Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Teppi með náttúru og fuglum TEXTÍLKONAN Heidi Krist- iansen opnar sýningu í anddyri Safnahúss Vestmannaeyja á morgun kl. 14. Á sýningunni verða um 20 myndteppi unnin í aplika- sjon og quilt. Myndefnið er einkum sótt í íslenska nátt- úru og fugla- og dýralífið. Þetta er sjö- unda einkasýning Heidi á Is- landi en hún hefur einnig hald- ið einkasýningar í Noregi og Svíþjóð auk þess sem hún hefur átt verk á samsýningum, bæði hérlendis og erlendis. Nokkur verka hennar eru í opinberri eigu. Sýningin verður opin alla daga á opnunartíma byggða- safnins. Síðasti sýningardagur verður sunnudaginn 10. sept- ember. Heidi býr og starfar í Reykja- vík og er með vinnustofu að Njálsgötu 34 B. Signý Þóra Friða Sæmundsdóttir Sæmundsdóttir Söngtón- leikar að Laugalandi SIGNÝ Sæmundsdóttir söng- kona og Þóra Fríða Sæmunds- dóttir píanóleikari halda tón- leika að Laugalandi í Holtum, í kvöld kl. 21. Á efnissrkrá tónleikanna eru íslensk og norræn lög eftir ýmsa höfunda meðal annars Peter Heise, Carl Nielsen, E. Grieg, J. Sibelius, Áma Thor- steinsson, Björgvin Guðmunds- son o.fl. Einnig eru á efnis- skránni nokkur Vínarljóð eftir R. Stolz. Grindavíkurkirkia Sönglög og íslensk þjóðlög SÍÐUSTU tónleikamir í tón- leikaröð Grindavíkurkirkju verða næst- komandi sunnudag, 27. ágúst, kl. 18. Á tónleikunum koma fram Sigrún Val- gerður Gestsdóttir söngkona og Davíð Knowles Játvarðsson píanóleik- ari. Flutt verða sönglög eftir Jo- hann Sebastian Bach, Felix Mendelssohn, Franz Schubert og Oskar Merikanto, einnig ís- Iensk þjóðlög og sönglög eftir Bjama Þorsteinsson, Karl 0. Runólfsson og Áma Þorsteins- son. Heidi Kristiansen FORSÍÐA Guggenheimbókarinnar Oddi prentar fyrir Guggenheim og Metropolitan PRENTSMIÐJAN Oddi hefur undanfarið verið að prenta bók og bæklinga fyrir listasöfnin Guggenheim og Mefropolitan í New York. Annars vegar er um að ræða bók um tilurð og bygg- ingu Guggenheimsafnsins en það var stofnað árið 1937. Safn- byggingin var svo reist á árun- um 1956-1960 en hún var teikn- uð af F.L. Wright sem er einn fremsti arkitekt 20. aldar. Hins vegar hefur verið prentaður sýningarbæklingur fyrir Metro- politansafnið. Söluherferð í Bandaríkjunum Hilmar B. Baldursson mark- aðsstjóri Odda sagði í viðtali við blaðamann að þessi verkefni væru árangurinn af söluherferð í Bandaríkjunum. „í Bandaríkj- unum höfum við eingöngu ein- beitt okkur að því að ná inn verkefnum sem krefjast mikilla gæða í prentun og menn eru tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir. Við höfum verið að prenta mikið af bókum og blöðum fyr- ir ýmis listasöfn og gallerí þarna úti en þessi tvö eru óneit- anlega stærst þeirra. Mönnum í Guggenheimsafninu þótti það bara fyndið fyrst í stað að prent- smiðja frá íslandi væri að bjóða í verk af þessu tagi. Þetta hefur því verið erfið sölumennska.“ Hilmar segir að þessi verk- efni séu vissulega góð auglýsing fyrir prentsmiðjuna á þessum markaði og eigi væntanlega eft- ir að opna henni einhveijar dyr. EYJAGRAFÍK Á MORGUN, laugardag, kl. 16 verður opnuð í sýningarsal graf- íkfélagsins að Tryggvagötu 15, sýning á grafíkverkum sex nor- rænna myndlistarmanna. Sýningin ber yfirskriftina „Eyjar“. Mynd- listarmennimir sem eru allir frá eyjum eru: Mari Elisabet Stefáns- dóttir og Nanna Sjöström frá Álandseyjum, Anker Mortensen og Elinborg Lutzen frá Færeyjum og íslendingamir Bima Matthíasdótt- ir og Ríkharður Valtingojer. Sýn- ingin er liður í 50 ára afmæli Nor- ræna myndlistarbandalagsins. Myndlistarfélög hverrar eyju völdu tvo fulltrúa til að sýna, og miðað- ist valið við að annar listamaðurinn hefði langan starfsferil að baki en hinn væri að byija listferil sinn. Sýningasalurinn er að Tryggva- götu 15 annarri hæð og er gengið inn frá Geirsgötu. Sýningin stend- ur yfir frá 26. ágúst til 10. septem- EFTIR að ég fór eftir Birnu Matthíasdóttur, æting í stál. ber og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 15 til 18. ÞORVALDUR Þorsteinsson opnar sýningu í Gallerí Greip á laugardag Myndir í römmum SÝNING á verkum Þorvaldar Þor- steinssonar í Gallerí Greip, Hverfis- götu 82, Vitastígsmegin, verður opn- uð nú á laugardag kl. 16. Sýningin ber yfirskriftina Myndir í römmum. Þorvaldur stundaði nám við Ný- listadeild MHÍ og Jan van Eyck Akademie í Hollandi á árunum 1983- 1990. Hann sinnir jöfnum höndum myndlist og ritstörfum og setti Nem- endaleikhúsið leikrit hans Maríusög- ur á svið í vor. Þá koma myndverk Þorvaldar við sögu á mörgum sýningum um þessar mundir: í Glugganum á Akureyri, á annarri hæðinni hjá Hörra á Seyðis- firði, á markaðstorginu í Kotka í Finnlandi, á sumarsýningu Kjarvals- staða og á sýningunni Botngróður í Hallormsstaðaskógi. Sýningin í Gallerí Greip er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og henni lýkur 10. september. HLYNUR Hallsson myndlistarmaður. MYNDFLÍSAR HLYNUR Hallsson er ungur mynd- listarmaður sem eins og flestir myndlistarmenn láta sig rýmið varða sem þeir sýna verk sín í. Nú stendur yfír sýning Hlyns í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi þar sem hann gerir sýningarrýmið sjálft að umfjöllunarefni og um- myndar í eitt allsheijar verk. Gólf salarins er klætt flísum sem Hlynur myndaði, fjölfaldaði og „flísalagði“ veggi salarins með. „Mér hefur alltaf þótt gólfið í Gerðubergi óhentugt á sýningar- sal. Það er eitt og hálft ár síðan mér var boðið að sýna þama og síðan hef ég verið að útfæra hug- myndina um að notfæra mér flís- arnar í stað þess að láta þær angra mig,“ sagði Hlynur þegar blaða- maður Morgunblaðsins talaði við hann. Risastór sturtuklefi „Fyrst var hugmyndin sú að flísaleggja lýmið með eins flísum og voru á gólfinu en þegar kostnað- ur var áætlaður 200.000 krónur hætti ég við það auk þess sem mér þótti ólíklegt að geta útvegað sams- konar flísar. Á endanum fannst mér lausnin sem áhorfendur sjá á sýningunni sú besta,“ sagði Hlynur. Hlynur sagði að gestir á sýning- unni hefðu lýst andrúmslofti henn- ar á margan hátt. „Þetta er eins og í gasklefa," sagði einn og annar sagði „Þetta er eins og að vera staddur í risastórum sturtuklefa eða ofan í sundlaug." Hlynur sagði að takmarkið hafí verið að breyta rýminu algjörlega en ganga samt útfrá því sjálfu og segja má að það hafi tekist ef marka má ummæli gesta. Gjörningar Á sýningaropnun framdi Hlynur gjörning sem hann kallaði 9 staðir en hann hefur framið nokkra slíka síðustu þijú árin. „Gjömingar sem listform innan myndlistarinnar hef- ur verið í lægð síðan hvað mest var um þá fyrir um 25 árum. Nú virðist samt vera merkjanleg upp- sveifla þó þeir séu framdir á öðrum forsendum nú en áður. Áður var þetta meiri uppreisn gegn gallerí- stefnunni." Hlynur segist aðallega fást við staðsetningu, tungumál og tíma í sínum gjörningum og einnig lætur hann oft leifar gjömingsins standa eftir, á þeim stað sem hann var framinn, sem verl» eða innsetning. Hann hefur sýnt verk sín í Þýska- landi, m.a. í eigin sýningarrými sem hann kallar Listrými/íbúðarrými sem er staðsett í íbúðarhúsi hans í Hannover í Þýskalandi. í sumar sýndi hann á Listasumri á Akur- eyri og í febrúar næstkomandi mun hann sýna í Nýlistasafninu. í byij- un desember tekur hann þátt í gjörningasýningu í Osló í Noregi ásamt fleiri ungum myndlistar- mönnum. Hlynur er nemandi við Listahá- skólann í Hannover í Þýskalandi og hefur vinnuaðstöðu þar en sæk- ir einnig til kennara í Listaháskól- anum í Hamborg og Dusseldorf. Hlynur kann vel við sig í Þýska- landi og segir að vel sé gert við myndlistarnema þar í landi auk þess sem myndlistarlíf sé mjög virkt a.m.k. á því svæði sem hann býr á og góð listasöfn séu í flestum borgum í landinu. Hann lýkur námi eftir eitt eða tvö ár og eftir það stefnir hann á að flytja aftur heim til íslands. Aðspurður um mögu- leika á að lifa af listinni sagðist hann ekki sjá fram á það. „Maður getur kannski tekið sér orð Fluxus listamannanna í munn og sagt eins og þeir að maður ætti ekki að lifa af myndlist. Maður ætti að gera eitthvað annað líka. Ég stefni á að geta sinnt henni þó ég vinni eitt- hvað með og þá hef ég áhuga á að vinna eitthvað tengt myndlist- inni. Ég hef aldrei selt verk og verkin mín eru kannski ekki mjög söluleg og ég legg ekki áherslu á það heldur, en ef einhver vill kaupa eftir mig verk þá má ræða það,“ sagði Hlynur Hallsson að lokum og brosti. Sýningin í Gerðubergi stendur til 15. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.