Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 I DAG MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI ÞAÐ AÐ verða sjötug- ur er nánast að koma að leiðarsteini, þar sem talin eru gengin ár, og því eins konar viðmið- un á lífsleiðinni. Björg Einarsdóttir, rithöf- undur og bókaútgef- andi, er sjötug í dag, 25. ágúst 1995. Hún er fjórða í röðinni okkar systkinanna, bama Einars Þorkelssonar, skrifstofustjóra Al- þingis og konu hans Ólafíu Guðmundsdótt- ir. Björg ber nafn konu, sem var í bamæskudögum sam- vista móður okkar í Hörgsholti. Milli þessarar konu, Bjargar Jóns- dóttur og móður okkar vom miklir kærleikar. Til marks um það fór Ólafía móðir okkar með dóttur sína austur í Hreppa, til að Björg fóstra hennar gæti sjálf gefið stúlkunni nafn sitt og veitt henni blessun sína. Svo atvikaðist, að Ólafía móðir okkar kynntist Maríu Jónsdóttur við störf í ungmennafélaginu í Reykjavík. Þær stöllur vom saman í kvennafélaginu Iðunni, sem var innan ungmennafélagsskaparins. Til þessa tímabils lágu djúpar ræt- ur, sem síðar áttu eftir að koma í ljós. Þær vinkonur vom samhuga um margt á meðan þær áttu þess kost að vera samvistum. í eirini heimsókn Maríu til Ólafíu, skömmu eftir fæðingu Bjargar, vildi svo til að móðir okkar varpaði hinni ungu dóttur sinni í fang vinkonu sinnar. Síðan varð unga stúlkan Maríu hugstæð. Engan grúnaði á þeirri stundu, að hér væm að spinnast örlagaþræðir í lífi þeirra beggja. Eftir fráfall móður okkar á haust- dögum 1929, varð María fyrst allra til að bjóða föður okkar aðstoð. Það varð úr að þau hjónin, María Jóns- dóttir og Siguijón Oddsson, verk- taki, tóku Björgu til fósturs. Þau hjón höfðu verið barnlaus, en höfðu áður tekið dreng í fóstur. Fóstur- móðirin og fósturdóttirin urðu mjög samhentar, sem kom einkum í ljós eftir að Siguijón féll frá. Þetta er rakið hér til að vekja til vitundar um rætur til þeirra örlagaþráða sem hafa ofið lífsvef Bjargar öðm fremur. Það er því engin tilviljun að sí- gild kvennahyggja, um jafnræði um stöðu kvenna, um að standa jafn- fætis í þjóðfélaginu, ætti hug hinn- ar ungu konu. Ekki fer á milli mála, að móðir hennar og fóstur- móðir vom framarlega í kvennabar- áttu á sínum tíma. Af kynnum mín- um frá Sigríði Guðnadóttur, fóstur- móður minni, en hún var dóttir Bjargar Jónsdóttur, mun Björg eldri hafa verið baráttukona um kvenna- hyggju þeirra tíma. Með réttu er því sagt um Björgu systur mína, að sjaldan falli eplið langt frá eik- inni. Kynni okkar Bjargar hófust ekki verulega fyrr en á fullorðinsárum. Við systkinin ólumst upp dreift og áttum iítil samskipti á bemskuárum okkar. Það var ekki fyrr en ég flutti til Húsavíkur, að ég í Reykjavíkur- ferðum mínum heimsótti iðulega heimili þeirra Bjargar og Haralds á Bámgötunni. í því húsi ríkti mikil samhygð, eins og Björg sjálf lýsir best í viðtali við Guðrúnu Egilson, blaðamann, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 25. október 1980. Á heimili þeirra var ætíð gott að koma. Þessar heimsóknir tendu mig betur við uppmna minn og við þær rætur, sem ég og mér skyldir em vaxnir af. Björg hefur af mikilli alúð haldið til haga ýmissi vitneskju og gögnum um ættmenn okkar, þó sérstaklega er varðar foreldra okk- ar og sérstaklega það sem snertir starfssögu þeirra í Alþingishúsinu. Hún hefur ritað eina eða fleiri grein- ar um þessar minningar í starfs- mannablað Alþingis. Oftar en margur hyggur skera örlaga- þræðimir beinu braut- imar, sem farnar hafa verið áður í farsælu lifshlaupi. Allt í einu gerðist Björg fremst baráttukvenna í ný- hyggju feminismans og stendur að bylting- arkenndum frídegi kvenna, svo að fátt eitt sé nefnt þegar hún stóð fremst í nýstár- legri kvennabaráttu á íslandi. Samhliða snýr hún sér að ritun svonefndra kvennabók- mennta, sem nánast er nýlunda í sagnaritum hér á landi og verður meðal fremstu og afkastamestu höfunda á þessu sviði. Skerfur hennar er mikill að allri gerð, enda eitt mikilvægasta framlag höfund- ar á þessu sviði á íslenska vísu. Við þetta bætist mikil útgáfu- starfsemi á kvennabókmenntum kunnra erlendra kvenhöfunda. Það vekur athygli okkar sem stöndum utangarðs, að ekki ber á viðurkenn- ingu þeirrar æðri menntastofnunar, sem telur kvennabókmenntir í hópi viðfangsefna sinna. Ég hefi ekki gert mér ljóst, hvers vegna Björg systir mín ákvað að ryðja sér til rúms á vettvangi stjórnmálanna. Mig grunar að grundvallarskoðanir hennar í þjóð- málum byggist á víðsýnni mannúð- ar- og réttlætishyggju. Með jafn- ræði allra til að nýta hæfileika sína. Svo og með samlyndi í þjóðfélag- inu, jafnt þeirra sem þurfa stuðning til sjálfsbjargar, og hinna sem þeg- ar hafa sannað sig, en eru reiðu- búnir til liðveislu við aðra. Þessi sameinandi kraftur, þar sem þeir betur megandi og hinir verr settu snúa saman bökum, til að ná fram sameiginlegu markmiði mannúðar- þjóðfélags, er sá rauði þráður er lýsir stjómmálaviðhorfi Bjargar systur minnar. Markmiðið er mann- úðarsamfélag til sjálfsbjargar, þar sem enginn sé skilinn eftir á köld- um klaka. Það er fjarri að Björg eigi sam- leið með þeim feminisma, sem gerir kvennabaráttuna að stjómmála- hreyfingu í trúarbragðastíl, sér- greinda eftir kynjum, þar sem mála- fylgjan mótast af hvítu eða svörtu. Nú eins og á fyrri dögum kvenn- anna, sem höfðu hugsjónaeld ung- mennafélaganna að leiðarljósi, er réttindabarátta kvenna mannrétt- indabaráttan um rétt kvenna, hvar sem er í þjóðfélaginu og hver sem á í hlut. Sígild kvennabarátta byggist í raun á jafnræði hverrar konu til að sanna sig og verða jafnoki jafnt karla sem kvenna, miðað við hlut- skipti sitt í lífinu. Þetta hafa konur eins og Björg systir mín sýnt og sannað á sinni lífsbraut. Sama hafa margar konur gert á undan Björgu og enn fleiri munu á sinn hátt verða sporgöngukonur þeirra. Blákalt raunsæi og ódrepandi seigla hefur einkennt öðru fremur baráttuaðferðir Bjargar. Hún sýndi það mikla afrek að hverfa í einu vetfangi úr húsmóðurhlutverki sínu í vesturbænum og komast í fremstu röð kvennabaráttu samtímans. Björg átti einnig dijúgan þátt í því að innan stærsta stjómmálaflokks landsins myndaðist virk kvenna- hreyfing, sem nú virðist halla undan hjá, eftir að gamla baráttugengi Bjargar og samtíðarkvenna hennar hefur gengið fyrir róða. Um leið og við Áslaug og fjöl- skyldan hér fyrir norðan færum afmælisbaminu bestu ámaðaróskir, viljum við áma Haraldi eiginmanni Bjargar allra heilla á þessum tíma- mótum. Börnum þeirra, Guðmundi Inga, Maríu, Einari Hrafnkeli, tengdabörnum og barnabömum Bjargar og Haralds óskum við ám- aðar á þessum tímamótum. Áskell Einarsson. BJÖRG EINARSDÓTTIR SKAK Umsjön Margeir Pétursson Vasilios Kotronias (2.590), fremsti skákmaður Grikkja, átti gott mót í Gausdal í Noregi um daginn. Þessi staða kom upp í skák hans í næstsíðustu umferð. Kotronias hafði hvítt og átti leik gegn norska alþjóðlega meistaranum Rune Djurhu- us (2.515) 18. Bd3! - Bxd4 19. Bxh7+ - Kxh7 20. Hxd4 - Kg8 21. Hh4 - fxe6 22. Dh3 - Hf5 23. Hh8+ - Kf7 24. Hgl - Dc4 25. Hxg7+! - Kf6 (Svartur má alls ekki þiggja hróksfómina. Eftir 25. - Kxg7? 26. Dh6+ - Kf7 27. Hf8+ - Ke7 28. Dg7+ blasir mátið við) 26. Hgl - Df4 27. Hf8+ - Ke5 28. Hel— Kxd5 29. Dg2+ - Kc5 30. Hxf5 - Dxf5 31. Dxa8 og með skiptamun yfir vann hvítur auðveldlega. Glæsileg sókn- arlota og Kotronias hækkar verulega í stigum í Gausdal. Hann verður væntanlega fyrstur Grikkja til að komast upp yfir 2.600 skákstig. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Hvar fæ ég sveppinn? ANNA Magnúsdóttir hringdi og vildi fá upplýs- ingar um hvar hægt væri að nálgast „mansjúríu- sveppinn" margumtalaða. Ef einhver getur veitt henni þessar upplýsingar þá er síminn 554 6992. Tapað/fundið Úr týndist INEX dömuúr með dagat- ali og brúnni leðuról týnd- ist líklega í Laugarnes- hverfi eða á leiðinni frá Síðumúla niður í Laugar- neshverfi sl. mánudag. Skilvís finnandi vinsam- lega hringi í síma 553-9814. Yfirbreiðsla fannst BARNAVAGNS- eða kerruyfirbreiðsla fannst við gijótgarðinn v/Norð- urströnd á Seltjarnamesi sl. þriðjudag. Sá sem hef- ur tapað henni er beðinn að hringja í síma 551-6413. Hjól tapaðist 16 TOMMU svart Arrow hjól hvarf aðfaranótt sunnudags úr Bogahlíð. Þeir sem einhveijar upp- lýsingar geta gefíð um hvarf hjólsins vinsamleg- ast hringi í síma 588 9147. Gæludýr Læðu vantar heimili BRÖNDÓTT læða þarf að eignast gott heimili sem fyrst þar sem ofnæmi kom upp á heimili hennar. Dýravinir em beðnir að hafa samband í síma 581-2875. Lubbi er týndur LUBBI sem heitir fullu nafni Loðmundur ljúfi, yf- irgaf heimili sitt, Skú- lagötu 56, að morgni 13. ágúst og hefur ekki sést síðan. Hann er mjög loð- inn, grá- og hvítflekkóttur með gráan depil undir nefi, og er auðþekktur á því. Hann er eymamerkt- ur (R3H 221), með bláa ól. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans vinsamlega hringi í síma 562-6447. Snoppa ertýnd ÞÉSSI fímm ára gamla læða hvarf að heiman frá sér, Gnoðarvogi 60, að kvöldi 21. ágúst sl. Hún er eyrnamerkt R-1217. Þeir sem geta gefíð upp- lýsingar um hana eru vin- samlega beðnir að hringja í heimasíma 581-2142 eða vinnusíma 587-8422. ÞESSAR tvær glaðlegu stúlkur söfnuðu fé á dögun- um, 1.200 krónum, sem þær gáfu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Stúlkumar em f.v. Svava Birgisdóttir og Þómnn Ámadóttir. Hlutavelta COSPER BRÁÐUM fer svo að maður hættir að hafa efni á að fá sér kaffi með koníakinu. Víkveiji skrifar... SUMARIÐ, sem senn er liðið, hefur ekki verið sólríkt á höf- uðborgarsvæðinu. Og synd væri að tala um koppalogn í landnámi Ing- ólfs. Hvass- og votviðri oftar en ekki. Sanníslenzk veðrátta. Hliðholl þeim sem selja sól og suðurstrend- ur. En fleiri yggla brúnir en veður- guðir. „Konur eiga að hvessa klærnar." Þetta er yfirskrift fréttar hér í blaði allra landsmanna í vikunni. Þar seg- ir af ræðu formanns Varðar, FUS á Akureyri, á þingi ungra sjálfstæð- ismanna norður þar. Dálagleg veð- urspá atama fyrir Sjálfstæðisflokk- inn eða hitt þó heldur. Sama dag er fimm dálka frétta- fyrrirsögn á forsíðu Alþýðublaðsins (fyrr má nú rota en dauðrota): „/ mínum flokki eru það mestu karl- remburnar sem mest hafa talað um kvenfrelsi!“ Það er valkyijan Guðrún Helgadóttur úr Alþýðbandlagi sem hvessir röddina. Og slettir enn úr klaufum: „Ég tek nú ekki mikið mark á kvenfrelsinu og jafnréttinu hjá mínum mönnum...“. Talar trú- lega reynsurík. XXX AFNRÉTTISBARÁTTAN hefur aðeins farið fetið hér á ísa köldu landi. Skýring Guðrúnar Helgadótt- ur, þingmanns í sextán ár, er þessi: „Jafnréttisbaráttan hefur verið háð af nokkurs konar lúxusklúbbi, miðstéttarklúbbi. Konunum, sem eru að vinna í fiski út á landi, kem- ur þessi barátta ekkert við. Þær vinna bara vinnuna sína og hugsa um heimilin eins og þær hafa alltaf gert.“ Það er ekki að spyija að „sveitavarginum“! Máski kvenfrelsiskonur sæki nýj- ar og nýtilegri baráttuaðferðir til Kína, sem nú er fyrirheitna landið í þessum efnum? Mín upphefð kem- ur að utan, eins og þar segir. Ef til vill kemur evrópskt og íslenzkt kynjajafnrétti frá „torgi hins himn- eska friðar" í sjálfri Pekingborg, hvar skriðdrekar óku yfir stúdenta, sem töldu sig fijálsa að eigin mein- ingum í lífinu og tilverunni, ekki nema það þó! xxx TALANDI um Kína þá vitnar ung og veiskrifandi skjaldmær í Alþýðublaðinu í þarlent spakmæli: „Hundrað karlar geta myndað her- búðir en það þarf konu til að skapa heimili“! Eins og konurnar í fískin- um fyrir vestan, norðan og austan, sem skrópuðu úr jafnréttisbaráttu lúxusklúbba. Ungmærin er að svara ungling- spilti í sameiginlegu málgagni beggja, Alþýðublaðinu, og segir m.a.: „Lítið er tilhugalífið í Alþýðu- flokknum. Við Magnús Árni vorum rétt að hefja forleikinn og nokkur hiti hlaupinn í okkur bæði þegar ungherranum þótti ég harðhent og vældi undan mér...“! Það er er aldeilis stand á Godda- stöðum ungra Evrópukrata. Og sú, sem hér um ræðir, hefur heldur betur hvesst klærnar, eins og þær eru að tala um að gera hægra meg- in línunnar. Vonandi að hvesstu klærnar þar á bæ, hitti ekki fyrir tóma vælukjóa! xxx ONUR hafa ekki látið deigan síga í atvinnuleysi síðustu ára. Þannig segir í Vísbendingu, að störfum, sem konur sinna hér á landi, hafi fjölgað um 1.800 á tíma- bilinu 1991 - 1994, en á þeim tíma fækkaði störfum karla um 900. Ólíkt hafast kynin að! Islenzkar konur standa fyrir sínu, hvort heldur er í fiski eða hefðarsöl- um lúxuskúbba. Vonandi hvessa þær klæmar framan í skáeygða Kínakomma á „torgi hins himneska friðar", þar sem kvenfrelsismál eru snöggtum ver á vegi stödd en hjá svartasta auðvaldinu. Að fara eða fara ekki er spurning - en að fara án þess að láta þá fá til tvevatnsins sem það eiga skilið er út í hafsauga!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.