Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 27
 26 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 27 I STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EFN AH AGSLEGT JAFNVÆGI í VEÐI RÍKISSTJÓRNIN og þingflokkar hennar munu á næst- unni þurfa að kljást við erfiðasta verkefni sitt, frá- gang fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár. Ríkisstjórnin hefur boðað, að hún muni lækka ríkissjóðshallann um helm- ing 1996 og draga enn úr honum árið eftir, þannig að ríkis- búskapurinn verði hallalaus árið 1998. Þetta er markmið, sem stuðningsflokkar ríkisstjórnarinnar þurfa að standa við, þótt það kunni að reynast erfitt. Áþekk markmið voru sett í upphafi síðasta kjörtímabils en náðust ekki, eins og kunnugt er. Minna má á varnaðarorð Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra að undanförnu þess efnis, að vá sé fyrir dyrum verði ekki gripið til ráðstafana nú til að eyða ríkis- sjóðshallanum. Þingmenji geta í þessum efnum tekið sveitarstjórnar- menn sér til fyrirmyndar. Sveitarfélögin hafa safnað skuld- um eins og ríkissjóður og nam halli þeirra sjö milljörðum 1994, en samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar eru horfur á, að hallinn minnki í 3-4 milljarða á þessu ári. Þar eru sveitarstjórnarmenn feti framar þingmönnum. Fjármálaráðherra skýrði frá því fyrr í sumar, að ríkis- sjóðshallinn fyrri helming ársins hafi verið milljarði lægri, en áætlanir gerðu ráð fyrir. Horfur væru á því, að hallinn á árinu í heild verði 7,5 ipilljarðar króna, eða sama upphæð og fjárlög gera ráð fyrir. Gangi þetta eftir er um talsverð- an bata í ríkisfjármálum að ræða, en reynsla síðustu ára hefur verið sú, að hallinn hefur verið langt umfram fjárlög- in. Rétt er þó að minna á, að Ríkisendurskoðun telur, að hallinn í ár verði 8,5 milljarðar, eða milljarði hærri en fjár- málaráðherra reiknar með. Ástæðan fyrir því, að afkoma ríkissjóðs hefur farið batn- andi að undanförnu, er fyrst og fremst sú, að vaxandi efna- hagsumsvif í þjóðfélaginu hafa aukið tekjur ríkissjóðs. Þann bata þarf að nota til að eyða ríkissjóðshallanum. Hættan sem við blasir er, að ráðherrarnir og stjórnarþing- menn vilji nota féð til að auka fjárframlög til gæluverkefna og til að létta af sér þrýstingi hagsmunahópa. Slíkt má ekki gerast, því efnahagslegt jafnvægi í þjóðarbúinu er í veði. BREYTT NEYSLA EN ÓBREYTT FRAM- LEIÐSLA AF SAMSETNINGU kjötfjallsins í landinu sést greini- lega hversu mikil grundvallarbreyting hefur orðið á neysluvenjum íslendinga. Það eru fyrst og fremst hinir feitu frampartar Iambakjötsins, sem ekki hljóta náð fyrir augum neytenda þrátt fyrir að saltkjöt og súpukjöt sé um helmingi ódýrara kjöt en læri og hryggir. Alls er gert ráð fyrir að tvö þúsund tonn af dilk&kjöti verði óseld þegar núverandi verðlagsári lýkur en kindakjöts- framleiðslan á síðasta ári nam 8.800 tonnum. Það liggur því nærri að ekki hafi tekist að selja fjórðung framleiðslunn- ar. Þetta er vandamál, sem sauðfjárbændur verða að horfast í augu við, því litlar sem engar líkur eru á að neyslan færist aftur í fyrra horf. Mun meiri líkur eru á að þessi þróun haldi áfram með nýjum kynslóðum. Sá tími er löngu liðinn að dilkakjöt sé ein helsta uppistöðufæða íslenskra fjölskyldna. Vissulega munu íslendingar ávallt borða lamba- kjöt en það verður fyrst og fremst fitulítið og ófrosið kjöt, sem neytendur munu falast eftir og ekki í sama magni og áður. Bændur verða að bregðast við þessari þróun þó að það muni kosta mikla fækkun og uppstokkun í röðum sauðfjár- bænda. Ef enginn vill borða kjötið er fáránlegt að halda áfram framleiðslu. Auðvitað á sauðfjárrækt að geta verið arðbær atvinnugrein. Hún mun hins vegar ekki byrja að skila hagnaði fyrr en að framleiðslan tekur mið af markaðn- um og smekk neytenda í stað þess að byggjast á eins kon- ar „sovésku“ kvótakerfi. Litlar líkur eru á, að vandi sauðfjárbænda verði leystur með útflutningi, þótt ekki sé ástæða til að gera lítið úr því markaðsátaki, sem staðið hefur yfir að undanförnu. Hins vegar bendir margra ára reynsla til að erfitt verði að ná fótfestu fyrir íslenzkt lambakjöt á erlendum mörkuðum, _ svo nokkru nemi. —&k— - .....— • - ' •• - 50 ár frá fyrsta áætlunarflugi til Kaupmannahafnar GAMLI-PÉTUR tilbúinn til flugs í Skeijafirði, sem þá var hluti af athafnasvæði breska setuliðsins. Farþegarnir 15 sem stigu á land í Skeijafirði 27. ágúst árið 1945 voru fyrstu farþegarnir sem komu til Islands með áætlunarfl ugi ns er Guðrún Samúelsson að því er talið er, Sigurður Sigurðsson verkfræðingur og Jóhannes Zoega verkfræðingur, Jó- hannes R. Snorrason flugstjóri, Magnús Guðmundsson aðstoðarflugmaður, Örn O. Johnson framkvæmdastjóri FÍ og Erling Ellingsen flugmálastjóri. Fyrir aftan hann er Friðrik Ein- arsson læknir ásamt Ingeborg Einarsson, eiginkonu sinni, og Halldóri syni þeirra. Við hlið þeirra stendur Anna la Cour ásamt barni sínu. Fyrir framan þau er Guðmundur Vil- hjálmsson stjórnarformaður FÍ og Ellen Benediktsson, ekkja Jóns Benediktssonar tann- læknis, með sonum sínum tveimur. Aftast til hægri er Vilhelm Zebitz og að því talið er Inger Löchte Blöndal. I hópi farþega var einnig Björn Jónsson. Sögnleg fer ð Gamla-Péturs í dag er haldið upp á það með athöfn í Kaup- mannahöfn að hálf öld er liðin síðan Catalina- flugbátur Flugfélags ís- lands sem bar ein- kennisstafina TF-ISP, hélt í fyrstu Kaup- mannahafnarför sína. Olafur K. Magnússon ljósmyndari Morgun- blaðsins var viðstaddur á sínum tíma þegar flug- báturinn sneri heim. FLUGIÐ markar upphaf áætlunarflugs frá íslandi til Kaupmannahafnar. Ca- talina-flugbátarnir voru í daglegu tali kallaðir Köturnar, en alsiða var að kalla TF-ISP Gamla- Pétur. Vélin var keypt árið 1944 í Bandaríkjunum og varð fyrsta ís- lenska flugvélin til að fljúga á milli landa þegar hún kom til íslands frá New York í október það ár. Millilent í Skotlandi Gamli Pétur hafði flogið fyrir fyrri eigendur, United Rubber Company, í Suður-Ameríku og meðal annars flutt banana. Hún sinnti eftirlitsflugi í Miami þegar Örn 0. Johnson fram- kvæmdástjóri Flugfélags íslands hafði spumir af henni og keypti fyr- ir ríflega 71 þúsund dali á þávirði. Stálhúsgögn hf. smíðaði innrétt- ingar í vélina veturinn fyrir fyrsta millilandaflugið og rúmaði hún 22 farþega. Flugþol vélarinnar var um Morgimblaðið/Ólafur K. Magnússon ÁHÖFN TF-ISP í fluginu til og frá Kaupmannahöfn, f.v. Magnús Guðmundsson aðstoðarflugmaður, Jóhann Gíslason loftskeytamað- ur, Sigurður Ingólfsson vélamaður og Jóhannes R. Snorrason flug- stjóri. Sama áhöfn var í fyrsta flugi FI til Skotlands, 11. júlí 1945, að öðru leyti en því að Smári Karlsson var þá aðstoðarflugmaður. LOFTLEIÐIR hófu að fljúga til Kaupmannahafnar 17. júní 1947 og þá tók Ólafur K. Magnússon ljós- myndari Morgunblaðsins þessar myndir á flugvellinum í Kastrup og tollafgreiðslunni. Á yfirlitsmynd- inni sést í Heklu, Skymaster-flugvél félagsins, fyrir utan flugvöllinn. Á hinni myndinni er frá hægri danskur tollvörður, kona sem ekki er vitað hver er, Ólöf Pálsdóttir, eiginkona Sigurðar Bjarnasonar ritsljóra Morgunblaðsins, Þóra Steingrímsdóttir, Páll Jónsson fréttaritari Morgunblaðsins og Vilborg Óladóttir flugfreyja. 20 klukkustundir og því hefði hún getað flogið án millilendingar til Kaupmannahafnar, en að skipan herstjórnar var höfð viðdvöl í Largs Bay nálægt Glasgow. Þangað hafði fyrsta millilandaflugi með farþega verið heitið rúmum mánuði áður. Gamli Pétur lagði upp í Skeijafirði klukkan 9.22 að morgni 22. ágústs 1945 og voru fímm í áhöfn, Jóhann- es Snorrason flugstjóri, Magnús Guðmundsson aðstoðarflugmaður, Jóhann Gíslason loftskeytamaður og Sigurður Ingólfsson vélamaður, auk ónefnds Breta sem var leiðsögumað- ur eða „navigator". Um borð voru 10 farþegar og hélt helmingur þeirra, tveir Islend- ingar og þrír Danir, áfram frá Skot- landi til Kaupmannahafnar. Vélin lenti í Largs Bay klukkan 15.34 og hafði þá verið sex klukkustundir og tólf mínútur á leiðinni. Áhöfn og farþegar urðu að gista nokkrar nætur í Skotlandi, þar sem slæmt veður 23. ágúst kom í veg fyrir að upphafleg flugáætlun stæðist, en meðal annars var rigning og þoka yfir Norðursjó og Danmörku. Veðrið skánaði þó og tuttugu mínútur yfir ellefu að morgni 25. ágústs hélt vélin frá Largs Bay. í Morgunblaðinu 28. ágúst rekur Jóhannes Snorrason flugstjóri ferða- söguna. Flogið var yfir Helgoland og Kielarskurð. „Flogið var lágt yfir Kiel og þótti flugmönnunum mikil eyðilegging vera þar. Komið var til Hafnar kl. 15.40 og lent í flugstöð danska flotans." íslensku flugmennirnir höfðu sent skeyti til sendiráðs íslands í Höfn um ferð sína, en það skeyti barst ekki fyrr en eftir að flugvélin var komin til Hafnar. „í flugstöðinni tóku breskir hermenn á móti flugvél- inni og var símað þaðan til að láta sendiráðið vita um komu flugbáts- ins. Komu brátt þau Tryggvi Svein- björnsson sendiráðsritari og Anna Stefánsson til að taka á móti flug- mönnunum og farþegum," segir í blaðinu. Fjölmenni fagnaði farþegum Gamli-Pétur var ein fyrsta far- þegavél sem lenti í Kaupmannahöfn eftir stríð og vakti flugið talsverða athygli í dönskum blöðum fyrir vikið. Eftir tveggja daga viðdvöl var haldið heim á leið. Lagt var af stað klukkan 7.40 að morgni 27. ágústs og flogin sama leið tii baka. Heim- ferðin gekk vel í alla staði, og flutti Gamli Pétur 15 farþega, tólf full- orðna og þrjú börn. Vélin lenti á Skeijafirði rétt fyrir klukkan hálftiu um kvöldið eftir flug í dimmviðri. Breska hemámsliðið réð flughöfn- inni og hafði almenningur ekki að- gang að henni, sem fundið er að í áðurnefndri forsíðufrétt Morgun- blaðsins, enda hefði verið viðeigandi að leyfa fólki að taka á móti vélinni þegar hún kom úr jafn sögulegri ferð. En þegar fréttist að vélin væri á leiðinni og að farþegar myndu koma á lögreglustöðina til tolleftir- lits og vegabréfsskoðunar „safnaðist allmikill fjöldi fólks saman fyrir utan stöðina í Pósthússtræti." í Skeijafírði voru þó staddir Örn O. Johnson framkvæmdastjóri Flug- félags íslands og Guðmundur Vil- hjálmsson formaður stjómar félags- ins, Agnar Kofoed-Hansen, flugmála- ráðunautur ríkisstjórnarinnar, blaða- menn og nokkrir fleiri. Öm minnti á þýðingu þessa flugs og að góð reynsla væri af ferðinni. Að vísu myndi Flugfélag íslands tapa á ferðum þessum, þar sem vélin væri tekin úr áætlunarferðum innan- lands á meðan. Hins vegar væri ákveðið að fijúga aftur og hefðu það margir beðið um far með flugvél frá Kaupmannahöfn, að hægt væri að taka eins marga farþega og vélin bæri í þremur ferðum. Það varð úr að þriðja millilanda- flugið á vegum Flugfélags íslands var farið í september, sömu leið og fyrr og fyrir árslok höfðu 56 farþeg- ar flogið milli landa á vegum félags- ins. Traustir en kaldir Flugfélag íslands og Loftleiðir áttu samtals fimm Catalina-flug- báta, fyrmefnda félagið átti auk Gamla-Péturs þá Sæfaxa og Ský- faxa, en Loftleiðir átti Vestfirðing og Dynjanda. Þeir þjónuðu íslensk- um flugfarþegum í tæp 20 ár, voru stærstu flugvélar landsins lengi vel og höfðu bæði mikið burðarþol og flugþol. Seinasti Catalina-flugbát- urinn í notkun hérlendis kom hingað árið 1954 og flaug fyrsta árið á vegum Flugmálastjómar, sem TF- FSD. Hún varð síðan TF-RÁN og flaug fyrir Landhelgisgæsluna til 1963. Flugbátamir voru óupphitaðir og því gat farþegum og áhöfn orðið óþægilega kalt, hefðu menn ekki rænu á að klæðast þykkum skjól- klæðum. Vélarnar höfðu ekki þrýsti- klefa og því var ómögulegt að fljúga ofar veðrum, en fyrrgreindir kostir vélanna gerðu þær afar vinsælar eins og löng saga þeirra sýnir glöggt. Millilenti í Skotlandi að kröfu Breta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.