Morgunblaðið - 24.08.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.08.1995, Qupperneq 1
 D 1995 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST BLAD Kaiserslautern reyndi að múta Uli Stein ÞÝSKA knattspyrnusambandið ætlar að rann- saka hvort Kaiserslautern hafi boðið Uli Stein fé fyrir að tapa leik er hann lék í marki HSV árið 1987. Stein, sem er fertugur og leikur með Arminia Bielefeld í 2. deildiiini, sagði í samtali við Sport Bild í gær að Kaiserslautern hafi boð- ið honum fé fyrir að tapa leik með HSV undir lok timabilsins 1987 en þá þurfti Kaiserslautern nauðsynlega að fá stig I leik gegn HSV til að komast í UEFA keppnina. Hann segist hafa hafn- að boðinu og HSV sigraði 4:0 í leiknum. Reynist Stein sannorður er þetta í fyrsta sinn síðan árið 1971 að mútumál kemur upp í þýsku knattspyrnunni, en þá voru rúmlega 50 leikmann og tveir þjálfarar sektaðir fyrir að ákveða úr- slit leikja fyrirfram. „Ég vil ekki nefna nein nöfn í þessu sambandi en skömmu fyrir leik kom einn af forráðamönn- um Kaiserslautern og bauð mér greiðslu fyrir að tapa Ieiknum og sagði að einn af félögum mínum i liðinu ætlaði að aðstoða mig við að fá á mig mark,“ sagði Stein I gær. Fyrrum foráðamenn Kaiserslautern segja ásakanir Steins út í hött og eru að hugsa um að kæra hann. „Ef til vill þarf Stein á athygli að halda, hann er ekki mikið I sviðsljósinu i 2. deildinni,“ sagði Rainer Geyer framkvæmda- stjóri Kaiserslautern. Rush og Southall aðstoða Gould BOBBY Gould, hinn nýji landsliðsþjálfari Wales, hefur beðið gömlu refína Neville Southall og Ian Rush umað aðstoða sig við að undirbúa liðið fyrir vináttulandsleik gegn Moidavíu þann 6. september. Gould segist vilja rífa Walse upp úr þeim öldudal sem það hafi verið í undanfarin ár og treystir þeim Southall og Rush til að miðla af gríðarlegri reynslu sinni. 1.000 vínflöskur J verðlaun SÁ leikmaður sem verður fyrstur til að skora mark í ítölsku 1. deildarkeppninni, sem hefst á sunnudaginn, fær 1.000 flöskur af gómsætu létt- víni í verðlaun. Undanfarin ár hefur vínfyrir- tæki gefið þessi verðlaun og hafa leikmenn eins og Paolo Rossi, Pólveijinn Zbigniew Boniek og Þjóðveijinn Rudi Völler þurft að höndla góða upptakara eftir að hafa skorað fyrsta markið. Finninn Sievinen sprækur FINNAR eru ánægðir með frammistöðu sinna manna á Evr- ópumeistaramótinu í sundi sem fram fer í Vín, sérstaklega þó framgang Jani Sievinen, sem hefur verið til mikillar fyrir- myndar. í gær varð hann Evr- ópumeistari í 400 metra fjór- sundi, synti á 4.14,75 og á þriðju- daginn kom hann öllum á óvart með því að sigra í 200 metra skriðsundi. Hann hefur því feng- ið tvenn gullverðlaun í fyrstu tveimur sundgreinum sínum og er að vonum ánægður með það. Á myndinni hér að ofan má sjá hann á flugsundssprettinum í fjórsundinu í gær. ■ EM í sundi / D4 KNATTSPYRNA Örebro líklega úr leik - notaði fjóra erlenda leikmenn í Evrópuleiknum gegn Beggen á þriðjudaginn ÖREBRO komst á þriðjudagskvöldið áfram í 1. umferð UEFA keppninnar í knattspyrnu eftir að hafa náð jöfnu 1:1 á útivelli gegn Luxemburgska liðinu Avenir Beggen. Leik liðanna íSvíþjóð lauk með markalsusu jafntefli. Það var Hlynur Birgisson sem gerði markið á 87. mínútu með skoti af stuttu færi eftir skalla frá Mathias Jonsson. Bjargaði Hlynur sem kom inná á 76. mín- útu þar með liði sínu frá þeirri sneypu að verða slegið út af liði frá Luxemburg. í Örebro blaðinu Nerikes Allehanda er slegið upp fyrirsögninni: Birgisson bjargaði Örebro frá fíaskói. Blaðið fjallar einnig um Hlyn og bært. Ég vona að þetta gefí mér segir m.a. að honum hafi geng- aukið sjálfstraust fyrir framhaldið". ið illa að sýna styrk sinn það sem Bæði Arnór Guðjohnsen og Hlynur af sé keppnistímabil- . Stefánsson léku með Örebro og GrétarÞór inu, en á þriðjudag fengu mjög góða dóma fyrir leik Eyþórsson hafi hann gert mikil- sinn. Arnór lék að þessu sinni inn á skrifar frá vægasta mark ársins miðjunni í stað kantsins og hafði það Sviþjóö fyrjr Hð sitt. Hlynur góð áhrif á leik Örebro. Sven Da- segir í samtali við blaðið: „Mér hefur hlkvist þjálfari sagði eftir leikinn að gegnið afar treglega hjá Örebro, en Arnór, sem lék hálfmeiddur, hafi að geta gert út um leikinn er frá- komið sér skemmtilega á óvart. í lok leiksins þegar Örebro tefldi fram öllu sínu til að jafna var Hlyn Stefánssyni skipt fram í sóknina í stað Matthias Jonsson og er það nú varla á hveijum degi! En ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið. Þegar sigurreifir leikmenn Örebro voru á leið í rútu út á flugvöll eftir leikinn kom orðsending sem þaggaði snarlega niður í fagnaðarlátunum. Avenir Beggen hafði kært leikinn! Örebro notaði nefnilega fjóra útlend- inga í leiknum, íslendingana þrjá og pólveijann Kubisztal og slíkt er ekki leyfilegt í Evrópukeppni. Eftirlitsmaður UEFA á leiknum taldi að kæran væri unnin og Örebro því úr leik. Eina hálmstrá Órebro í málinu virðist því vera sú staðreynd að útlendingarnir voru ekki notaðir samtímis, en Hlynur Birgisson kom inn fyrir Kubisztal. Sænska útvarpið greindi frá því í gær að fyrir því væru dæmi frá sambærilegum mál- um að leikurinn væri endurtekinn. Allt er þó enn á huldu um málalok, en víst er að hjá Örebro bíða menn með öndina í hálsinum, nagandi á sér handabökin. Dalkvist sagði í gær að eftir að hafa skoðað málið vandlega teldi hann ljóst að lið hans hefði verið ólöglega skipað og því væri leikurinn því miður líklega tapaður. „Ég tek alla sökina á mig, en ég hafði sam- band við sænska knattspyrnusam- bandið áður en vi fórum í leikinn og fékk þær upplýsingar að ég mætti vera með fjóra erlenda leik- menn, en bara þijá inná í einu. Þetta er ekki rétt, því miður," sagði hann. KNATTSPYRNA: STÓRSIGUR SKAGAMANNA EN FH-INGAR FÉLLU ÚR KEPPNI / D2, D3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.