Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Frjálst verð á kindakjöti í áföngum VIÐRÆÐUR um nýjan bú- vörusamning í sauðfjárfram- leiðslu eru nú hafnar á ný að loknum sumarleyfum, en að sögn Ara Teitssonar, formanns Bændasamtaka íslands, er von- ast til þess að nýr samningur líti dagsins ljós á næstu vikum. Samkomulag hefur tekist um hvernig staðið verður að verð- lagningu kindakjöts, og er þá verið að ræða um að gefa verð- ið frjálst í áföngum. „Það er nauðsynlegt að menn viti hvað er framundan nú fyrir sláturtíðina, en það er engin vissa komin í þessu. Það hefur alltaf verið talað um að þetta yrði einn heildarsamning- ur og því ekki hægt að tala um neina lendingu fyrr en þetta er komið í einn pakka sem er því miður ekki tilbúinn. Það eru að vísu nokkur atriði sem allir aðilar geta sætt sig við ef allur pakkinn næst saman. Sam- komulag er komið um að iosa um verðlagninguna og stefna að því að hún verði fijáls með tímanum miðað við aðstæður þá. Við erum sammála um þetta núna en ef við síðan náum ekki saman um önnur atriði þá er þetta ekkert sem verður gild- andi,“ sagði Ari. Nýja þyrlan í sjúkraflug NÝJA þyrla Landhelgisgæsl- unnar, TF-LÍF, sótti konu sem slasaðist í bílveltu skammt vestan við Króksfjarðarnes í gærkvöldi og flutti á Borgar- spítalann. Var konan minna slösuð en talið var í fyrstu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að ökumaður- inn hafi misst stjórn á bifreið- inni þegar hún fór af bundnu slitlagi yfir á malarveg. Bifreið- in er mikið skemmd. Vegurinn er nýheflaður og segir lögregla að fyrstu dagana á eftir sé hann varhugaverður þar sem hann sé lausari í sér en ella væri. Bjalla fældi þjóf ábrott BROTIST var inn í Listasafn Einars Jónssonar við Njarðar- götu í fyrrinótt. Styggð kom að þjófunum og var engu stolið. Lögreglan fékk tilkynningu um innbrotið rétt fyrir kl. 5. Gluggi á húsinu hafði verið spenntur upp og farið inn, en þjófarnir forðað sér þegar bjalla í þjófavarnarkerfi lét til sín heyra. Berings- puntur til uppgræðslu Fagradai. Morgunblaðið. H AFIN er þresking á berings- punti, túnvingli, melgresi og lúpínu á Mýrdalssandi en undanfarin níu ár hefur verið unnið mikið átak í uppgræðslu á sandinum þegar þjóðvegurinn var færður sunnar á sandinn. Byrjað var á að sá melgresi til skjóls og síðan hefur fleiri tegund- um verið bætt við en búið er að sá u.þ.b. 960 hektara heilsáð, sem tekur yfir mun stærra svæði, sem eru dreifðir flákar um sandinn aðallega meðfram veginum. Það eru landgræðslan og Vegagerðin í samvinnu sem hafa lagt fé í upp- græðsluna og er það strax farið að skila árangri, t.d. hefur þjóðveg- urinn aldrei orðið ófær vegna sandfoks. Að sögn Sveins Runólfssonar, landgræðslustjóra, hefur upp- græðslan gengið vel og segir hann að beringspunturinn sé frábær uppgræðslujurt hvort sem er á Mýrdalssandi eða á Hólsfjöllum, en hann er ættaður frá Alaska. Búið er að slá u.þ.b. 15 ha af túnvingli og verið að slá um 50 ha af beringspunti. Þá er eftir að slá lúpínuna og melgresi og fær Land- græðsla ríkisins umtalsvert magn af fræi til sáningar næsta vor. Sex mánaða uppgjör Útgerðarfélags Akureyringa hf. Rekstrarhallinn 92,8 milljónir króna HALLI varð af rekstri .Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. fyrstu sex mánuði ársins sem nemur 92,8 millj- ónum króna. Þrátt fyrir þetta tap eru forsvarsmenn félagsins bjartsýn- ir á að reksturinn batni til muna á seinni hluta ársins og markmiðið er að félagið verði rekið með hagnaði á árinu. Rekstur dótturfélags Út- gerðarfélagsins í Þýskalandi, Meck- lenburger Hochseefischerei, hefur á hinn bóginn batnað og skilaði hann 87 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. ■ Velta ÚA á fyrri helmingi ársins nam 1.954 millj. kr. ogvoru rekstrar- tekjur 1.607 milljónir en rekstrar- gjöld 1.400 milljónir. Verg hlutdeild fjármagns var því 207 millj. kr. en afskriftir námu 183,1 millj. og fjár- magnsliðir 100,1 millj. nettó. Halli af reglulegri starfsemi er 76,2 millj. og aðrar tekjur og gjöld og reiknað- ir skattar 16,6 milljónir. Samtals nemur rekstrarhallinn á tímabilinu því 92,8 milljónum króna. Heildareignir félagsins í júnílok námu 5.132,3 millj. kr. og heildar- skuldir 3.289,7 milljónum. Eigið fé Hagnaður af rekstri Mecklen- burger 87 milljónir er þar af leiðandi 1.842,6 millj. og eiginfjárhlutfallið 35,96%. Veltufjár- hlutfallið er 1,03. Þrjár meginástæður fyrir tapinu Ekki tókst að ná í Gunnar Ragn- ars framkvæmdastjóra ÚA í gær en í tilkynningu frá félaginu eru þrír þættir nefndir til skýringar á tapinu fyrstu sex mánuði ársins. í fyrsta lagi algert hrun í grálúðuveiði. Þá er tilgreint þriggja vikna verkfall sjómanna og loks veik staða banda- ríkjadollars. Dollarinn hefur fallið um 12-14% frá síðasta ári og veik staða hans leiddi m.a. til mikillar lækkunar á framleiðsluverðmæti ýsu, en hún veiddist vel fyrri hluta ársins. „Horfur eru á töluverðri bót á rekstrinum seinni hluta ársins og markmiðið er að félagið verði rekið með hagnaði á árinu. Reksturinn í júlí gekk mjög vel og einnig það sem af er ágústmánuði, og betur en gert var ráð fyrir í áætlunum félagsins," segir í tilkynningu frá ÚA. Bættur rekstur Mecklenburger Hochseefischerei Samkvæmt bráðabirgðatölum um rekstur Mecklenburger Hochseefíscherei, sem er dótturfyrir- tæki ÚA í Þýskalandi, varð 87 millj- óna króna hagnaður af rekstri fyrir- tækisins sex fyrstu mánuði ársins eða DM 1,9 milljónir. Veltufé frá rekstri var um DM 1,6 milljónir eða 72 millj. króna. Heildareignir MHF eru um DM 23,8 milljónir eða um 1.071 millj. en skuldir um DM 5,6 milljónir eða 252 millj. króna. Eigið fé félagsins er því um 819 milljónir króna, eiginfjárhlut- fall 76,5% og veltufjárhlutfall 2,06. „Rekstur MHF hefur gengið mun betur en á síðasta ári og einnig betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Því eru góðar horfur á að reksturinn skili hagnaði á árinu,“ segir í tilkynningu frá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hafnarmannvirki Atlantshafsbandalagsins í Helgnvík Samkomulag um afnot HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og John J. Sheehan hers- höfðingi, yfirmaður Atlantshafs- flotastjórnar Atlantshafsbanda- lagsins (SACLANT), undirrituðu í gær samkomulag um afnot ís- lenskra stjórnvalda af hafnar- mannvirkjum Atlantshafsbanda- lagsins í Helguvík. Við sama tækifæri undirrituðu utanríkisráðherra og bæjarstjóri Reykjanesbæjar og hafnarstjórinn í Keflavík-Njarðvík samkomulag um afnot Reykjanesbæjar og hafnarstjórnarinnar af mannvirkj- unum. Til hagsbóta fyrir íbúa í frétt frá utanríkisráðuneytinu kemur fram, að allt frá því að fram- kvæmdir hafnarstjórnarinnar við höfnina í Helguvík hófust hefur varnarliðið á Keflavíkurflugvelli mótmælt þeim fyrir hönd yfirher- stjórnar Atlantshafsflota Atlants- hafsbandalagsins, þar sem talið var að framkvæmdirnar og síðar afnot af höfninni myndu hindra afnot þeirra af olíuhöfninni í Helguvík. „Samkomulag hefur nú náðst um sameiginleg afnot hafnarinnar og tryggir það yfírstjórn Atlantshafs- flotans vissan forgang að notkun hafnarinnar og leiðir jafnframt til þess að hafnarstjórnin í Keflavík- Njarðvík muni njóta góðs af hafnar- mannvirkjum Atlantshafsbanda- lagsins í Helguvík, sem felur í sér umtalsverðar hagsbætur fyrir íbúa á Suðurnesjum," segir í frétt utan- ríkisráðuneytisins. Gunnar Jóhann Birgisson borgarfull- trúi um halla borgarsjóðs Rekstur borgar- innar ekki breyst GUNNAR Jóhann Birgisson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að þegar rætt sé um að hallinn á borgarsjóði hafí minnkað, sé sú umræða með öfugum formerkjum vegna þess að ekkert hafi breyst í rekstri borgarinnar annað en það að skattar hafí verið hækkaðir og gerðar hafi verið meiri kröfur til borgarfyrirtækja sem nú skili meiri arði en nokkru sinni fyrr. Ef þessir tveir þættir séu teknir saman ásamt með hallanum á borgarsjóði nú, sé um mjög svipaða hallatölu að ræða og undanfarin ár. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hefur vísað til þess þegar rætt er um væntanlegan milljarðs halla borgarsjóðs á þessu ári, að í fyrra hafi hallinn verið 3,2 milljarð- ar, 2,7 milljarðar 1993, tæpir 2 millj- arðar 1992 og 1,6 milljarðar 1991. Gunnar Jóhann segir að þarna sé í raun og veru um ákveðið samhengi að ræða þar sem kröfur um aukna þjónustu hafí sífellt verið að aukast og á sama tíma hafí menn ekki ver- ið tilbúnir til að auka þjónustugjöld- in. Sameiginlegt hagsmunamál „Nú er hallinn einn milljarður, við fáum nýja skatta upp á 600-700 milljónir, og með auknum arðsemis- kröfum til borgarfyrirtækja erum við með aðrar 600 milljónir. Þetta eru samanlagt rúmlega 2,2 milljarð-*, ar, þannig að í raun og veru stefnum við í alveg sömu átt og við höfum verið að stefna í undanfarin ár. Það er það sem ég held að sé varhuga- vert, en það eru engar raunhæfar aðgerðir í gangi hjá Reykjavíkúrborg til þess að skera niður eða til þess að fínna út með hvaða hætti við eig- um að auka þjónustugjöldin." Gunnar Jóhann segir fyrirsjáan- legt að ekki verði mögulegt að halda uppi þeim arðsemiskröfum sem gerðar séu til borgarfyrirtækjanna, vegna þess að þau séu nú rekin með tapi vegna þessara krafna. „Þar af leiðandi þurfum við að fá einhveija nýja tekjuliði mjög fljót- lega inn í staðinn fyrir þessa liði. Að setja mál upp með þessum hætti er villandi vegna þess að við þurfum að hugsa um hitt, hvar við eigum t.d. að skera niður og hveiju við eigum að breyta í þjónustunni. Eig- um við að hækka þjónustugjöld eða skera niður þjónustuna? Þessi um- ræða er ekkert farin af stað af nokkru viti, en þetta er umræða sem ég held að allir hljóti að vilja taka þátt í, því þetta er sameiginlegt hagsmunamál allra Reykvíkinga," Sjálfvirkni Hann segir að þar sem síauknar kröfur séu gerðar til Reykjavíkur- borgar og sífellt sé verið að fara inn á ný svið sem leiði af sér síhækk- andi þjónustu- og rekstrarkostnað, sé um ákveðna sjálfvirkni að ræða. Þannig hafi rekstrarkostnaður sem hlutfall af skatttekjum verið 65% fyrir 4-5 árum en sé nú kominn upp í tæplega 100%. „Þetta er ekki umræða sem á bara við um Reykjavík heldur öll sveitarfélögin í landinu. Það er sí- fellt verið að ræða um að færa verk- efni í auknum mæli frá ríki til sveit- arfélaga, og á sama tíma fáum við fréttir um það að stóru sveitarfélög- in séu öll í vandræðum vegna hækk- andi rekstrarkostnaðar. Spurningin er því hvort þessi tilfærsla verkefna frá ríki til sveitarfélaganna verði einungis til þess í framtíðinni að fólk sæki í auknum mæli til stóru sveitarfélaganna þar sem minni sveitarfélögin veiti ekki þessa þjón- ustu. Sum sveitarfélög framkvæma ekki einu sinni reglur um fjárhagsað- stoð til þeirra sem eiga um sárt að binda. Spurning er hvort þetta verður til þess að það sem við héldum að ætti að efla sveitarfélögin, þ.e. til- færsla verkefnanna, verði einfald- lega til þess að stærri sveitarfélögin soga til sín alltof marga íbúa þann- ig að reksturinn verði einfaldlega °f þungur," segir Gunnar Jóhann Birgisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.