Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Air 90 millj. Hrafni Sveinbjarnarsyni GK meinað að leita hafnar í Noregi vegna vélarbilunar Morgunblaðið/RAX Flugan á lofti Fr amkvæmdastj ór i Lífeyrissjóðs bænda lætur af störfum Lánaði Emerald TÆPLEGA 1.000 laxar hafa veiðst í Laxá í Aðaldal í sumar. Þar af hafa rúmlega tíu laxar verið tutt- ugu pund eða þyngri. Veiðitíminn í ánni er frá 10. júní til 9. septem- ber. í bókinni Landið þitt, ísland, segir að Laxá í Aðaldal sé talin frá upptökum til ósa ein jafnfallegasta á landsins. Hún rennur úr Mývatni og fellur um Laxárdal og Aðaldal og út í Skjálfandaflóa. í bátnum eru Eyþór Sigmundsson að kasta og ræðarinn er Pétur Steingríms- son í Laxárnesi. Boðað verkfall Framtíðarinnar á miðnætti A Arangurslaus fundur ÁRANGURSLAUS samningafundur var haldinn með fulltrúum Verka- kvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði og samninganefnd ríkis- ins hjá ríkissáttasemjara í gær, en boðað hefur verið til annars fundar hjá ríkissáttasemjara kl. 17 í dag. Náist samningar ekki á þeim fundi skellur á verkfall ófaglærðs starfs- fólks á sjúkrastofnunum í Hafnar- firði á miðnætti í nótt. Ljóst er að komi til verkfallsins verða áhrif þess veruleg á starfsemi St. Jósefsspítala, Sólvangs og Hrafn- istu. Að sögn Láru Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Framtíðarinnar, mun starfsemi á þessum stofnunum öll fara úr skorðum, þ.e. ræsting, mötuneyti, þvottahús, saumastofur og aðhlynning, en öll þessi störf eru unnin af ófaglærðu fólki sem er í Verkakvennafélaginu Framtíðinni. Sagði Lára að um 80% af öllu starfs- fólki á Sólvangi væri ófaglært, um 60% á Hrafnistu en eitthvað færra á St. Jósefsspítala. Óbreytt hjá flugumferðarstjórum Sáttafundur var einnig haldinn í kjaradeilu flugumferðarstjóra í gær, en honum lauk án þess að samning- ar tækjust. Ekki hefur verið boðað til nýs sáttafundar í deilunni. Fleiri í lánshæfu námi en áður en færri taka lán UMSÓKNUM um námslán hefur ekki fjölgað þó að flest bendi til þess að fleiri nemendur séu í lánshæfu námi en áður. Samkvæmt upplýsingum frá Lánasjóði íslenskra nárnsmanna hafa borist 4.532 umsóknir um nám hér- lendis, 2.728 í Háskóla íslands og 1.804 í sérskóla. Umsóknir um lán til náms erlendis eru nú samtals 1.822 en voru fyrir tveimur árum 1.948. Færri sækja nú til Bandaríkjanna og Englands en áður eftir að reglur um Lánasjóðinn voru hertar 1992 og hætt var að lána fyrir skólagjöld- um til náms á lægra skólastigi á Lánasjóðskjörum. Fleiri sækja nú til Norðurlanda og þá helst til Danmerk- ur. 1 Umsóknum um lán til náms í Þýskalandi hefur fækkað, eða úr 223 veturinn 93/94 í 185. Samkvæmt heimildum frá LÍN er talið að háar námskröfur í þýskum skólum valdi því og erfitt er að ná tilætluðum árangri svo að námslán fáist. Ætlast er til 75%-100% námsárangurs svo að námslán sé borgað út. ■ Færri til Bandaríkjanna/1B Bílþjófnaður unglinga endaði háðulega Myndband kom upp um þjófana STULDUR fjögurra unglings- pilta í Hafnarfirði á BMW-bif- reið endaði háðulega þegar þeir uppgötvuðu að maður, sem stóð með myndbandsvél sína úti á svölum, var að festa stúss þeirra við bílinn á filmu. Lög- reglan skoðaði upptökuna og bar kennsl á drengina, sem við- urkenndu að þeir hefðu velt fyrir sér að krefja eiganda bíls- ins um lausnarfé. Piltarnir fjórir, sem eru 14 og 15 ára, fundu lykil að BMW- bíl á bílastæði við Hrísmóa á miðvikudagskvöid og gekk greiðlega að finna réttan bíl. Þeir fóru í ökuferð um bæinn, en lögðu bílnum í stæði og skruppu heim til mömmu í kvöldmat. Svo komu þjófarnir aftur, fóru í aðra stutta ökuferð og veltu fyrir sér möguleikan- um á að krefja eiganda bílsins um lausnargjald. Þeir guggn- uðu hins vegar á að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Undarlegt aksturslag Þegar hér var komið sögu ákváðu piltarnir að losa sig við bílinn þar sem þeir höfðu lagt honum á meðan þeir fóru heim í mat. íbúi í húsi þar nærri veitti bílnum eftirtekt og þótti akst- urslag undarlegt og skrykkjótt, en sá sem sat undir stýri hefur ekki ökuréttindi, enda allt of ungur. íbúinn beindi mynd- bandsvél sinni að bílnum og myndaði piltana fjóra þegar þeir stigu út úr honum. Piltarnir sáu manninn munda vélina og tvístraðist hópurinn í allar áttir. Síðar um kvöldið bankaði lögreglan upp á heima hjá þeim, því þeir höfðu allir þekkst af upptökunni. FRAMKV Æ MD AST J ÓRI Lífeyris- sjóðs bænda hefur látið af störfum eftir að ljóst varð að hann hafði veitt flugfélaginu Emerald Air verulegar fjárhæðir að láni án samþykkis og vitneskju stjómarmanna. Emerald Air hefur hætt flugi milli íslands og Bretlands og nýtt félag, Arctic Air Tours, tekið yfír þá starf- semi félagsins. Lífeyrissjóður bænda ^var stærsti hluthafinn í eignarhalds- félaginu Aktiva sem nokkrir íslensk- ir aðilar stofnuðu um hlut sinn í Emerald Air, með alls um helming af 22 milljóna kr. heildarhlutafé. Emerald Air hefur að undanförnu fengið umtalsverðar upphæðir að láni frá Lífeyrissjóði bænda, og að sögn Guðríðar Þorsteinsdóttur, stjórnarformanns sjóðsins, er þar um að ræða nálægt 90 milljónir króna. Guðríður sagði stjórnina ekki hafa samþykkt neinar lánveitingar til Emerald Air og að hún myndi aldrei hafa tekið slíkt í mál. „Fram- ^kvæmdastjóri sjóðsins veitti félaginu hins vegar lán án heimildar eða umboðs stjórnar og fór þar út fyrir sitt umboð og á bak við stjórnina. Hann hefur lagt fram upgsagnarbréf sitt og látið af störfum. í framhald- inu höfum við ráðið endurskoðanda og lögmann til að kanna stöðu okk- ar.“ ■ Arctip Air/14 Við erum stjórnlausir ef við lendum í brælu NORSKA strandgæslan neitaði á miðvikudag frystiskipinu Hrafni Sveinbjamarsyni GK að leita til hafnar í Noregi vegna vélarbilunar. Togarinn var að veiðum í Smugunni á þriðjudag þegar alvar- leg bilun varð i forþjöppu við aðalvél skipsins og ákvað skipstjórinn þá að halda áleiðis til Noregs til viðgerðar. íslenska utanríkisráðuneytið hefur unnið að lausn málsins undanfama tvo sólarhringa í samtölum við norsk stjórnvöld en þær tilraunir höfðu ekki leitt til árangurs í gærkvöldi þegar Morgunblaðið talaði við Hilmar Helgason, skipstjóra á Hrafni Svein- bjamarsyni. Bíða utan 4 mílna lögsögunnar Skipinu var siglt á 3-4 sjómílna hraða í austnorð- austan átt og fjórurri vindstigum í gær. „Ef við lendum í brælu erum við stjórnlausir. Þetta er alvar- Ieg bilun og ég get aðeins keyrt vélina með 30% álagi,“ sagði Hilmar. Hann gerði ráð fyrir að verða kominn upp að íjögurra mílna lögsögumörkum Utanríkisráðherra bjart- sýnn á lausn Noregs um kl. hálf ellefu í gærkvöldi en þar mun skipið bíða þar til niðurstaða fæst í málinu. „Það er ekki komin lausn. Við vonumst eftir að hægt verði að gera við skipið en ég get ekki full- yrt um hvernig það mun til takast," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í gærkvöldi. Hann sagðist aðspurður vera bjartsýnn á að lausn muni fínnast. „Það var talað um það í sambandi við Má að reynt yrði að leysa þetta með samtölum og við höfum staðið við það af okkar hálfu og höfðum strax samband við norsk stjórnvöld. Hins vegar hafa Norðmenn ekki breytt sinni stefnu," sagði Halldór. Neyðarráðstöfun Hilmar sagði að þegar bilunin kom upp hafi hann beðið um að fá að fara inn í norska lögsögu og til Hammerfest en fengið neitun frá norsku strandgæslunni. Því hefði verið borið við að skipið hefði verið við veiðar í Smugunni og skv. nýrri reglugerð væri bannað að veita slíkum skipum þjón- ustu í norskum höfnum. Jon Espen Lien, talsmaður strandgæslunnar í Norður-Noregi, sagði í gær, að skipstjórinn á Hrafni Sveinbjarnarsyni hefði ekki lýst yfir neyðarástandi og því væri engin ástæða til að veita skipinu heim- ild til að sigla inn til norskrar hafnar. Hilmar sagði útilokað að ætla að sigla skipinu til Islands á því vélarafli sem unnt væri að beita. „Maður fer ekki með skipið svona yfir hafið því að það er neyðarráðstöfun að bjarga sér á vélinni svona túrbínulausri. Því lengur sem maður keyrir hana því meiri hætta er á að vélin verði fyrir stór- skemmdum," sagði hann. 25 manns eru um borð í Hrafni Sveinbjamar- syni, þar af eru tvær konur. Skipið hafði verið við veiðar í Smugunni í á aðra viku þegar bilunin kom upp og var komið með 100 tonn af frosnum flökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.