Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C tttttmiItfiiMfe STOFNAÐ 1913 191.TBL.83.ARG. FOSTUDAGUR 25. AGUST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Frakkar vefengja niðurstöðu sænsku lögreglunnar Deneche enn grun- aður París, Stokkhólmi. Reuter. FRANSKA lögreglan telur enn að Alsírbúinn, sem var handtekinn í Stokkhólmi, sé sekur um sprengjutil- ræðið í París 25. júlí og vefengir þá niðurstöðu sænsku lögreglunnar að hann hafi þá verið í Svíþjóð. Sænska lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að Alsírbúinn, Abdelkrim Deneche, sem er 39 ára, hefði verið í einu úthverfa Stokkhólms daginn sem sprengja varð sjö manns að bana og særði 86 í neðanjarðarlest í París. Heimildarmenn í frönsku lög- reglunni sögðu þó að franski rann- sóknardómarinn Laurence Le Vert hefði gefíð út alþjóðlega handtökutil- skipun á hendur Deneche þar sem því væri haldið fram að hann hefði tekið þátt í tilræðinu. Franskir emb- ættismenn væru að undirbúa beiðni um að fá Deneche framseldan. Kveðst hafa séð Deneche Frakkar telja að Deneche sé einn forsprakka herskáustu hreyfingar múslimskra strangtrúarmanna í Als- ír, GIA. Hann er eini maðurinn sem hefur verið bendlaður við tilræðið í júlí og annað sprengjutilræði í París fyrr í þessum mánuði. Heimildarmenn innan rannsókn- arlögreglunnar í París segja franskan lögreglumann fullvissan um að hafa séð Deneche og annan mann hand- leika tösku í neðanjarðarlestinni skömmu áður en sprengjan sprakk. Leif ar af töskunni hafi fundist á brot- um úr sprengjunni eftir tilræðið. Sænska öryggislögreglan er hins vegar sannfærð um að Deneche geti ekki hafa verið í París 25. júlí. "Mikil spenna er sögð milli franskra og sænskra embættismanna vegna þessa máls, þótt því sé haldið fram opinberlega að samvinna þeirra sé góð. Frönsku embættismennirnír saka Svía um að vera ósamvinnu- þýða, en sænsku embættismennirnir segja Frakka hafa óeðlileg afskipti af afgreiðslu málsins. Reuter KÍNVERSKA ríkissjónvarpið greindi frá réttarhöldunum í kvöldfréttatíma og sýndi myndir af Harry Wu niðurlútum í stúku sakbornings þegar dómur var kveðinn upp. Sprenging í miðborg Helsinki BÍLASPRENGJA sprakk í miðborg Helsinki klukkan hálf eitt í morgun að staðartíma. Lögregluþjónn særð- ist lítillega í sprengingunni, sem skildi eftir sig stórt gat í jörðinni, að sögn Tommis Melenders, frétta- manns finnsku fréttastofunnar STT. Melender sagði í samtali við Morg- unblaðið að bíllinn hefði sprungið í tætlur og ekki verið þekkjanlegur. Sprengjan sprakk í hverfinu Pasila, um tvo km frá hjarta Helsinki, og urðu miklar skemmdir á lögreglu- stöð, dómshúsi og ríkisútvarpinu. Enginn lét lífið í sprengingunni. Lögregla lokaði stóru svæði og beindi umferð annað eftir sprenginguna. „Þetta var mjög mikil sprenging og drunurnar heyrðust í 15 km fjar- lægð," sagði Melender. Hann tók fram að ekki hefðu borist neinar hótanir áður en hún varð og sagði að lögregla hefði engar vísbendingar. Kínverjar höggva á hnút- inn og vísa Wu úr landi Bandaríkjamenn neita að samið hafi verið um lausn andófsmannsins Peking, Jackson, Wyoming. Reuter. KÍNVERJAR vísuðu kínversk- bandaríska andófsmanninum og mannréttindafrömuðinum Harry Wu úr landi í gær, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann hafði verið dæmduy í 15 ára fangelsi fyrir njósnir, og var sagt að hann væri á leið til San Francisco. Bill Clinton Bandaríkjaforseti fagnaði þessari ákvörðun Kínverja og sagði að með henni hefði hindrun fyrir bættum samskiptum Bandaríkjamanna og Kínverja verið rutt úr vegi. Talsmaður forsetans, Ginny Terz- ano, sagði að þetta væri aðeins eitt mál af mörgum, sem þyrfti að taka til athugunar áður en ákveðið yrði " ". *; *' i '^W «"v •r;./•'" ¦ M^*r. '^ " '¦'¦' '"I '¦""-"'' -¦ V; ¦ . ! ^^k 1 n ¦¦ ^H f '-':% (W.;' " ipBJ HK .-- -^T^B fb - . W ' 1 .,,,. -*•**¦ \má ' ¦ ií ':¦¦¦ ¦ *S pS^PB ¦ j Hv ^v Reuter Ostro borinn til graf ar HANS Christian Ostro var bor- inn til grafar í Tansberg í Nor- egi í gær. Aðskilnaðarsinnar í Kasmír á Indlandi rændu Ostro í byrjun júlí og myrtu hann með grimmilegum hættí um miðjan þennan mánuð. Tveir Bretar, Bandarikjamaður og Þjóðverji eru enn á valdi mannræningj- anna. hvort Hillary Clinton forsetafrú sækti kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Pekíng í september. Hún myndi tilkynna ákvörðun sína innan tíðar. Bandaríkjamenn neituðu því að gert hefði verið samkomulag við Kín- verja um að forsetafrúin færi til Peking ef Wu yrði hleypt úr landi. Michael McCurry, blaðafulltrúi for- setans, sagði dagblaðinu Los Angeles Titnes á miðvikudag að svo gæti farið að Wu yrði dæmdur með hraði og sendur úr landi. Þessi ummæli gátu af sér miklar vangaveltur um það hvort ráðamenn í Peking og Washington hefðu samið um Wu. Eiginkona Wus, Ching Lee Wu, sagði blaðamönnum í heimabæ sín- um Milpitas, sem er skammt frá San Francisco, að hún væri í sjöunda himni yfir því að maður sinn væri á leið heim. „Ég er of hamingjusöm til að geta lýst tilfinningum mínum,." sagði hún. 20 ár í gúlaginu Wu hefur löngum verið Kínverjum óþægur ljár í þúfu. Hann var hneppt- ur í varðhald 19. júní eftir að hann reyndi að laumast inn í Xinjiang-hér- að frá Kazakstan og síðar sakaður um njósnir. Samskipti Bandaríkja- manna og Kínverja hafa verið mjög stirð frá því að Wu var handtekinn. Wu er 58 ára verkfræðingur og í 19 ár var hann fangi í kínverska gúlaginu, sendur fram og til baka á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann var upprunalega handtekinn í herferð kommúnista á hendur hægrisinnum og mönnum með borg- aralega fortíð. Hann var dæmdur í lífstíðarfang- elsi fyrir „ámælisverða afstöðu" sína eða að neita að játa sekt sína og látinn vinna á búgörðum, í kolanám- um og efnaverksmiðjum. Deng Xiaoping lét hann lausan árið 1979 þegar hinir svokölluðu hægrisinnar voru náðaðir. Arið 1985 fékk hann að fara frá Kína til að stunda rannsóknir við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Hann tók sér bandarískan ríkisborgararétt og hóf mikla herferð gegn þrælkun- arbúðakerfinu í Kína. Hann skrifaði bók um gúlagið og milli 1991 og 1994 sneri hann nokkrum sinnum aftur undir fölsku flaggi til að safna upplýsingum um mannréttindabrot í kínverskum fangelsum. Heimildakvikmynd um fangelsin Afraksturinn var heimildakvik- mynd með efni, sem hann tók á laun í fangabúðum og var sýnd bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Wu hugðist safna meira efni um fangabúðirnar þegar hann var hand- tekinn. Eiginkona Wus sagði að réttar- höldin yfír honum hefðu verið óréttl- át og málflutningur aðeins tekið fjór- ar klukkustundir. Þau fóru fram í Wuhan-héraði. „Hann ritaði kínverskum yfirvöld- um bréf og viðurkenndi að allt sem honum væri gefið að sök væri sann- leikanum samkvæmt og lýsti iðrun sinni. Hann bað sjálfur um að sér yrði vísað úr landi eins fljótt og mögulegt væri," sagði Xu Deyuan, lögfræðingur Wus. Deyuan sagði hins vegar að réttar- höldin hefðu verið sanngjörn og að Wu hefði verið hress þrátt fyrir að vera enn í sömu fötum og hann var í þegar hann var handtekinn. Króatar bíða með að beita hervaldi Vín, Bonn. Reuter. MATE Granic, utanríkisráðherra Króatíu, sagði í gær að Króatar væru reiðubúnir að beita ekki her- valdi í grennd við Dubrovnik við Adríahaf um sinn meðan Banda- ríkjastjórn reyndi að koma á friði í löndum gömlu Júgóslavíu. Hann sagði þó að Króatar myndu grípa til hernaðaraðgerða ef Bosníu-Ser- bar hæfu stórsóknar á svæðinu. Granic sagði þetta eftir fund með Wolfgang Schussel, utanrík- isráðherra Austurríkis, í Vín. Muhamed Sacirbey, utanríkis- ráðherra Bosníu, sagði á miðviku- dag að Bandaríkjastjórn fengi allt að tvo mánuði til að koma á friði í löndum gömlu Júgóslavíu. Eftir það yrði að beitá valdi til að knýja Serba til samninga. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna hafa sakað Króata um að eyðileggja hús serbneskra flótta- manna í Krajina á skipulegan hátt. Þýskt dagblað skýrði frá því í gær að Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, hefði sent Granic bréf þar sem hann varar við því að íkveikjur og gripdeildir Króata í Krajina muni skaða samskipti þeirra við Þýskaland og Vestur- Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.