Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 3 FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Karl Snorrason Batnandi horfur á afkomu sveitarf élaganna 3-4 milljarða minni halli HORFUR eru á batnandi afkomu sveitarfélaganna á þessi ári og er reiknað með að hallinn á rekstri þeirra verði þrír til fjórir milljarðar króna í stað sjö milljarða í fyrra, að því er fram kemur í nýútkomnum hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra Þjóðhagsstofnunar, er meg- inástæðan sú að sveitarfélögin hafa dregið úr útgjöldum. „Það stafar ekki síst af því að sveitarfélögin hafa dregið saman framkvæmdir og jafnframt framlög til atvinnumála. Sums staðar hefur að vísu útsvarsprósentan hækkað, en meginskýringarnar felast í að- haldi í framkvæmdum og sam- drætti í framlögum til atvinnu- mála,“ sagði Þórður. Jafnframt er áætlað að afkoma ríkissjóðs verði ívið betri í ár en í fyrra, og því minnkar hallinn á rekstri hins opinbera í heild nokkru meira en um batann hjá sveitarfé- lögunum. í fyrra jókst hins vegar hallinn hjá sveitarfélögunum en minnkaði hjá ríkissjóði, en þótt af- koma hins opinbera í heild batni milli ára er hallinn enn mikill, sér- staklega í ljósi batans í efnahagslíf- inu undanfarin tvö ár. í hagvísum Þjóðhagsstofnunar kemur fram að hreinni lánsfjárþörf ríkissjóðs hefur nær eingöngu verið mætt með erlendum lántökum það sem af er þessu ári. Ríkissjóður hafi þegar tekið 15,4 milljarða króna lán erlendis á árinu (nettó), en innlend lántaka hafi ekki nægt fyrir afborgunum, og sé þetta mik- il breyting frá næstu árum á undan. Fokker á Bfldudal FOKKBR-flugvél hafði ekki sést í langan tíma á Bíldudal þegar Flugleiðir hf. fóru að venja komur sínar þangað í sumar. Flugleiðir hafa notað flugvöllinn í Fossafirði í Arnarfirði á meðan flugvöllurinn á Patreksfirði er lokaður, en verið er að leggja á hann olíumöl. Ný- búið er að leggja olíumöl á flug- völlinn í Fossafirði. Með ýmiss konar þýfi í bílnum LÖGREGLAN stöðvaði bifreið í Kollafirði í fyrrinótt, eftir ábendingu lögreglunnar í Borgarnesi, sem hafði borist kvörtun um annarlegt ástand ökumanns og farþega. I bílnum fannst ýmiss konar þýfi, sem síðar kom í ljós að var úr íþróttamiðstöð- inni í Borgarnesi, og að auki hansk- ar, vasaljós, kúbein og skrúfjárn. Þegar lögreglan stöðvaði bílinn sagði ökumaður og farþegi hans að þeir félagar væru að koma frá Hvammstanga og hefðu ekki stöðvað í Borgamesi. Það kom illa heim og saman við kvartanir í Borgarnesi, m.a. um ónæði af völdum mannanna á Hótel Borgarnesi um kvöldið. Lögreglan óskaði eftir að líta í farangursgeymsluna og þar var ör- bylgjuofn, sjónvarp, 16 kókflöskur, svartur peningapoki með um 20 þús- und krónum í peningum, útfylltar ávísanir og greiðslukort sem hvorug- ur mannanna reyndist eiga. í bílsæt- um var myndavél, hátalarar, sex armbandsúr og fleira. Ósannfærandi útskýringar Mennimir voru handteknir, þrátt fyrir tilraunir til að sannfæra lögregl- una um að farangurinn væri ósköp eðlilegur þegar Island er sótt heim og alltaf væri gott að hafa kúbein, skrúf- jám, hanska og vasaljós í bílnum. Eftir að félagarnir voru komnir á lögreglustöð í Reykjavík kom í Ijós að brotist hafði verið inn í íþróttamið- stöðina í Borgarfirði. í peningapok- anum, sem fannét í farangurs- geymslu bílsins, var m.a. uppgjörs- strimill frá íþróttamiðstöðinni. -----------♦ » ♦----- Ekið af vettvangi EKIÐ var á hross á Norðurárbrú í Skagafirði, á þjóðvegi nr. 1, í fyrri- nótt. Ökumaður ók af vettvangi þrátt fyrir að bifreiðin hefði auðsjáanlega orðið fyrir nokkru tjóni, m.a. hefur vatnskassi hennar eyðilagst. Hrossið drapst og var skilið eftir á brúnni. Tilkynnt var um slysið á sjötta tímanum í gærmorgun. Ökumaður- inn hefur ekki fundist. Að sögn lög- reglu eru mörg hross á þessum slóð- um núna og sjást þau illa eftir að skyggja tekur á kvöldin. ^teytt og baett Komdu t veislu sýning um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.