Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 33 MINNINGAR BJÖRNI. G UNNLA UGSSON + Björn I. Gunnlaugsson skipsljóri fæddist í Reykja- vík 18. október 1918. Hann lést 17. október síðastliðinn í Northridge-sjúkrahúsinu í Fort Lauderdale í Flórída og fór útför hans fram frá Christ Lutheran Church í Fort Lauderdale 19. október. í DAG fer fram í Dómkirkjunni minningarathöfn um frænda minn, Björn I. Gunnlaugsson, sem lést heima hjá sér í Flórída sl. haust. Fær hann síðan að hvíla í ís- lenskri mold við hlið móður sinnar, föður og fóstru. Mamma hans Bangsa dó þegar hann var kornabarn og tók amma mín, Guðrún, þá þetta systurbarn sitt í fóstur og gekk honum í móðurstað þegar á fyrsta ári, enda hét hún í hans munni aldrei annað en mamma. Faðir hans, Gunnlaug- ur Illugason, var togaraskipstjóri og fluttist af landi brott til Amer- íku árið 1927, þar sem hann hélt áfram að veiða þorsk á gjöfulustu miðum heimsins sem nú eru ör- deyða. Gamli Gunnlaugur og Ey- jólfur, afi minn, voru vinir og fóst- bræður og til af því margar sögur sem ekki er við hæfi að segja á þessum vettvangi, en Bangsi hafði gaman af því að lauma þeim útúr sér síðla kvölds í góðu tómi. Fjölskylda afa míns og ömmu bjó fyrst neðst á Skólavörðustígn- um en flutti 1928 að Laxnesi í Mosfellssveit þar sem þau fjögur systkinin ólust upp undir styrkum en hæglátum armi Guðrúnar, því húsbóndinn stundaði áfram sjó við að gæta véla í togurum allt þar til hann fórst í stríðinu. Bangsi fór í Versló og útskrifað- ist þaðan 1937, en eitthvað var fátæklegt um vinnu í verslunar- bransanum hér á þessum árum, svo að hann ákvað að fara til föð- ur síns í Boston og gerast togara- sjómaður. Sjómennska varð að hans ævistarfi. I stríðinu var hann á herflutningaskipum og aflaði sér skipstjórnarréttinda. Eftir stríð réðst hann til ESSO sem seinna hét EXXON og var þar stýrimaður og skipstjóri á olíuskipum af stærstu gerð allar götur þar til hann fór á eftirlaun fyrir um tíu árum. Eftir á að hyggja er það fremur sérkennileg reynsla að alast upp við það eiga þijú móðursystkini öll í annarri heimsálfu, og lengst af ömmu líka, þó yfír því væri ákveðinn ævintýraljómi. Tengsl verða því með öðrum hætti en hjá fólki sem er allt á sömu torfunni. Ég hefí því oft dáðst að frænda mínum fyrir það hvað hann var duglegur við að halda tengslum við sitt fólk, enda var það í raun- inni hans líf og yndi að umgang- ast fólk og eiga skemmtileg sam- skipti við alla í sínu umhverfi. Hann gerðist mjög virkur í margs konar félagsstarfi eftir að hann hætti á sjónum. Mörgum reyndist hann líka vel þegar á bjátaði, það vita þeir best sem bjuggu lengst- um nær honum en ég. Bangsi var mikill höfðingi heim að sækja og kunni vel að njóta þeirra lystisemda sem lífið hefur uppá að bjóða og vildi gjarnan deila þeim með öðrum. Oft hef ég séð hann lyfta brúnum við að sjá og bragða ljúffengan mat, en aldr- ei eins og við litla eldhúsborðið inni í Bæ heima í Vestmannaeyjum einhvern tímann fyrir 1960 þegar ég kom heim úr ísfélaginu þar sem ég var að slíta humar, og hafði fengið leyfi til þess að hirða eins og hálfan strigapoka af þeirri dýru sjávarafurð, sem íslendingar kunnu þá alls ekki að meta. Það væri hægur vandi að rekja íjölda dæma um gestrisni og höfð- ingsskap á heimili Bangsa og Asu, hvort sem var í Boston, Fort Laud- erdale eða Pompano Beach; um það geta vitnað þeir óteljandi gest- ir sem notið hafa í áratugi (það væri reyndar fróðlegt að vita hvort þeir teljast í hundruðum eða þús- undum). Ég get að minnsta kosti seint fullþakkað þegar mér rétt rúmlega unglingi var boðið að vera hjá þeim heilt sumar fyrir löngu og greitt undir mig farið. Frændi minn hefur sennilega litið svo á að það væri nauðsynlegur hlutur í uppeldi mínu að vita eitt- hvað um það hvað Ameríka er. Slíkan óeigingjarnan höfðingsskap eiga fáir til. Og svo er það hún Ása mín. Ég veit vel að það hefur ekki allt- af verið sérstaklega auðvelt að búa með honum frænda mínum í nærri hálfa öld, en það hefur hún Ása gert með glæsibrag og ekki síður en hann sett sitt svipmót á heim- ilishaldið og ennþá frekar séð um uppeldi barnanna og annað sem stórkapteinar hafa ekki áhyggjur af þegar þeir eru í landi. Ég sakna þess að eiga ekki lengur kost á að setjast niður með Bangsa frænda mínum hvort sem er hér heima eða við sólbakaða veröndina við kanalinn rétt hjá interkóstalnum og horfa á lysti- snekkjurnar sigla hjá og rabba yfir góðu glasi um nútíð og fortíð. Ég vil fyrir hönd míns fólks senda Ásu, Imbu, Þór og yngra Birni okkar fallegustu kveðjur á þessum minningardagi. Gunnlaugur Ástgeirsson. + Jóna Guðbjörg Tómasdóttir fæddist á Bræðra- borgarstíg 35 í Reykjavík 14. ág- úst 1904. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 17. ágúst síðastliðinn. Dóttir hjónanna Tómasar Jónsson- ar skipstjóra Seli, Grímsnesi, og konu hans Vilhelmínu Soffíu Sveinsdótt- ur, þau eignuðust sex börn og var Jóna næstyngst, þau voru Louisa, Sveinn, Oddur, Þuríður og Vilhelmína. Jóna eignaðist tvö börn, Tómas Vil- helm Óskarsson og Vilhelmínu Svövu Guðnadóttur. Sambýlis- maður Jónu var Guðni Jóhann- esson sjómaður og verkamaður fæddur 20. mars 1893, látinn 12. nóvember 1984. Hún eignaðist átta barnabörn og átta barna- barnabörn. Hún dvaldist sein- ustu árin að hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Utför Jónu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfn- in kl. 13.30. ELSKU amma mín er búin að kveðja þennan heim. Hún kvaddi með stutt- um fyrirvara þrátt fyrir háan aldur. Allt til hins síðasta var hún skýr og fylgdist með hvað fjölskyldumeðlim- ir voru að aðhafast. Sérstaklega spurði hún um Bjarka Ágúst, yngsta langömmubarnið, sem kvaddi hana með fingurkossi skömmu fyrir andl- átið. Ég minnist þess tíma þegar fjöl- skyldan mín bjó í kjallaranum hjá ömmu Jónu og afa Guðna á Sólvalla- götunni. Það var góður tími þar sem ég kynntist vesturbænum í gegnum þau, sem er mér mjög kær síðan. Tíðar voru heimsóknirnar upp á efri hæðina til ömmu og afa þar sem var svo ró- legt og notalegt. Svo átti amma svo spenn- andi dót að leika með, til dæmis óteljandi eld- spýtustokka sem hún hafði safnað á ferðalög- um sínum. Þegar amma eltist og treysti sér ekki til að búa ein flutti hún til fjöl- skyldu minnar á Hraunbrúnina. Þar var gott að hafa hana alltaf til stað- ar, sérstaklega þegar við systkinin komum heim úr skólanum. Eftir að hún flutti á Sólvang kom hún reglulega í heimsókn og ber þá hæst samvera okkar á aðfangadags- kvöld. Það komu hvorki jól né varð hátíðlegt fyrr en amma Jóna var komin. Það verður tómlegt þegar það vantar ömmu Jónu næstu jól. Ég þakka þér, amma, fyrir allt sem þú hefur gefíð mér, allar góðu minningarnar og öll árin sem ég hef átt með þér. Ég kveð þig með bæn sem þú kenndir mér og sem ég hef hugsað mér að kenna börnum mín- um: Nú legg ég augun aftur ó Guð, þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt æ virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. Góða nótt Mig langar að koma á framfæri þakklæti til hjúkrunarfólks á Sól- vangi, 4. hæð, fyrir góða umönnun. Þórunn. JÓNA GUÐBJÖRG TÓMASDÓTTIR STEINUNN JÓNSDÓTTIR + Steinunn Jóns- dóttir fæddist 20. janúar 1915 á Miðfelli í Hruna- mannahreppi. Hún lést í Borgarspíta- lanum 18. ágúst síðastliðinn. Stein- unn var dóttir hjónanna Jóns Þórðarsonar bónda að Miðfelli í Hrunamanna- hreppi og konu hans, Guðfinnu Andrésdóttur. Þau hjónin áttu fjögur börn en áður hafði Guðfinna eignast eitt barn. Á lífi er Þórður, bóndi að Miðfelli. Steinunn giftist Kjartani ól- afssyni 25. júlí árið 1942. Hann lést 24. júlí 1985. Steinunn og Kjartan eignuðust þrjú börn, Þóri, sem átti við vanheilsu að stríða allt frá fæðingu, Sigurð byggingaverkfræðing og Guð- jón, er lést af slysförum 15 ára gamall. Steinunn starfaði lengst af hjá heildverslun Halldórs Jóns- sonar. Útförin fer fram frá Foss- vogskapellu og hefst athöfnin kl. 13.30. ÞAÐ VAR fyrir rúmum þijátíu árum að ég varð svo lánsöm að fá að kynnast Steinunni og síðar að tengjast henni sem tengdadótt- ir hennar. Við höfðum því átt sam- leið í gleði og í sorg í svo mörg ár, er kallið kom svo undrafljótt þann 18. þessa mánaðar. Víst er um það að við eigum öll að vera reiðubúin að kveðja þá eínstaklinga sem eru okkur kærir, einkum og sér í lagi þá sem eiga svo mörg æviár að. baki, en Steinunn fagnaði áttatíu árum á heimili mínu og son- ar síns, Sigurðar Kjartanssonar, í jan- úarmánuði síðastliðn- um. Einhvernveginn er því þó þannig farið að við erum aldrei reiðubúin að kveðja þá sem okkur eru kærir. Steinunn átti því láni að fagna í lífínu að búa við góða heilsu, en sjúkdómur- inn sem sigraði að lokum, gerði fyrst alvarlega vart við sig í maí- mánuði á þessu ári. Steinunn var alin upp á Mið- felli. Sveitin og allt lífið þar sem hún tengdist á uppvaxtarárum sín- um, átti mikið í henni. Það var því yndislegt að vita af því að hún einmitt fyrir nokkrum vikum fór austur fyrir fjall tii æskustöðvanna með systurdóttur sinni Margréti. Með þeim frænkum var afar gott samband og traust. Fyrir það og alla vináttu hennar í garð fjöl- skyldu Steinunnar viljum við sér- staklega þakka. Áður en leið Steinunnar lá suð- ur yfir heiðar, frá æskustöðvunum til höfuðborgarinnar, kynntist hún eiginmanni- sínum Kjartani Ólafs- syni. Kjartan var einnig fæddur fýrir austan fjall, að Haukadal- skoti í Biskupstungum, sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Ólafs Guðmundssonar bónda þar. Lengst af bjó fjölskylda hans að Kjóastöðum í sömu sveit. Steinunn og Kjartan eignuðust þijú börn: Þóri, sem átti við van- heilsu að stríða allt frá fæðingu. Sigurð byggingarfræðing og Guð- jón er lést af slyförum aðeins fimmtán ára gamall. Slíkur barnamissir markar djúp spor, en mikla huggun fundu þau hjón í því að eignast síðar þijú barnabörn, Kjartan Ólaf, Nínu Björk og Ingu. Steinunn, sem vildi aldrei láta hafa fyrir sér, var hógvær í öllum hlutum, reyndist þeim og fjöl- skyldu sinni traust og góð móðir, tengdamóðir og amma. Hennar líf og Kjartans heitins snérist um fjöl- skyldu þeirra. I syni sínum og barnabörnum sáu þau drauma rætast, sem voru ekki innan seil- ingar á uppvaxtarárum þeirra, þegar þjóðin lagði leið sína frá fábrotnu lífi, sem svo oft var þó gott og blessunarríkt til þess þjóð- féiags sem við byggjum í dag. Mikla áherslu lögðu þau hjón á, að börnin fengu að mennta sig, sem ekki var allra hlutskipti á þeirra uppvaxtarárum. Hún var ákaflega dugleg kona og samviskusöm. Hér í Reykjavík bjuggu þau hjón m.a. í Eskihlíð- inni, í Barðavogi og Efstasundi. Árið 1989 flutti Steinunn að Afla- granda 40, þar sem var þjónustu- íbúð fyrir aldraða. Þar undi hún sér vel í góðum hópi, tók þátt í félagsstörfum, einkum og sér í lagi þótti hún liðtæk í spila- mennskunni, hvar hún lagði sitt af mörkum. Og nú er kveðjustundin orðin að raunveruleika. Við, ég og fjöl- skylda mín - já fjölskyldan þín, Steinunn, viljum hér þakka þér fyrir allt það sem þú gafst okkur öllum með lífi þínu, umhyggju og kærleika. Við eigum okkar yndis- legu og góðu minningar um þig. Minningar um góða móður, tengdamóður og ömmu. Þær munu lifa á meðal okkar. Við vitum að þú ert hjá honum „sem gerir alla hluti nýja“. Hjá þeim „er þerrar hvert tár af augum okkar“. Megi góður Guð blessa minninguna fögru um þig. Eyrún Gunnarsdóttir. Ávallt er því þannig varið að okkur bregður í brún þegar okkur eru færðar fréttir um að ástvinur sé ekki lengur á meðal okkar. Við eigum okkar trú og vitum að sá sem kvaddur er, er hjá þeim sem gefur okkur lífið eilífa. En um leið og við fréttum af því að ástvinur hefur verið numinn á brott koma allar góðu minningarnar upp í hugann. Þannig minningar sóttu að mér 18. þessa mánaðar er ég fékk fréttina um að hún Steinunn móð- ursystir mín væri ekki lengur á meðal okkar. Ég fékk sem betur fer tækifæri til að kveðja hana, sjálf stödd á sjúkrahúsinu er hana bar þar að garði. Baráttan var ekki langvinn þó að meinið hefði gert vart við sig, sérstaklega í síð- astliðnum maímánuði. Ég fór að hugsa um það hvað hefði tengt okkur Steinunni svo mjög sterkum böndum. Ef til vill var það að ég var eitt barna móð- ur minnar, og eflaust sú staðreynd að svo margir virðast eiga eina frænku eða frænda sem ættar- böndin tengjast sérstaklega við. Hún Steinunn átti svo gott með að hlusta á aðra. Átti gott með að setja sig í spor annarra. Við áttum því gott með að ræða sam- an um landsins gagn og nauðsynj- ar, fjölskylduna og vini. Og Stein- unn varð ekki aðeins frænkan góða og trygga, heldur vinur, vin- kona sem ávallt var hægt að leita til í gleði og sorg. Það eru margar stundirnar sem ég minnist þegar við lögðum í bæjarferð, verslunarferðir. Lögð- um leið okkar niður Laugaveginn, en Steinunn hafði yndi af því að versla fyrir fjölskyldu sína. Þær koma einnig upp í hugann allar góðu stundirnar að Miðfelli. Þakk- lát er ég fyrir það að hafa farið með henni austur fyrir fjall á heimaslóðir nú fyrir nokkrum vik- um. Vissulega var það ekki í huga okkar sem hin síðasta ferð til æskustöðvanna. Þar naut hún sín á meðal ættmenna og vina. Það gerði Steinunn einnig svo oft á heimili sonar síns Sigurðar og Eyrúnar. Sunnudagsboðin á heim- ili þeirra sem og allur annar sam- fagnaður gladdi hana. Reyndar fór ekki mikið fyrir henni, hún var hógvær og vildi láta fara lítið fyr- ir sér. Hún var dugleg og samvisku- söm. Stærsta gleði hennar í lífinu var án efa að sjá barnabörnin vaxa úr grasi, dafna og standa sig vel í því að mennta sig. Hún lagði á það áherslu í lífinu að fólk menntaði sig, en hennar kynslóð þekkti það vel að ekki gátu það allir þó að hæfileikar væru til staðar. Það var stór stund í lífi hennar og Kjartans heitins eiginmanns hennar, er sonur þeirra Sigurður lauk bygginga- tæknifræði við Tækniháskólann í Kaupmannahöfn. Reyndar fóru þau hjón í siglingu til þeirra, för sem þau gleymdu aldrei þótt ár og dagur liði. Og nú hefur hún Steinunn frænka mín og vinkona lagt upp í aðra för. Við vitum hvert ferð- inni er heitið. Þangað heim fylgja henni kveðjur og blessunaróskir, um leið og ég þakka fyrir allt það sem hún var mér og fjölskyldu minni. Margrét Albertsdóttir. Crfisdrykkjur Uettingohú/ið Gnm-mn Sími 555-4477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.