Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ USTATILBOD ----------------------------—---7 -- ---' ' • Alþjóðlegt happdrætti, Kynntu þér nýja haust- og vetrarlist- ann frá Quelle, stærstu póst- verslun Evrópu. 12 miljónir viðskiptavina sanna gæðin, gott verð og örugga þjónustu. • Listinn er endurgreiddur við pöntun. - síðast vann íslendingur fyrsta vinning 15.000 DM. • Falleg gjöf fylgir fyrstu pöntun úr listanum. L I S T A Knxjp Dalvegi 2, Kópavogi Pöntunarsími 564 - 2000 \ Framleiðsla sem stenst tímans tönn *PR ROR Röria frá PR-Pípugerðinni hafa þjónað holræsakerfi höfuðborgar- svæðisins í hálfa öld. Reynslan sýnir að þau standast ströngustu kröfur um gæði og endingu. (?PR Hellur Sexkcintur &steinar Gárusteinn 30x30 PR-Pípugerðin framleiðir einnig fjölbreytt úrval af hellum og steinum fyrir gangstéttar, innkeyrslur og garða. Bæjarsteitm Ending skiptir öllu PípugerðinK Skrifstofa & Suðurhraun 2 • 210 Garðabær Verksmiðja: Pósthólf 190 • 212 Garðabær, Sími: 565 1444 Fax: 565 2473 I DAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags SKAK Umsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vlnnur Staðan kom upp á minn- ingarmótinu um Donner í Amsterdam í Hollandi. Lett- inn Aleksei Shirov (2.695) hafði hvítt og átti leik gegn heimamanninumJeroen Pi- ket (2.625). 24. Bf6! - gxf6 25. f5 - fxe5 26. fxe6 — Dxe6 27. Hf 1 (Svartur stendur höllum fæti og nú yfirsést honum hótun hvíts:) 27. — Rc4? 28. Hxh6+! - Dxh6 29. Hxf7+ - Kg6 30. Hf6+ - Kxf6 31. Dxh6+ og svartur gafst upp skömmu síðar. Þegar tefldar höfðu verið sjö umferðir af ellefu var staðan þannig: 1-2. Granda Zunjiga, Perú og Jan Tim- man 5 ‘A v. 3. Shirov 4 ’A v. 4-5. Júdit Polgar og Yasser Seirawan 4 v. 6-8._ Nunn, Englandi, Huzman, Úkraínu og Morosevitsj, Rússlandi 3 'A v. 9. Salov, Rússlandi 3 v. 10. Khalifman, Rússlandi 2‘A v. 11. Van Wely, Hol- landi 2 v. 12. Piket 'A v. Timman er loksins að ná sér á strik, en þá er Piket gersamlega heillum horfínn og hefur tapað sex skákum af sjö. Graig Sherhold er látinn VELVAKANDI var beð- inn um að koma þessari tilkynningu á framfæri þar sem sífellt berast nafnspjöld frá fyrirtækj- um til þessa drengs. Graig Sherhold var 17 ára gamall drengur í Bandaríkjunum sem var með krabbamein og átti þá æðstu ósk að komast í Heimsmetabók Guiness sem sá sem hefur safnað flestum nafnspjöldum. Eru það vinsamleg til- mæli að fyrirtæki hætti að senda nafnspjöld til Graig Sherhold. Tapað/fundið Seðlaveski tapaðist SVART seðlaveski, sem í voru peningar, en engin skilríki, tapaðist fyrir framan Happahúsið í and- dyri Kringlunnar föstu- daginn 18. ágúst sl. Skil- vís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 553-8094 eftir kl. 16 á daginn. Myndavél tapaðist ZEISS Ikon-myndavél í brúnu leðurhulstri tapað- ist laugardaginn 19. ág- úst sl. á gönguleiðinni frá Bolabás til Hrauntúns í Þingvallasveit. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 557-5939 og er fundarlaunum heit- ið. Regnjakki tapaðist SJÖ ÁRA drengur sem var á leikjanámskeiði á vegum Tónabæjar tapaði bláum regnjakka sem er með grænu stykki á öxl- um ög niðureftir örmum, einhversstaðar á ferðum sínum í júlímánuði. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma553-6239. Bakpoki tapaðist BLEIKUR bakpoki tapað- ist í strætóskýlinu við Ártúnshöfða sl. mánudag. Skilvís finnandi vinsam- lega hringi í síma 588-4083. Gleraugu fundust GLERAUGU í vínrauðri umgjörð (lesgleraugu) fundust á Grandavegi hjá Holtsgötunni sl. sunnu- dag. Gleraugun voru í silf- urlitu hulstri sem á stend- ur Imago. Eigandi getur sótt gler- augun til Reykjavíkur- deildar Rauða Krossins eða hringt í síma 568 8188. Svartur jakki tapaðist SVARTUR rússkinn- sjakki með rennilás tapað- ist í Þjóðleikhúskjallaran- um þann 5. ágúst sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 553 1211. Gæludýr Læðu vantar heimili SJÖ vikna gömul falleg kassavön læða sem er bröndótt með hvítt trýni og hvítar loppur þarf að eignast gott heimili. Vin- samlega hringið í síma 553-3944. Hlutavelta ÞESSI duglegu börn héldu hlutaveltu á dögunum og söfnuðu krónum 3.802 sem þau gáfu til styrktar Rauða Krossi íslands. Bömin heita Arna Rún Gústafs- dóttir, Magnea Amardóttir og Ólafur Gústafsson. COSPER Ég setti skerminn upp, því ég skammast mín fyrir hversu hárlítill strákurinn er. Víkverji skrifar... ESTFJARÐAKJÁLKINN hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn, þar á meðal margar fagrar náttúruperlur, sem vert er að leggja leið sína til og skoða í ró og næði. Einn hængur er þó á að slík ferðalög verði nátt- úruunnendum á venjulegum fólks- bílum til þess yndrsauka sem bú- ast mætti við. Það er ástand þjóð- veganna sem víða er vægast sagt ansi bágborið. Eins geta miklar fjarlægðir milli þjónustustöðva fyrir ferðamenn sett verulegt strik í reikninginn. Kunningi Víkveija var nýlega á ferð með eiginkonu sinni um Vest- firðina og Strandasýslu og hófu þau ferðalagið með því að aka um Barðastrandarsýslu enda áttu þau góðar minningar um náttúrufeg- urð fjarðanna þar. Vegirnir á leiðinni vestur frá Bjarkarlundi fóru hins vegar sí- versnandi þannig að kunningjan- um var ekki farið að lítast á blik- una. Enda fór svo að strax að kveldi fyrsta dags ferðalagsins, þegar þau hjónin voru að svipast um eftir hentugu tjaldstæði, sprakk á bílnum þegar leiðin lá upp úr Djúpafirði og yfir Ódijúg- EFTIR snör handtök við að koma varadekkinu undir var tekin ákvörðun um að tjalda þar í nágrenninu og halda síðan til Reykhóla að morgni og fá þar gert við dekkið. Næsti þjónustu- staður í vesturátt var Bíldudalur í eitthvað um 140 km fjarlægð, og satt að segja treysti fólkið sér ekki til að keyra þá vegalengd án varadekks ef vegirnir færu jafnvel enn versnandi frá því sem verið hafði. Eftir tæplega 50 km akstur að Reykhólum gekk greiðlega að finna dekkjaverkstæði, sem reynd- ist hins vegar lokað. Þetta var árla morguns og beið ferðafólkið fyrst rólegt eftir því að verkstæðið yrði opnað. Þegar það dróst leiddu fyrirspurnir í ljós að eigandi verk- stæðisins var á sjónum þennan dag og því enga viðgerð að fá. Vísað var á að næsta dekkjaverkstæði væri á bænum Hafrafelli í um 20 km fjarlægð í suðurátt og þangað var haldið. Afleggjarinn að bænum var vægast sagt hrikalegur og kunninginn var farinn að hugsa til þess að ef hann slyppi alla leið án þess að það spryngi þá myndi hann örugglega ekki sieppa á ósprungnu til baka. En þegar komið var að Hafra- felli reyndist enginn vera heima og engar upplýsingar að sjá um hvenær einhver væri væntanlegur. xxx FTIR þó nokkra bið tók ferða- fólkið þá ákvörðun að láta bara slag standa og aka til Bíldu- dals í von um að ekkert færi úr- skeiðis. Hinn valkosturinn var að halda enn lengra til baka og fá gert við dekkið í Búðardal. í stuttu máli sagt gekk ferðin að óskum til Bíldudals þrátt fyrir ömurlega vegi. Þar var svo gert við dekkið. En heldur fannst ferðafólk- inu súrt að hafa þurft að keyra um 130 km vegalengd að óþörfu eftir afleitum vegum í leit að þjónustu sem ætti að vera sjálfsagt að fá. Slæmir vegir og uppákomur af þessu tagi geta vafalaust orðið til þess að fæla fólk frá því að leggja leið sína um slóðir sem annars hafa upp á svo ótalmargt að bjóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.