Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 7 FRÉTTIR Umferðaröryggisnefnd ályktar um vegagerð frá Bæ að Kleppjárnsreykjum Yalkostir vegar- stæðis mældir UMFERÐARÖRYGGISNEFND Mýra- og Borgarf|arðarsýslu og Akraness - UMBA - samþykkti á fundi sínum 19. ágúst sl. að mæla valkosti Vegagerðarinnar varðandi val á vegstæði undir fyrirlíugaðan veg frá Bæjarsveit að Kleppjámsreykjum. Nefndinni barst erindi frá íbúum í Reykholtsdalshreppi varðandi um- sögn um fyrirhugaða vegagerð. Fengnir voru menn frá Vegagerðinni í Borgamesi til þess að kynna þá valkosti sem til greina kæmu fyrir nefndarmönnum og síðan aflaði stjómin frekari gagna og kynnti fyrir nefndinni áður en til afgreiðslu máls- ins kom. Tillagan sem samþykkt var er eftir- farandi: „Umferðaröryggisnefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Akraness - UMBA - mælir með val- kosti Vegagerðarinnar varðandi fyrir- hugaða vegagerð frá Bæ að Klepp- jámsreykjum. Mælir nefndin með neðri leiðinni vegna umferðaröryggis- sjónarmiða. Þessi leið er að mati nefndarinnar öruggari vegna eftirtalinna þátta. Minni hæðar yfír sjó, og því ætti hún að vera snjóléttari og hálkuminni. Þá ætti neðri leiðin ekki að vera eins sviptivindasöm og efri leiðin. Einnig er skert vegsýn minnst á neðri leið- inni. Nefndin vill láta það koma skýrt fram að hún treystir Vegagerðinni til þess að gera hvaða leið sem endan- * Oðinn kominn í Smuguna VARÐSKIPIÐ Óðinn kom í Smuguna í gærmorgun. Að sögn Kristjáns Þ. Jónssonar skipherra hafði ekki verið beðið um læknisaðstoð ennþá en þeir hafi mest verið að dreifa vöru- sendingum til skipanna Óðinn fór með mikið af vör- um til íslensku skipanna í Smugunni, bæði veiðarfæri og varahluti. Kristján sagði að fyrstu klukkustundirnar í Smugunni hafi farið í að koma þessum hlutum til skila. Að vísu hafi þeir veitt Eyvindi Vopna aðstoð við að skoða skrúfubún- að skipsins en það hafi verið minna vandamál en haldið var í fyrstu. Að sögn Kristjáns var ágætis veður í Smugunni í gær, aðeins norðan gola. Hann sagði að aflabrögð skipanna væru upp og ofan. lega verður valin, eins örugga og efni standa til og aðstæður leyfa, þar með að kanna sérstaklega gerð undir- ganga fyrir búfénað við Stóra-Kropp. Nefndin vill einnig láta það koma skýrt fram að við þessa ákvörðun var einungis tekið mið af umferðaröiyggi en ekki horft til annarra hagsmuna sem vissulega eru fyrir hendi.“. Á MYNDINNI er Reykjadalsá í forgrunni, þá sést hvar núverandi vegur, neðri leiðin, liggur fram hjá bæjarhúsunum á Stóra-Kroppi. Efst sést Kroppsmúlinn þar sem vegurinn liggur meðfram og yfir svokallaðan „Rudda“. m Stikur á jöklaleiðir FÉLAG leiðsögumanna hefur rætt það í sínum hóp hvort ástæða sé til þess að stika leiðir á jöklum til að auka öryggi ferðamanna. Þórarna Jónasdóttir formaður félagsins segir að félaginu hafi ekki borist kvartan- ir um að öryggi sé ábótavant í ferð- um á Vatnajökul. Þórarna segir að vissulega verði jafnan umræða innan félagsins um atburði eins og þá sem gerðust á Kverkjökli í byrjun vikunnar. Þeirri hugmynd hafi m.a. verið varpað fram hvort ástæða væri til þess að setja niður stikur á þeim leiðum sem farn- ar eru á jöklum til þess að þeir sem verði viðskila við hópinn rati aftur til bækistöðva. Hugmyndin sé hins vegar aðeins á umræðustigi. m 1 ■■I Hll q i 1 Útsalan er áfullu... ...meðalltað 70% afslætti! Mikið úrval af húsgögnum, húsbúnaði og nytjahlutum fyrir heimili. Dettur þú í 100,000 króna lukkupottinn? Einn einstaklega heppinn viðskiptavinur mun detta í lukkupottinn og hljóta gjafakort frá Habitat að verðmæti 100.000 krónur - svo fremi að hann svari einni laufléttri spurningu í útsöluleiknum. Dæmi um verð: Áður kr. Afsl. Núkr. •Tágabakkar 1.850 -50% 925 • Rúmteppi 5.700 -30% 3.990 • Luna fataskápur 43.900 -35% 28.535 • Luna kommóða 25.500 -35% 16.575 • Warwick skápur 75.000 -35% 48.750 • Boxer borð 66.900 -25% 50.175 • Padro sófaborð 42.500 -25% 31.875 • Charbury rúm 160x200 65.500 -20% 52.400 • Charbury fataskápur 69.900 -20% 55.920 Þú finnur góðar hugmyndir að heimili í Habitat. habitat Laugavegi 13 - Sími 562-5870 Opið virka daga 10.00-18.00 ög á laugardögum 10.00-14.00. £ / Húsgögn í Habitat eru unnin úr ræktuðum skógi eingöngu. Úrval glervöru úr endurunnu gleri. RAOGREIDSLUR TIL ALLT AO 24 MÁNAÐA TiL ALUT A» 36 MÁNAOA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.