Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir FRAKKINN Mathieu Morverand átti í gær viðræður við fulltrúa Samskipa. Frá vinstri eru Robert Wessman, Einar Þorsteinsson, Olafur Steinarsson og Frakkinn Mathieu Morverand. Hægt hefði veríð að fá undanþágn frá tolli MORVERAND fjarlægði eigur sínar úr Söru í gær að viðstödd- um núverandi eiganda skútunnar, Gunnari Borg, til vinstri. KAJAKARNIR, sem voru I skútunni þegar Frakkinn skildi hana eftir á Islandi. Morverand skoðaði þá í geymslum Samskipa. BJÖRN Hermannsson tollstjóri seg- ir að ef eftir því hefði verið leitað þá hefði verið hægt að fá undan- þágu frá því að borga toll af skútu Frakkans Mathieu Morverand í allt að eitt ár eftir að hún kom hingað til lands. Skútan var seld á uppboði í mars 1992. Frakkinn Mathieu Morverand lenti í hrakningum á skútu sinni undan ströndum Englands haustið 1990. Eins og fram kemur í yfirlýs- ingu Samskipa hér á síðunni bauð Skipadeild Sambandsins, forveri Samskipa, honum ókeypis flutning skútunnar til íslands. Síðan fór Morverand úr landi. I samtali við Morgunblaðið í gær sagðist hann hafa verið peningalaus og því ekki getað siglt skútunni héðan þá. Hann hefði skrifað Skipadeildinni bréf í september 1991 og látið vita um fyrirætlanir sínar og heimilisfang í Frakklandi. Hann hefði verið grun- laus um að uppboð á skútunni væri í aðsigi. Ekki hefði hann fengið neitt svar við bréfi sínu til Skipa- deildarinnar. Seld á uppboði Skútan var geymd á tollgeymslu- svæði Samskipa uns hún var seld á uppboði í mars 1992. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum í Reykjavík var skútan seld á 240.000 kr. auk uppboðskostnaðar. Samskip fékk greiddan kostnað við að flytja skútuna á uppboðsstað. Tollstjóraembættið fékk eitthvað upp í kröfu um aðflutningsgjöld. Samskip gerði einnig kröfu um flutningskostnað til íslands en fékk ekkert upp í þá kröfu samkvæmt upplýsingum sýslumannsembættis- ins í Reykjavík. Það voru tollyfirvöld sem kröfð- ust uppboðsins á skútunni. Fyrir liggur að skútan var flutt hingað til lands sem farmur. Af allri vöru verður að greiða aðflutningsgjöld skv. tollalögum nema sérstaklega sé mælt fyrir um undanþágur í lög- um. Samkvæmt tollalögum hafa tollstjórar heimild til að halda upp- boð og selja ótollafgreidda vöru til lúkningar aðflutningsgjöldum. Stendur hin aðflutta vara að veði fyrir ógreiddum gjöldum. Lögum skv. er ekki þörf á að tilkynna eig- anda um uppboðið enda taldar líkur á að hann kæri sig ekki um vöruna ef hennar er ekki vitjað hjá farm- flytjanda. Samviskuspurning Björn Hermannsson tollstjóri segir að ef eigandinn hefði borið sig eftir því þá hefði hann fengið að hafa skútuna hér á landi i allt að eitt ár án þess að borga af henni toll líkt og gildi um ökutæki ferða- manna sem hingað koma. En þegar komið hefði verið fram yfír alla fresti hefði uppboðs verið krafist til að greiðsla fengist á aðflutnings- gjöldum eins og lög geri ráð fyrir. „Það er ekki hægt að láta allar geymslur fyllast af ósóttum vör- um,“ segir Björn. „Okkur bar engin skylda til að koma þessari skútu undan með nokkrum hætti,“ segir Ólafur Stein- arsson, deildarstjóri innflutnings- deildar Samskipa. Þegar Ólafur er spurður hvort það hefði ekki verið eðlilegra að láta Frakkann vita að uppboð stæði fýrir dyrum miðað við forsögu málsins svarar hann: „Þú ert með samviskuspurningu. Auð- vitað hefði það verið rétt að reyna að hafa upp á manninum. En málið fer sína eðlilegu leið í kerfínu. Þetta er bara einn hlutur á lista yfir marga sem fara á uppboð. Okkur ber ekki lagaleg skylda til þess en það er kannski spurning um ein- hveija siðferðilega skyldu.“ Ólafur hitti Morverand að máli í gær. „Við tjáðum honum að ef hann myndi kaupa skútuna gæti hann rætt við okkur um flutning á henni út,“ segir Ólafur, bótaskylda væri hins vegar ekki fyrir hendi. Ólafur neitar því að það skipti nokkru máli að á þessum tíma, þ.e. árið 1991, leysti Samskip Skipa- deild Sambandsins af hólmi. Sömu menn hafi starfað áfram að þessum málum hjá fyrirtækinu. Þegar Morverand hitti Samskips- menn í gær tjáðu þeir honum að kajakar þeir sem fylgdu skútunni væru enn í vörslum Samskipa. Morverand sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að kajakarnir hefðu verið í góðu ásigkomulagi en það hefði orðið úr að bíða með afhend- ingu þeirra uns ljóst yrði hvort toll- yfírvöld krefðust gjalda af kajökun- um. Samningaviðræður um kaup Morverand segir samningavið- ræður standa yfir við Gunnar Borg, núverandi eiganda, um kaup á skút- unni. Fjármögnunaraðili Morver- ands hafi fallist á það í gær að reiða fram kaupverð það sem um væri rætt. Morverand kvaðst því búast við að fara héðan úr landi með skútuna og kajakana en ef forsendur reyndust fyrir því yrði krafa gerð á hendur Samskipum hf. eða íslenska ríkinu um uppboðs- andvirði skútunnar sem hefði verið um 300.000 kr. Frakkinn Mor- verand hyggst heimta skútu sína Yfirlýs- ing frá Sam- skipum SÍÐASTLIÐINN sólarhring hefur átt sér stað ítarleg um- fjöllun í fjölmiðlum um málefni sem tengjast skútu sem á sín- um tíma var flutt með skipi Samskipa hf. frá Hull til Ís- lands. í þessari umfjöllun hefur ítrekað verið gefíð í skyn að rangt hafi verið staðið að mál- um af hálfu skipafélagsins. Af þessu tilefni vilja Samskip hf. koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum. Um haustið 1990 var for- stöðumaður Samskipa í Hull í Englandi var við umfjöllun í fjölmiðlum um ungmenni sem væru á leið til íslands á skútu sem þá bar nafnið Love Love. Umrædd skúta hafði orðið fyr- ir vélarbilun og hafði verið dregin að byggju. M. Mathieu Morverand var á skútunni ásamt ungri stúlku. Áttu þau í miklum vandræðum þar sem þau höfðu hvorki peninga né mat. í yfirlýsingum fjölmiðla í Hull var auglýst eftir aðstoð. í ljósi þess að ungmennin voru á leið til íslands hafði forstöðu- maður Samskipa hf. samband við höfuðstöðvar fyrirtækisins á íslandi. Var tekin sú ákvörð- un af hálfu Samskipa hf. að flytja skútuna og ungmennin ókeypis til íslands. Var skútan tekin um borð í ms. Helgafell og flutt til Reykjavíkur. Þegar komið var til Reykjavíkur meinaði útlendingaeftirlitið þeim að fara í land þar sem þau höfðu engan samastað, enga peninga og gátu ekki sýnt fram á það hvernig þau ætluðu að komast aftur til baka. Af þessu tilefni veitti skipadeildin þeim aðstoð með því að afhenda þeim ókeypis farseðla með Helgafellinu til baka að liðnum tveimur vikum. Einnig var þeim veitt önnur aðstoð á meðan dvöl þeirra á íslandi stóð. Eftir tveggja vikna dvöl fóru þau aftur með Helgafellinu til Rotterdam. Skútan varð á hinn bóginn eft- ir, ásamt tveimur kajökum. M. Mathieu Morverand sagðist ætla að vitja þessara hluta um vorið 1991. Samskipum skylt að afhenda skútuna M. Morverand hafði ekki samband við Samskip hf. vorið 1991, eins og hann sagðist ætla að gera. Um sumarið 1992 berst síðan fyrirspurn frá ís- lenska sendiráðinu í París um afdrif umræddrar skútu. Kom þá í ljós að hún hafi verið seld á uppboði þann 20. febrúar 1992 að beiðni Tollstjórans í Reykjavík. Samskipum hf. var skylt að afhenda skútuna í tengslum við framkvæmd nauðungarsölunnar. Enda þótt umtalsverð geymslugjöld hefðu safnast upp í tengslum við geymslu skútunnar af hálfu Samskipa hf., hafði félagið ekki beðið um nauðungarsölu. Ekki var beðið um sölu á kajökunum tveimur af hálfu Tollstjórans í Reykjavík, og eru þeir því enn í vörslu félagsins. Reykjavík 24. ágúst 1995. Samskip hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.