Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 25 AÐSENDAR GREIIMAR Gerum ýtrustu kröfur um mengunarvamir SKIPULAG ríkisins hefur kynnt fyrirhug- aða stækkun álvers íslenska álfélagsins hf í Straumsvík og mat á umhverfisáhrifum vegna hennar. Tillaga að framkvæmd verks- ins og skýrsla lá frammi hjá Skipulagi ríkisins, á bæjarskrif- stofum Hafnarfjarðar og á bókasafni Hafn- arfjarðar. Því miður virðist sem auglýsing um þetta hafi farið framhjá mörgum og þá um leið möguleik- inn á að leggja fram athugasemdir, en frestur til þess rann út 21. ágúst sl. Hins vegar er enn hægt að kynna sér tillögur að starfsleyfi fyrir verksmiðjuna, sem liggja frammi á bæjarskrif- stofum Hafnarfjarðar. Frestur til að skila athugasemdum til Holl- ustuvemdar ríkisins er til 15. sept- ember, og vill undirrituð hvetja sem flesta til að kynna sér málið. Það skiptir okkur öll miklu, að staðið verði að verki af fýrirhyggju og metnaði. Ein dýrmætasta auðlindin Aukin framleiðsla áls hefur lengi verið til umræðu og athugunar hér á landi, annað hvort með stækkun álversins í Straumsvík eða með byggingu og rekstri nýs álvers. Lengst náði undirbúningur að 200 þús. tn. álveri á Keilisnesi, en sá kostur virðist nú út úr myndinni a.m.k. um sinn. Kvennalistinn hef- ur aldrei talið mengandi stóriðju Kristín Halldórsdóttir álitlegan kost í ís- lensku atvinnulífi og lagðist eindregið gegn fyrirhuguðu álveri á Keilisnesi. Rökin gegn því voru margvísleg og verða ekki talin upp hér, en fyrst og fremst voru þau á for- sendum umhverfis- vemdar, enda er til- tölulega hrein og lítt spiilt náttúra landsins ein okkar dýrmætasta auðlind. Skásti möguleikinn Með tilliti til umhverf- isáhrifa virðist stækk- un álversins í Straumsvík skástur þeirra möguleika, sem til greina hafa komið. Samkvæmt gögnum er fyrirhugað að lengja kerskálana tvo, sem fyrir eru, og byggja að auki þriðja kerskálann á milli skála 2 og Reykjanesbrautar. Með þessu er ætlunin að því sem næst tvö- falda ársframleiðslu áls, þ.e. úr rúmlega 100 þúsund tonnum í allt að 200 þúsund tonn. Auk þess er áformað að byggja hreinsistöð, stækka steypuskála, byggja við tengivirki, reisa tvær nýjar vöru- skemmur og auka við hafnarað- stöðu. Hér er því um miklar fram- kvæmdir að ræða, sem óhjákvæmi- lega hafa mikil umhverfisáhrif, og er afar mikilvægt að draga úr þeim áhrifum eins og frekast er unnt. Kvennalistinn leggur mikla áherslu á, að í þeim efnum verði farið að ýtrustu kröfum um varnir gegn mengun, Kvort sem um er að ræða mengun lofts, lands eða sjávar. Draga þarf úr sjónmengun Stækkun álversins í Straumsvík ætti ekki að hafa í för með sér mikla sjónmengun umfram þá, sem þegar er orðin. Hér virðist einmitt hafa verið valin sú leið við stækkunina, sem hefur minnsta sjónmengun í för með sér, og ber að meta það. Ástæða er þó til þess að draga úr sjónmengun eftir föng- um og mála t.d. öll mannvirki í litum, sem falla að umhverfinu. Skal þar sérstaklega bent á köfl- óttu súrálstankana, sem stinga marga í augu. Hafa verður í huga, að álverið í Straumsvík er óneitan- lega óþægilega nálægt Reykjanes- braut og blasir við öllum, sem um brautina fara, þar með töldum flestum ferðamönnum, sem koma til landsins. Þótt verksmiðjan verði seint augnayndi, er sjálfsagt og afar mikilvægt að leitast við að hafa sjónmengun af hennar völd- um í algjöru lágmarki. Óskiljanlegt metnaðarleysi Mengun frá álverinu í Straums- vík var gríðarlega mikil mörg fyrstu árin. Á síðari árum hefur hins vegar markvisst verið unnið að þvi að draga úr mengun með verulegum árangri, og er brýnt að slaka hvergi á. Það vekur því furðu og ugg, að í því umhverfismati, sem unnið hefur verið, og í tillögum að starfsleyfi, sem nú liggja fyrir frá Hollustuvernd ríkisins, eru ekki gerðar jafn ítarlegar kröfur um mengunarvarnir og víða annars staðar, þar sem sífellt er verið að herða kröfur um mengunarvarnir Ekki má hrapa að neinu varðandi stækkun ál- versins, segir Kristín Halldórsdóttir, gera verður ýtrustu kröfur um varnir gegn mengun. í samræmi við nútíma viðhorf í umhverfismálum. Samkvæmt tillögunum yrði leyfilegt magn mengunarefna í útblásturslofti frá kerskálum langtum meira en æskilegt er. T.d. er lagt til, að útblástursmörk brennisteinstvíoxíðs verði 21 kg/t af áli að ársmeðaltali, sem er 4-6 sinnum hærri mörk en krafist er í Noregi og Svíþjóð. Þessi ótrúlega háu mörk, sem Hollustuvernd rík- isins leggur til, leiða til þess, að ekki er gert ráð fyrir vothreinsi- búnaði, sem er nauðsynlegur til að draga úr mengun brenni- steinstvíoxíðs, og er sú niðurstaða allsendis óviðunandi og í raun óskiljanlegt metnaðarleysi. Efri mörk flúoríðs í útblásturslofti eru einnig hærri en sett eru annars staðar, og ekki er gert ráð fyrir hreinsun koldíoxíðs í útblæstri. Aðeins það besta er nógu gott Áhugamenn og sérfræðingar um þessi efni þurfa að kynna sér tillögur Hollustuverndar að starfs- leyfi og segja álit sitt á þeim. Hér má ekki hrapa að neinu. Við eigum að sjálfsögðu að gera ýtrustu kröf- ur um mengunarvarnir í álverinu í Straumsvík. Aðeins það besta er nógu gott, þvi fátt er jafn mikil- vægt fyrir þróun mannlífs og at- vinnulífs í þessu landi og að halda umhverfinu svo hreinu sem frekast er unnt. Höfundur er þingkona Kvennalist- í þessum orðum GEÐVEIKI er einn þeirra sjúkdóma sem fylgt hafa mannkyninu frá örófí alda. Hippokr- ates frá Kos lýsti sjúk- dómnum á 4. öld f. Kr. Einkennin eru enn þau sömu - orsökin óljós. Að vísu ekki eins og þá, samt er enn sorg- lega lítið vitað um eðli sjúkdómsins. Geðklofi kemur oft fram um kynþroska- aldur karla og yfirleitt síðar hjá konum. Hann leggst oft á ofurnæma, velgefna og að öllu leyti vel gerða einstaklinga, Erna Arngrímsdóttir andi ráð. Nirðurstaðan er: ranghugmyndir veruleikafírring og skert tjáningargeta. Það ætti því að vera óþarfi að lýsa því hvað allt þetta veldur sjúkl- ingi og aðstandendum miklum sársauka, Engin fjölskylda vill standa í þessum spor- um. Álag á fjölskyld- una er oft ómannlegt. Sonur minn þjáist af geðklofa. Læknar greindu sjúkdóminn ekki fyrr en 13 árum eftir að hann veiktist. Hann fór út á nótt- er langvinnur og hatrammur. Það er hryggilegra en tárum taki að horfa uppá ástvin sem vonir og væntingar bundnar sköpunargáfu og ríku innsæi, verða að andlegu flaki. Ég hef oft lýst þessu sem andlegri lömun sem auðvitað fylgir líkamleg afturför. Þetta er ekki sjúkdómur sem er ræddur manna á meðal, gríðarlega ófínn sjúkdómur. Fólk almennt veit ekki mikið um hann. Eftir því eru fordómarnir og vanþekkingin. Hve oft hef ég þurft að hlusta á athuga- semdir s.s.: „hann bara nennir þessu ekki“, „af hverju gerir hann ekki ...“, svo kemur upptalning á því sem þetta góða fólk álítur rétti- lega að væri gott fýrir viðkomandi. Blessað fólkið skilur ekki að eðli sjúkdómsins er einmitt að svipta sjúklinginn rökrænni hæfni. Ein nýjasta tilgátan um geðklofa er að rafræn taugaboð frá heila séu of hröð. Sjúklingurinn fái svo mörg og því oft andstæð taugaboð að hann hreinlega viti ekki sitt ijúk- unni, gerði sér enga grein fyrir stað né tíma. Örvæntingarfullar leitir, angist, stöðugur ótti varð hlutskipti okkar. Þar sem gersamlega ómögu- legt er að ná rökrænu sambandi við sjúklinginn tók við martraðar- kennt líf. Eg hafði andvara á mér til þess að reyna að fylgjast með ferðum hans svo við gætum farið fyrr að leita. Hann séri við nótt og degi, þá þurfti ég að gæta þess að hann færi sér og öðrum ekki að voða. Ég tók fljótlega þá ákvörðun að fengi ég meira en tveggja klukkustunda svefn að nóttu, yrði ég að fara í vinnuna. Ég var eins og slytti af vökum og þreytu. Tvö systkina hans fóru alfarin að heim- an, fyrr en mér þótti tímabært, til þess að flýja þetta sjúka ástand. Ég varð að þrauka og loks þegar læknir greindi sjúkdóm hans rétt, var ég orðin fárveik á sjúkrahúsi. Hver vill standa í þessum sporum? Hvernig er svo búið að þessum sjuklingum? Nútímalyf gera það kleift að margir þeirra búa á vernd- í grein þessari Qallar Erna Arngrímsdóttir um geðklofa, viðhorf til sjúkdómsins og aðstæður sjúkra. uðum heimilum. Þar kemur utanað- komandi hjálp, mikil eða lítil eftir aðstæðum. Þetta form til þess að halda sjúklingum utan sjúkrahúsa, sem auðvitað kostar margfalt meira, hefur gefist vel. Sonur minn er 100% öryrki og fær í örorkulífeyri kr. 12.921 á mánuði. Þar sem hann gat unnið með hléum þau þrettán ár sem tók að greina sjúkdóminn rétt, fær hann agnarörgn úr lífeyrissjóði, ekkert miðað við kjör hinna hæstvirtu stjórnmálamanna sem ákveða nið- urskruð í heilbrigðiskerfinu. Á vernduðum heimilum er hjálpin mestöll kvenkyns og laun þeirra eftir því. „Okkar kona“ er einstak- lega þolinmóð og svo skilingsrík á eðli sjúkdómsins að þar gæti marg- ur sérfræðingurinn lært sitthvað. Þar að auki leggur hún mikla áherzlu á gott og ijölbreytt fæði. Húsaleigu og fæði borga þeir sjálf- ir. Föt, tannviðgerðir o.fl. borgar fjölskyldan. Er hægt að hafa þetta ódýrara fyrir samfélagið? Ég held varla. í 1. gr. laga um heilbrigðismál er m.a. kveðið á um rétt allra til að „... eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á á hveijum tíma.til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði". Eitt eru orð annað verk. Þegar nefndur er niðurskurður fer beygur og spurn um huga aðstandenda geðsjúkra. Þeir eru nefnilega ekki þess umkomnir að bera hönd fyrir höfuð sér. Það hefur verið sagt að prófsteinn sérhvers samfélags sé hvemig búið er að þeim sem minnst mega sín. Það er huggun harmi gegn að heilbrigðisráðherra er þessum mál- um kunnug m.a. vegna starfs- menntunnar sinnar. Hún mun ör- ugglega sýna þessum hópi sjúklinga skiling. Hin ljóðræna bók Englar al- heimsins eftir Einar Má Guðmunds- son, sem fjallar á einkar nærfærinn hátt um líf og dauða geðklofa- skjúklings, verkar á mig eins og Requiem, sálumessa fyrir látinn bróður. Það gleymist oft að sjálfs- víg eru tíð meðal geðklofasjúklinga. Hróður þessarar bókar fer vaxandi og er það vel. í Danmörku er hún í efsta sæti á sölulista og hún verð- ur þýdd á norsku, sænsku, fínnsku, hollensku og þýsku. Efni hennar á alls staðar erindi við hugsandi fólk. 1995 er ár umburðarlyndis. Lát- um það nú verða til þess að opna umræðu sem mun útrýma fordóm- um um þennan sjúkdóm og létta þessu fólki lífið. Sjúkdómurinn spyr ekki um ætt, uppruna, stað eða stund, hann veldur örkumli. Látum engan þurfa að standa í mínum sporum. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bílasala Opið laugard. kl. 10-17, sunnudag kl. 13-18 Toyota 4Runnor V-6 '95, dökkgrænn, sjálfsk., ek. 13 þ. km„ rafm. í öllu 31" dekk, brettakantar, álfelgur o.fl. V. 3.390 þús. Toyota Corolla 1.6 GLi Sedan '93, silf- urgrár, sjálfsk., ek. aðeins 29 þ. km., rafm. rúðum, álfelgur o.fl. V. 1.260 þús. Daihatsu Charade TX Limited ’92, rauð- ur, 5 g., ek. aðeins 40 þ. km., samlitir stuðarar o.fl. V. 690 þús. 1 -.............. " Suzuki Sidekick JX '91, rauður, 5 g., ek. 44 þ. mílur, upph., 30“ dekk, álfelgur o.fl Fallegur bíll. V. 1.380 þús. Einnig: Suzuki Vitara JLX ’90, 3ja dyra, sjálfsk., ek. aðeins 59 þ. km. V. 1.190 þús. Nissan Patrol diesil '84, 5 g., ek. 220 þ. km., 33“ dekk, gott eintak. V. 1.090 bús Toyota Hilux D. Cap '91, rauður, 5 g •ek. 62 þ. km, læstur aftan og framan 5:71 hlutföll, loftdæla, 35“ dekk, álfelgur o.fl V. 1.890 þús. Subaru 1800 GL Station 4x4 '87, rauður, 5 g., ek. 124 þ. km., óvenju gott eintak. V. 590 þús. Subaru Legacy 1800 GL Station 4x4 '90 grásans., sjálfsk., ek. 103 þ. km. Gott ein- tak. V. 1.090 þús. Toyota Corolla XL Station '91, hvítur, g., ek. 73 þ. km. V. 750 þús. Sk. ód. Nissan Sunny 2000 GTi '93, svartur, g., ek. 28 þ. km., ABS-bremsur, sóllúga rafm. í öllu o.fl. V. 1.330 þús. MMC L-300 Minibus 4x4 '88, grásans 5 g., ek. 120 þ. km., ný tímareim o.fl V. 1.050 þús. Peugeot 106 XR '92, 5 g., ek. 68 þ. km V. 720 þús. Sk. á dýrari 4ra dyra bíl. Nýr bílll Renault Safrane 2.2 Vi '94, steingrár, sjálfsk., ek. aðeins 1600 km. rafm. í öllu, fjarst. læsingar o.fl. V. 2.650 þús. MMC Pajero V-6 (langur) '92, sjálfsk ek. aðeins 65 þ. km., sóllúga, rafm. í rúð- um o.fl. Toppeintak. V. 2.950 þús. Daihatsu Feroza EL II '91, 5 g., ek. 85 þ. km. V. 950 þús. (Vill Cherokee ’90-'91). Nissan Sunny 1.6 SLX Hladbakur '94, g., ek. 27 þ. km. Sem nýr. V. 1.210 þús. Toyota Celica Supra 2.81 '84, hvítur, g., álfelgur o.fl. 170 ha. Gott eintak. 490 þús. Nissan Sunny SLX 1600 Sedan '91, ek. 75 þ. km., silfurgrár, sjálfsk., rafm. í rúð um. V. 880 þús. Sk. ód. Mazda 323 F GTi '90, ek. 76 þ. km., rauð ur, samlæs., rafm. í rúðum. V. 1.050 þús Sk. ód. MMC Pajero Turbo Diesel langur '86, ek. 147 þ. km., 31 “ dekk. Sk. á dýrari jeppa t.d. D.cap. Ford Econoline 150 9 manna '91, sjálfsk. ek. 50 þ. km. V. 1.750 þús. Ford Ranger STX 4x4 Cap '92, 5 g., ek 60 þ. km. V. 1.490 þús. Hyundai Accent GS '95, 5 g., ek. 12 km. V. 1.020 þús. Nissan Bluebird SLXi hlaðbakur '88, g., ek. 126 þ. km. Toppeintak. V. 690 þús Höfundur er aðstandandi sjúkl- ings. Blab allra landsmanna! -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.