgerð mennskan og snyrtimennskan í og verslunarrekstri lagði Gísli blóð borin. Hann var að mestu sjálf- stund á fræðistörf og var vel að menntaður og fróður enda sjaldan sér í öllu er varðaði náttúrufræði komið að tómum kofanum í viðræð- og sögu Vestmannaeyja. Eftir hann um við hann sama hvert málefnið liggja handrit á Landsbókasafni um var. Georg var hávaxinn, hvikur á þessi efni. Hann var sæmdur ridd- fæti og vakti verðskuldaða athygli arakrossi Fálkaorðunnar. þar sem hann fór. Georg var þrí- Jóhanna var dóttir Áma Diðriks- kvæntur. Fyrsta kona hans var sonar, bónda og hreppstjóra í Jakobína Sighvatsdóttir en hún var Stakkagerði (bróður Þórðar Dið- systir Bjarna manns Kristínar. Þau rikssonar sem gerðist mormóni og voru börn Sighvats Bjarnasonar, flutti til Utah) og konu hans Ásdís- bankastjóra íslandsbanka og konu ar Jónsdóttur frá Djúpavogi. Um hans Ágústu Sigfúsdóttur. Þeirra Jóhönnu var sagt að hún hefði ver- sambúð varð skammvinn því Jak- ið mikill kvenskörungur og stjórnað obína lést ung að árum. Þau voru sínu heimili af rausn enda var heim- barnlaus. Önnur kona Georgs var ili hennar rómað fyrir myndarskap. Guðfinna Sigríður, dóttir Kristjáns Hún var lengi formaður kvenfé- Ingimundarsonar, fiskimatsmanns lagsins Líknar sem alla tíð hefur í Klöpp og konu hans Sigurbjargar unnið að mannúðarmálum og fé- Sigurðardóttur. Þau eignuðust þijú lagslegum umbótum í Vestmanna- börn. Guðfinna andaðist 1953 að- eyjum. eins 54 ára að aldri. Þriðja kona Georg ólst upp hjá foreldrum Georgs var Svava Guðmundsdóttir sínum í Vestmannaeyjum ásamt en henni kvæntíst hann 1954 og fjórum systkinum en þau vora: höfðu þau verið nokkra mánuði í Theodóra gift Osvald Petersen, hjónabandi þegar hann lést. dönskum manni, og bjuggu þau í Eins og áður segir eignuðust Bandaríkjunum; Árni, verslunar- Georg og Guðfinna þijú börn en maður,^ kvæntur Sigurbjörgu Sig- eitt dó i fæðingu. Þeir sem upp urðardóttur frá Seyðisfirði; Láras komust eru: 1) Theodór Siguijón, sem dó tvítugur og Kristín gift f 5.2. 1927, lögfræðingur, kvæntur Bjarna Sighvatssyni, starfsmanni Ástu Þórðardóttur, f.16.10, 1930. Utvegsbanka Islands síðar útibú- Þeirra börn era: Katrín, lögfræðing- stjóra í Vestmannaeyjum. ur ; Reykjavík, f. 10.6. 1950; Guð- Ungur að árum gerði Georg víð- finna Stefanía, sölustjóri, Reykja- reist og innritaðist í verslunarskóla vík, f. 20.9. 1951; Georg, prentari, í Englandi, þar sem hann dvaldi Reykjavík, f. 20.3. 1955 og Þórður, um hríð. Upp frá því varð hann tæknifræðingur, Reykjavík, f. 8.7. mikill Bretavinur og innleiddi ýmsa 1957. Barnabörnin eru 10. 2) Krist- breska siði þegar hann eignaðist ján síðast skrifstofumaður í Vest- heimili sjálfur. Þegar ég kom á mannaeyjum, f. 13.11. 1928, d. heimilið tæplega tvítug lærði ég 1977 kvæntur Helgu Björnsdóttur fljótt að drekka te og ýmislegt var frá Seyðisfirði, f. 2.4. 1931 en hún það sem mér þótti nýstárlegt þá. lést 1994. Þeirra börn eru Georg Georg stofnsetti eigin verslun Þór, verslunarstjóri og bæjarfulltrúi árið 1917 aðeins 22 ára gamall, í Vestmannaeyjum, f. 25.3. 1950; Verslun Georgs, og rak hana til Björn, sjómaður Reykjavík, f. 13.7. dauðadags. Hún var að vísu aldrei 1951; Guðfinna Sigríður, banka- umfangsmikil en Georg gerði sér starfsmaður og húsmóðir, Túni, far um vandað vöraúrval og naut Hraungerðishreppi, f. 17.11. 1953; verslun hans trausts og vinsælda. Margrét Grímlaug húsmóðir Vest- Auk verslunar sinnar rak Georg mannaeyjum, f. 5.10. 1958; tvíbur- framan af árum útgerð og var arnir Mjöll og Drífa húsmæður í meðal brautryðjenda í útflutningi Vestmannaeyjum, f.15.12. 1959 og ísvarins fisks á breskan markað. tvíburarnir Oðinn og Þór, sjómenn, Einnig stofnsetti hann og rak reyk- Vestmannaeyjum, f. 27.11. 1961. hús til fiskreykingar um árabil. Þar Barnabörnin era 21. Georg Gíslason framleiddi hann eftirsótta gæða- varð bráðkvaddur á heimili sínu 27. vöru. Sjálfri finnst mér ég aldrei febrúar 1955 tæplega sextugur að fá jafngóðan reyktan fisk og þá. aldri. Segja má með sanni að hann Georg Gíslason var um áratuga- hafí verið dæmigerður fulltrúi alda- skeið umboðsmaður breskra og mótakynslóðarinnar sem lagði belgískra togaraeigenda í Vest- krafta sína og metnað í að móta mannaeyjum og breskur vara- íslenskt þjóðfélag á fyrstu áratug- ræðismaður frá 1946 til dauða- um aldarinnar. Þess njótum við í dags. dag. Georg var mikill Vestmannaey- + Georg Gíslason fæddist í Vest- mannaeyjum 24. ágúst 1895. Hann lést 27. febrúar 1955. GEORG Gíslason var fæddur í Vestmanna- eyjum 24. ágúst 1895, sonur sæmdarhjón- anna Gísla Lárussonar og Jóhönnu Árnadótt- ur sem allan sinn bú- skap bjuggu í Stakka- gerði í Vestmannaeyj- um. Gísli var sonur Ásta Þórðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.