Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ANNA SIGRIÐUR SIG URÐARDÓTTIR + Anna Sigríður Sigurðardóttir frá Guðlaugsvík var fædd á Akur- eyri 3. júlí 1907. Anna andaðist á hj úkr u nar heimil- inu Eir 18. ágúst 1995. Foreldrar hennar voru Sig- urður Sigurðsson bóksali f. 1874, d. 1923, og fyrri kona hans Olafía Guð- ríður Ragúelsdótt- ir, f. 1877, d. 1914. Alsystur Önnu voru Rakel, f. 1900, d. 1915 og Elín, f. 1910, d. .1992. Eftirlifandi hálfbróðir Önnu er Gunnar Sigurðsson, fv. flugvallarsljóri, f. 1916. Árið 1914, eftir lát móður sinnar, flyst Anna að Guðlaugsvík þar sem hún ólst upp hjá Ragúel Ólafssyni afa sínum. Árið 1927 tók hún þar við búi ásamt unnusta sínum Helga Skúlasyni frá Þamb- árvöllum í Bitrufirði. Þau gengu í hjónaband 15. septem- ber 1928. Helgi lést 25. apríl 1994. Þau Anna og Helgi eign- uðust sjö börn. Þau eru: Ragú- el, f. 1929. Hann andaðist á MINNINGABROT úr bemskunni leita á hugann þegar ég sest niður til að skrifa kveðjuorð til ömmu. Lítil stúlka í heimsókn í sveitinni dauðskelfd við hunda og húsdýr er tekin undir verndarvæng ömmu og fær griðarstað með búið sitt í spari- garðinum hennar. Leikur í eldhúsinu í Guðlaugsvík, það er svo freistandi að kíkja aðeins í hveitiskúffuna og moka bara pínu- lítið með stóm hveitiskóflunni. Minrí- ingar um matartíma í sveitinni, tvær gestkomandi fjölskyldur ásamt heimilisfóikinu setjast kringum eld- húsborðið sem átti engan sinn líka því þar var alltaf pláss fyrir einn enn. Og áfram streyma minningar níunda aldursári. Jónína Ólöf, f. 1930, húsmóðir og fóstra í Kópavogi, gift Sig- urjóni Böðvarssyn bifreiðarsljóra, f. 1932, d. 1982; Ólaf- ía Sigríður, f. 1933, húsmóðir og sjúkr- aliði í Reykjavík, gift Hannesi R. Jónssyni, versl- unarsljóra f. 1932, d. 1991; Skúli, bóndi í Guðlaug- svík, f. 1936, kvænt- ur Jónu Guðmunds- dóttur, f. 1935; Ragna Unnur, f. 1942, húsmóðir og fulltrúi í Reykjavík, gift Hreiðari H. Grettissyni, sjómanni, f. 1939, d. 1977; Jóhann Gunnar, fram- kvæmdastjóri í Kópavogi, f. 1943, Kristján, tæknifræðingur \ Reykjavík, f. 1947, kvæntur Ásu Margréti Finnsdóttur, f. 1946. Barnabörn þeirra Önnu og Helgu eru 22, barnabarna- börn 27 og barnabarnabarna- börn eru nú orðin 4. Afkomend- urnir eru því orðnir 59. Útför Önnu verður gerð frá Prestbakkakirkju í Hrútafirði í dag, og hefst athöfnin kl. 14. um okkur frændsystkinin alveg heill- uð af bláa stífbónaða gólfinu í borð- stofunni, það er svo freistandi að renna sér fótskriðu yfir gólfið eða renna sér niður stigahandriðið með tilheyrandi ærslum. Yfir okkur vakti svo amma, ekki með skammir fyrir ærslin heldur aðeins leiðbeinandi, þetta gat orðið hættulegúr leikur. Og fleiri minningar, stálpuð stúlka stendur spennt í eldhúsinu, þetta er erilsamur dagur því það er von á rútunni. Hringing kemur frá Brú, það eru fimmtán með í dag og tíu í kaffi, þá er bakkelsið drifið á borð í borðstofunni og það er stolt stúlka sem er treyst til að afgreiða spur og tjómatoffí út um eldhúsdyrnar. Svona koma minningarnar ein af annarri og allar hafa þær yfir sér andblæ hlýju og öryggis sem ein- kenndi afa og ömmu og heimili þeirra, fyrst í Guðlaugsvík og svo síðustu árin Fljótáselinu. Takk, elsku amma, fyrir minning- arnar sem þú gafst mér, þær eru fjársjóður, sem aldrei eyðist. Auður Elfa. Amma hefur fengið hvíldina eftir erfið veikindi. Hún var södd lífdaga. Allt frá því að afi dó fyrir rúmu ári, fann hún lítinn tilgang með jarð- vistinni. Nú í dag verða jarðneskar leifar Önnu ömmu lagðar til hinstu hvílu við hlið Helga afa í kirkjugarð- inum að Prestbakka. Nú eru þau sameinuð að nýju. Minningarnar um afa og ömmu í Guðlaugsvík leika um hugann við þessi tímamót. Ég var sjö ára gam- all þegar ég fór fyrst í sveitina til afa og ömmu til sumardvalar. Þar dvaldi ég ásamt bræðrum mínum og frændsystkinum á hveiju sumri í sjö ár. Við fórum snemma að vori strax eftir skólann til að ná í sauð- burðinn, en síðan aftur heim á mö- lina seint að hausti eftir réttir. Afi og amma gengu okkur börnunum nánast í foreldrastað þennan tíma. Ég hef því alltaf álitið að dvöl mín og okkar barnanna í Guðlaugsvík hafi verið stór hluti af uppeldi okk- ar. Við lærðum að vinna og að leggja metnað í verk okkar. Við fengum alltaf störf við okkar hæfi eftir því sem aldur og þroski leyfðu. Við byrj- uðum sem kúasmalar, en þegar kom fram á unglinsárin gátum við geng- ið í flest störf við búskapinn. Stund- um fannst okkur, að vinnudagurinn væri of langur, og ekki nægur tími til að leika sér. En þegar tímar liðu og skilningur jókst á lífinu, skildi ég hvers virði vinnan var í sveitinni hjá afa og ömmu. Vinnan og samviskusemin var þeim og þeirra kynslóð allt. Af dugn- aði og stórhug reistu afi og amma sér glæsilegt íbúðarhús, og ræktuðu stóra jörð. En auk þess ráku þau gistingu og greiðasölu fyrir ferða- menn í mörg ár. Reglusemi og hrein- læti var þeim í blóð borin og alltaf var verið að mála og snyrta, ef tími gafst frá bústörfum. Amma og afi voru mjög samrýnd, og gagnkvæm virðing var alltaf ríkjandi á milli þeirra. Þau höfðu ákveðna verka- skiptingu. Afi var húsbóndinn við búskap og útistörf, en amma var húsfreyja, í þess orðs fyllstu merk- inu, og sá um allan rekstur heimills- ins. Þegar ég hugsa til sumartímans í Guðlaugsvík fyllist ég þakklæti og jafnframt söknuði. Afi og amma brugðu búi þegar aldurinn færðist yfir og fluttu til Reykjavíkur. Þar bjuggu þar í sama húsi og Kristján, yngsti sonur þeirra og hans fjölskylda. Þar nutu þau skjóls og aðstoðar síðustu árin. Ég minnist heimsóknanna til þeirra í Fljótaselið. Þó líkamlegur krankleiki og elli væru farin að setja mark sitt á þau á síðustu árum var andinn alltaf ferskur og skýr. Hug- urinn var oft fyrir norðan. Áfi ræddi um stjórnmál og bar saman gamla tíma og nýja. Oft var tekin skák. Amma ræddi um fjölskylduna og alltaf voru veitingar fram bornar. Reisn einkenndi afa og ömmu í ell- inni eins og allt þeirra líf. Þau gáfu samferðarfólki sínu mikið af sér á langri ævi, sérstaklega fjölskyldu sinni. Hún var þeim mest virði. Hugurinn var hjá henni alla tíð, heima í Guðlaugsvík, hjá börnum, barnabörnum og þeirra börnum. En þeim var líka endurgoldið af börnum sínum af alúð og óeigingirni. Mér verður í dag hugsað til ömmu og afa með söknuði, en jafnframt þakklæti. Ég vil fyrir hönd fjölskyidu minnar þakka afa og ömmu fyrir öll árin sem við áttum saman. Amma er dáin, en hún er komin til afa. Sameinuð stóðu þau alltaf. Minning þeirra mun alltaf lifa. Böðvar Orn. Amma mín, Anna Sigríður Sig- urðardóttir frá Guðlaugsvík lést að morgni 18. ágúst eftir stutta en erf- iða sjúkdómslegu. Í dag verður hún lögð til hinstu hvílu hjá eiginmanni sínum til rúmlega sextíu ára, Helga Skúlasyni, er dó fyrir rúmu ári og litla drengnum þeirra honum Ragúel er lést í bernsku. Ein af mínum fyrstu æskuminn- ingum úr sveitinni hjá ömmu og afa er úr stóra eldhúsinu. Það var ævin- týralega stórt með kjallara, þvotta- húsi, búri að ógleymdum öllum skúffunum sem geymdu ýmislegt sem forvitnu barni þótti fengur í að fá að skoða. Sífellt var verið að búsýsla. Sjóða niður, sulta, baka og þess háttar en skemmtilegast og best þótti mér er kaffibaunirnar voru bren'ndar og malaðar. Þvílíkur ilmur. Það fylgdi því ákveðin spenna að fara í sumarlanga dvöl hjá afa og ömmu á sumrin. Guðlaugsvík var fallegasta sveitin sem ég hafði séð, fullt af hefðbundnum húsdýrum og alltaf nóg að sýsla úti við. En það sem var mest spennandi var að auk hefðbundinna sveitastarfa þá ráku amma og afí þjónustu við ferða- menn. Húsið fallega sem afi byggði fylltist oft skyndilega af kaffiþyrst- um ferðalöngum sem kunnu vel að meta ríflega útilátnar veitingar ömmu. Oft kom fyrir að gestir dveldu næturlangt. Álltaf var nægt pláss og tími til að taka vel á móti gestum og gangandi. Mikið þótti mér gaman að fá að fylgjast með og hjálpa til er amma undirbjó komu gesta. Allt var gert með ákveðnum hætti og skipulagt fram í fingur- góma. Ammá hafði verið í Kvenna- skólanum í Reykjavík og báru vönd- uð og fagmannleg vinnubrögð henn- ar vott um gæði námsins og dugnað nemandans. Mikið var ég alltaf stolt af ömmu þar sem hún rak sína fyrsta flokks ferðaþjónustu, fínleg og falleg með drifhvíta rennislétta svuntu er hún tók brosandi á móti fólkinu. Amma var virk í kvenfélaginu í sveitinni og var formaður þess um margra ára skeið. Sá kraftur og elja sem bjó í ömmu var með ólíkindum. Aldrei féll henni verk úr hendi og allt nýtanlegt var nýtt, oft á nýjan og skemmtilegan hátt. Þótt amma og afi brygðu búi og flyttu til Reykjavíkur hélt amma áfram af sama krafti að hugsa um heimilis- haldið og aldrei féll henni verk úr hendi. Sífellt var hún að gauka að manni sokkaplaggi eða vettlingum á börnin, nú síðast í mars á yngsta barn mitt. Og um hver jól voru út- búnir pakkar til ömmubarnanna, langömmubarnanna og langa- langömmubarnanna, aðallega hei- magerðir hlutir sem nú eru svo dýr- mætir og laða fram svo góðar og hlýjar minningar. Það var yndislegt að fá líka að hafa ömmu og afa svo nálægt. Möguleikinn á innliti var til staðar og frændsystkinin urðu ná- lægari því amma fylgdist vel með + Bjami fæddist í Reykjavík 20. maí 1918. Hann lést 16. ágúst síðastiið- inn á Hrafnistu i Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðmundur Krislján Bjarnason og Sólveig Steinunn Stefánsdóttir. Guð- mundur faðir hans fæddist árið 1872 að Dalshúsum í Onund- arfirði, en móðir hans á Stóru-Vatns- leysu á Vatnsleysu- strönd árið 1878. Foreldrum hans varð átta barna auðið en aðeins fjögur þeirra komust á legg auk Bjarna. Það voru Guð- mundur Linnar, Axel, Stefán og Njáll en þeir eru allir látnir. Bjarni fór ungur til sjós og stundaði hann sjómennsku til ársins 1941 en þá hóf hann störf hjá Pósti og sima og var þar til 1989 þegar hann lét af störfum MISLÖNG er mannana ævi. Sumir fara fljótt, aðrir fá að vera lengur. Gæfan er mönnunum misjöfn. Ekki er annað hægt að segja um minn elskulega stjúpföður Bjarna Björg- vin Guðmundsson en að gæfan hafi verið honum hliðholl í lífinu að mestu leyti. Reyndar missti hann fyrri konu sína Guðbjörgu Þor- steinsdóttir árið 1972, en með henni átti hann góða ævi þar til hún lést. Fór þá erfiður tími í hönd því það er erfitt að sjá á eftir góðum lífs- förunaut. Ég hef þekkt Bjarna alveg fyrir aldurssakir. Þann 14. júlí 1940 kvæntist Bjarni Guðbjörgu Þor- steinsdóttur, fædd á Köldukinn í Holtum 28. október 1912, d. 17. maí 1973, en þeim varð ekki barna auðið. Eftir- lifandi eiginkona Bjarna er Svava Krisljana Sigurðar- dóttir, f. 12. júní 1926. Stjúpbjörn Bjarna, börn Svövu eru: 1) Einar Hall- dórsson, .maki Jóhanna Sigurð- ardóttir. 2) Guðfinnur Halldórs- son, maki Erla Emilsdóttir. 3) Þórir Halldórsson, maki Sig- urbjörg Sigurbjörnsdóttir. 4) Kristín Halldórsdóttir, maki Ragnar Lövdal, en barnabörnin eru orðin alls þrettán. Bjarni verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, og hefst athöfnin kl. 15. frá því að ég man eftir mér, því Bjarni og Gugga bjuggu í næstu götu við okkur. Pabbi minn heitinn og stjúpi unnu saman hjá Pósti og síma eða þar til að pabbi lést. Það voru ekki fáar ferðirnar sem mamma; pabbi, Gugga og Bjarni fóru saman hvort sem það var er- lendis eða hérna innanlands. Það er eftir að pabbi og Gugga eru bæði látin sem leiðir mömmu og stjúpa Iágu saman. Þar sem Bjarni var barnlaus var gleði hans mikil að eignast dóttur á táningsaldir þótt stjúpdóttir væri, sömu sögu er að segja um mig því ég hafði verið föðurlaus í nokkur ár og fannst vanta mikið að hafa ekki pabba á heimilinu. Það er eflaust ekki auð- velt fyrir nýjan meðlim að ganga inn í fjöiskyldu þar sem ung og ákveðin táningsstúlka er til staðar en það var honum Bjarna mínum ekki þrándur í götu, hann sigraði mig strax. Unglingsárin eru erfiður tími bæði fyrir unglinginn en þó oftar fyrir foreldrana. Aldrei skipti hann Bjarni minn skapi, hann var alltaf þessi ljúfi og góði maður sem lét ekkert raska ró sinni þótt heima- sætan væri með uppsteit. Ekki var hann mér sammála í öllu, en með þolinmæðinni miðlaði hann málum og í staðinn öðlaðist hann traust og virðingu mína. Eftir því sem árin liðu bundumst við Bjarni fastari böndum . Það gladdi Bjarna mikið haustið 1981 þegar ég bað hann um að leiða mig inn kirkjugólfið í væntanlegt hjónaband. Ég átti þrjá fullorðna bræður sem allir hefðu gert það að minni beiðni, en í stað- inn valdi ég stjúpföður minn sem alltaf hafði reynst mér svo vel. Hvernig gat ég sýnt honum betur þá ást, traust og virðingu sem ég bar til hans, en með þeirri bón ? Hann var bæði þakklátur og glaður og varð við þeirri bón minni. Þegar börnin. mín fæddust var hann þeim afar góður. Alltaf voru fagnaðar- fundir þegar afi og amma komu í heimsókn. Afi spjallaði og Iék við barnabörnin sín og þær minningar munu alltaf geymast hjá þeim. Þeg- ar afi varð síðan veikur og amma þurfti að vinna, sat lítill nafni hans, Gunnar Björgvin, heilu kvöldin og stytti honum stundirnar, það létti á áhyggjum ömmu að vita að afi var ekki einn heima. En nú er stjúpfað- ir minn og afi barnanna minna bú- inn að fá hvíldina. Ég vil þakka honum allan þann tíma sem við áttum saman, og hve vel hann reyndist fjölskyldunni ávallt traust- ur, hlýr og góður. Elsku mamma, þakka þér hve vel þú hefur staðið við hlið hans. Megi góður Guð varðveita sálu hans og gefa elskulegri móður minni og öðr- um ástvinum styrk. Ástkær stjúpdóttir, Kristín Halldórsdóttir. Það er í dag sem ég kveð vin og stjúpföður, Bjarna Björgvin Guð- mundsson. Ég vil þakka honum fyr- ir þann tíma sem við áttum saman, þann trúnað og það vinarþel er hann sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð. Ég vil einnig þakka honum hve vel hann reyndist móður minni og systkinum þegar hann samein- aðist fjölskyldu okkar. Við hlið móðir minnar stóð hanr. sem klettur í hafi, traustur og tryggur. Megi góði guð vera sálu hans náðugur og ég bið hann að taka vel á móti vini mínum. Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð eftir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga. Indæiar minningar hjarta’ okkar ber. (P.Ó.T.) Þórir Rafn Halldórsson. í dag er við kveðjum elsku afa okkar, viljum við þakka honum allar góðu samverustundirnar. Afi var búinn að vera veikur í mörg ár en minningin um hvernig hann var áður en hann veiktist lifir með okk- ur. Alltaf var jafn gaman að koma til ömmu og afa í Mosó og átti afi sinn þátt í því að gera þær stundir eftirminnilegar. Afi var ævinlega svo glaður að sjá okkur og var allt- af í góðu skapi. Á jólunum lék hann jólasvein og höfðu allir gaman af, jafnt þeir ungu sem öldnu. Á sumr- in var farið í heimsókn austur í „Lindarhvamm“, sumarbústaðinn þeirra afa og ömmu og var afi allt- af jafn þolinmóður við okkur þegar við vorum með hávaða og læti eða fórum að sulla í lindinni, sem var stranglega bannað. Það var margt sem afi kenndi okkur, margt sem eftir á að hyggja’ mun gagnast okk- ur á lífsleiðinni. Eftir að afi fór á Reykjalund hittum við hann sjaldn- ar og þegar hann hætti að geta tjáð sig gátum við séð á svipnum og í augunum að hann gladdist þegar við komum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Megi góður Guð varðveita þig og minningu þína, elsku afi okkar. Þökkum samverustundirnar. Halldór og ívar Einarssynir, Halldór, Hildigunnur, Emil og Bjarni Guðfinnsbörn, Svava K. Þórisdóttir, Gunnar Björgvin Ragnarsson. Hann Bjarni frændi minn, yngsti bróðir hans pabba, lést 16. þ.m. eft- ir erfið og langvinn veikindi. Mér finnst eins og ég hafi þekkt Bjarna allt mitt líf, svo ríkan sess skipaði hann í huga mér þegar ég var barn að aldri á Akureyri og hann kom í árlega sumarheimsókn til foreldra minna og flutti með sér æfintýrablæ úr heimsborginni, Reykjavík, til okk- ar á Akureyri. Bjarni var alltaf í góðu skapi með bros á vör og ekki spillti á þeim árum góðbitarnir hans, nammið, eða smágjöf í hörðum BJARNIBJORGVIN GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.