Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Aston Villa virðist á góðri siglingu Landsliðsfyrirliðinn gerði sitt fyrsta mark fyrirArsenal Aston Villa er eitt fjögurra liða í úrvalsdeildinni ensku sem er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðimar, en Iiðið vann Tottenham 0:1 í gær og hefur því sex stig eins og Newcastle, Wimble- don og Leeds. Meistarar Blackburn urðu að játa sig sigraða í Sheffield en Manchester United vann West Ham á sama tíma og eru liðin bæði með þijú stig, en United tapaði 3:1 fyrir Aston Villa í fyrstu umferð- inni. Arsenal vann sinn fyrsta leik er liðið vann Everton 0:2 og það var fyrirliði enska landsliðsins, David Platt, sem gerði fyrra mark Arsenal. Mark Atkins, miðjumaður hjá Blackbum, var rekinn af lei- kvelli undir lok leiksins og sömu sögu er að segja af Hollendingnum Marco Boogers hjá West Ham. Á myndinni má sjá Mark Bosnich, markvörð Aston Villa í harðri bar- áttu í vítateig sínum við sóknarmenn Tottenham á White Hart Lane. Bosnich átti góðan leik og hefur aðeins fengið á sig eitt mark í þeim tveimur leikjum sem lokið er. tV!#* Valsstúlkur misstu stig SUND / EVROPUMEISTARAMOTIÐ Níu ára heims- metféllí flugsundi Vonbrigði VAN Almsick gengur niður- lút til búningsherbergja Níu ára gamalt heimsmet í 100 metra flugsundi karla var slegið í gær á Evrópumótinu í sundi sem fram fer í Vín í Austurríki þessa dagana. Þar var að verki Denis Pankratov frá Rússlandi þeg- ar hann synti á 52,32 sekúndum en fyrra metið, 52,84, átti Pablo Morales frá Bandaríkjunum, sett í Orlando á Flórída 1986. Pankratov lét ekki þjófstart slá sig útaf lag- inu, og var 0,01 sekúndu á undan næsta manni eftir 50 metra og kom sekúndu á undan Úkraínumannin- um Denis Silantiev í mark. Kerstin Kielgass frá Þýskalandi sigraði í 200 metra skriðsundi kvenna á 2:00,56 mín. eftir að og tvöföldum gullverðlaunahafi í skriðsundi á mótinu, Franzisku van Almsick frá Þýskalandi, tókst ekki að komast í úrslit en hafði þó náð besta tíma mótsins í einu sundi riðlakeppninnar - nærri þremur - sekúndum betri tíma en Kielgass. Van Almsick lenti í svip- • uðum vanda á síðasta heimsmeist- aramóti í sundi þegar henni tókst ekki að komast áfram úr riðlinum en þá gaf landa hennar, Dagmar Hase, eftir sæti sitt til að Van Almsick gæti synt. Hún sló þá heimsmet en nú var enginn til í gefa eftir neitt sæti. VALSSTÚLKUR gerðu í gær- kvöldi þriðja jaf ntef li sitt í sum- ar í 1. deild kvenna, að þessu sinni 1:1 gegn Stjörnunni á Hlíðarendavelli. Á sama tíma sigruðu aðalkeppninautar þeirra um íslandsmeistaratitil- inn, Breiðablik, lið Hauka 4:0 á Kópavogsvelli. Bæði Breiðablik og Valur höfðu fyrir kvöldið í gær tapað fjórum stigum í 1. deildarkeppninni, en nú hafa Valsstúlkur tapað sex stigum og Breiðablik þvítekið afger- andi forystu. Við vorum mun betri í fyrri hálf- leik og þá sýndu stúlkurnar sinn besta leik í sumar og þá voru Valsstúlkur heppn- fvar ar að við skoruðum Benediktsson ekki fleiri mörk. í skrifar síðari hálfleik jafn- aðist leikurinn og Valsliðið er sterkt og erfitt viður- eignar og þær náðu að jafna, en við áttum stigið að^ minnsta kosti skilið,“ sagði Jón Óttar Karlsson, þjálfari Stjörnunnar að leikslokum. Stjörnustelpurnar léku oft mjög vel í fyrri hálfleik og höfðu lengst af yfirburði á vellinum. Valsliðið virtist ekki hafa náð sér á strik eftir úrslitaleik bikarkeppninnar sl. sunnudag. Katrín Jónsdóttir skor- aði eina mark Stjörnunnar í leikn- um í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik komu leikmenn Vals hins vegar mun hressari til leiks og þegar líða tók á hálfleikinn ox þeim ásmeginn og þær fengu nokkur mjög góð færi, en gekk illa að láta knöttin tata í markið. Þar kom þó að því að ein sókn gekk upp og Ásgerður Ingibergsdóttir skoraði fallegt mark með þrumu- skoti frá utanverðu vítateigshornl. En Stjörnustúlkur voru skeinu- hættar og fengu einnig sín færi en tókst ekki að bæta við. Liðin urðu því að skilja með skiptan hlut. „Við áttum svo sannarleg að gera betur, þó svo að þær væru betri í fyrri hálfleik. Það eru eftir þijár umferðir og við erum stað- ráðnar í sigra í þeim leikjum sem eftir eru og sjá hvemig mál standa að þeim loknum. En þetta var bar- áttuleikur og bæði lið vildu stigin og leikurinn einkenndist af því,“ sagði Erla Sigurbjartsdóttir, leik- maður Vals eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í gær. Fj. leikja u j T Mörk Stig BREIÐABUK 12 10 2 0 62: 5 32 VALUR 11 8 3 0 33: 10 27 KR 11 7 0 4 33: 17 21 STJARNAN 12 6 2 4 29: 12 20 ÍA 11 6 1 4 33: 21 19 ÍBA 12 2 1 9 9: 44 7 HAUKAR 12 1 1 10 5: 63 4 IBV 11 1 0 10 7: 39 3 Bartova bætir enn heimsmetið DANIELA Bartova frá Tékk- landi gerir það ekki endasleppt í stangarstökki þessa dagana. í fyrrakvöld bætti hún heimsmet sitt í greininni um einn senti- metra, stökk 4,21 m á móti í Linz í Austurríki. Gamla metið átti hún sjálf og það setti hún á síð- asta föstudag á móti í Köln — 4,20 m. Bartova hefur nú bætt heimsmetið í stangarstökki kvenna sjö sinnum á þremur mánuðum og alls um 11 senti- metra. Hún stefnir að því að komast yfir 4,25 m fyrir árslok. ■ ANDREAS MÖLLER var fyrir- liði þýska landsliðsins í knattspyrnu í vináttuleik gegn Belgum í gær- kvöldi í Briissel. Ástæaðn er sú að Jiirgen Klinsmann er meiddur og JUrgen Kohler sem var fyrirliði áður vill ekki taka við bandinu eft- ir að nafnbótin var tekin af honum og afhent Klinsmann. ■ CIRIACO Sforza leikmaður Bayern Miinchen og svissneska landsliðsins á yfir höfði sér leikbann og sekt fyrir leikaraskap. Hann fiskaði vítaspyrnu fyrir Miinchen um helgina í leik gegn Karlsruhe og á sjónvarpsmyndum sem sýndar hafa verið af leiknum sést greini- lega að Sforza lét sig falla vilj- andi. Tekið er mjög hart á öllum leikaraskap i þýska boltanum og sjónvarpsvélar miskunarlaust not- aðar til að sanna leikaraskap leik- manna og dæma þá í leikbann og fjársektir. ■ MJÖG ER farið að hitna undir Morten Olsen þjálfara FC Köln eftir slakt gengi liðsins í þýska fót- boltanum. Fjölmiðlar í Þýskalandi reikna með því að ef ekki fari að rætast úr hjá Köln verði Olsen fyrsti þjálfarinn sem fær að hirða pokann sinn á nýbyijuðu keppnis- tímabili. ■ DENNIS Bergkamp er ánægð- ur hjá Arsenal og segir, að leika við hliðina á Ian Wright og það minni hann á þegar hann lék við hlið Stefan Pettersen hjá Ajax — „besta leikmanninum sem ég hef leikið með í sókn. Wright er þijátíu og eins árs, en er eins og tuttugu og eins árs, svo léttur er hann á sér. Hann veitir mér mikinn stuðn- ing, bæði á æfingum og í leikjum." ■ PETER Beardsley hjá Newc- astle, leikur nú sitt sautjánda keppnistímabil sem atvinnumaður. Gary Lineker segir að hann hafi engu gleymt og þeir Les Ferdin- and eigi eftir að ná vel saman. ■ GLENN Hoddle, framkvæmda- stjóri Chelsea er ánægður með þá þróun sem hefur orðið í ensku knattspyrnunni — að margir snjall- ir ieikmenn hafi komið frá megin- landinu til að leika í Englandi. „Áhorfendur kunna vel að meta þessa þróun ogfjöimenna á vellina." ■ GLENN Hoddle, framkvæmda- stjóri Chelsea, fær Lamborghini- bifreið, sem kostar 2,1 millj. ísl. kr., að gjöf, ef liðið verður meistari í Englandi. ■ MARCO Rossi, varnarleikmað- ur hjá Sampdoría, er farinn til Mexíkó, til að ræða við forráða- menn America, sem vilja fá hann til liðsins. Rossi, sem er 31 árs kom til Sampdoría frá Brescia 1993, eftir að hafa leikið allan sinn ferill í liðum í neðri deildunum á Ítalíu. VIKINGALOTTO: 1 7 23 31 43 46 + 3 21 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.