Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 31 ÓLAFÍA JÓNSDÓTTIR + Ólafía Jónsdótt- ir fæddist í Reynisholti í Mýrad- al 3. júlí 1902. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 18. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Oddný Ólafs- dóttir, f. 1862 í Reynisholti, d. 1950 í Reykjavík, og Jón Pálsson Scheving, f. 1858 á Hellum, d. 1951 í Reykjavík. Systkini Olafíu voru: Sigurbjört Sigríður, f. 1894, d. 1979; Ragnhildur, f. 1895, d. 1977; Guðný, f. 1897, d. sama ár; Pálína, f. 1899, d. 1975; Vigfús Scheving, f. 1904, d. 1992, og Guðný, f. 1905, sem ein er eftir á lífi. Útför hennar fer fram í dag frá Áskjrku og hefst athöfnin kl. 15.00. Jarðsett verður í Foss- vogskirlqugarði. HÚN ER óðum að týnast yfir móð- una miklu aldamótakynslóðin. Fólkið sem ruddi brautina og bjó í haginn fyrir okkur sem nú erum komin um og yfir miðjan aldur. Fólkið sem sá ævintýrin gerast og upplifði þá mestu byltingu sem gerst hefur í landinu á einum mannsaldri. Móðursystir mín, Ólafía Jónsdótt- ir, var ein í þessum hópi. Jafnan kennd við Vatnskarðshóla þótt fædd væri í Reynisholti og þar uppalin til 6 ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan að Vatnskarðshólum. í þá daga var hver jarðarskiki nytjaður og má telj- ast ótrúlegt hvernig fólk gat dregið fram lífið á litlu jarðnæði. í Reynis- holti var t.d. tvíbýli. Á móti Jóni Pálssyni bjó þar Hallvarður Ketilsson ásamt konu sinni Þórunni Sigurðar- dóttur með stóran barnahóp. Þar komust ábúendur upp í fjóra þegar flest var auk þess var búið um tíma í Holtsendanum í landi Reynisholts, nefndist það Gunnarsholt (gæti hafa verið nefnt eftir ábúandanum Gunn- ari Einarssyni frá Breiðuhlíð, en hann bjó þar 1861-1883). Á Vatnskarðshólum ólst Ólafía upp og þar var hennar starfsvett- vangur hátt í hálfa öld. Fljótiega komu í ljós þeir eiginleikar hennar sem síðar áttu eftir að verða hennar aðalsmerki í gegnum lífíð, þ.e. dugn- aður, áræði, trúmennska og ráðagóð var hún með afbrigðum og fljót að finna lausn á hveijum vanda. Þegar systir hennar, Ragnhildur, hóf bú- skap á Ketilsstöðum ásamt eiginmanni sín- um, Einari J. Eyjólfs- syni, fluttist Óla (en svo var hún oftast nefnd af vinum og venslafólki) fljótlega til þeirra og vann að búinu með þeim. Fluttist síðan með þeim aftur að Vatn- skarðshólum þegar þau tóku þar við búi af for- eldrum hennar. Hvíldu bústörfin fljótlega að mestu á henni og Sche- ving bróður hennar en þau Einar og Ragnhild- ur áttu lengi við van- heilsu að stríða. Segja má, að sama var hvort um úti eða inniverk var að ræða; allt lék þetta í höndum hennar. I þá daga tíðkaðist ekki að konur færu á sjúkrahús til barns- burðar en áttu börn sín heima, var því oft leitað aðstoðar ungra stúlkna sem gátu misst sig að heiman til þess að sjá um heimilisstörfin á meðan sængurlegan stóð yfír. Þær voru ófáar konurnar sem nutu að- stoðar Ólu í þessu og allar báru henni jafnvel söguna. í saumaskap var hún liðtæk og lærði til þeirra verka á námskeiðum. Færni hennar í bakstri var viðbrugðið og var hún oft fengin til að baka fyrir veislur og aðrar samkomur. Minnist ég þess enn í dag hversu mér fannst kökurnar hennar góðar, að vísu hafði ég nokkuð góða aðstöðu til að kanna ágæti þeirra því hún bakaði ætíð alla stærri bakstra hér á Skeiðflöt eftir að heim- ilisrafstöð var sett hér upp. Sumardvalarböm voru mörg á Vatnskarðshólum á þessum árum og eins heilsárs börn. Öllum þeim reynd- ist Óla sem besta móðir og hlynnti að þeim eftir bestu getu. Eftir að foreldrar hennar öldruðust annaðist hún þau af stakri alúð fyrst á Vatn- skarðshólum og síðan í Reykjavík. Þá hjúkraði hún móðursystur sinni, Guðrúnu, sem um skeið var rúmliggj- andi á Vatnskarðshólum. Óla tók þátt í félagslífi ungs fólks í Mýrdalnum og hún söng um fjölda ára í kirkjukór Skeiðflatarkirkju, enda hafði hún yndi af söng. Árið 1948 fluttist fjölskyldan á Vatnskarðshólum til Reykjavíkur, fyrstu árin með búsetu í Réttarholti hjá Eiríki bróður Einars, en hann rak þar búskap. Var m.a. með stórt hænsnabú sem þau Scheving og Óla unnu við auk þess sem hún hjúkraði . foreldrum þeirra en þau létust bæði í Réttarholti, hún 1950, en hann 1951. Eftir þriggja ára dvöl i Réttarholti ÞÓREY MA GNÚSDÓTTIR + Þórey Magnús- dóttir fæddist á Orustustöðum á Brunasandi V.-Skaft. 13.janúar 1918. Hún lést á sjúkrahúsi Suðurlands 20. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Katrín Sigurlaug Pálsdóttir og Magnús Jón Sig- urðsson bændur á Or- ustustöðum og var Þórey fimmta í röð 12 barna þeirra. Eftirlifandi systk- ini hennar eru: Sigurður, Ingi- gerður, Sigmundur Bergur, Pál- hanna, Sigurrós og Ásdís. Látin eru Páll Jóhann, Sólveig, Sól- gerður, Guðjón og Einar. Tvö þeirra létust fyrr á þessu ári, Guðjón í apríl og Sólgerður í júní. Sex ára gömul fór hún í fóstur til hjónanna Elínar Ein- arsdóttur og Eiríks Jónssonar að Hruna í sömu sveit, þar ólst hún upp til fullorðins ára. Dóttir þeirra hjóna og uppeldissystir hennar er Sigrún Eiríksdóttir. Þann 8. janúar 1944 giftist hún eftirlifandi eigin- manni sínum Jak- obi Þorvarðssyni, f. 15.12. 1913, frá Dalshöfða í F(jóts- hverfi, V.-Skaft. Þau hófu búskap að Hunkubökkum á Síðu og bjuggu þar allt til ársins 1951 að þau flutt- ust að Loftstöðum í Flóa. Árið 1959 flytjast þau á Sel- foss og hafa búið þar síðan, fyrst að Austurvegi 30 en sl. fjögur ár að Grænumörk 1. Þau eignuð- ust 3 börn: Esther, f. 21.3. 1944. Maki: Karl Zóphaníasson. Pála, f. 25.4. 1948. Maki: Valdimar Þórðarson, og Magnús, f. 5.8. 1954. Maki: lngunn Guðmunds- dóttir. Þórey verður jarðsungin frá Selfosskirkju dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. Við skulum vera góð hvort við annað ólirædd / guðsþjónustur í Háteigskirkju hjá sr. Jóni Þorvarðssyni, einnig í Hall- grímskirkju sem var sóknarkirkja þeirra. Óla var traustur vinur vina sinn en nokkuð seintekin og ekki fyrir að blanda geði við ókunnuga. Því vildi hún einangrast nokkuð, einkum hin síðari ár. Nú þegar þessi kæra frænka mín er horfín sjónum er efst í huga þakklæti. Stuðningur hennar við héraðsblaðið okkar, Fréttabúa, var okkur mikils virði og má ef til vil segja að hann hafi orðið örlaga- valdur í útgáfunni þegar öll sund virtust lokuð. Við öll hér á Seiðflöt sendum henni hinstu kveðju og biðjum henni Guðs- blessunar á nýju tilverustigi. Blessuð sé minning hennar. Eyþór Ólafsson. Fullorðin kona hefur iokið ævi- göngu. Farin heilsu, södd lífdaga. Kærkominni hvíld náð eftir strit langrar ævi, hrumleika og einsemd sem ellinni fylgir. Við samferða- mennirnir stöndum eftir, vitandi að okkar stund nálgast, í óvissu en von um endurfundi. Á slíkri stund sækir að tregi — við hefðum átt að nota tímann betur — koma oftar, hlusta, fræðast, gleðjast yfir því að eiga hvert annað að. í önn dagsins, hraða og stressi vilja oft gleymast þau verð- mæti sem raunverulega skipta máli. Óla, eins og hún var jafnan kölluð af vinum og venslafólki, bjó nær hálfan hluta ævinnar austur á Vatns- skarðshólum í Mýrdal. Þar tók hún þátt í bústörfum, orðlagður dugnað- arforkur til allra verka utanhúss sem innan, sem gerði m.a. systur hennar og mági fært að búa áfram. Óla söng um árabil í kirkjukór Skeiðflatarkirkju. Þar kynntust þær vel, móðir mín og hún, og skapaðist vinátta sem entist meðan þær báðar lifðu. Árið 1948 flyst hún með sínu fólki til Reykjavíkur og þar hófst nýr kap- ítuli í hennar lífi. Þau störf er hún tók að sér voru unnin af þeirri trú- mennsku er henni var í blóð borin. Hún vann um árabil í þvottahúsi Landspítalans. Heiðarleiki og trú- mennska einkenndu lífshlaup henn- ar. Óla var ekki allra, en þeim sem hún tók tryggð við var hún sannur vinur. Það voru mikil forréttindi að flytja í bæinn hennar, Vatnsskarðs- hóla, sem er með fallegri bæjarstæð- um. Suðurströndin, Dyrhólaey og drangarnir, Reynisfjall, gróin tún, svartur sandur og hvítur jökullinn blasa við af bæjarhlaðinu. Enda var hún mjög tengd sínum heimahögum. Henni þótti vænt um bæinn sinn og jörðina — hún gladdist með okkur yfir bættum húsa og jarðarkosti for- eldra minna og bað þess að okkur mætti allt vel farnast. Við systkinin frá Vatnsskarðshól- um nutum einstakrar tryggðar henn- ar alla tíð. Við minnumst þakklátum huga jólasendinga, sem komu jafnan snemma i desember — stór kassi sem geymdur var á háaloftinu fram á aðfangadag. Þá vissum við að jólun- um væri borgið — innihald kassans góða brást hvergi eftirvæntingarfull- um viðtakendum, allir fengu jóla- pakka og jólakort með hiýjum ósk- um, alúð var lögð í allt, skrift og frásgang, hvergi kastað til hendi. Hratt flýgur stund. Við stöndum eft- ir. Þökkum samfylgd sem hvergi bar skugga á. Margrét S. Gunnarsdóttir. Þegar kynslóðir hverfa verður til- vist þeirra hluti sögunnar. Það er eitt af lögmálum hins lifandi lífs og óumflýjanlega dauða. Mjög er mismunandi hversu mikl- um breytingum sögusviðið tekur í tímans rás, stundum ríkir kyrrstaða en á móti koma örar breytingar, sem oftast eru kallaðar framfarir. Ólafía Jónsdóttir átti rætur sínar í þeim jarðvegi íslenskrar menningar sem hafði lítið breyst í langan tíma. Hún var af bændafólki komin og framan af ævi stundaði hún þau störf sem til féllu við búskap á stóru heimili. Hún undi glöð við sitt og þótt hún hefði lifað örustu tækniframfarir marinkynsins, mestu lífskjarabót ís- lendinga og breytta lifnaðarhætti á flestum sviðum, gleymdi hún aldrei upprunanum. w Hún var hógvær og þakklát. Einn mesta velgjörðarmann sinn taldi hún hafa verið Georg Lúðvíks- son, forstjðra Ríkisspítalanna, en hann hafði ráðlagt henni að ganga í lífeyrissjóð rikisstarfsmanna og þess naut hún svo sannarlega síðar á ævinni. Hún fór með bænimar sínar á hveiju kvöldi og gæti hún gert ná- unganum greiða var gott til hennar að leita. „Ég set svolítið kaffi í deigið“, sagði hún kankvís þegar ég hrósaði pönnukökunum hennar, „þær verða fallegri á litinn." Enda var hún leið yfir að geta ekki bakað fyrir gesti sína þegar hún var orðin vistmaður á Hrafnistu. Nýlega spurði ég hana um ferðalög. „Ég fór einu sinni í Borgarfjörðinn, og austur að Klaustri hef ég komið,“ sagði hún. „Og einu sinni til Vest- mannaeyja. Þá flaug ég aðra leiðina." Utanlandsferða hafði hún ekki saknað eða annars lífsgæðakapp- hlaups. Ég vona að okkur, samferðarfólki hennar,_gleymist ekki lífsviðhorf kyn- slóðar Ólafíu Jónsdóttur. Ég vona að okkur gleymist heldur aldrei uppruni okkar eða erfið kjör forfeðranna. Þá . getum við verið þakklát fyrir það sem við höfum og unað glöð við okkar. Leó E. Löve. MINNINGAR fluttist flölskyldan upp í Selás, þar sem þau ráku smábúskap í nokkur ár, þaðan fór Óla að sækja vinnu í þvottahús Landspítalans, byijaði að vinna þar í júní 1952 þar vann hún svo til ársins 1977, en flutti í nýja þvottahúsið upp á Tunguhálsi 1972. Lengst af starfaði hún þar sem vaktr- áðskona, enda munu ráðamenn þar fljótt hafa fundið að þama var starfs- maður sem hægt var að treysta þar sem saman fór stundvísi, heiðarleiki, dugnaður og samviskusemi. Eigin- leikar sem því miður em ekki allsstað- ar metnir að verðleikum í dag. Úr Selásnum fluttu þau niður í Eskihlíð 14a, og þaðan aftur eftir nokkur ár í Mjóuhlíð 10. Þar bjuggu þau í 22 ár eða þar til að Ragnhildur og Einar voru bæði látin. Þá fluttust systkinin inn á Hrafnistu, í þjónustu- íbúð við Jökulgrunn. Þessi vista- skipti urðu Ólu þung raun þótt hún tæki þar vel heima. Þaðan varð hún svo að flytjast inn á vistina þegar Scheving lést 1992. Aldrei náði hún að festa þar rætur og saknaði fyrri dvalarstaðar. Þann sjötta ágúst sl. varð Ólafía fyrir því óhappi að lærbrotna. Eftir aðgerð var hún aftur flutt inn á Hrafnistu þar sem hún lést eftir að- eins tíu daga legu, búin lengi að þrá hvíldina. Að mestu hélt hún sér and-. lega fram á það síðasta og á köflum gat minnið verið ótrúlega gott og þá hafði hún yndi af að rifja upp liðna tíð. Með Ólafíu Jónsdóttur er gengin mikil sæmdarkona. Hún var karl- mannsígildi að hveiju sem hún gekk, bæði til úti og inniverka. Trúmennska og samviskusemi voru hennar aðals- merki eins og svo margra af hennar kynslóð. Hún var listræn í sér eins og verk hennar báru með sér. Rósa- vettlignarnir útpijónuðu voru heil gersemi, enda komust þeir á sýningar bæði heima og erlendis og fengu færri en vildu. Og til þess að þetta væri nú sem náttúrulegast vildi hún helst velja ullina sjálf, kemba hana og spinna. Ýmislegt fleira hafði Óla að tómstundagamni, stundaði m.a. ljósmyndun, náði ótrúlega góðum ár- angii í þeirri list. Hún hafði gaman af að setja saman vísu. Hefur senni- lega byijað á ljóðagerð á starfsárum sínum í þvottahúsinu, kasktaði þá gjarnan fram vísum á starfsfélaga sína. Sveitin hennar kæra, Mýrdalurinn, heillaði hana ætíð og austur kom hún á hveiju ári meðan heilsan leyfði til að líta hana augum og endurnýja kynnin. Það var ætíð tilhlökkunar- efni að fá Ólu frænku í heimsókn, það fylgdi henni alltaf einhver hress- andi andblær. Óla var trúuð kona og í seinni tíð las hún í sálmabókinni sinni á hveij- um degi sér til hugarhægðar. Á meðan heilsan leyfði sótti hún ásamt Ragnhildi sytur sinni, reglulega Ekki endilega til þess að búa til framtíð það er hægt að ræna okkur framtíðinni Við skulum vera góð hvort við annað vegna þess að lífið er fortíð (Sveinbjorn I. Baldvinsson) í Selfossrútunni situr lítil dökk- hærð stúlka. Hún horfir óþreyjufull út um gluggann og brosir þegr Ölf- usárbrúin kemur í ljós. Nokkrum mínútum síðar stekkur hún blað- skellandi inn í eldhús á Austurveg- inum. „Amma, amma, áttu kæfu handa mér?“ Amman snýr sér við og brosir hlýlega, faðmar hana og kyssir. „Ertu komin, vænan mín.“ Töfrar svo fram smurt brauð með kæfu, kleinur, mjólkurglas og bros í hjarta. Fáar minningar úr bernsku minni eru mér eins minnisstæðar og þær sem ég á um hana ömmu mína. Minningar um okkur tvær að leiðast út í Siggabúð eða kaupfélag að kaupa í matinn. Við í bomsum að gefa litlu fuglunum í snæviþöktum garðinum. Amma að lesa Bjössa bollu úr Æskunni fyrir sí-suðandi mig. Við á leið út á sjúkrahús (amma til að heimsækja gamla fólkið, ég í bijóstsykursleit). Við að baka pönnukökur úr kaffi. Amma að spila á munnhörpu og ég að syngja. Við að biðja saman bænirnar á kvöldin. Það er svo erfitt að njóta augnabliks- ins í sömu andrá og það líður, að oft er ákveðin fjarlægð nauðsynleg til þess að meta gildi hluta og at- burða. Þegar ég lít til baka sé ég að það var ekki bara hvað hún amma gerði fyrir mig og með mér, heldur öllu fremur hvernig hún gerði það. Um ömmu á ég margar hlýjar minn- ingar, minningar sem brosa, minn- ingar sem snerta, minningar sem vaxa í ylnum frá sjálfum sér. Elsku amma mín. Mig langar að leiðarlokum að þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér, alla þá ást sem þú sýndir mér og allarþær minning- ar sem þú gafst mér. Ég mun aldrei gleyma þér. Anna Þóra. Við systkinin viljum í fáum orðum minnast elskulegrar Eyju ömmu okkar sem andaðist að morgni 20. ágúst sl. Á tímamótum sem þessum er margs að minnast, á fyrstu árum okkar bræðra áttum við heimili hjá ykkur afa á Austurveginum, þar sem þú varst ávallt vakin og sofin yfir velferð okkar. Það eru ekki ófáar vísurnar og bænirnar sem þú kenndir okkur, sagan þín um Búkollu er okkur enn í fersku minni. Ferðirnar með ykkur afa í sveitina voru margar og eftir- minnilegar þar sem þú fræddir okk- ur um hvernig lífið gengur fyrir sig í sveitinni. Eftir að við fluttum til Reykjavík- ur voru ekki ófáar ferðir sem við fórum á Selfoss til ykkar afa með rútunni og vorum við hjá ykkur í vellystingum, ömmu kleinum, kæfu- brauði, pönnukökum, heitu súkkul- aði og öðru góðgæti. Eftir því sem árin liðu urðu ferðir okkar systkin- anna færri á Selfoss en ávallt voru þið afi til staðar og tókuð okkur opnum örmum. Kærleiki þinn og ástúð til okkar systkinanna eru okkur ómetanleg og eigum við þér mikið að þakka. Við kveðjum þig nú elsku Eyja amma í þeirri trú að þú hafir það gott þar sem þú ert núna og þökkum þér fyrir öll góðu árin sem við áttum með þér. Elsku afi, mamma, Esther og Maggi megi algóður Guð styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst. þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Skúli, Kristinn og íris Mjöll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.