Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Hljómlistarfólk og hagsmunabarátta Frá Albert Jensen: LISTAFÓLK og verk þess er eitt af mikilvægustu undirstöðum menning- ar hverrar þjóðar. Andlit hennar gagnvart öðrum þjóðum. Það er ómissandi þáttur í andlegri uppbygg- ingu og gefur lífinu gildi sköpunar og gleði. Það er áhrifavaldur í sam- skiptum þjóða. Island býr sérstak- lega vel hvað varðar listafólk á öllum sviðum, en best er allt og fjölbreyti- legast, sem að hljómlist Iýtur. Lista- fólk á heimsmælikvarða eins og Kristján Jóhannsson, Sigurður Bragason, Gunnar Guðbjömsson, Rannveig Bragadóttir, Selma Guð- mundsdóttir, Jón Ásgeirsson, Jón Leifs, Gunnar Þórðarson, Bubbi Mortens og Björgvin Halldórsson, svo eitthvað sé nefnt, er einungis brot af því hljómlistarfólki okkar, sem er frambærilegt hvar í heiminum sem er, þó hvort með sínum hætti sé. íslensk músík er margbreytileg og sérstæð. Hún þolir að góðir flytj- endur sæki í sama knérunn. Kórmenning hér er ein sú mesta sem gerist í veröldinni. Stjórnendur kóra eru hér á alþjóðlegan mæli- kvarða, eins og Jón Stefánsson, Ing- ólfur Guðbrandsson, meðan hann var, dóttir hans, Þorgerður, og svo Björgvin Þ. Valdimarsson og Sigurð- ur Bragason, sem þar að auki eru góðir lagasmiðir. Tónlistarfólki ekki gert hátt undir höfði Þrátt fyrir að hljómlistarfólk eigi svo ríkulegan þátt í menningu okkar er langt frá, að því sé gert hátt und- ir höfði. Tónlistarhús ætti fyrir löngu að vera risið og það á stað þar sem slíkt hús nyti sín. Þegar það verður byggt verður að forðast að fela það i þröng húsa, eins og gerðist með hæstarétt- arhúsið, þar sem umhverfið var þrönt og aðstaða Þjóðleikhúss o.s.f. skert. Annars er skiplagsrugl borgarinnar ekki á dagskrá að sinni, þótt ég vilji vita hvort hið óhugnanlega auðveldi nokkra einstaklinga, sem virðist orð- ið ríki í ríkinu og með puttana í for- gangsröðun stórverkefna, sé dragbít- ur í menningarlegu tilliti. Það mikil- vægasta hverri þjóð er hvernig til- tekst með heilbrigði og þroska barna sinna frá fæðingu og til lengri tíma litið. Einn af mestu gleðigjöfunum og þroskavænlegustu lýtur að músik. Litlum, valdamiklum þrýstihópum hefur með undarlegum hætti tekist að ryðja úr vegi hagsmunum heildar- innar fyrir sínum. Hennar hagsmun- ir felast ekki í byggingum fyrir makr- áða, ofurlaunaða embættismenn. Þar er of mikið af öllu komið fyrir löngu. Þau sem máium ráða virðast álíta þörfum barna í heilbrigðiskerfinu vel fyrirkomið með sameiningu barna- deilda, en þeir sem vinna í reynd fyrir börnin vita betur. Barnaspítali átti að hafa forgang, en vanhæfir menn hafa spillt því. Barnaspítali og tónlistarhús áttu í uppeldis- og menn- ingarlegu tilliti að hafa forgang og í reynd að vera löngu komin í gagn- ið. Úr því sem undan er gengið verð- ur erfitt í bili að hafa betur í baráttu fyrir börnin, nema að því leyti sem að tónlistarhúsi lýtur og þar gerist lítið nema með samtakamætti tón- listarunnenda. Tónlistarfólk á að styðja hvert annað og styrkja. Það má aldrei rífa neinn niður, þótt ein- hver sjái sér hag í. Hagkvæmni slíkra gerða varir aldrei lengi. Hvati þess- ara skrifa er, að koma þeim óskum mínum á frammfæri, að listafólk okkar, ekki hvað síst, reyni að hafa þau áhrif á glámskyggna valdhafa, að þeir hætti að forgangsraða fyrir þrýstihópa. Þar á ég við, m.a. að tónlistarhöll hefði, allra vegna, líka lögfræðinga, átt að byggjast á undan hæstaréttarhúsi. Sú forgangsröðun er móðgun við þjóðinna, því fáir hafa unnið þjóðinni jafn lítið, fyrir svo mikið, sem þeir í gamla réttinum. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Ferdinand ASK YOUR 906 TO COME OUTANDPLAY "CNASETHE STICK" '' THANK YOU FOR. YOUR OFFER TO COME OUT ANP PLAY..U)E ARE BUSY AT THIS TIME, H0U)EVER,AND CANNOT ACCEPT YOUR 0FFER..WE HOPE YOU WILL 0E 5UCCESSFUL EL5EWHERE" Biddu hundinn þinn um „Þakka þér fyrir boðið um að koma út að leika ... við Hafa hundar synjun- að koma út og leika erum önnum kafin um þessar mundir, samt sem áður, og arseðla? j „Eltu prikið“ getum ekki tekið boði þínu... við vonum að þér takist betur annars staðar“ Þakkir til íslenskra stjórnvalda og björgun- arsveita á Vestfjörðum Frá Ræðismannaskrifstofu Spánar hefur verið beðin um að koma eftir- farandi þakklæti og athugasemd á framfæri við íslensk yfirvöld og leit- armenn björgunarsveita á Vestfjörð- um frá spænsku ferðamönnunum sem leitað var að á Drangajökli í júlí sl. Hr. Juan Gascón Vallés og Maria Pilar Doz Mora vildu þakka öllum þeim sem leituðu þeirra á Dranga- jökli í óveðri sem gekk þar yfir dag- ana 6.-7. júlí sl. Þegar leit að þeim hófst voru þau þegar komin í húsa- skjól og því kom það þeim algerlega í opna sköldu að leitarflokkur hefði verið sendur af stað þeim til hjálpar, með þeirri miklu vinnu og tilkostnaði sem því fylgir. Þau töldu sig aldrei hafa verið í neinni hættu meðan á göngu þeirra stóð yfir jökulinn og voru vel búin til útivistar af þessu tagi. Þá vildu þau gjarnan að fram kæmi að aldrei í þeirra undirbúningi fyrir ferðina, né við komuna til lands- ins eða á ferð þeirra um jökulsvæði hér á landi hefði þeim verið bent á að gefa upp ferðaáætlun sína eða láta vita af ferðum sínum, því síður hvar slíkum upplýsingum skyldi komið á framfæri. Juan og Maria Pilar voru afar leið yfir áhyggjunum þeirra vegna og þeim mikla viðbúnaði sem var við- hafður við leit að þeim, og vildu færa öllum sem nálægt leitinni komu bestu þakkir fyrir umhyggjuna. RÆÐISMANNSSKRIFSTOFA SPÁNAR. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.